Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.2011, Blaðsíða 18
18 | Umræða 28. febrúar 2011 Mánudagur
„Ég átti stund-
um ekki fyrir
pítsusneið.“
n Friðrik Weisshappel,
eigandi Laundromat Cafe, sem var
blankur þegar hann kom til Kaupmanna-
hafnar. -DV
„Taktu þennan
samning og
troddu honum.“
n Lára Björg Björnsdóttir
rithöfundur um Icesave-samn-
inginn. –Pressan
„Ég bý í gömlu
timburhúsi og
það brakar í því
þegar skelfur.“
n Egill Helgason, sjónvarpsmaður og
álitsgjafi um allt, meðal annars
jarðskjálfta. –Vísir
„Nú líður mér
eins og nýhreins-
uðum hundi.“
n Ólína Þorvarðardóttir,
þingmaður Samfylkingar, sem
hreinsaði burt allar athugasemdir af
blogginu sínu. –Blogg Ólínu á Eyjunni
„Hann er bara hugrakkur
maður.“
n Birgir Guðmundsson stjórnmála-
fræðingur um helstu kosti Ólafs Ragnars
Grímssonar. –Silfur Egils, RÚV
Heimsendir Andra Snæs
Í
magnaðri grein sem Andri Snær
Magnason rithöfundur skrifaði um
jafnréttismál í Fréttablaðið á dög-
unum sagði hann fimm sinnum að
heimsendir væri í nánd.
Ástæða þess að heimsendir nálgast
er ekki hægfara tortíming náttúrunnar,
ekki hröð hlýnun jarðar, ekki tilraunir
vísindamanna og ekki kjarnorkuvopn.
Ástæðan er spilling æskulýðsins, sem
er með kynlíf á heilanum og lítur ekki
á konur sem leiðtoga. Sumpart byggir
niðurstaða Andra Snæs á félagsfræði,
sumpart á málspekilegum grunni.
„Niðrandi orð eins og bitch, ho, slut og
MILF eru að festa rætur en spretta úr
klámi sem gerir út á hreint kvenhatur,“
skrifar Andri Snær og hnykkir út með
heimsendi. En heimsendir er ekki í
nánd.
Orðin „ho“ og „slut“ eru ekki að festa
rætur, heldur hafa þau blómgast og hafa
nánast runnið sitt skeið. Þau voru kom-
in hingað til lands á þarsíðasta áratug.
Þau eru löngu dottin úr tísku. Orðið
„bitch“ öðlaðist vinsældir á svipuðum
tíma, líklega með rappinu. Sú breyting
hefur orðið á merkingu orðsins að nú
getur það vísað jafnt til karlmanna sem
kvenna. Orðið getur vísað til þess að
einhver sé leiksoppur annars eða hrein-
lega kvikindislegur. Heimsendir er ekki
í nánd.
Eins og aðrir góðir spámenn fer
Andri Snær með dæmisögu spádómi
sínum til stuðnings. „12 ára pjakkur
galaði MILF! á eftir vinkonu minni um
daginn,“ skrifaði hann. En tólf ára pöru-
piltur, sem sýnir sig fyrir vinum sínum,
er ekki fyrirboði um ragnarök. Hann
hefur alltaf verið til.
Auðvitað trúir Andri Snær því ekki að
heimsendir sé yfirvofandi. Skrif hans eru
listræn og stílísk. Hann beitir áhrifamikl-
um stílbrögðum til að hrífa lesandann
með sér; til dæmis endurtekningum,
steríótýpum, öfgakenndum hliðstæðum
og ýkjum. En áhrif hans á þjóðmálaum-
ræðuna liggja langt handan listarinnar.
Fimmtán þúsund manns gengu niður
Laugaveginn í góðærinu, innblásin af
Andra Snæ, til að mótmæla virkjunum.
Hann er áhrifamikill hugmyndafræðing-
ur femínista og umhverfisverndarsinna.
