Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.2011, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.2011, Blaðsíða 16
16 | Erlent 28. febrúar 2011 Mánudagur Muammar al-Gaddafi er ekki enn búinn að segja af sér: Gaddafi örvæntingarfullur Muammar al-Gaddafi, leiðtogi Líb- íu, heldur áfram að siga öryggissveit- um og málaliðum á eigin þjóð. Staða hans er þó talin einkar veik um þess- ar mundir. Mótmælendur hafa náð austurhluta Líbíu á sitt vald og fær- ast æ nær höfuðborginni Tripólí. Í Bengasi, hafnarborginni þar sem byltingin gegn Gaddafi hófst, hafa mótmælendur komið sér saman um nýja ríkisstjórn, þar sem þeir við- urkenna ekki stjórn Gaddafis. Mót- mælendurnir kalla stjórnina Líb- íska þjóðarráðið og segja hana vera „andlit byltingarinnar.“ Fréttir hafa borist af því að Saif al-Islam, sonur Gaddafis, hafi nú þegar boðið þjóð- arráðinu að samningaborðinu. Ekki er talið líklegt að mótmælendur sætti sig við nokkurs konar málamiðlan- ir þar sem skýrasta krafa þeirra hef- ur ætíð verið að Gaddafi taki poka sinn. Leiðtoginn virðist vera orðinn mjög örvæntingarfullur, en á sunnu- dag bárust fréttir af því að Gaddafi væri farinn að borga fólki fyrir stuðn- ing. Þannig er hægt að setja nafn sitt á undirskriftarlista til stuðnings Gaddafi og fá um leið greidda 500 dínara, sem jafngildir um það bil 50 þúsund krónum. Alþjóðasamfélagið hefur brugð- ist við ástandinu í Líbíu með því að fordæma ofbeldið sem Gaddafi beit- ir eigin þjóð. Á laugardag var neyð- arfundur í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna þar sem samþykkt var að beita stjórn Gaddafis efnahagslegum refsiaðgerðum. Barack Obama, forseti Banda- ríkjanna, átti samtal við Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, um helgina þar sem þau ræddu ástand- ið í Líbíu. Samkvæmt fréttatilkynn- ingu frá Hvíta húsinu mun Obama hafa sagt við Merkel: „Þegar leið- togi heldur völdum með því einu að beita sína eigin þjóð ofbeldi, hef- ur hann misst stöðu sína sem lög- mætur leiðtogi og þarf að gera það sem er best fyrir þjóð sína, sem er að fara.“ Írar gengu til þingkosninga á föstu- dag, í fyrsta skipti síðan efnahags- hrun skall á landinu. Helstu tíðindin hljóta að vera þau að stjórnmála- flokkurinn Fianna Faíl, sem hef- ur verið í ríkisstjórn nær óslitið frá stofnun írska lýðveldisins, beið af- hroð. Það var ríkisstjórn Fianna Faíl sem samdi einmitt um björg- unaraðgerðir Evrópusambandsins og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins undir lok árs 2010, en þær aðgerðir kváðu á um rúmlega 100 milljarða evra neyðarlán. Af þeim sökum hafa stjórnvöld boðað miklar skatta- hækkanir sem almenningur sættir sig ekki við. Úrslitin úr kosningun- um þykja skýr skilaboð um að Írar séu mjög ósáttir við efnahagsstjórn Fianna Faíl, sem og björgunarað- gerðirnar sem voru teiknaðar upp af ESB. „Enginn bjóst við að þetta yrði svona slæmt“ Kjörfylgi Fianna Faíl hefur verið á bilinu 40 til 50 prósent undanfarna áratugi en í þetta skiptið hlaut flokk- urinn aðeins náð fyrir augum 15 prósenta kjósenda. Á írska þinginu, Dáil Éireann, sitja 166 þingmenn en fyrir kosningarnar komu 70 þeirra úr röðum Fianna Faíl. Samkvæmt niðurstöðum kosninganna miss- ir Fianna Faíl því 58 þingmenn, og mun aðeins eiga 12 fulltrúa á næsta þingi. Tölurnar þykja því sem næst ótrúlegar. „Þótt að búist hafi ver- ið við slæmu gengi Fianna Faíl, þá bjóst enginn við að þetta yrði svona slæmt,“ sagði Michael Marsh, próf- essor í stjórnmálafræði við Trinity College í Dyflinni. Helsti keppinautur Fianna Faíl, miðjuflokkurinn Fine Gael, hlaut 36 prósent atkvæða í kosningunum. Kjörsókn var með besta móti, eða yfir 70 prósent, sem þykir einstak- lega hátt á Írlandi. Fastlega er búist við að ný ríkisstjórn verði mynduð með samstarfi Fine Gael og Verka- mannaflokksins, sem hlaut 20,5 prósent atkvæða. Er það hæsta fylgi Verkamannaflokksins frá upphafi. Vilja