Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.2011, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.2011, Blaðsíða 4
4 | Fréttir 7. febrúar 2011 Mánudagur Veðurstofan á varðbergi vegna aukinnar gosvirkni í Bárðarbungu: Eldgos gæti hafist „Ef þetta heldur áfram að þróast svona og skjálftarnir fara að grynn- ast gæti gosið,“ segir Sigurlaug Hjaltadóttir, jarðeðlisfræðingur á Veðurstofu Íslands. Aukin skjálfta- virkni hefur verið í norðvestan- verðum Vatnajökli að undanförnu. Aðfaranótt sunnudags og á sunnu- dagsmorgun urðu tveir jarðskjálft- ar sunnan við Kistufell, annar 3,3 stig á Richter en hinn 3,1. Í síðustu viku mældust einnig fjölmargir litlir skjálftar. Sigurlaug segir í samtali við DV að undanfarna mánuði hafi orð- ið aukin jarðskjálftavirkni í norð- vestanverðum jöklinum. „Það eru skjálftahrinur þarna og Bárðar- bunga er virk eldstöð,“ segir hún og bætir við að undanfarnar vikur og mánuði hafi sérstaklega verið horft til Grímsvatna vegna mögulegs eld- goss. Eftir hlaup sem varð í Gríms- vötnum í lok október hafi hins vegar dregið úr skjálftavirkninni þar sem annars hafði verið að aukast fyrir hlaupið. Sigurlaug segir að erfitt sé að fullyrða um framvindu mála að svo stöddu. Skjálftarnir séu á miklu dýpi og alveg eins líklegt að ekkert gerist. „Þessir smáskjálftar eru á tölu- verðu dýpi, kannski tíu kílómetra. Það eru kvikuinnskot en eins og er bendir ekki til þess að þetta sé neitt annað. Það kom svipuð hrina í lok síðasta árs og þá var jafnvel enn meiri virkni,“ segir Sigurlaug en tek- ur fram að það sé alltaf aukin hætta þegar virkni eykst í virkum eldfjöll- um. „Það er ekkert annað hægt að gera en að fylgjast bara vel með,“ segir Sigurlaug að lokum. einar@dv.is Verð: 9.750 kr. Stórhöfða 25 • Sími 569 3100 • www.eirberg.is • Dregur úr vöðvaspennu • Höfuð- háls- og bakverkjum • Er slakandi og bætir svefn • Notkun 10-20 mínútur í senn • Gefur þér aukna orku og vellíðan Opið virka daga kl. 9 -18 og á laugardögum kl. 11 - 16 Nálastungudýnan Aukin virkni Sigurlaug segir lítið hægt að gera annað en fylgjast með. Þessi mynd var tekin árið 2004 þegar gaus í Grímsvötnum. Mynd MAtthEw J. RobERts Lögmaðurinn Sveinn Andri Sveins- son greiddi sér nærri 50 milljóna króna arð út úr félaginu Reykvísk- ir lögmenn ehf. á árunum 2008 og 2009. Héraðsdómur Reykjavíkur úr- skurðaði félagið gjalþrota þann 19. janúar. Endurskoðandi sem DV ræddi við segir að það sé einkennilegt að hæstaréttarlögmaður skuli greiða sér 28 milljónir króna í arð út úr einka- hlutafélagi árið 2008 á sama tíma og það skuldi 17 milljónir króna í opin- ber gjöld. Árið 2009 greiddi hann sér síðan arð upp á 18 milljónir króna þrátt fyrir að skulda ennþá ógreiddu opinberu gjöldin frá árinu áður. Sveinn Andri segist gera skil á sínu geri skatturinn einhverjar athuga- semdir. „Ekki stórar fjárhæðir“ Í ársreikningi félagsins árið 2008 kemur fram að ógreidd opinber gjöld nemi um 17 milljónum króna. Ári síðar gefur Sveinn Andri ekki skýr- ingu á ógreiddum opinberum gjöld- um líkt og hann hafði gert á árunum 2006 til 2008. Þess í stað eru ógreidd opinber gjöld skýrð sem skamm- tímaskuldir árið 2009. Skammtíma- skuldir félagsins námu fjórum millj- ónum króna árið 2007, 21 milljón króna árið 2008 og námu 25 millj- ónum króna árið 2009. Langstærsti hluti þessara skammtímaskulda eru ógreidd opinber gjöld. Aðspurður um hvort rétt sé að Reykvískir lögmenn hafi skuldað meira en 20 milljónir króna í ógreidd opinber gjöld þegar það fór í gjald- þrot segir Sveinn Andri: „Ég bara þori ekki að fara með það. Þetta eru nú ekki stórar fjárhæðir.“ Aðspurður um hvers vegna hann hafi greitt sjálf- um sér nærri 50 milljónir króna í arð á sama tíma og hann skuldaði veru- legar upphæðir í opinber gjöld seg- ir Sveinn Andri: „Eru einhver tengsl þar á milli? Ef skatturinn gerir ein- hverjar athugasemdir við það þá kemur það bara í ljós.