Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.2011, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.2011, Blaðsíða 22
22 | Nærmynd 7. febrúar 2011 Mánudagur E nginn hefur setið jafn lengi við völd í Egyptalandi, síðan Muhammad Ali Pasha var og hét, og Hosni Mubarak. Áður en hann lét að sér kveða í stjórn- málum lands síns hafði hann, líkt og fjöldi leiðtoga þessa heimshluta, skapað sér feril innan hersins og var yfirmaður egypska flughersins frá 1972 til 1975. Árið 1975 söðlaði Mubarak um þegar hann var skip- aður varaforseti en árið 1981 dró til tíðinda. Á hersýningu þann 6. októ- ber 1981 var forseti landsins, Anwar Sadat, ráðinn af dögum og fjórum dögum síðar tók Mubarak við emb- ætti forseta landsins og hefur ekki sleppt valdataumunum síðan. Snemma beygðist krókurinn Muhammad Hosni Sayyid Mubarak fæddist 4. maí 1928 í Kafr-El-Mes- elha. Að loknu menntaskólanámi snéri hann sér til herskólanna, fyrst til herskóla Egyptalands og síðan flugherskólans og útskrifaðist sem flugmaður árið 1950. Mubarak kom víða við sem flug- maður í egypska flughernum en einhvern tímann á sjötta áratug síð- ustu aldar gerðist hann kennari í akademíu egypska flughersins auk þess sem hann hlaut frekari þjálfun í Sovétríkjunum árin 1959 til 1961. Hápunktur ferils Mubaraks inn- an raða flughersins var þegar hann var skipaður yfirmaður flughers- ins og aðstoðarvarnarmálaráðherra landsins árið 1972. Neyðarlög og spilling Sem fyrr segir hefur Mubarak verið forseti Egyptalands síðan 1981, í um þrjátíu ár, og stjórnað í skugga neyð- arlaga sem hafa verið í gildi allar götur frá 1967, að undanskildu átján mánaða tímabili sem endaði með morðinu á Sadat. Lítil áhöld eru um að líf í skugga neyðarlaga er engin lautarferð og slík valdstjórn býður upp á spillingu innan embættismannakerfisins og skert mannréttindi almennings. Sú hefur orðið raunin í Egyptalandi í valdatíð Mubaraks. Í innanríkisráðuneyti Egypta- lands ku spilling hafa aukist verulega þá áratugi sem Mubarak hefur verið við völd. Til að tryggja viðvarandi setu sína á forsetastóli hefur hann hert tak sitt á stofnunum landsins og hefur spilling haft í för með sér fang- elsun pólitískra andstæðinga og að- gerðasinna. Pólitískar skoðanir hafa ráðið mannaráðningum á fjölmiðl- um, í menntastofnunum og víðar. Skert borgaraleg réttindi Neyðarlögin heimila að borgaraleg réttindi séu skert og ritskoðun sé beitt. Strangt til tekið eru mótmæli bönnuð og stjórnmálasamtök þurfa viðurkenningu stjórnvalda. Talið er að um 17.000 manns sitji í varðhaldi vegna neyðarlaganna og að fjöldi pólitískra fanga sé um 30.000. Lögin heimila stjórnvöldum að fangelsa fólk í ótakmarkaðan tíma, fyrir nánast engar sakir, án þess að þar komi réttarhöld við sögu. Nú virðist sem egypska þjóðin hafi fengið sig fullsadda af stjórnar- háttum liðinna áratuga og hafa tug- ir þúsunda fylkt liði á götum stærstu borga landsins og krafist brotthvarfs Mubaraks og lýðræðislegri stjórnar- hátta. En Hosni Mubarak hefur ekki setið með hendur í skauti, enda með gráðu í hernaðarvísindum og ára- tuga reynslu í pólitík. Herkænska Hosnis Í mótmælum undanfarinna daga virðist sem herinn hafi haldið að sér höndum að mestu leyti. Eitthvað mannfall hefur verið, en lítið virð- ist hafa verið um alvarlegar róst- ur á milli andstæðinga forsetans og stuðningsmanna. Um tíma leit jafnvel út fyr- ir að herinn væri fylgjandi þessum sögulegu mótmælum. Því var ekki að undra að Barack Obama, for- seti einnar helstu bandalagsþjóðar Egyptalands, Bandaríkjanna, bland- aði