Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.2011, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.2011, Blaðsíða 25
Sport | 25Mánudagur 7. febrúar 2011 Úrslit Á leið á toppinn Vefsíða Sky Sports fjallar ítarlega um íslenska landsliðsframherjann Kolbein Sigþórsson í dálki þar sem farið er yfir mestu efni Evrópu. Er leikmönnum þar gefin einkunn frá einum og upp í tíu fyrir hinar ýmsu hliðar leiksins en Kolbeinn fær ekki undir sjö í neinum lið. Fær hann níu af tíu í skotum og tíu af tíu í hversu langt hann getur komist. Þegar stigin eru talin saman fær hann 62 af 80 mögulegum en fái leikmenn 61–70 stig þykja þeir „vera á leiðinni á toppinn.“ Kolbeinn var aftur á skotskónum fyrir AZ Alkmaar um helgina en hann skoraði eina mark liðsins í 2–1 tapi gegn Excelsior. KR með tvö lið í Höllinni KR-ingar eiga möguleika á því að vinna bikarmeistaratitil KKÍ í bæði karla- og kvennaflokki en bæði lið félagsins komust í úrslitaleikinn um helgina. Karlaliðið lagði Tindastól í DHL-höllinni auðveldlega, 81–67, en stelpurnar unnu Hamar með fimm stigum, 65–60. KR varð því fyrsta liðið til þess að vinna Hamar í kvenna- flokki í ár. Í frétt á vefsíðunni karfan.is kemur fram að þetta er í fjórða skiptið í sögunni sem sami þjálfarinn fer með bæði karla- og kvennalið félags í úrslit. Sá síðasti til að hampa bikarnum með báðum kynjum sama árið var goðsögnin Einar Bollason. Þjálfari KR er Hrafn Kristjánsson. Enska úrvalsdeildin Aston Villa - Fulham 2-2 1-0 John Pantsil (12. sm), 1-1 Andy Johnson (52.), 2-1 Kyle Walker (72.), 2-2 Clint Dempsey (78.). Everton - Blackpool 5-3 1-0 Louis Saha (20.), 1-1 Alex Baptiste (36.), 2-1 Louis Saha (46.), 2-2 Jason Puncheon (62.), 2-3 Charlie Adam (63.), 3-3 Louis Saha (75.), 4-3 Jermaine Beckford (80.), 5-3 Louis Saha (83.). Man. City - WBA 3-0 1-0 Carlos Tevez (16. víti), 2-0 Carlos Tevez (22.), 3-0 Carlos Tevez (39. víti). Newcastle - Arsenal 4-4 0-1 Theo Walcott (1.), 0-2 Johan Djorou (3.), 0-3 Robin van Persie (9.), 0-4 Robin van Persie (25.), 1-4 Joey Barton (67. víti), 2-4 Leon Best (75.), 3-4 Joey Barton (82. víti), 4-4 Ismael Chiek Tioté (86.) n Abou Diaby, Arsenal (49.). Tottenham - Bolton 2-1 1-0 Rafael van der Vaart (5. víti), 1-1 Daniel Sturridge (54.), 2-1 Niko Kranjcar (90.+2). Wigan - Blackburn 4-3 0-1 Jason Roberts (22.), 1-1 James McCarthy (35.), 2-1 Hugo Rodallega (50.), 3-1 James McCarthy (55.), 3-2 Christopher Samba (58.), 4-2 Ben Watson (64. víti ), 4-3 David Dunn (81. víti) Úlfarnir - Man. United 2-1 0-1 Nani (3.), 1-1 G. Elokobi (10.), 2-1 K. Doyle (40.) West Ham - Birmingham 0-1 0-1 Nikola Zigic (64.). Chelsea - Liverpool 0-1 0-1 Raul Meireles (69.). Staðan Lið L U J T M St 1. Man. Utd 25 15 9 1 55:24 54 2. Arsenal 25 15 5 5 54:27 50 3. Man. City 26 14 7 5 42:22 49 4. Chelsea 25 13 5 7 46:22 44 5. Tottenham 25 12 8 5 35:27 44 6. Liverpool 26 11 5 10 34:31 38 7. Sunderland 26 9 10 7 32:31 37 8. Bolton 26 8 9 9 36:37 33 9. Stoke City 25 10 3 12 31:32 33 10. Newcastle 25 8 7 10 40:38 31 11. Blackburn 26 9 4 13 34:42 31 12. Fulham 26 6 12 8 28:28 30 13. Everton 25 6 12 7 33:34 30 14. Aston Villa 26 7 8 11 30:45 29 15. Blackpool 25 8 4 13 38:49 28 16. Birmingham 24 5 12 7 24:33 27 17. WBA 25 7 5 13 31:48 26 