Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.2011, Blaðsíða 8
8 | Fréttir 28. febrúar 2011 Mánudagur
Unnið að tillögum um sameiningu skóla:
„Lagt upp í langferð“
Borgarráð stefnir á að taka fyrir í vik-
unni tillögur um sameiningar skóla,
notkunar möguleika húsnæðis, breyt-
ingar á skipulagi unglingadeilda og
ýmis atriði sem varða samþættingu
skóla- og frístundastarf.
Í starfshópi um greiningu tækifæra
til að sameina stofnanir í lærdóms-
umhverfi reykvískra barna er nú unn-
ið við að kostnaðargreina ýmsar hug-
myndir, rýna þær og tímasetja með
tilliti til faglegra sjónarmiða.
Oddný Sturludóttir, formaður
starfshópsins, hefur reglulega sent
stjórnendum, embættismönnum,
skólaráðum og foreldraráðum upp-
lýsingapósta um gang þessa verkefn-
is. Í þeim síðasta segir meðal annars:
„Við erum að leggja upp í langferð.
Við þurfum að sýna því þolinmæði
að margar aðgerðanna skila ekki
verulegri hagræðingu samstundis og
breytingar verða alltaf áskorun fyrir
starfsfólk og stjórnendur. En við sjá-
um líka árangur af því að horfa út fyr-
ir hefðbundin mörk sviða. Með því
að rýna öll tækifæri í húsnæði skóla-
og frístundastarfs sjáum við fram á
að geta tryggt þeim fjölda barna sem
fædd eru á árinu 2009 leikskólapláss
á árinu. Þannig verður hjá því kom-
ist að reisa dýrar nýbyggingar og auka
rekstrarkostnað Leikskólasviðs. Eins
sjáum við fram á að geta frestað við-
byggingum við eldri grunnskóla verði
hugmyndir starfshópsins samþykktar.
Hér er um að ræða gríðarlegan sparn-
að til framtíðar, fjármuni sem við
þurfum á að halda í skólastarfið sjálft.“
hanna@dv.is
Færri hlutafélög
stofnuð en áður
Í janúar 2011 voru skráð 140 ný
einkahlutafélög samanborið við 157
einkahlutafélög í janúar 2010. Þetta
jafngildir tæplega 11 prósent fækkun
milli ára, samkvæmt tölum Hagstof-
unnar. Eftir bálkum atvinnugreina
voru flest einkahlutafélög skráð í
heild- og smásöluverslun.
Samfara þessari fækkun voru
einnig færri fyrirtæki tekin til gjald-
þrotaskipta í janúar síðastliðnum
samanborið við sama mánuð í fyrra.
Þannig voru 95 fyrirtæki tekin til
gjaldþrotaskipta í janúar síðastliðn-
um samanborið við 103 fyrirtæki í
sama mánuði í fyrra. Jafngildir þetta
tæplega 8 prósent fækkun milli ára.
„Þessi mikli fjöldi gjaldþrota fyr-
irtækja nú í janúar kemur líkleg-
ast flestum ekki á óvart enda hefur
fjárhagsleg endurskipulagning fyrir-
tækja dregist á langinn og efnahags-
umhverfið er enn ekki upp á marga
fiska. Þó eru horfur fyrir árið í ár
bjartari ef tekið er mið af þeim spám
sem birtar hafa verið opinberlega,
en þær gera allar ráð fyrir að hag-
vöxtur taki við af samdrætti á þessu
ári. Má því reikna með að gjaldþrot-
um fyrirtækja fari fækkandi að sama
skapi,“ segir í grein um málið á vef
Greiningar Íslandsbanka.
Gistirými án
tilskilinna leyfa
Verulegur hluti gistirýmis er rekinn
án tilskilins starfsleyfis á höfuðborg-
arsvæðinu og á Akureyri. Þetta kem-
ur fram í niðurstöðum úttektar sem
Samtök ferðaþjónustunnar hafa gert
á framboði gistirýmis á höfuðborgar-
svæðinu og á Akureyri. Skoðuð voru
hótel, gistiheimili, íbúðir og heima-
gisting þar sem leigt er til skamms
tíma til ferðamanna en slíkir staðir
þurfa starfsleyfi samkvæmt lögum.
