Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.2011, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.2011, Blaðsíða 3
Fréttir | 3Mánudagur 7. febrúar 2011 KvótaKerfið í ógnarjafnvægi fyrir rúmri viku þar sem hún sagði meðal annars: „Grímulaus valda- klíka LÍU skirrist ekki við að þvinga Samtök atvinnulífsins til að taka alla kjarasamninga í landinu í gísl- ingu til að tryggja áframhaldandi forræði þeirra á auðlindinni í sjón- um. Landssamband íslenskra út- vegsmanna, sem eru um 8 prósent fyrirtækja innan SA, reynir með mjög óskammfeilnum þvingunar- aðgerðum að koma í veg fyrir að 92 prósent, eða um 55 þúsund mans hjá fyrirtækjum innan SA, fái nýjan kjarasamning og frið á vinnumark- aði. Þetta háttalag verður einfaldlega ekki liðið og SA verður að snúa aft- ur að samningaborðinu, án hótana eða skilyrða um mál sem ekkert er- indi eiga í kjaraviðræður aðila vinnu- markaðarins.“ Skerst í odda Á það er að líta að Jón Bjarnason lagði frumvarp um róttækar breyt- ingar á stjórn fiskveiðia fyrir ríkis- stjórnina fyrir um tveimur mánuð- um. Samráðherrum Jóns, meðal annars Steingrími J. Sigfússyni, for- manni VG, þótti ótímabært að opin- bera samþykktar tillögur ríkisstjórn- arinnar í svo viðkvæmu máli á þeim tímapunkti. Innan úr röðum stjórn- arliða heyrðust raddir um að ríkis- stjórnin vildi síður „rugga bátnum“ meðan Ice save-málið væri ekki í höfn. „Hitt sem menn spurðu eðlilega um voru tengsl þessa frumvarps við stóra verkefnið um heildarend- urskoðun á fiskveiðilöggjöfinni og hvort þetta yrði ekki með einhverjum hætti að fara saman. Er ekki skyn- samlegt að ná þessu fram einhvern veginn saman, líka mögulegri kvóta- aukningu sem menn eru spenntir fyrir,“ sagði Steingrímur í viðtali við DV um áramótin síðustu. Eftir ræðu Jóhönnu Sigurðardótt- ur á flokksráðsfundi Samfylkingar- innar fyrir rúmri viku má ljóst vera að Jón á bandamenn í röðum beggja stjórnarflokkanna um gagngerar breytingar á fiskveiðistjórnunarkerf- inu. „Nú er komið að ögurstundu, sem snýst um hvort jafnaðarmönn- um á Íslandi auðnist að halda und- irtökunum og brjóta á bak aftur, að fámenn valdaklíka íhalsdsafla og sægreifa á Íslandi eigi áfram Ísland,“ sagði Jóhanna orðrétt við lítinn fögn- uð LÍÚ og SA. Gefst ekki upp fyrir valdi stórútgerðarinnar Jón Gestur Sveinbjörnsson og fjöldi annarra strandveiðimanna benda á meinbugi kvótakerfisins og telja það stjórnarskrárbrot að leyfa ekki veiðar utan kvóta á vannýttum tegundum. Ákvörðun formanns, varaformanns og sjö annarra þingmanna Sjálf- stæðisflokksins um að styðja núver- andi gerð Icesave-samningsins hefur framkallað harkalegar deilur innan flokksins sem ekki sér fyrir endann á. Einstök félög innan flokksins hafa ályktað gegn afstöðu þingmannanna, nokkrir hafa sagt sig úr flokknum og enn fleiri krefjast þess að landsfundi verði flýtt. Stjórnir Sambands ungra sjálfstæðismanna, SUS, og Heimdall- ar hafa ályktað gegn Bjarna Bene- diktssyni formanni, Ólöfu Nordal varaformanni og öðrum sem studdu Icesave-frumvarp fjármálaráðherra til þriðju og síðustu umræðu. Sagði þar, að með afstöðu fulltrúa flokksins í fjárlaganefnd, Kristjáns Þórs Júlíus- sonar, Ásbjörns Óttarssonar og Þor- gerðar Katrínar Gunnarsdóttur, væri stuðningi lýst við frumvarp ríkis- stjórnarinnar. Engin tilraun væri hins vegar gerð til þess að útskýra hvers vegna íslenskir skattgreiðendur ættu nú að bera ábyrgð á innlánum Breta og Hollendinga. „Stjórn SUS telur tillögu fulltrúa Sjálfstæðisflokksins í fjárlaganefnd vera fullkomin svik við þá stefnu Sjálfstæðisflokksins sem samþykkt var á landsfundi 2010 um að hafna beri löglausum kröfum Breta og Hollendinga í Icesave-mál- inu,“ segir í ályktun sambandsins.  