þjóðaratkvæðagreiðslu um neyðarlánið Fyrsta verkefni nýrrar ríkisstjórnar verður að undirbúa sig fyrir leið- togafund aðildarríkja ESB sem verður haldinn í Brussel þann 11. mars. Enda Kenny, leiðtogi Fine Gael, og Eamonn Gilmore, leiðtogi Verkamannaflokksins, hafa báðir lýst því yfir að þeir ætli sér að end- ursemja um neyðarlán ESB og AGS til Írlands. Afborganir lánsins munu éta upp allt að 85 prósent af tekju- skatti Íra á næsta ári og er almenn- ingur skiljanlega ósáttur við það. Þá er atvinnuleysi nú um 14 prósent á Írlandi og er búist við að það muni aukast. Írar telja neyðarlánið vera mikla hindrun í enduruppbyggingu eftir efnahagshrun, þó að tilgangur- inn með því hafi verið að bjarga írsk- um efnahag. Málið minnir óneitan- lega á Icesave-deiluna hér á landi. David McWilliams er hagfræð- ingur sem starfaði áður hjá Írska seðlabankanum. Hann telur að ef Írar setji lög um neyðarlánið í þjóð- aratkvæðagreiðslu gæti það breytt miklu. „Við verðum að semja um lánið upp á nýtt. Ef fer sem horfir verður Írland einfaldlega gjaldþrota sem þýðir að kröfuhafar fá ekki neitt. Ég held að það sé öruggt að þeir vilji frekar fá lítið af einhverju frekar en ekkert af miklu. Við getum tekið frumkvæðið með því að halda þjóðaratkvæðagreiðslu.“ n Úrslit í þingkosningum á Írlandi eru þau verstu í sögu Fianna Faíl sem hefur verið nær óslitið í ríkisstjórn frá lýðveldisstofnun n Írar óánægðir með efnahagsstjórn undanfarinna ára n Vilja þjóðaratkvæðagreiðslu um neyðarlán ESB og AGS FIANNA FAÍL ER FALLINN „Þótt að búist hafi verið við slæmu gengi Fianna Faíl, þá bjóst enginn við að þetta yrði svona slæmt. Björn Teitsson blaðamaður skrifar bjorn@dv.is Nýr forsætisráðherra Enda Kenny, leiðtogi Fine Gael, verður væntanlega nýr forsætisráðherra Írlands. Hér sést hann ávarpa stuðningsmenn flokksins á laugardag. Sigur í Zawiya Talsverður fjöldi hermanna hefur yfirgefið Gaddafi og gengið til liðs við mótmælendur. Þeir náðu borginni Zawiya á sitt vald um helgina. Blóðug átök á Fílabeins- ströndinni Harðir bardagar hafa geisað á götum úti í borginni Abidjan á Fílabeins- ströndinni. Þeir sem berjast eru annars vegar stuðningsmenn Laur- ents Gbagbo, sitjandi forseta, og hins vegar stuðningsmenn Alassane Ouattara, sem sigraði Gbagbo í for- setakosningum í nóvember síðast- liðnum. Gbagbo vildi hins vegar ekki viðurkenna úrslit kosninganna og hefur setið sem fastast í forsetastóli. Um 300 hafa fallið í átökum fylking- anna á þessu ári samkvæmt Samein- uðu þjóðunum, en jafnvel er talið að sú tala sé mun hærri. Krókódíll á bak við sófann Brasilískri konu brá heldur betur í brún þegar hún kom að krókó- díl í felum á bak við sófa á heimili hennar. Konan, sem býr í borginni Parauapebas í norðurhluta Brasilíu, hafði neyðst til yfirgefa heimili sitt vegna mikilla flóða. Þegar hún sneri aftur hafði krókódíllinn greinilega borist inn í húsið með flóðvatninu en hann var um einn og hálfur metri að lengd. Þegar konan varð vör við krókódílinn var þriggja ára sonur hennar að klappa honum á höfuðið og virtist ekki vitund smeykur við skepnuna. Konan kippti syni sínum í burtu og hringdi á slökkviliðið sem tókst að ná krókódílnum út og skila honum í næstu á. Oliver gagnrýnir Palin Sarah Palin er ýmsu vön þegar kem- ur að gagnrýni. Nú hefur hún verið gagnrýnd úr heldur óvenjulegri átt, því breski sjónvarpskokkurinn Jamie Oliver hefur bæst í hóp þeirra sem kæra sig lítið um Palin. Oliver hefur löngum verið annt um mataræði barna. Ríkisstjórn Baracks Obama hefur beitt sér fyrir átaki um bætt mataræði í bandarískum grunnskól- um, en sífellt fleiri börn glíma við offitu í Bandaríkjunum. Palin hefur gagnrýnt Obama fyrir átakið og bent á að því fé sem er varið til verk- efnisins væri betur varið í eitthvað annað. Oliver sagði þá að Palin sé „fruit loop“ sem er einstaklega óhollt morgunkorn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.