Niðurstöðurnar voru býsna sláandi.
Umfang gistirýmis án starfsleyfa á
höfuðborgarsvæðinu er 1.238 rúm og
á Akureyri eru 577 rúm án starfsleyfa.
Hlutfallið af heildargistirými er rúm
15 prósent á höfuðborgarsvæðinu og
tæp 30 prósent á Akureyri.
„Alvarlegar
afleiðingar“
Bæjarstjórn Vestmannaeyja sam-
þykkti ályktun á fundi sínum á
fimmtudag þar sem hörmuð er
sú forgangsröðun sem birtist í
ákvörðunum ríkisstjórnar um
niðurskurð hjá heilbrigðisstofn-
unum. „Sú áætlun að fækka um
sex starfsmenn hjá Heilbrigðis-
stofnun Vestmannaeyja á næstu
mánuðum er fráleit og kemur til
með að skaða starfsemi þessar-
ar mikilvægu stofnunar og hafa
ýmiskonar alvarlegar afleiðingar
í för með sér. Niðurskurður Heil-
brigðisstofnunar um 100 milljón-
ir á þremur árum er í engum takti
við rekstrarlegar þarfir stofnun-
arinnar,“ segir í ályktuninni. Þá
er því bætt við að það standist
enga skoðun á verja 500 milljón-
um króna í stjórnlagaþing meðan
veikt fólk þurfi frá að hverfa.
Í síðasta helgarblaði DV sagði Björg
Ásdísardóttir frá skelfilegri reynslu
sinni við að alast upp á ofbeldis-
heimili, þar sem hún, móðir hennar
og fjórar systur urðu fyrir hrottalegu
andlegu, líkamlegu og kynferðislegu
ofbeldi af hálfu heimilisföðurins. Sú
upplifun hefur markað djúp spor í
lífi Bjargar með þeim afleiðingum að
sjálf beitti hún sín eigin börn andlegu
ofbeldi. Björg segir að barn sem elst
upp við ofbeldi eigi á hættu að fara
vitlaust forritað út í lífið og kunni ekki
að eiga í eðlilegum samskiptum.
Árlega leita hátt í annað hundrað
konur til Kvennathvarfsins og rúmur
helmingur þeirra kemur þar til dval-
ar með barn meðferðis. Sigþrúður
Guðmundsdóttir, framkvæmdarstýra
Kvennaathvarfsins, segir mikilvægt
að hlúð sé að börnum þeirra kvenna
en mikil þörf sé á frekari úrræðum.
Yngsta barnið þriggja vikna
„Í fyrra dvöldu 188 konur í Kvenna-
athvarfinu og um 80 þeirra voru með
börn með sér,“ segir Sigþrúður og
bætir við að sextíu prósent barnanna
séu undir fimm ára aldri og að yngsta
barnið sem dvaldi hjá þeim í fyrra
hafi verið þriggja vikna.
Enginn sérstakur starfsmaður
er til að sinna börnunum sem þar
dvelja og eru þau á ábyrgð mæðra
sinna á meðan þau dvelja þar. „Upp-
haflega rak athvarfið sinn eigin leik-
skóla og skóla, en vegna niðurskurð-
ar er það því miður ekki lengur. Við
fáum hins vegar sjálfboðaliða til okk-
ar sem leika við börnin og aðstoða
þau við að eiga jákvæða upplifun á
meðan þau dvelja hér, en það er ekki
unnið með börnin á neinum með-
ferðargrunni eða þess háttar. Hins
vegar er talað við börnin um ofbeldi
ef þær aðstæður skapast og ef ástæða
er til og pössum við okkur á að vera
aldrei með neitt pukur í sambandi
við það.“
Venjulegir krakkar
Sigþrúður segir að alltaf sé tilkynnt til
barnaverndar þegar konur fari aftur
heim til ofbeldismannsins, jafnvel þó
að vitað sé að barnið hafi aldrei verið
beitt líkamlegu eða andlegu ofbeldi.