“ breytt í sAM 10 Félagið Reykvískir lögmenn hagnað- ist um 20 milljónir króna árið 2008 og tíu milljónir króna árið 2009. Sveinn Andri virðist ekki bókfæra nema lít- ið brot af tekjum sínum sem laun. Þess í stað borgar hann sér stóran hluta tekna sinna í formi arðs. Til árs- ins 2008 þurfti að greiða mun minni skatta en af venjulegum launa- greiðslum. Sveinn Andri stofnaði samlags- félag um síðustu mánaðamót. Árið 2010 seldi hann félagið Reykvíska lögmenn og var nafni félagsins þá breytt í eignahaldsfélagið SAM 10. Í ársreikningi Reykvískra lögmanna árið 2009 kemur fram að helsta eign félagsins sé 17 milljón króna fasteign. Ekki liggur ljóst fyrir hvort Sveinn Andri hafi fært fasteignina yfir í nýja félagið sitt eða skilið hana eftir í hinu gjaldþrota félagi. Aðspurður um það hvort að hún hafi verið innifalinn í söluverðinu segir Sveinn: „Fasteign félagsins var ekkert inni í þessu fé- lagi, hún var löngu farin.“ Kemur dV ekki við „Þetta var bara pínulítið,“ sagði Sveinn Andri þegar DV.is greindi fyrst frá málinu á fimmtudaginn. „Ég stofnaði samlagsfélagið um áramót- in en var búinn að selja þetta á síð- asta ári. Af því ég ákvað að skipta í annað form þá seldi ég félagið,“ bætti Sveinn Andri við um söluna á SAM 10 ehf. og stofnun Reykvískra lög- manna slf. Þegar Sveinn Andri var spurð- ur að því hvort að það skjóti ekki skökku við að hæstaréttarlögmaður skuli stunda vafasamar bókhalds- aðferðir hjá einkahlutafélagi sínu svarar hann: „Viltu að ég svari þess- ari spurningu? Þetta er svona leið- andi spurning sem er ekkert hægt að svara. Þetta er bara uppgjör í félaginu sem gert er í samráði við endurskoð- anda og ef skatturinn hefur eitthvað út á það að segja þá bara kemur það í ljós.“ Sveinn Andri vill ekki upplýsa um það hver keypti félagið eða fyrir hvaða upphæð það var selt á: „Það bara kemur DV ekki við, það er bara á milli mín og kaupanda.“ TÓK 50 MILLJÓNA ARÐ ÞRÁTT FYRIR SKULDIR „Það bara kemur DV ekki við, það er bara á milli mín og kaupanda. n Félagið úrskurðað gjaldþrota í janúar n sveinn Andri talinn hafa sloppið við yfir 20 milljónir króna í opinber gjöld n segir gjaldþrotið „smámál“ Ekki stórar fjárhæðir Sveinn Andri Sveinsson þorir ekki að fara með það hvað félag í hans eigu skuldaði í opinber gjöld. stefnir í verkfall Samninganefnd bræðslumanna hefur slitið formlegum viðræðum við Samtök atvinnulífsins um nýj- an kjarasamning og ætlar að boða til atkvæðagreiðslu um verkfall í fiskimjölsverksmiðjum. Samninga- nefndir hittust á sunnudag á fundi með ríkissáttasemjara, en sá fundur var árangurslaus. Verði verkfallsboð- un samþykkt, gæti verkfall starfs- manna hafist snemma í næstu viku. Vanhæf vegna tengsla Dögg Pálsdóttir hæstaréttarlög- maður hefur sent forseta Lands- dóms bréf þar sem hún bendir á vanhæfi sitt til að sitja í Landsdómi. Hún seg- ir ákvörðun sína tilkomna vegna tengsla hennar við Geir H. Haar- de. Í yfirlýs- ingu frá Dögg, sem er fyrrverandi varaþingmaður Sjálfstæðisflokks- ins og ein af þeim átta sem út- nefnd voru til að sitja í Landsdómi, segir meðal annars að þar sem hún hafi gegnt varaþingmanns- störfum í tvígang í fjarveru Geirs H. Haarde fyrrverandi forsætisráð- herra þurfi Landsdómur að taka afstöðu til hæfis hennar. Grunaður um kynferðisbrot 47 ára gamall bandarískur karlmað- ur, John Charles Ware, var fyrir helgi handtekinn grunaður um kynferðis- brot gegn fjórum ungum drengjum. Lögreglu grunar að hann hafi mis- notað einn drengjanna hér á landi. Á föstudag var Ware handtekinn en handtakan var hluti af stóru átaki gegn barnamisnotkun í Bandaríkj- unum. Ware stýrir velgjörðarsjóði fjölskyldu sinnar en afi hans, John Charles, var fylkisstjóri, þingmað- ur og stjórnarformaður eins stærsta vatnsveitufyrirtæki landsins.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.