Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.2011, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.2011, Blaðsíða 25
„Þetta var alveg ótrúlega gaman, við vorum að spila vel allan tímann og það var mun meiri heildarbrag- ur á liðinu en í fyrra,“ segir Einar Jónsson, þjálfari kvennaliðs Fram í handbolta, en Safamýrarstúlkur fögnuðu sínum öðrum bikarmeist- aratitli í röð með öruggum sigri á erkifjendunum úr Val, 25–22. Framstúlkur komust snemma fjór- um mörkum yfir, 8–4, þökk sé frá- bærum varnarleik og stórleik Írisar Bjarkar Símonardóttur í markinu. Þetta bil náði Valur aldrei að brúa. Munurinn var einnig fjögur mörk í hálfleik, 13–9. Í seinni hálfleik náði Valur mest að minnka forskotið í eitt mark, 20–19, en þá komu þrjú mörk í röð frá Fram, staðan 23–19, og björninn unninn. Reyndi að bera árin saman Fram og Valur mættust einnig í bikar úrslitum í fyrra en þar hafði Fram sigur með ótrúlegu sigur- marki. Línukonan Pavla Nevarilova blakaði þá boltanum í markið þegar tíu sekúndur voru eftir. Í ár var Fram einfaldlega töluvert sterkara en Ís- landsmeistarar Vals. „Mér fannst við miklu meira sannfærandi en í fyrra,“ segir Einar. „Við vorum betri allan leikinn og Valsstelpurnar komust aldrei í takt við leikinn,“ segir hann en sá hann einhvern mun á stelp- unum í þessari viku og þeirri sem leiddi að bikarúrslitunum í fyrra? „Nei, þetta var mjög svipað. Á hverjum degi í þessari viku var ég að velta fyrir mér hvernig tilfinn- ingin væri. Eftir æfinguna á fimmtu- daginn leið mér að ég held svipað og í fyrra. Við lögðum samt vikuna upp alveg eins. Maður var alltaf að reyna bera að tilfinninguna saman við hvernig manni leið í fyrra. Það er samt ekkert hægt þegar maður er búinn að gleyma því,“ segir Einar og hlær við. Hann var þó ánægður með stelp- urnar í leiknum og hvernig þær sýndu ró allan tímann. „Í fyrra var þetta mikið taugastríð. Þar vorum við að spila frábærlega í 45 mín- útur en eftir það fór allt í baklás og við skoruðum bara eitt mark síð- asta korterið. Í ár voru leikmennirn- ir mínir mun yfirvegaðri og héldu ró sinni sama hvað gekk á. Við vorum að gera mistök og fá á okkur mik- ið af vítum en sama hvað gekk á þá gleymdu stelpurnar því bara strax.“ Á pappírnum eru þetta Fram og Valur Það vantaði ekki leikmennina til að stíga upp hjá Fram í gær en sóknar- lega átti Stella Sigurðardóttir stórleik og skoraði átta mörk. Sigurbjörg Jó- hannsdóttir var einnig flott sem og leikstjórnandinn Karen Knútsdótt- ir. Þá fór Íris Björk Símonardóttir á kostum og varði 23 skot. „Ég vil líka nefna Önnu Maríu Guðmundsdótt- ur,“ segir Einar. „Hún spilaði bara varnarleikinn og stjórnaði hon- um frábærlega. Það er kannski ekki endilega eitthvað sem allir taka eftir.