Ofbeldisheimili séu alltaf óviðunandi
aðstæður fyrir börn að búa á og slíkt
beri samkvæmt lögum að tilkynna. Að
heyra eða sjá móður beitta ofbeldi er
flokkað sem andlegt ofbeldi sem og að
búa á ofbeldisheimili.
Börn sem búa við heimilsofbeldi
bera það oft ekki utan á sér og sam-
kvæmt Sigríði er erfitt að greina þau
börn frá öðrum. „Afleiðingar ofbeldis-
ins geta komið fram á svo margan hátt.
Þannig að í rauninni
eru þau bara venju-
legir krakkar. Sum
börn eru mjög mar-
kalaus, en það eru
mörg börn sem ekki
búa við ofbeldi einn-
ig. Sum eru líka al-
veg eins og ljós og
heimsmeistarar í því
að láta lítið fyrir sér
fara, vera góð og taka
ábyrgð.“
Horft framhjá
ofbeldi
Aðspurð hvort mörg
börn sem hafa dval-
ið í athvarfinu hafi
orðið fyrir beinu ofbeldi segir Sig-
þrúður að erfitt sé að vita nákvæmlega
hversu mörg þau eru í raun og veru.
„Rannsóknir sýna að bæði ofbeldis-
maðurinn og brotaþoli séu gjarnir á að
horfa fram hjá því ofbeldi sem barnið
er beitt. Við spyrjum mæður ekki um
þau börn sem eru í
húsinu hverju sinni.
En þegar við spyrjum
um ástæður komu í
athvarfið nefna þrett-
án prósent kvenn-
anna í fyrra ofbeldi
gegn börnum sem
eina ástæðu. Aftur á
móti spyrjum við all-
ar konur sem koma
hvort að þær eigi
börn, hvað þau séu gömul og hvort að
þau hafi verið beitt ofbeldi í sínu upp-
eldi og þá eru sjötíu prósent þeirra
kvenna sem eiga börn sem svara því
játandi. En það er þá kannski fólk sem
er orðið fullorðið í dag og kannski langt
síðan ofbeldinu var beitt. En vissulega
höfum við haft hjá okkur börn sem
hafa verið beitt beinu líkamlegu of-
beldi eða hafa orðið fyrir einhverju
þegar þau eru í fanginu á móður sinni.“
Í dag rekur Barnaverndarstofa úr-
ræði fyrir börn sem hafa búið við
heimilisofbeldi og er þá skilyrði að of-
beldismaðurinn sé farinn af heimil-
inu, börnin séu yfir fimm ára aldri og
þau tali íslensku. Sigþrúður segir til-
finnanlega vanta sérhæft úrræði fyrir
þau börn sem enn búa inni á ofbeld-
isheimili og mikilvægt sé að þau fái
stuðning. „En auðvitað þarf fyrst og
fremst að hjálpa mæðrum þeirra að
slíta ofbeldissambandinu,“ segir Sig-
þrúður að lokum.
Yngsta barnið
þriggja vikna
n Mörg börn í Kvennaathvarfinu n Ekkert unnið með börnin n Alltaf
tilkynnt til Barnaverndar þegar mæður snúa aftur á ofbeldisheimili
n Mikilvægt að veita börnum sem búa við ofbeldi stuðning
Hanna Ólafsdóttir
blaðamaður skrifar hanna@dv.is
„Upphaflega rak
athvarfið sinn
eigin leikskóla og skóla,
en vegna niðurskurðar er
það því miður ekki lengur.
Engin sérúrræði
fyrir börn Vegna
niðurskurðar er
enginn sérstakur
starfsmaður sem
sinnir þeim börnum
sem koma með
mæðrum sínum í
Kvennaathvarfið.
25. febrúar 2011
Unnið að sameiningu Oddný Sturlu-
dóttir vill að fólk sýni sameiningartillögum
þolinmæði.