Áhrif hans teygja sig inn í ríkisstjórn og
borgarstjórn. Grein hans „Í landi hinna
klikkuðu karlmanna“ var mest lesin allra
umræðugreina á visir.is í fyrra. Greinin
„Heimsendir er í nánd“ fékk 12 þúsund
„like“ á Vísi í síðustu viku. Annað eins
hefur ekki sést. En samt er heimsendir
ekki í nánd.
Við búum ekki í Sódómu. Heimur-
inn er ekki hættu. Þvert á móti bend-
ir flest til þess að heimurinn fari batn-
andi hvað varðar jafnréttismál. Það
getur ekki verið gott fyrir umræðuna að
kalla „úlfur, úlfur!“ Það getur ekki ver-
ið nánast skylda að ljúga fyrir málstað-
inn, þótt það veki athygli. Leiðin til að
fá unga menn til að öðlast sterkari jafn-
réttishugsun er ekki að einn allra færasti
rithöfundur landsins beiti stílbrögð-
um sínum til að útmála heila kynslóð
sem kynóða kvenhatara. Það er leiðin
til að ýta þeim í burtu, stilla þeim upp
við vegg og einangra þá. Fáir móttaka
boðskap með þá forskrift að þeir séu úr-
kynjaðir.
Ýkjur, steríótýpur og kynjafordóm-
ar kippa fótunum undan jafnréttisum-
ræðunni, en um leið eru það öflugustu
stílvopnin sem Andri Snær beitir. Þetta
er synd, því jafnréttið er sameiginlegt
verkefni í allra þágu. Það eru nefnilega
tvær hliðar á peningnum: Hvers vegna
er líf karla að meðaltali þremur og hálfu
ári styttra en kvenna? Hvers vegna
lenda þeir oftar í slysum? Hvers vegna
svipta þrisvar til fjórum sinnum fleiri
karlmenn en kvenmenn sig lífi lífi?
Grein Andra Snæs batt endahnút-
inn á frábært átak, sem átti að færa karl-
menn inn í jafnréttisumræðuna. En
hún snýst frekar um að afskræma þá
og einangra þá. Jafnréttisumræða get-
ur ekki snúist um hvað karlar eru klikk-
aðir og að ungir drengir séu svo kynóðir
og fordómafullir að það liggi við heims-
endi. Það verður að vera jafnrétti í jafn-
réttisumræðunni, ef hún á ekki að vera
einhliða.
Leiðari
Ert þú skjálfta-
mælir, Egill?
„Ég er alltaf á skjálftavaktinni.“
Skrifuð var sérstök frétt á Vísi um að
bloggarinn og sjónvarpsmaðurinn
Egill Helgason hefði fundið fyrir
jarðskjálftanum sem skók höfuð-
borgarsvæðið á sunnudagsmorgun.
Bókstaflega
Jón Trausti Reynisson ritstjóri skrifar „Ýkjur, steríótýpur
og kynjafordómar
kippa fótunum undir jafn-
réttisumræðunni.
Gissur og týnda þorpið
n Fréttamaðurinn með djúpu
röddina, Gissur Sigurðsson, á gjarnan
góða spretti í morgunútvarpi Bylgj-
unnar þar sem
hann með sínum
afar sérstaka
þætti varpar ljósi
á atburði og fólk.
Meðal fastra
liða í Bítinu
á Bylgjunni
er að hringja
í byggðarlag
og heyra í heimamanni. Gissur
hefur haft talsvert um öll þau mál
að segja en hann getur státað af
því að hafa komið í næstum öll
krummaskuð á Íslandi. Þrátt fyrir
mikla eftirgrennslan hefur hann
ekki fengist til að upplýsa um týnda
þorpið. Þó lofar hann að segja frá
því ef umsjónarmenn hringja í rétt
byggðarlag. Spennan magnast því.
