Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.2011, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.2011, Blaðsíða 19
H vað sem öðru líður er Ólaf- ur Ragnar Grímsson afskap- lega áhugaverð persóna. Til að mynda er hann einn af þeim fáu sem hefur stundum tek- ist að sameina allt pólitískt litróf landsins, þá reyndar á móti sjálfum sér, en það gerir hann ekki minna áhugaverðan fyrir vikið. Síðan lýð- veldið var stofnað hafa menn spurt um þjóðarhag, og líklega mun oftar um hag einstakra stjórnmálaafla eða hagsmunaaðila áður en stórákvarð- anir eru teknar. Nú er komin önnur spurning sem trompar allar þessar, og spurningin er þessi: Hvað segir Óli? Og hverjir eru hagsmunir hans? Vegur íslenska forsetans hefur lík- lega aldrei verið minni heldur en hjá Óla eftir hrun. Þó hann teljist varla til helstu sökudólga veitti hann vit- leysunni blessun sína og skipti það nokkru máli, enda nokkurs konar táknmynd þjóðarinnar í krafti emb- ættis síns. Þegar ófarirnar urðu svo ljósar rifjuðu margir upp „You ain‘t seen nothing yet“-ræðu hans í Lond- on (titillinn er vísun í lag sem einnig virðist í uppáhaldi hjá utanríkisráð- herra), og hann var tekinn duglega fyrir í áramótaskaupinu 2009, þar sem aðrir sem líklega meira áttu inni sluppu betur. Fjárhættuspil forseta Eitthvað varð forsetinn því að gera til þess að endurheimta álitið, og því lagði hann allt undir með því að neita Icesave lögunum í fyrra sinn. Það er ekki annað hægt að segja en að það fjárhættuspil hafi borgað sig fyrir forsetann. Hann fór frá því að vera einn helsti skúrkur Íslands yfir í að vera tekinn í dýrlingatölu af sumum, og naut sín vel í fjölmiðlum næstu daga og vikur á eftir. Hvað svo sem manni finnst um yfirlýsingar hans kom hann almennt vel út úr viðskipt- um sínum við erlenda fjölmiðla, þar sem íslenskir stjórnmálamenn höfðu skömmu áður reglulega orðið sér til skammar. Verstu hrakspár varðandi afleiðingarnar rættust heldur ekki. Allt lék því í lyndi á Bessastöðum um stund, allt þar til forsetinn sjálf- ur fór að ofmetnast á hinni nýfengnu athygli sinni. Ferðaþjónustan, sem einna helst er litið til sem bjargvætt- ar á þessum erfiðu tímum, sendi honum kaldar kveðjur þegar hann spáði því opinberlega að Eyjafjalla- gosið yrði aðeins forsmekkurinn á því sem koma skyldi. Slíkar glanna- legar yfirlýsingar slógu eitthvað á vinsældirnar, en breyttu því þó ekki að í huga margra var hann maðurinn sem bjargaði þjóðinni frá Ice save. Þegar upp úr krafsinu kom síðan talsvert betri samningur jókst hróð- ur hans enn. Það er erfitt að segja hversu miklum skaða árstöf á Ice_ save olli þjóðarbúinu, en hitt er ljóst að hinn nýi samningur var að miklu leyti Ólafi að þakka. Því kom hann út sem ótvíræður sigurvegari úr því Ice- save-máli. Spurt að leikslokum Erfiðara er að segja til um hvern- ig hann kemur út úr því að hafna þessum nýja samningi sem var niðurstaða aðgerða hans sjálfs. Kannski hefði verið mál að hætta að leggja undir þegar hann var bú- inn að bæta stöðu sína einu sinni, en það er jú eðli fjárhættuspilara að hætta ekki þegar þeir eru að vinna. Ólafur vísar títt til heppi- legrar niðurstöðu eftir síðustu neitun, og virðist vilja endurtaka leikinn. Honum virðist þó yfirsjást að staðan nú er talsvert önnur en hún var þá. Það virðast engar lík- ur á því að Bretar og Hollending- ar vilji gefa enn meira eftir, þolin- mæði þeirra er á þrotum. Nú virðast því aðeins tveir möguleikar blasa við. Annað- hvort samþykkir þjóðin nýja Ic- esave-samningin, og þá getur Ólafur hrósað sjálfum sér fyrir samkvæmni og lýðræðishneigð. Hinn möguleikinn er sá að þjóðin hafni Icesave, og lendi í langvinn- um málaferlum sem munu að öll- um líkindum skila verri niðurstöðu en nú er á borðinu. Ef til slíks kem- ur og menn þurfa að borga meira en á horfðist munu líklega fáir þakka honum fyrir að hafa beitt forsetavaldi sínu, og mun þá lítið stoða fyrir hann að vísa til þjóð- arvilja. Þegar allt kemur til alls er það niðurstaðan sem menn muna, ekki hvernig komist var að henni. Síðast var honum jú ekki þakk- að fyrir þjóðaratkvæðisgreiðsluna sem slíka, heldur fyrir það að hafa átt þátt í að fá betri samning. Ólafur á því mikið undir að þjóð- in samþykki Icesave. Ekki síður en hún sjálf. Því er það aldrei þessu vant þannig farið nú að hagsmunir þjóðar og forseta fara saman. Umræða | 19Mánudagur 28. febrúar 2011 Góðir og glaðir með sig 1 „Taktu þennan samning og troddu honum“ Pistlahöfundurinn Lára Björg Björnsdóttir er ósátt við nýjan Icesave-samning. 