Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.2011, Blaðsíða 24
24 | Sport Umsjón: Tómas Þór Þórðarson tomas@dv.is 28. febrúar 2011 Mánudagur
Árni „úr járni“ Ísaksson vann þriðja bardagann í röð:
Vill rota gaurana
Bardagaíþróttakappinn Árni „úr
járni“ Ísaksson vann sinn þriðja bar-
daga í röð um helgina þegar hann
hengdi Bandaríkjamanninn Kevin
Reed í annarri lotu. Bardaginn fór
fram í bardagaröðinni Cage Warri-
ors 40 sem er með þeim stærri í Evr-
ópu. í vikunni leit út fyrir að Árni fengi
ekki að keppa um helgina en hann átti
upphaflega bardaga gegn Bandaríkja-
manninum Eric Bradley. Bradley var
þó hent í fangelsi í vikunni þar sem
hann mun dúsa næstu tvö árin fyrir
innbrot sem hann framdi árið 2008.
Árna bauðst bardagi gegn Kevin
Reed sem keppir í þyngdarflokki ofar
en státar þó ekki af jafngóðum ár-
angri og Bradley. Þegar ríflega tvær
mínútur voru liðnar af annarri lotu
hengdi Árni andstæðing sinn með
hliðartaki en þannig hefur hann
unnið síðustu þrjá bardaga sína.
„Ég er svona þokkalega sáttur við
þetta en ekkert svakalega. Þessi gaur
var algjört skrímsli, miklu þyngri og
sterkari en ég. Ég er samt með betri
tækni og á henni vann ég,“ segir Árni
sem veiktist rétt fyrir bardagann og
var því töluvert magnvana. Hann
fagnar þó að hafa fengið tækifæri
einu sinni til að keppa gegn svona
stórum andstæðingi.
Árni er þekktari fyrir banvæn
högg sín frekar en gólfglímu en þó
hafa þrír síðustu bardagar unnist
með sama hliðartakinu. „Ég vildi
standa á móti þessum gaur en hann
náði mér niður þannig ég þurfti bara
að spila þann leik. Ég er samt góður
alls staðar þannig að mér var alveg
sama. Helst vil ég samt rota gaurana
og það munu allir sjá í framtíðinni,“
segir Árni „úr járni“ Ísaksson.
tomas@dv.is
Með körfuboltakappa
í hópnum
n Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari
handboltaliðs Vals, brá á það ráð
að kalla Brynjar Karl Sigurðsson inn
í hópinn fyrir bikarúrslitaleikinn
gegn Akureyri um helgina. Brynjar
Karl er betur þekktur fyrir hæfi-
leika sína á körfuboltavellinum en
á sínum tíma spilaði hann með Val
og ÍA. Hann var lengi þjálfari FSu
en sagði starfi sínu lausu þar í fyrra.
Brynjar Karl hefur aldrei spilað
handbolta áður en er nú bikar-
meistari í íþróttinni. Hann kom þó
ekkert við sögu í leiknum.
Gylfi lagði upp mark
n Landsliðsmaðurinn í fótbolta,
Gylfi Þór Sigurðsson, kom inn á sem
varamaður við upphaf seinni hálf-
leiks þegar Hoff-
enheim tapaði
fyrir Mainz, 2–1,
á heimavelli í
þýsku úrvals-
deildinni um
helgina. Stað-
an var 1–0 fyrir
Mainz þegar
Gylfi kom inn á
en aukaspyrna hans á 82. mínútu
varð til þess að Hoffenheim jafn-
aði metin eftir mistök markvarðar
Mainz. Það voru þó gestirnir sem
tryggðu sér sigurinn fjórum mínút-
um seinna en Hoffenheim gengur
illa þessa dagana og hrynur niður
töfluna.
Gylfi aftur í Fylkis-
búninginn
n Gylfi Einarsson lék sinn fyrsta leik á
Íslandi í mörg ár um helgina. Hann
er loksins kominn með leikheimild
með Fylki þrátt
fyrir að geng-
ið hafi verið frá
kaupum fyrir
löngu. Gylfi spil-
aði leik Fylkis
gegn BÍ/Bolung-
arvík í Lengju-
bikarnum og
brenndi af víta-
spyrnu. Fylkismenn unnu þó leik-
inn, 1–0. Undanfarin ár hefur Gylfi
verið í atvinnumennsku og spilað
þar meðal annars með Leeds og
Brann. Hann samdi fyrir komandi
tímabil við uppeldisfélag sitt Fylki
og spilar með því í Pepsideildinni í
sumar.
Real tapaði stigum
n Keppni í spænsku úrvalsdeildinni
í knattspyrnu er sama sem lokið eft-
ir að Real Madrid missteig sig enn
eina ferðina um
helgina. Liðið
gerði þá mar-
kalaust jafntefli
gegn Deportivo
á meðan Bar-
celona fór létt
með að leggja
Mallorca að velli
þrátt fyrir meiðsl
lykilmanna. Barcelona er efst í
deildinni með 68 stig en Real er sjö
stigum á eftir Börsungum. Barce-
lona hefur svo einnig yfir í innbyrð-
is viðureignum liðanna eftir 5–0
sigurinn ótrúlega undir lok síðasta
árs. Liðin eiga þó eftir að mætast á
Bernabeu.
Sneijder of dýr
fyrir United
n Chelsea ætlar sér að landa hol-
lenska miðjumanninum Wesley
Sneijder í sumar en hann hefur
farið á kostum með Inter síðast-
liðin misseri. Samkvæmt breskum
miðlum hefur Manchester United
einnig mikinn áhuga á Sneijder
en verðið er þó of hátt. Massimo
Morratti, eigandi Inter, verðlegg-
ur Hollendinginn á 35 milljónir
punda sem Chelsea er tilbúið að
greiða en Manchester United ekki.
