Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.2011, Page 14

Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.2011, Page 14
Þolinmóður starfsmaður n Lofið að þessu sinni fær Seglagerðin Ægir. „Ég fór í Seglagerðina með felli- hýsi í huga og hafði margar og mis- munandi spurningar sem ég þurfti svör við. Það var einn maður að vinna og hann veitti mér afbragðsþjónustu. Hann sinnti mér strax og var afar þolinmóður þrátt fyrir spurn- ingaflóð mitt. Hann var mjög liðlegur og svaraði faglega og heiðarlega. Svona þjón- ustu vill maður fá þeg- ar maður er að hugsa um eitthvað jafn dýrt og fellihýsi,“ segir við- skiptavinurinn ánægði. Vörn gegn sjúkdómum Andoxunarefni er samheiti yfir nátt- úruleg efni sem vernda líkamann gegn sindurefnum sem geta skaðað lifandi frumur, veikt ónæmiskerfið og leitt til sjúkdóma eins og hjarta- sjúkdóma og krabbameins. And- oxunarefnin fáum við úr ávöxtum, grænmeti, korni, baunum, hnetum og jurtum. Þetta kemur fram á biovorur.is en þar segir að einnig séu nokkrar jurtir sem hafi eiginleika andoxunarefna. Til andoxunarefna teljast til dæmis A-vítamín, beta-kar- otín og önnur karotín, flavanoids, C- og E-vítamín, selen og zink. Annað öflugt andoxunarefni er hormónið melatonín. Hér höfum við enn meiri ástæðu til að borða grænmeti og ávexti. Engin aðstoð n Intersport í Smáralindinni fær last- ið að þessu sinni. Viðskiptavinur fór þangað inn fyrir stuttu og þurfti fljót- lega á aðstoð starfsmanna að halda. „Það voru tveir starfsmenn í búðinni en þeir voru báðir í símanum. Ég var eini viðskiptavinurinn í búðinni og það var greinilegt að þeir sáu mig þar sem ég stóð og horfði til þeirra. Hvorugur þeirra hætti þó að tala í símann. Þegar ég hafði staðið í nokkrar mínútur og beð- ið eftir þeim ákvað ég að fara. Þeir misstu af viðskiptum mínum þar.“ SENDIÐ LOF EÐA LAST Á NEYTENDUR@DV.IS LOF&LAST Frystirinn besti vinur hagsýnna Hag- kvæmt getur verið að kaupa niðursuðuvörur í stórum, fjölskyldu- vænum dósum eins og segir í sparnaðarráði á matarkarfan.is. Þetta eigi sérstaklega við á heimilum þar sem marga maga þurfi að metta. Þar segir einnig að frystirinn sé í raun besti vinur þeirra hagsýnu því ef eldað er mikið má alltaf geyma afgang í frystinum og nýta síðar. Stór niðursuðudós verði því að snjöllum matarinn- kaupum hjá þeim sem kunna að frysta og það sé ekki flókið, bara skipta upp í skammta og setja á ís. 14 | Neytendur Umsjón: Gunnhildur Steinarsdóttir gunnhildur@dv.is 28. febrúar 2011 Mánudagur E ld sn ey ti Verð á lítra 221,9 kr. Verð á lítra 226,9 kr. Bensín Dísilolía Verð á lítra 221,6 kr. Verð á lítra 226,5 kr. Verð á lítra 222,9 kr. Verð á lítra 226,8 kr. Verð á lítra 221,5 kr. Verð á lítra 226,4 kr. Verð á lítra 221,6 kr. Verð á lítra 226,5 kr. Verð á lítra 221,9 kr. Verð á lítra 226,8 kr. Algengt verð Almennt verð Algengt verð Akureyri Melabraut Algengt verð Það hefur orðið hugarfarsbreytinga hjá okkur og nú er það ekki bara skrýtna fólkið sem hjólar. Enda er bensínlítrinn í 222 krónum. Íslendingar eru feitari en nokkru sinni fyrr, mengun í heiminum er vaxandi vandamál og bensínlítrinn er kominn í 222 krónur. Vegna þessa íhuga nú margir að taka fram reið- hjólin sem legið hafa í skúrum og geymslum og safnað ryki. DV hefur tekið saman kosti þess að nota reið- hjólið sem ferðamáta en þeir eru margvíslegir. Eins var skoðað verð á hjólum og tiheyrandi öryggisbúnaði í nokkrum verslunum. Hjól sem farartæki „Það er auðveldlega hægt að hjóla átta mánuði á ári,“ segir Albert Jak- obsson, formaður Hjólreiðafélags Reykjavíkur. Hann segir að fjór- ir mánuðir ársins, yfir hávetrartím- ann, séu varhugaverðir vegna myrk- urs, roks og snjós en þó sé stór hópur fólks sem ferðast á hjólum allan árs- ins hring. Að sögn Alberts er hægt að skipta hjólum í fjóra flokka; fjallahjól, götu- hjól, blendinga og kommúterhjól. Aðspurður hvernig hjól