Tengdadóttir þorpsins
n Nokkur úlfúð er vegna fréttar
Láru Ómarsdóttur í Ríkissjónvarpinu
um Sigurð Aðalsteinsson og Kristján
Kristjánsson sem hafa tekist á
hendur að endurreisa atvinnulíf
á Flateyri. Telja einhverjir að Lára
hafi gengið of hart að mönnunum
tveimur með því að upplýsa um röð
gjaldþrota og fangelsisdóm sem
Kristján fékk vegna kvótasvindls. Í
framhaldinu hætti Byggðastofnun
við að selja Sigurði og félögum eign-
irnar á Flateyri. Það eru færri sem
vita að eiginmaður Láru, Haukur
Olavsson, er nátengdur Flateyri þar
sem fjölskylda hans bjó um árabil.
Hún er því tengdadóttir þorpsins.
Þingmaður í bobba
n Ásmundur Einar Daðason al-
þingismaður þykir rekast frekar
illa í flokki. Félagar hans í VG í
Borgarbyggð hafa þungar áhyggjur
af framgöngu þingmannsins sem
er á móti flestu. Var því blásið til
fundar með honum fyrir tæpri viku.
Hart var sótt að þingmanninum
vegna taktleysisins. Vörn hans var
að ekki mætti skera niður velferð-
arkerfið. Hermt er að stuðningur
við Ásmund í héraðinu fari mjög
minnkandi og er ólíklegt talið að
hann verði endurkjörinn.
Leyndarmál forsetans
n Ólafur Ragnar Grímsson, forseti
Íslands, liggur sem ormur á gulli á
listunum með áskorunum þeirra
sem vildu
fá Icesave í
þjóðaratkvæði.
Ólafur upplýsti
á blaðamanna-
fundi að hann
hefði látið kanna
trúverðugleika
listanna með
því að hringja
í valda einstaklinga. Grunsemdir
eru þó uppi um verulegar falsanir.
Einstaklingur sem telur sig hafa
rökstuddan grun um að nafn
hans hafi verið skráð að honum
forspurðum óskaði eftir því við for-
setann að upplýst yrði hvort nafnið
væri á listunum. Embættið hafnaði
því alfarið að veita upplýsingarnar
og vísaði á aðstandendur könnun-
arinnar.
Sandkorn
TRYGGVAGÖTU 11, 101 REYKJAVÍK
Útgáfufélag: DV ehf.
Stjórnarformaður:
Lilja Skaftadóttir
Ritstjórar:
Jón Trausti Reynisson, jontrausti@dv.is
og Reynir Traustason, rt@dv.is
Fréttastjóri:
Ingi Freyr Vilhjálmsson, ingi@dv.is
Ritstjórnarfulltrúi:
Jóhann Hauksson, johann@dv.is
Umsjón helgarblaðs:
Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir, ingibjorg@dv.is
Umsjón innblaðs:
Ásgeir Jónsson, asgeir@dv.is
DV á netinu: dv.is
Aðalnúmer: 512 7000, Ritstjórn: 512 7010,
Áskriftarsími: 512 7080, Auglýsingar: 512 7050.
Smáauglýsingar: 512 7004.
Umbrot: DV. Prentvinnsla: Landsprent. Dreifing: Árvakur.
DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins
á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð.
Svarthöfði fylgist auðvitað grannt með innanbúðarþrefinu í Sjálf-stæðisflokknum, líkt og öðru
sem gengur á opinberlega og und-
ir yfirborðinu í íslensku samfélagi.
Hann sér að stríðið um Sjálfstæðis-
flokkinn er nú fyrst hafið í alvöru á
milli á Davíðsarms flokksins og nú-
verandi formanns hans, Bjarna Bene-
diktssonar. Reyndar má þó benda
á að þetta stríð er aðeins einhliða
eins og er: Davíðsarmurinn er í stríði
gegn Bjarna en formaðurinn hefur
ekki ennþá gripið til vopna sinna, að
minnsta kosti ekki opinberlega, og
hefur látið ógert að svara Davíðsarm-
inum.