18. Wigan 26 5 11 10 26:44 26 19. Wolves 25 7 3 15 26:43 24 20. West Ham 26 5 9 12 27:45 24 Enska B-deildin Burnley - Norwich 2-1 Crystal Palace - Middlesbrough 1-0 Ipswich - Sheff. United 3-0 Leeds - Coventry 1-0 Aron Einar Gunnarsson var í byrjunarliði Coventry og lék allan leikinn. Leicester - Barnsley 4-1 Millwall - Docanster 1-0 Nott. Forest - Watford 1-0 Portsmouth - Derby 1-1 Hermann Hreiðarsson var í byrjunarliði Portsmouth og lék allan leikinn. Preston - Bristol 0-4 Scunthorpe - Hull 1-5 Staðan Lið L U J T M St 1. QPR 30 16 11 3 49:18 59 2. Nottingham F. 28 14 10 4 39:23 52 3. Cardiff 29 15 6 8 48:35 51 4. Norwich 30 14 9 7 47:38 51 5. Swansea 30 15 5 10 37:27 50 6. Leeds 30 13 10 7 55:47 49 7. Millwall 30 12 9 9 39:30 45 8. Leicester 30 13 6 11 46:47 45 9. Watford 28 12 7 9 53:41 43 10. Burnley 29 11 10 8 43:36 43 11. Reading 29 10 12 7 43:31 42 12. Hull 30 10 12 8 36:33 42 13. Barnsley 30 11 7 12 36:44 40 14. Ipswich 28 11 4 13 35:37 37 15. Doncaster 28 10 7 11 41:46 37 16. Coventry 30 10 6 14 33:37 36 17. Derby 29 10 5 14 41:42 35 18. Bristol City 30 9 8 13 35:44 35 19. Middlesbro 29 9 6 14 33:37 33 20. Portsmouth 29 8 8 13 39:46 32 21. Cr. Palace 30 8 7 15 28:48 31 22. Sheffield Utd 29 7 6 16 26:47 27 23. Scunthorpe 27 7 3 17 27:51 24 24. Preston 28 5 6 17 29:53 21 Japanir vita ekki í hvorn fótinn þeir eiga að stíga eftir að upp komst um viðamikið svindl þrettán súmó- glímukappa. Hefur japanska súm- óglímusambandið, JSA, ákveðið að blása af næstu meistarakeppni sem átti að fara fram í byrjun mars. Þetta er í fyrsta skiptið síðan 1946 sem meistarakeppnin er blásin af en ástæðan þá var öllu eðlilegri en nú. Leikvangurinn var þá í rúst eftir seinni heimsstyrjöldina. Þrettán glímukappar eru und- ir smásjá lögreglunnar fyrir að hag- ræða bardögum. Upp komst um svindlið þegar farsímar þeirra voru gerðir upptækir af lögreglunni í tengslum við annað hneykslismál. Þessir sömu kappar voru þá að veðja ólöglega um úrslit hafnaboltaleikja í samvinnu við japönsku mafíuna. Í farsímunum fundust texta- skilaboð þar sem glímukapparnir lýstu því hvernig þeir myndu sækja á næsta andstæðing sinn og hvort og hvernig hann myndi falla til jarð- ar. Fyrir hagræðingu glímanna voru menn að skiptast á hundrað þúsund- um jena en 100.000 jen samsvara 147.000 krónum.a Málið er litið gríðarlega alvarleg- um augum í Japan því súmóglíma er ekki einungis íþrótt þar í landi held- ur er hún hluti af menningu og sögu þjóðarinnar. Forseti JSA var klökkur þegar hann tilkynnti að meistara- mótið í næsta mánuði færi ekki fram en forsætisráðherra landsins, Naoto Kan, var öllu harðorðari: „Þetta er ekki bara hneyksli innan íþróttarinn- ar heldur eru þessir menn að svíkja fólkið í landinu.“ tomas@dv.is Risahneyksli í japönsku súmóglímunni: Sverir svindlarar Bregðast fólkinu Japanir taka súmóglímu gífurlega alvarlega. MyND REUTERS Liverpool er komið í sjötta sæti ensku úrvalsdeildarinnar eftir frábæran sig- ur á Chelsea, 1–0, á Stamford Bridge í gær. Sigurmarkið skoraði Raul Meirel- es á 69. mínútu. Sigurinn var ekki síð- ur sætur fyrir Liverpool þar sem Fern- ando Torres var í byrjunarliði Chelsea í sínum fyrsta leik með þeim bláu. Tor- res gat ekkert í leiknum á meðan Liver- pool hélt