fólk ætti að kaupa sem hyggst nota það sem far- artæki innanbæjar, segist hann mæla með blendingshjólum eða kommút- erhjólum. Það séu hjól þar sem hugs- unin er að þér líði vel, sitjir upprétt- ur og með brettum. Hann mælir ekki með fjalla- og götuhjólum fyrir fólk sem vill kaupa sér farartæki. Henta ekki innanbæjar Albert segir að mikið hafi verið um að seljendur mæli með fjallahjólum og hafi selt fólki þau til innanbæjar- notkunar. „Fjallahjólin eru ekki þægi- leg hjól og eru hugsuð sem keppn- ishjól. Þau henta einfaldega verr til að komast á milli staða innanbæjar. Þetta er þó aðeins farið að skána og seljendur farnir að átta sig á að venju- legt fólk hefur aðrar þarfir en keppnis- fólk,“ segir hann og bætir við að hann myndi aldrei taka götuhjólið sitt og ferðast um Reykjavík á því. Það sé með örmjóum dekkjum sem sé afar kostn- aðarsamt að skipta um. Hann bendir einnig á að Danir, sem eru duglegir að hjóla, noti mest megnis kommút- erhjólin. „Maður sér þar gömlu góðu hjólin því fólk vill sitja venjulega og hafa bögglabera og bretti.“ Hugarfarsbreyting Albert segir að það hafi orðið gífur- leg fjölgun í hópi þeirra sem ferðast um á hjólum síðustu árin. Hjólastígar hafi verið lagðir í kringum 1986 og þá var enginn á hjóli. „Ég var einn á þess- um stígum og var bara talinn skrýtinn. Það hefur orðið hugarfarsbreytinga hjá okkur og nú er það ekki bara skrýtna fólkið sem hjólar. Enda er bensínlít- rinn í 222 krónum, “ segir hann. Bæta hreinsun á hjólastígum „Það er eitt sem ég vil gjarnan að komi fram og það er í sambandi við ruðninga á hjólastígum. Þetta er ei- lífðarvandamál hjá okkur, það er að segja hreinsun stíga og ruðningur. Þetta gerir það að verkum að þeir sem reyna að fara eftir tilmælum borgarráðs, um að hjóla meira og nota bílinn minna, mjög erfitt fyrir. Við erum svo kraftlítil á hjólunum að þegar það er smá snjór á gangstétt- um eða stígunum, þá komumst við ekki áfram,“ segir hann. Huga þurfi að þessu ef við eigum að gera fólki kleift að komast á milli áfangastaða á hjólum. Hann segir það jafn mik- ilvægt og að halda götunum auðum en þetta sé ekki gert nógu vel og ekki með réttu hugarfari. Kostnaður hjóla Haft var samband við nokkrar reið- hjólaverslanir og verð á hjólum kannað. Beðið var um að mæla með hjóli fyrir venjulega manneskju sem ætlar sér að nýta hjólið sem farartæki innanbæjar. Mælt var með hjólunum hér að neðan en hægt er að kaupa dýrari hjól með meiri og vandaðri búnaði. Tekið skal fram að hægt er að kaupa reiðhjól víðar, en verslan- irnar sem hér um ræðir sérhæfa sig í reiðhjólum og veita þjónustu eftir að hjólin hafa verið keypt. n Íslendingar eru að verða meðvitaðri um ágæti reiðhjólsins sem farartækis n Það er auðveldlega hægt að hjóla átta mánuði á ári n Ýmislegt þarf að hafa í huga þegar hjólið er valið n Öryggisbúnaður er hluti af kostnaði við kaupin Taktu fram hjólið og sparaðu stórfé Gunnhildur Steinarsdóttir blaðamaður skrifar gunnhildur@dv.is GÁP MONGOOSE CROSSWAY Verð 76.900 krónur Hjálmur 6.900 - 10.000 krónur Glitvesti 1.900 krónur Örninn TRECK 7100 Verð 69.900 krónur Hjálmur 5.900 krónur Glitvesti 1.990 krónur Markið SCOTT SPORTSTER Verð 75.900 krónur Hjálmur 4.900 - 8.900 krónur Glitvesti 1.290 krónur Hjólasprettur FOCUS Verð 89.000 krónur Hjálmur 5.900 krónur Glitvesti 1.490 krónur n Öryggisbúnaður hjólreiðafólks er mikilvægur og má þar nefna fyrst af öllu ljósin. Ljós skulu vera að framan og aftan auk glitaugna á hliðum. Gott er að hjólreiðamenn séu einnig í almennilegum glitvestum. Svo er það hjálmurinn sem vart þarf að nefna. Nýjung í aukabúnaði eru hjólagleraugu sem vernda augu hjólreiðamanns fyrir vindi og flugum. Reiðhjólin sem verslanirnar mæltu með Reiðhjólamenning Með breyttu hugarfari gætu Íslendingar tileinkað sér reiðhjólamenningu. MYND PHOTOS.COM

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.