“ Nú hefst endaspretturinn að Ís- landsmeistaratitlinum en 12. mars mætast Fram og Valur í leik sem verður líklega upp á efsta sætið í deildinni og þar af leiðandi heima- vallarrétt út úrslitakeppnina. „Það má samt ekki gleyma Stjörnunni í þessari umræðu og svo verður eitt lið til viðbótar í úrslitakeppninni. Ef maður horfir samt á pappírana þá verða þetta Fram og Valur. Við verð- um bara að nota þennan bikarsigur til að hvetja okkur áfram. Alla vega ekki letja okkur,“ segir Einar sem hefur margoft lent í öðru sæti með Framliðið og fagnar því hverjum titli vel. „Núna eru alla vega komnir tveir titlar af mörgum mögulegum. Maður er búinn að vera ansi oft í öðru sæti og þetta eru auðvitað gjörólíkar til- finningar. Það er svo miklu skemmti- legra að vinna,“ segir Einar Jónsson, þjálfari bikarmeistara Fram. Sport | 25Mánudagur 28. febrúar 2011 Eyðimerkurganga Arsenal heldur áfram: 48 ára bið Birmingham á enda Birmingham er deildarbikarmeist- ari á Englandi eftir frábæran sigur á Arsenal, 2–1, í gær. Nikola Zigic kom Birmingham yfir með skallamarki í fyrri hálfleik og hann hefði átt að bæta við marki stuttu seinna. Í það skiptið sá þó hinn nítján ári gamli markvörður Arsenal, Wojciech Szczesny, við honum. Birmingham var illa refsað fyrir það því Robin van Persie jafnaði metin eftir glæsilegan undirbúning Andrei Arshavins. Í seinni hálfleik réð Arsenal lög- um og lofum og gerði harða hríð að marki Birmingham. Þar var Ben Foster þó eins og klettur í markinu og varði allt sem á það kom. Það skipti engu hvort Arsenal reyndi langskot eða að spila sig í gegn, allt varði Ben Foster. Hann var síðan eftir leikinn valinn maður leiksins í annað skiptið á þremur árum en þá viðurkenningu fékk hann einnig þegar Manchester United lagði Tottenham fyrir tveim- ur árum. Dagurinn breyttist þó í hátíð fyrir Birmingham þegar liðið skoraði sig- urmarkið á lokamínútu leiksins. Nik- ola Zigic náði þá laflausum skalla að marki Arsenal sem Wojciech Szczes- ny hefði átt að grípa auðveldlega. Miðvörðurinn Laurent Koscielny reyndi þó að sparka boltanum burt og við það fipaðist Szczensy. Hann missti boltann úr höndunum, beint á Obafemi Martins sem skoraði sig- urmarkið. Allt ætlaði um koll að keyra þeg- ar flautað var til leiksloka enda hafði Birmingham ekki unnið titil í 48 ár áður en kom að leiknum í gær. Birm- ingham fær nú keppnisrétt í Evrópu- deildinni í haust en án sigurs í deild- arbikarnum hefði liðið aldrei komist í Evrópukeppnina í ár. Eyðimerkur- ganga Arsenal heldur því áfram en sex áru eru liðin frá því Wenger vann síðast bikar með liðinu. Arsenal er þó í baráttu á þremur öðrum vígstöðv- um. tomas@dv.is Úrslit EIMSKIPSBIKARINN KARLAR Valur - Akureyri 26-24 Mörk Vals: Anton Rúnarsson 5, Orri Freyr Gíslason 5, Sturla Ásgeirsson 5, Valdimar Fannar Þórsson 4, Finnur Ingi Stefánsson 4, Ernir Hrafn Arnarson 3. Varin skot: Hlynur Morthens 15 Mörk Akureyrar: Bjarni Fritzson 7, Oddur Gretarsson 7, Guðmundur Hólmar Helgason 4, Heimir Örn Árnason 3, Hörður Fannar Sigþórsson 2, Daníel Örn Einarsson 1. Varin skot: Sveinbjörn Pétursson 17 KONUR Fram - Valur 25-22 Mörk Fram: Stella Sigurðardóttir 8, Sigur- björg Jóhannsdóttir 5, Karen Knútsdóttir 4, Pavla Nevarilova 3, Birna Berg Haralds- dóttir 2, Hildur Þorgeirsdóttir 2, Guðrún Þóra Hálfdánardóttir 1. Varin skot: Íris Björk