sig við skipulagið og skoraði eina mark leiksins. Sigurinn var Liver- pool gríðarlega þýðingarmikill því lið- ið er nú aðeins sex stigum frá Chel- sea og Tottenham sem sitja í fjórða og fimmta sæti úrvalsdeildarinnar. Draumurinn um Meistaradeildarsæti er því sannarlega á lífi en vonir Chel- sea um að verja Englandsmeistaratit- ilinn eru líklega úr sögunni. Vonbrigði hjá Torres Fyrir leikinn heilsaði Fernando Tor- res upp á alla félaga sína í Liverpool- liðinu og kyssti meira að segja Raul Meireles. Koss sem hvatti Portúgal- ann greinilega til dáða. Daniel Agg- er, danski miðvörðinn í liði Liver- pool, sendi Torres þó skýr skilaboð með vænu olnbogaskoti um miðjan fyrri hálfleikinn en Daninn slapp með skrekkinn. Torres komst í dauðafæri eftir þrjátíu og fimm mínútur en Jam- ie Carragher bjargaði með glæsilegri tæklingu. Það var eins og Carlo Ancelotti hefði lagt meira upp úr því að láta Torres byrja leikinn en að reyna leggja Liverpool að velli. Chelsea var langt frá því að spila sinn bolta og komst varla í færi. Eftir að Torres var tekinn af velli á 65. mínútu fór sóknarleikur- inn að skána. Til að bæta gráu ofan á svart fyrir Torres þurfti hann að horfa upp á manninn sem hann kyssti svo sætt fyrir leikinn, Raul Meireles, skora sigurmarkið eftir klúður hjá Petr Cech aðeins fjórum mínútum síðar. Þetta var fjórða mark Meireles í síðustu fimm leikjum en hann hefur algjör- lega blómstrað undir stórn Kenny Dalglish. Vorum ekki nógu góðir ,,Liverpool varðist vel og við fundum engin svæði til að spila í,“ sagði sár- svekktur Carlo Ancelotti, knattspyrnu- stjóri Chelsea, eftir tapið. ,,Við spiluð- um ekki nægilega vel. Frammistaða okkar var einfaldlega ekki nægilega góð til að vinna þennan leik,“ sagði Ít- alinn stuttorður um skelfilega frammi- stöðu Chelsea en þeir bláu hafa að öllum líkindum kvatt Englandsmeist- aratitilinn með tapinu. Gleðin var öllu meiri hjá Liver- pool-mönnum en Jamie Carragher, miðvörður Liverpool, talaði þó vel um Fernando Torres í viðtali á Sky Sports eftir leikinn. ,,Fernando er einn besti framherji í heiminum í dag. Hann á eftir að gera vel fyrir Chelsea en hann er ekki í okkar liði. Við höfum oft spil- að á móti leikmönnum sem fóru eins og Robbie Fowler þegar hann fór til Leeds. Það er sárt en svona er þetta,“ sagði Carragher. Kenny Dalglish er nú búinn að halda hreinu í síðustu fjórum leikjum með Liverpool en þeir hafa allir unn- ist. Var hann því spurður að því hvort hann yrði ekki áfram stjóri á næsta ári en hann átti upphaflega bara að taka við út tímabilið. ,,Ég hef bara áhyggjur af næsta leik gegn Wigan næstu helgi,“ sagði Dal- glish og vildi engu svara um það. Við erum á fínu róli núna. Búnir að halda hreinu í síðustu fjórum leikjum og spila vel. Þetta er samt langt frá því að vera búið. Nú þurfum við bara að halda þessu áfram,“ sagði Kenny Dal- glish. n Liverpool vann Chelsea í stórleik helgarinnar í enska boltanum n Raul Meireles hetja Liverpool n Vond frumraun Fernando Torres Toppdagur án Torres Tómas Þór Þórðarson blaðamaður skrifar tomas@dv.is Slæm byrjun Torres lék í 65 mínútur og átti vondan dag. Frábær sigur Liverpool er komið í baráttuna um Meistaradeildarsæti.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.