sér í málið með þeim afleiðing- um að Mubarak tilkynnti að hann hygðist ekki bjóða sig fram til endur- kjörs í kosningunum í september. En þar með er sagan ekki öll, því hann nánast skoraði þjóðina á hólm með því að tilkynna að hann hygðist sitja sem fastast í næstu níu mánuði. Leiddar hafa verið að því líkur, í ljósi viðbragða hersins – sem er ómissandi í hverri byltingu – að hann myndi jafnvel snúa baki við æðsta yfirmanni sínum og að Mubarak yrði fjarlægður úr embætti með fulltingi vopnavalds. Þögul viðurkenning En Hosni Mubarak hefur ekki hald- ið um stjórnartaumana í Egypta- landi með silkihanska á höndunum enda má segja að upphaf valdatíð- ar hans hafi markast af ofbeldi og hann sjálfur var aðeins steinsnar frá springandi handsprengjum og vél- byssuskothríð þegar forveri hans var ráðinn af dögum. Eitt af hans fyrstu verkum var að uppræta þá sem stóðu að baki bana- tilræðinu við Sadat og beitti hann leyniþjónustu landsins óspart við það. Undir lok síðustu aldar hafði Mubarak loks betur í baráttunni við öflug íslömsk samtök sem stað- ið höfðu að baki vopnuðum átökum í fátækrahverfum Kaíró, morðum á fjölda lögreglumanna og fjölda- morðunum á hátt í sextíu ferða- mönnum í borginni Luxor árið 1997. Síðan þá hefur Mubarak óspart notað múslímagrýluna til að rétt- læta þá heljargreip sem hann hefur haldið þjóðinni í – að sú óöld hæf- ist að nýju ef hann, með fullri hörku, tryggði ekki „röð og reglu“. Samskipti hans við aðrar þjóðir hafa jafnvel einkennst af þögulli við- urkenningu erlendra sendifulltrúa sem kjósa frekar að eiga samskipti við áreiðanlegan einvald en horfa upp á Egyptaland feta sömu stigu og til dæmis Íran, eða steypast í borg- arastyrjöld. Ekki af baki dottinn Þótt mótmæli liðinna daga hafi far- ið friðsamlega af stað eru nú blikur á lofti. Í viðtali við BBC sagði Tom Porteous, forstjóri Human Rights Watch-samtakanna í Bretlandi, að kúgun og misþyrming hins opin- bera kæmi nú „út úr pyntingaklef- unum og út á göturnar“. Fulltrúar erlendra fjölmiðla, þeirra á meðal BBC og CNN, hafa orðið fyrir ofsóknum og ofbeldi af hálfu óeinkennisklæddra „hrotta“ sem styðja Mubarak. Íslenskur kvik- myndatökumaður, Jón Björgvins- son, fór ekki varhluta af því. Því má ljóst telja að Hosni Muba- rak sé ekki alveg af baki dottinn og hefur hann vakið máls á afleiðing- um þess ef hann léti af völdum of skyndilega – Egyptaland gæti fallið í hendur íslamskra öfgahópa. n Enn getur brugðið til beggja vona vegna krafna mótmælenda um að Hosni Mubarak láti af embætti n Mubarak segist „uppgefinn“ á að vera forseti n Hefur gamla hauka úr hernum næst sér n Segir að óreiða skapaðist ef hann hyrfi á braut Fæddur: 4. maí 1928 í Kafr-El-Meselha Fullt nafn: Muhammad Hosni Sayyid Mubarak Eiginkona: Suzanne Mubarak Börn: Alaa Mubarak og Gamal Mubarak Trú: Súnní-múslími n Hosni Mubarak hlaut Jawaharlal Nehru-verðlaunin árið 1995 sem viður- kenningu fyrir „… hans einstæða hlutverk í að stuðla að stöðugleika og framförum í landi sínu, að treysta málstað araba, að vinna að friði og skilningi í heimshlut- anum.“ n Hosni Mubarak er í 20. sæti hjá Parade-tímaritinu á lista ársins 2009 yfir verstu harðstjóra veraldar. n Árið 2007 var reist minnismerki til heiðurs Mubarak í Xirdalan í Aserbaídsjan. Hosni Mubarak ÞAULSÆTINN ÞJÓÐARLEIÐTOGI „ Í viðtali við BBC sagði Tom Porteous, forstjóri Human Rights Watch-samtakanna í Bret- landi, að kúgun og misþyrming hins opinbera kæmi nú „út úr pyntingaklefunum og út á göturnar“.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.