2 15 ára stúlka reyndi að svipta sig lífi Fimmtán ára stúlka, sem var nauðgað, sagði sögu sína í DV. 3 Fræga fólkið mætti ekki á Re-play Umtalaðasti gleðskapur ársins var haldinn á Re-play á laugardagskvöld. 4 Stökk frá hörðum árekstriMyndband sem sýnir mann sleppa ótrúlega frá árekstri. 5 Friðrik lagði margt á sig fyrir gott partí Friðrik Weisshappell sagði skemmti- lega sögu frá unglingsárunum í viðtali í helgarblaði DV. 6 Tveir snarpir jarðskjálftar Íbúar höfuðborgarsvæðisins fundu vel fyrir jarðskjálftum á sunnudags- morgun. 7 Ætluðu í uppgjör á SelfossiLögreglan handtók þrjá menn á Selfossi aðfaranótt sunnudags. Gunnar V. Andrésson blaðaljós- myndari var verðlaunaður fyrir fréttamynd ársins. Myndin er af biskupi Íslands og séra Geir Waage á fundi um þagnarskyldu presta vegna kynferðis- brotamála. Hver er maðurinn? „Maðurinn er Gunnar Valgarð Andrésson, fæddur 1950, þann 1. febrúar.“ Hver er sagan á bak við verðlaunamynd- ina? „Sagan er sú að það var umræða í samfélaginu um þagnarskyldu presta sem Geir Waage hafði talið æðri sannleikanum. Biskup kallaði hann því til sín á fund. Þetta var tímasettur fundur sem ég fór á klukkan 10 að morgni. Ég var kominn tímanlega á skrifstofu biskups og óskaði eftir því að fá að taka mynd. Meðan ég beið þá kom Geir Waage. Hann sagði það af og frá að ég mætti taka mynd af sér. Í þessi skrafi okkar kom ritari biskups niður í lítilli lyftu. Hún kallar til mín að ég megi vel mynda fundinn þegar hann byrjar. Ég spyr hvort ég megi ekki koma með þeim í litlu lyftunni upp og treð mér með þeim upp. Biskup bauð okkur í kaffi. Ég þáði nú ekki kaffið en ég tók strax eftir myndinni af Ólafi Skúlasyni í bakgrunn- inum og hóf að smella af. Þeir hugðu ekki að sér, trúi ég. Þeim fannst ekkert að því að ég myndaði þá þarna og voru góðir og glaðir með sig. Ritarinn áttaði sig nú á þessu og andvarpaði meðan hún minntist á að Ólafur Skúlason væri nú þarna á bak við.“ Hvað hefurðu verið lengi í bransanum? „Byrjaði árið1966 á Tímanum. Ég byrjaði ekki sem ljósmyndari heldur vann við myndamót, það er að segja að búa til klisjur af myndum til að gera þær prenthæfar. Fyrsta myndin mín birtist á forsíðu Tímans í júní þetta sama ár. Mitt lán hefur alltaf verið það að vinna með góðu fólki sem hefur treyst aumingjanum mér til að taka myndir og umborið mig.“ Á hvaða blaði hefur þú verið lengst? „Lengsta tímabilið er DV-tímabilið mitt. Ég fór af Tímanum til Þorsteins Pálssonar sem þá var ritstjóri á Vísi 1978. Gamla DV fer síðan á hausinn 2003 og þá náði ég landi á Fréttablaðinu þar sem ég hef verið síðan.“ Hvernig myndavél notar þú? „Ég nota Canon-vélar í dag, stafrænar. Ég er laus við hégóma í þessu og álít myndavélina bara tæki til að vinna með. Einu sinni var ég mikið tækjafrík. En nú hef ég aðeins í höndunum það sem virkar. Hvað er ánægjulegast við starfið? „Mikil fjölbreytni og samskipti við fólk. Ég fæ útrás fyrir forvitni mína og fæ alltaf að vera þar sem fólk er helst.“ En leiðinlegast? „Það eru engin leiðindi að þvælast fyrir mér.“ „Nei, ég fer ekki á skíði.“ Anna Sigríður Einarsdóttir 62 ára forstöðumaður bókasafns „Ekki síðan ég braut skíðin í Hlíðarfjalli árið 1967.“ Hrafn Andrés Harðarson 62 ára bókavörður „Nei, aldrei.“ Ólöf Skúladóttir 60 ára skrifstofukona „Neibb.“ Birna Þorsteinsdóttir 29 ára afgreiðsludama „Ekki mjög oft.“ Kristín Erla Þórisdóttir 26 ára nemi Mest lesið á dv.is Maður dagsins Ferð þú oft á skíði? Stolt af strákunum Þessi unga stúlka fylgdist vel með gangi mála í Laugardalshöllinni á laugardag. Þá fór fram bikarúrslitaleikur karla í handbolta þar sem Valur og Akureyri mættust. Valsmenn fóru með sigur af hólmi í æsispennandi leik, 26–24. MYND SIGTRYGGUR ARI Myndin Dómstóll götunnar Mun Óli sigra á endanum? Kjallari Valur Gunnarsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.