Sú ákvörðun Bjarna að styðja Ice save-frumvarp ríkis-stjórnarinnar hefur búið
til þetta stríðsástand á milli
Davíðs armsins og Bjarna
og er ljóst að aðeins annar
aðilinn mun standa uppi
sem sigurvegari eftir rimm-
una. Bjarni verður fyrir
nær daglegum skotum í
Morgunblaði Davíðs Odds-
sonar vegna afstöðu sinnar í
Ice save-málinu en ritstjórinn
gaf út stríðsyfirlýsingu gegn
Bjarna og skotleyfi á
hann þegar formaðurinn var kallaður
„vikapiltur“ Steingríms J. Sigfússonar
fjármálaráðherra í leiðara í blaðinu.
Síðan þá hefur Bjarni þurft að þola nær stanslausar árásir í Mogganum en slíkt hefur aldrei
áður gerst í sögu blaðsins sem yfirleitt
hefur veitt formönnum Sjálfstæðis-
flokksins öruggt skjól og í reynd vett-
vang til að breiða út erindi flokks-
ins á nánast áróðurskenndan hátt.
Þetta átti ekki síst við þegar Davíð
var sjálfur formaður flokksins
en þá tók hann þátt í að
ákveða efnistök í blaðinu
eins og frægt er orðið.
Formaður Sjálfstæð-
isflokksins má því
greinilega ekki hafa
aðrar skoðanir en Dav-
íð Oddsson.
Svarthöfði telur að þessi harða gagnrýni á Bjarna úr Hádegis-
móum geti ekki þýtt
annað en að þeir Davíðsmenn hafi
ákveðið að reyna að fella formann-
inn með því að grafa undan honum í
þjóðmálaumræðunni og væntanlega
finna einhvern sem mun bjóða sig
fram gegn honum á næsta landsfundi
flokksins. Það skyldi þó aldrei verða
Davíð sjálfur sem þá stígur fram eftir
veruna í Hádegismóum.
Stríðið um Sjálfstæðisflokkinn er hafið þó alls ekki liggi ljóst fyrir hvernig því ljúki. Bjarni mun
hins vegar þurfa að hrinda áhlaupi
Davíðsmanna áður en yfir lýkur ætli
hann sér að sitja áfram sem formaður.
Niðurstaðan úr þessu stríði mun þó
ekki liggja fyrir fyrr en eftir að Bjarni
hefur endurnýjað umboð sitt sem
formaður flokksins. Fram að því mun
hann liggja undir árásum Davíðs-
manna á Morgunblaðinu og AMX
sem munu réttlæta gagnrýnina á
Bjarna með því að hann hafi fyrirgert
stöðu sinni á formannsstóli með því
að styðja Icesave-frumvarpið. Stríðið
um Sjálfstæðisflokkinn mun auðvitað
valda sundrung í flokknum og menn
munu skipa sér í lið með og á móti
Bjarna.
Úrslitin úr þessu stríði munu svo hafa afgerandi áhrif á framtíð Sjálfstæðisflokksins sem stjórn-
málaflokks. Eitthvað verður undan að
láta: Davíðsarmurinn eða Bjarni Ben
og stuðningsmenn hans. Boltinn er
nú hjá Bjarna því fyrstu steinunum
hefur verið kastað í hann ofan úr Há-
degismóum. Ef Bjarni býð-
ur Davíð stöðugt hinn
vangann verður hann
étinn á sams konar
hátt og Davíð át Þor-
stein Pálsson forð-
um daga. Bjarni þarf
líklega að skerpa
stríðsöxina þó það
kunni að vera hon-
um þvert um geð að
standa í slíku ati.
Svarthöfði
STRÍÐIÐ UM SJÁLF-
STÆÐISFLOKKINN
Spurningin