Sneijder vann þrennuna með Inter
á síðasta tímabili og komst í úr-
slitaleik HM með Hollandi í fyrra-
sumar.
Molar
Þriðji sigurinn í röð Árni
kláraði enn einn andstæð-
inginn með hliðarhengingu.
Mynd SiGryGGur Ari JÓhAnnSSon
„Ég er bara í skýjunum, þetta er ólýs-
anlegt. Ég er varla búinn að átta mig
á þessu ennþá,“ segir Hlynur Mort-
hens, markvörður Vals, en Hlíðar-
endapiltar urðu um helgina bikar-
meistarar með því að leggja Akureyri
að velli, 26–24. Þetta var þriðji bik-
armeistaratitill Vals á undanförnum
fjórum árum. Hægt er að segja að
Valsmenn hafi komið nokkuð á óvart
með sigrinum en Akureyri er langefst
í N1-deildinni og nú þegar búið að
leggja Valsmenn tvisvar að velli. Ak-
ureyri fékk tækifæri til að jafna leik-
inn í 25–25 þegar tuttugu sekúndur
voru eftir en Hlynur Morthens varði
stórkostlega frá Herði Fannari Sig-
þórssyni af línunni. Valsmenn fengu
boltann, skoruðu eitt mark til viðbót-
ar og fögnuðu vel og innilega.
Fyrsti titillinn hjá Bubba
„Ég er varla búinn að átta mig á
þessu ennþá,“ segir Hlynur Morth-
ens, ávallt kallaður Bubbi. „Ef ég fer
á netið er bara allt fullt af greinum
um leikinn og endalaust af kveðjum
á Facebook. Ég hef eiginlega bara
fengið staðfestingu á netinu að þetta
hafi gerst,“ segir Hlynur léttur. Hann
verður 36 ára á árinu og hefur marga
fjöruna sopið á ferlinum. Þrátt fyrir
að hafa spilað með fjölmörgum lið-
um er þetta fyrsti stóri titill hans í
meistaraflokki. Hlynur viðurkennir
að biðin hafi verið orðin löng og farin
að setjast á sálina.
„Ég neita því ekkert að mig hefur
alltaf langað til að vinna stóran titil.
Ég hef oft verið grátlega nálægt því.
Þetta var fjórði bikarúrslitaleikurinn
minn en aðeins fyrsti sigurinn,“ seg-
ir Hlynur sem var í raun hetja Vals-
liðsins með markvörslunni frábæru
en hann kom þá út í „X“ eins og það
kallast og varði frá Herði Fannari.
„Gamla góða X-ið klikkar ekki. Ég
er samt ekki ennþá búinn að kíkja
á þetta. Ég þarf að fara að gera það.
Það var náttúrulega ekkert annað að
gera en að vaða bara út í þetta. Hörð-
ur var búinn að skora stuttu áður af
sama stað. Hann var reyndar búinn
að hóta því að vippa yfir mig næst.
Hann hefði betur gert það þarna,“
segir Hlynur.
Var í öðrum heimi
Eftir sigurinn var Hlynur strax rifinn í
viðtal hjá Ríkissjónvarpinu sem verð-
ur eflaust lengi í minnum haft. Þessi
reynslubolti kom vart upp orði og var
í mikilli geðshræringu enda fyrsti tit-
illinn loksins kominn í hús. „Ég þarf
að fara að kíkja á þetta viðtal, það eru
margir búnir að nefna þetta við mig.
Ég var bara algjörlega í öðrum heimi
þarna. Svo var ég rifinn í fjögur til
fimm önnur viðtöl þannig að ég náði
ekkert að fagna með liðinu. En svo
gerðum við nú okkur glaðan dag um
kvöldið í Valsheimilinu,“ segir Hlyn-
ur sem gekk óvænt í raðir Vals fyrir
síðasta tímabil.
„Ég var á leiðinni annað en í Val
en svo datt sá möguleiki bara óvænt
inn. Þeim möguleika var ekki hægt
að hafna. Ég sé heldur svo sannar-
lega ekki eftir þessu. Það gekk frábær-
lega í fyrra þó við töpuðum öllum úr-
slitaleikjunum fyrir Haukum. En að
ná núna bikarmeistaratitli, mínum
fyrsta, á 100 ára afmæli sigursælasta
handboltaliðs Íslandssögunnar er al-
gjörlega magnað,“ segir Hlynur sem
er mikið létt að hafa loks hampað
stórum titli sjálfur.
„Þetta er loksins komið í hús. Núna
hef ég upplifað þessa tilfinningu að
vinna því ég þekki hina aðeins of vel.
Nú er það bara að stefna á næsta tit-
il. Það verður reyndar erfitt á þessu ári
en það er aldrei að vita,“ segir Hlynur
Morthens, bikarmeistari.
Tómas Þór Þórðarson
blaðamaður skrifar tomas@dv.is
n Bikarmeistari karla í þriðja sinn á fjór-
um árum n hlynur með ótrúlega mark-
vörslu á ögurstundu n hlynur 35 ára og
aldrei unnið stóran titil fram að þessu
Fyrsti titill Bubba
á ferlinum
Barátta Oddur Gretarsson reynir að komast í gegnum vörn Vals í leiknum.
Mynd SiGTryGGur Ari JÓhAnnSSon
Loksins! Hlynur Morthens fagnar
sínum fyrsta titli með dóttur sinni
Ragnheiði Morthens.