Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.2011, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.2011, Blaðsíða 12
12 | Fréttir 28. febrúar 2011 Mánudagur Blaðamannaverðlaunin voru afhent um helgina. Blaðamannaverðlaun ársins fékk Kristinn Hrafnsson fyr- ir fréttir um þyrluárás í Bagdad og störf á vegum WikiLeaks. Verðlaun fyrir rannsóknarblaðamennsku fékk Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir, blaða- maður á DV, fyrir skrif um kynferðis- brotamál. Athygli vakti að verðlaun fyrir bestu umfjöllun fóru sameigin- lega til Fréttastofu RÚV, Fréttastofu Stöðvar 2, og ritstjórnar Morgun- blaðsins fyrir umfjöllun um eldgosin. Brynjar Gauti Sveinsson fékk verð- laun fyrir „mynd ársins“. Ingibjörg Dögg elti upp lausa enda og velti við steinum Í rökstuðningi dómnefndar mátti lesa að verðlaunin hlaut Ingibjörg Dögg fyrir áleitna og vandaða um- fjöllun um kynferðisbrotamál og for- ystu um skrif á þessu sviði, svo sem um biskupsmálið og önnur meint kynferðisbrot innan kirkju og trúfé- laga. Ingibjörg Dögg er sögð hafa náð að sameina mikilvæga kosti vand- aðrar rannsóknarblaðamennsku um viðkvæm mál. Annars vegar hafi hún fjallað um viðfangsefni sín af vandvirkni og sýnt viðmælendum þá virðingu sem leiðir til trúnaðar milli blaðamanns og heimildarmanna. Hins vegar hafi hún fylgt eftir málum til enda, elt uppi lausa enda og velt við þeim steinum sem þurfti til að fá botn í málin. Vegna fréttaflutnings Ingibjargar komust ný mál og mál sem um ára- bil hafa legið í þagnargildi upp á yf- irborðið. Myndbandið vakti heimsathygli Kristinn Hrafnsson RÚV/WikiLeaks uppskar blaðamannaverðlaun ársins fyrir úrvinnslu á myndbandi um þyrlu- árás í Bagdad sem hann vann ásamt Inga R. Ingasyni. Myndbandið vakti heimsathygli og varpaði ljósi á eðli nú- tímahernaðar og örlög fórnarlamba. Verðlaunin fékk hann ekki eingöngu fyrir störf sín hjá RÚV heldur einnig fyrir störf hans sem fulltrúi Wiki Leaks við að koma mikilvægum upplýsing- um á framfæri til almennings. Eyjafjallajökull, hjartauppskurður og vandræði kirkjunnar Við sama tækifæri voru á árlegri sýn- ingu Blaðaljósmyndarafélags Íslands veitt verðlaun fyrir bestu ljósmyndir ársins í átta flokkum og tvenn verðlaun fyrir myndskeið ársins. Brynjar Gauti Sveinsson var verð- launaður fyrir fréttamynd ársins, Krist- inn Ingvarsson fékk verðlaun í þrem- ur flokkum, fyrir íþróttamynd ársins, portrett ársins og myndröð ársins af hjartauppskurði sem vakti mikla at- hygli í sunnudagsblaði Morgunblaðs- ins. Óskar Páll Elfarsson fyrir tíma- ritamynd ársins, Vilhelm Gunnarsson fyrir umhverfismynd ársins, Rakel Pálsdóttir fyrir „daglegt líf“-mynd ársins og Gunnar V. Andrésson fyrir fréttamynd ársins af biskupi Íslands og Geir Waage að ræðast við á biskups- stofu um vandræði kirkjunnar. n Blaðamannaverðlaun voru afhent um helgina n Einnig veitt verðlaun fyrir bestu ljósmyndir ársins n Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir hjá DV fékk verðlaun fyrir rannsóknarblaðamennsku n Fréttamynd ársins sýnir biskup Íslands og Geir Waage ræða um vandræði kirkjunnar BLAÐAMANNA- VERÐLAUNIN 2010 Kristjana Guðbrandsdóttir blaðamaður skrifar kristjana@dv.is Eyjafjallajökull í fókus Brynjar Sveinsson á mynd ársins af kálfum í öskufalli undir Eyjafjöllum. Gunnar V. Andrésson fékk verðlaun fyrir fréttamynd ársins Biskup Íslands, Karl Sigurbjörnsson, og Geir Waage ræðast við á biskupsstofu um vandræði kirkjunnar. Myndaröð ársins – hjartauppskurður Kristinn Ingvarsson var verðlaunaður fyrir einstaklega vandaða vinnu. En hann fylgdist með hjartaflutningi í Gautaborg þar sem Kjartan Birgisson fékk nýtt hjarta. Blaðamannaverðlaun Hér sjást verðlaunahafarnir allir saman. Frá vinstri: Sigríður Hagalín Björns- dóttir, Pétur Blöndal, Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir, Kristinn Hrafnsson og Kristján Már Unnarsson. Ljósmyndir og myndskeið ársins Hér sjást allir verðlaunahafarnir saman. Brynjar Gauti hlaut viðurkenningu fyrir fréttamynd ársins. Rannsóknarblaðamaður ársins Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir á DV var verðlaunuð fyrir sérlega vandaða umfjöllun um kynferðisbrotamál og forystu um skrif á þessu sviði, til dæmis biskupsmálið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.