Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.2011, Blaðsíða 29
Fólk | 29Mánudagur 28. febrúar 2011
M ichelle Obama kemst lík-lega mjög ofarlega á lista yfir best klæddu konur í
sviðsljósinu en hún er þekkt fyr-
ir að koma vel fyrir í bæði kjólum
þekktra hönnuða jafnt sem og föt-
um úr H&M. Forsetafrúin stendur
þó ekki ein þegar kemur að fata-
valinu. Bandaríska sjónvarpsstöð-
in ABC News hefur greint frá því
að hárgreiðslumeistarinn Vera
Chamb erlin hafi ljóstrað því upp
í samtali við bandaríska blaðið
Washington Post að einn kúnna
sinna, Meredith Koop, 29 ára há-
skólastúdent, hafi tekið að sér hlut-
verk stílista fyrir Michelle af Ikram
Goldman.
Talsmaður Hvíta hússins hefur
staðfest að Meredith sé „persónu-
legur aðstoðarmaður forsetafrúar-
innar og meðlimur fastbundinna
starfsmanna Hvíta hússins“ með
skyldur sem ná lengra en til fata-
skáps forsetafrúarinnar. Í svari tals-
mannsins við fyrirspurn ABC News
kemur þó skýrt fram að Meredith
hjálpi til við að velja föt á Michelle.
„Skyldur hennar ná meðal annars
til ráðlegginga fyrir forsetafrúna
við að finna sér föt og að sjá um að
kaupa föt fyrir hana, þar á meðal
að finna bestu verðin og að kaupa á
afsláttarverði ef mögulegt er,“ segir
talsmaðurinn.
Líklega er það þó ekki nauðsyn-
legt fyrir Meredith að finna föt á
afslætti fyrir forsetafrú Bandaríkj-
anna.
FORSETAFRÚIN
MEÐ NÝJAN STÍLISTA
Michelle Obama fær aðstoð við að vera glæsileg:
Flott forsetafrú
Michelle Obama þykir
vera ótrúlega smekkleg í
fatavali. MYND AFP
H vað ætlar Justin Bieber, frægasti unglingsstrák-ur heims, að gera á 17 ára afmæli sínu? Hanga með ömmu sinni að sjálfsögðu. „Vonandi verða
amma og afi með mér svo að ég geti eytt, þó ekki sé nema
smátíma með þeim,“ sagði söngvarinn ungi í viðtali í
bandaríska sjónvarpsþættinum Entertainment Tonight.
„Amma mín býr til bestu ostakökurnar – kirsuberjaosta-
köku. Hún gerði svoleiðis fyrir mig þegar ég varð 13 ára.“
Justin þvertekur fyrir að hann muni halda stórt af-
mælispartí í tilefni dagsins og segir þar spila stóran þátt
að hann hafi svo lítinn tíma þangað til hann þurfi aftur
að fara að vinna. „Ég hef bara einhverja fjóra daga svo ég
ætla bara að slaka á, því ég byrja tónleikaröð um allan
heim bráðlega – svo ég ætla að vera andlega tilbúinn og
bara slappa af,“ segir hann.
Stjarnan nýtti tækifærið í viðtalinu til að segja aðdá-
endum sínum að lesa ekki of mikið í nýju klippinguna
hans. „Ég vaknaði bara upp og sagði: „ég vill þetta ekki
lengur“ og fór og klippti mig,“ útskýrði hann í viðtalinu.
„Veistu, aðdáendurnir kunna að meta þetta, en þeir meta
mig hvað sem öðru líður, út af tónlistinni minni.“
– með ömmu
Ætlar að slaka á
Ofurstjarna Justin Bieber ætlar ekki
að halda stórt partí á afmælisdaginn.
Justin Bieber undirbýr 17 ára afmælið:
„Hún er sár
og reið“
B illy Ray Cyrus hefur sært dóttur sína með því að tala opinskátt um fjölskyldu-
málin við bandaríska fjölmiðla.
„Miley er miður sín,“ segir heim-
ildarmaður bandaríska tímarits-
ins People. „Hún er sár og reið.“
En af hverju var Billy Ray að særa
dóttur sína svona mikið? Æsku-
vinur Billys segir að líklega hafi
hann ekki séð neina aðra leið.
„Kannski getur hann ekki komið
skilaboðum til hennar um hversu
mikils virði hann telur fjölskyldu
sína vera, og þetta sé hans leið til
að koma því áleiðis.“
Billy Ray sagði People fyrr í
mánuðinum að hann gerði sér
grein fyrir því að ummæli sín
væru eldfim en að hann hafi ekki
ætlað sér að særa, hann væri bara
að reyna að koma fjölskyldunni í
lag. Enn sem komið er hefur Mil-
ey Cyrus, 18 ára, neitað að tjá sig
um ummæli föður síns. Heimild-
armaður blaðsins segir að Miley
„virðist stressuð, þó að hún reyni
að fela það á bak við stöðugt bros“.
Ummæli Billys Rays snérust að
því að hann teldi dóttur sína vera
í hættu vegna þess umhverfis sem
hún væri í. Miley er ein skærasta
stjarnan í Hollywood um þessar
mundir og hefur hún náð ótrú-
lega langt þrátt fyrir ungan aldur.
Hún sló fyrst í gegn í Disney-sjón-
varpsþáttunum Hanna Mont-
ana, sem síðar urðu að Disney-
kvikmynd. Hún hóf svo söngferil
sem hefur tekið ýmsar beygjur en
virðist tryggja henni stöðugar vin-
sældir.
Miley Cyrus felur sig á bak við brosið:
Ekki sátt við pabba Heimildir People
herma að Miley sé sár, en hún hefur neitað
að tjá sig um ummæli föður síns.
www.birkiaska.is
Birkilauf (Betulic) hefur góð áhrif á bæði
vökvajafnvægi líkamans og húð, örvar
starfsemi nýrna og þvagfæra. Hraðar
efnaskiptum og losar vatn úr líkamanum,
dregur úr bólgum og afeitrar líkamann (detox).
Birkilaufstöflur
www.birkiaska.is
Minnistöflur
Bætir skammtímaminnið. Nýtist
fólki sem er undir álagi og fæst
við flókin verkefni. Hentar vel
fyrir eldri borgara, lesblinda og
nemendur í prófum. Dregur úr
streitu, eykur ró og bætir skap.