Símonardóttir 22. Mörk Vals: Anett Köble 8(7 víti), Anna Úrsúla Guðmundsdóttir 3, Kristín Guðmundsdóttir 3, Karólína Gunnarsdóttir 2, Hildigunnur Einarsdóttir 2, Hrafnhildur Ósk Skúladóttir 2, Íris Ásta Pétursdóttir 1, Rebekka Rut Skúladóttir 1. Varin Skot: Sunneva Einarsdóttir 8, Guðný Jenný Ásmundsdóttir 2. ENSKA ÚRVALSDEILDIN Aston Villa - Blackburn 4-2 1-0 Ashley Young (49. víti), 2-0 Grant Hanley (62. sm), 3-0 Stewart Downing (64.), 3-1 Nikola Kalinic (81.), 4-2 Ashley Young (82.). Rautt spjald: Ryan Nelsen, Blackburn (90.). Everton - Sunderland 2-0 1-0 Jermaine Beckford (8.), 2-0 Jermaine Beckford (39.). Newcastle - Bolton 1-1 1-0 Kevin Nolan (13.), 1-1 Daniel Sturridge (38.). Rautt spjald: Ryan Taylor, Newcastle (‚54) Wigan - Man. United 0-4 0-1 Javier Hernández (17.), 0-2 Javier Hernández (74.), 0-3 Wayne Rooney (84.), 0-4 Fábio (87.). Úlfarnir - Blackpool 4-0 1-0 Matt Jarvis (3.), 2-0 Jamie O‘Hara (51.), 3-0 Sylvan Ebanks-Blake (79.), 4-0 Sylvan Ebanks-Blake (90.). RAUTT: DJ Campbell, Blackpool (42.). West Ham - Liverpool 3-1 1-0 Scott Parker (22.), 2-0 Demba Ba (44.), 2-1 Glen Johnson (83.), 3-1 Carlton Cole (90.+1). Man. City - Fulham 1-1 1-0 Mario Balotelli (26.), 1-1 Damien Duff (48.). Staðan Lið L U J T M St 1 Man. Utd 27 17 9 1 61:25 60 2 Arsenal 27 17 5 5 57:27 56 3 Man. City 28 14 8 6 44:25 50 4 Tottenham 27 13 8 6 38:31 47 5 Chelsea 26 13 6 7 46:22 45 6 Liverpool 28 11 6 11 36:35 39 7 Bolton 28 9 10 9 39:38 37 8 Sunderland 28 9 10 9 33:35 37 9 Newcastle 28 9 9 10 43:39 36 10 Everton 27 7 12 8 35:36 33 11 Stoke City 27 10 3 14 31:34 33 12 Aston Villa 28 8 9 11 35:47 33 13 Fulham 28 6 14 8 29:29 32 14 Blackburn 28 9 5 14 35:46 32 15 Blackpool 28 9 5 14 42:55 32 16 Birmingham 26 6 12 8 25:35 30 17 Wolves 28 8 4 16 31:46 28 18 West Ham 28 6 10 12 33:49 28 19 WBA 27 7 7 13 35:52 28 20 Wigan 28 5 12 11 27:49 27 Enska B-deildin Swansea - Leeds 3-0 Barnsley - Norwich 0-2 Bristol C. - Scunthorpe 2-0 Crystal Palace - Reading 3-3 Ívar Ingimarsson var í byrjunarliði Reading en var tekinn af velli á 68. mínútu. Doncaster - Watford 1-1 Hull - Cardiff 0-2 Ipswich - Portsmouth 0-2 Hermann Hreiðarsson stóð vaktina allan tímann í vörn Portsmouth. Leicester - Coventry 1-1 Aron Einar Gunnarsson var í byrjunarliði Coventry og spilaði allan leikinn. Middlesbrough - QPR 0-3 Heiðar Helguson var í byrjunarliði QPR og skoraði tvö flott mörk. Millwall - Nott. Forest 0-0 Preston 1 - 2 Burnley 1-2 Sheff. United - Derby 0-1 Hetjan Obafemi Martins skoraði sigurmarkið fyrir Birmingham. MyND REUTERS Tómas Þór Þórðarson blaðamaður skrifar tomas@dv.is n Fram bikarmeistari kvenna eftir öruggan 25–22 sigur á Val n Frábær varnarleikur lagði grunninn að sigrinum n Töluvert skemmtilegra að vinna, segir Einar Jónsson, þjálfari Fram Tveir í röð hjá Fram Aftur meistarar Framstelpurnar fögnuðu sama titli í fyrra. Fagnað innilega Einar Jónsson, þjálfari Fram, faðmar aðstoðarkonu sína, Guðríði Guðjónsdóttur, enda sigurinn í höfn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.