Minni áhrif – meiri hávaði Flokksmenn, sem DV hefur rætt við og sóttu 500 manna fund í Valhöll síð- astliðinn laugardag, kannast ekki við kerfisbundna andstöðu grasrótarinn- ar gegn forystunni. Hún hafi einfald- lega komist að þeirri niðurstöðu að rétt væri að styðja samninginn í nú- verandi mynd og fyrir því hefði for- ystan haft sannfæringu. Þótt uppi væru raddir innan flokksins um að sækja lengra og fara dómstólaleiðina væri það óskynsamlegt nema menn hefðu á reiðum höndum svör við því hvernig gera ætti upp skuldina ef mál- ið tapaðist fyrir dómi. Mestrar andstöðu við ákvörð- un Bjarna, Ólafar og annarra þing- manna sem styðja núverandi útgáfu Ice save-samningsins, gætir á vef- miðlum AMX, Andríkis og á ritstjórn Morgunblaðsins. Talið er að harkaleg viðbrögð, jafnvel ofstækisfull, endur- spegli þverrandi áhrif og völd þeirra sem lengst ganga gegn Icesave-samn- ingnum í núverandi búningi. Bjarni Benediktsson þykir hafa styrkt stöðu sína sem formaður flokksins með óvæntum stuðningi við Icesave-frumvarpið. Það beri fremur vott um styrkleika en veikleika hans sem formanns að geta tekið erfið- ar ákvarðanir. Núverandi forysta hafi tekið við flokknum við afar erfiðar aðstæður eftir langa stjórnarsetu þar sem fjármálakerfi þjóðarinnar var hrunið og ekki stóð steinn yfir steini. Það verði því að teljast vonum fram- ar að flokkurinn haldi um 35 prósenta fylgi í skoðanakönnunum. Vaxandi formaður Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi for- maður Sjálfstæðisflokksins, ritar um málið í Fréttablaðið á laugardag- inn og segir Sjálfstæðisflokkinn hafa ákveðið að axla ábyrgð og tefli nú fram betri samningi með því pólitíska afli sem þurfti til að koma málinu frá. „Ráðherrarnir eru orðnir að eins kon- ar fylgifiskum Sjálfstæðisflokksins í málsmeðferðinni.“ Þorsteinn bætir við að fyrir liggi að innan flokksins séu öfl andvíg hvers kyns samningum. Að öllu virtu standi hins vegar forystan málefnalega vel að vígi. „Hitt er ljóst að hinn ungi formaður flokksins hefur með fram- göngu sinni í þessu máli sýnt að hann lítur ekki á sig sem fundarstjóra held- ur leiðtoga,“ segir Þorsteinn og segir hjásetumenn og andstæðinga samn- ingsins innan þingflokksins ekki hafa vaxið af því að vera á móti. „Talið er að harkaleg viðbrögð, jafnvel ofstækisfull, endurspegli þverrandi áhrif og völd þeirra sem lengst ganga gegn Icesave-samningn- um í núverandi búningi. innantökur í Sjálfstæðisflokki n Icesave veldur uppnámi innan Sjálfstæðisflokksins n Mesta andstaðan á Morgunblaðinu, AMX og Andríki Icesave-atkvæði þingflokks Sjálfstæð- isflokksins. Andvígir: Unnur Brá Konráðsdóttir (1) Sátu hjá: Birgir Ármannsson, Pétur Blöndal, Guðlaugur Þór Þórðarson og Sigurður Kári Kristjánsson (4) Fylgjandi: Bjarni Benediktsson, Árni Johnsen, Ásbjörn Óttarsson, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, Einar K. Guð- finnsson, Ólöf Nordal, Jón Gunnarsson, Ragnheiður Ríkharðsdóttir, Tryggvi Þór Herbertsson (9) Fjarverandi: Kristján Þór Júlíusson og Ragnheiður E. Árnadóttir (2) icesave-atkvæðin Jóhann Hauksson blaðamaður skrifar johannh@dv.is Formaður í ólgusjó Bjarni Benediktsson þykir hafa vaxið með ákvörðun sinni um að stuðla að lausn Icesave-deilunnar. Mynd róbert reynISSon Fjölmennur fundur Geir H. Haarde, fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins, styður af- stöðu Bjarna og 8 annarra þingmanna flokksins. Hann var á fundinum í Valhöll á laugardag ásamt Ingu Jónu Þórðardóttur, eiginkonu sinni. Mynd róbert reynISSon

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.