Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.2011, Síða 4
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur
dæmt 24 ára karlmann í níu mán-
aða fangelsi fyrir margvísleg brot.
Maðurinn var meðal annars sak-
felldur fyrir að stela níu bifreiðum
af bílaleigum á höfuðborgarsvæð-
inu. Flestum bílunum stal hann
með nokkurra daga millibili seinni
part septembermánaðar á síðasta
ári.
Auk þess að vera sakfelldur fyr-
ir bílaþjófnað var maðurinn einn-
ig sakfelldur fyrir að brjótast inn í
nokkrar verslanir. Þannig stal hann
fartölvu í verslun Tals við Suður-
landsbraut árið í apríl 2009 og raf-
tækjum í versluninni Sense í Kópa-
vogi að verðmæti tvær milljónir
króna. Hann braust einnig inn á
sólbaðsstofuna Sæluna í september
síðastliðnum þar sem hann hafði
á brott með sér flatskjá af gerðinni
Panasonic. Þá braust maðurinn
inn í kennslustofur Snælandsskóla
í Kópavogi þar sem hann hafði á
brott með sér farsíma. Brot manns-
ins voru mun fleiri því hann var
einnig sakfelldur fyrir rangar sakar-
giftir og fyrir að stela eldsneyti.
Maðurinn hefur margoft kom-
ið við sögu lögreglu áður og hlotið
dóma fyrir margvísleg brot, meðal
annars fyrir umferðar- og fíkniefna-
lagabrot. Dómurinn yfir manninum
er óskilorðsbundinn en hann játaði
á sig öll brotin. Þá var litið til þess
við ákvörðun refsingar að maður-
inn kom til lögreglu að eigin frum-
kvæði og játaði á sig brotin. Mað-
urinn hefur þegar verið sviptur
ökuréttindum ævilangt en honum
var einnig gert að greiða samtals
170 þúsund krónur í sakarkostnað
og í laun skipaðs verjanda síns.
4 | Fréttir 21. mars 2011 Mánudagur
Síbrotamaður dæmdur í níu mánaða fangelsi:
Stal níu bifreiðum
Opið virka daga kl. 9 -18
og á laugardögum kl. 11 - 16
Rafknúnir
hægindastólar
sem auðvelda
þér að setjast
og standa upp
Fjölbreytt úrval
Stórhöfða 25 • Sími 569 3100 • eirberg.is
Rannsókn á banaslysi að ljúka:
Málið verður
sent ríkis
saksóknara
„Málið er á lokastigi rannsóknar og
verður svo sent sína leið í kerfinu
þegar þar að kemur,“ segir Gunnar
Jóhannsson, yfirmaður rannsókn-
ardeildar lögreglunnar á Akureyri.
Lögreglan hefur haft til rannsóknar
banaslys sem varð á Eyjafjarðar-
braut þann 20. janúar síðastliðinn.
Þá var bifreið ekið á mann sem var
að skokka norður Eyjafjarðarbraut
vestri en bifreiðin var einnig á norð-
urleið. Svo virðist sem bifreiðin hafi
farið yfir á rangan vegarhelming og
lent aftan á manninum. Blóðsýni
voru tekin úr ökumanni bifreiðar-
innar en það er vaninn í slíkum til-
fellum. Gunnar gefur ekkert upp um
niðurstöður blóðprufunnar og vill
ekkert segja til um hvort ökumaður-
inn hafi verið undir áhrifum þegar
atvikið átti sér stað. Um er að ræða
karlmann á tuttugasta og fimmta
aldursári sem hefur komið við sögðu
lögreglu áður. Með honum í bílnum
var einn farþegi.
„Öll svona mál eru send til ríkis-
saksóknara sem tekur ákvörðun um
það hvort ákært sé í þeim eða ekki,“
segir Gunnar og bætir við að málið
fari til ríkissaksóknara einhvern tím-
ann á næstu vikum.
Árni efins
um krónuna
Árni Þór Sigurðsson, þingflokks-
formaður Vinstri grænna, hefur
ákveðnar efasemdir um framtíð ís-
lensku krónunnar. Þetta sagði Árni
Þór í útvarpsþættinum Sprengi-
sandi á sunnudag. „Íslenska krónan
er smæsti sjálfstæði gjaldmiðillinn í
heiminum,“ sagði Árni sem sagðist
hafa þá trú að gjaldmiðlum muni
fækka í framtíðinni. Hann sagðist þó
ekki efast um að krónan verði gjald-
miðill Íslendinga næstu árin þó ekki
væri sjálfgefið að hún yrði hér til
langs tíma.
Síbrotamaður Brotin sem maðurinn
framdi voru margs konar. Meðal annars stal
hann níu bifreiðum af bílaleigum.
„Þetta bílalán er stórkostlega um-
deilt, það er þannig að fyrirtæki Úlf-
ars selur öðru fyrirtæki bíl og það er
svo óeðlilegt að Úlfar standi áfram
sem sjálfskuldarábyrgðarmaður,“
segir Ólafur Thóroddsen, lögmað-
ur Úlfars Eysteinssonar matreiðslu-
meistara sem á og rekur veitinga-
staðinn Þrjá frakka. Íslandsbanki
hefur stefnt Úlfari vegna fjögurra
milljóna króna bílaláns sem er í
vanskilum og fór aðalmeðferð í
málinu fram í Héraðsdómi Reykja-
víkur í síðustu viku. Bú ehf., fyrir-
tæki Úlfars, seldi fyrirtækinu Fag-
fólk ehf. bílinn sem lánið hvílir á,
í mars árið 2009 og taldi Úlfar sig
á sama tíma hafa afsalað sér sjálf-
skuldarábyrgðinni á láninu. Það
kom honum því að óvörum þegar
hann var krafinn um greiðslur af
láninu þegar Fagfólk ehf. hætti að
greiða af því. Úlfari var að lokum
stefnt, eins og áður sagði.
Mótsögn í yfirtökuskjalinu
Úlfar segist hafa gert mistök þeg-
ar hann skrifaði undir samninginn
vegna yfirtöku Fagfólks ehf. á bíla-
láninu. „Ég skrifaði í fljótfærni að
sjálfskuldarábyrgðin ætti að vera
áfram á bílnum, sem hún átti nátt-
úrulega ekki að vera. Ég fer ekki
að ábyrgjast bíl fyrir eitthvert ann-
að fyrirtæki,“ segir Úlfar í sam-
tali við DV. „Ég hefði aldrei selt bíl-
inn hefði ég vitað að ég yrði ennþá
í ábyrgð. Ég þekkti hvorki haus né
sporð á þessu fyrirtæki, ég var bara
grænn,“ segir Úlfar sem stóð sveittur
yfir pottunum í eldhúsinu á Þremur
frökkum þegar hann skrifaði undir
pappírana.
Ólafur, lögmaður Úlfars, seg-
ir málið vera hið einkennilegasta.
„Hví skyldi maður selja einhverju
nýstofnuðu fyrirtæki góðan bíl og
ábyrgjast fyrir það lánið?“ spyr
hann. „Það er mótsögn í yfirtökusk-
jalinu. Þar kemur bæði fram að Úlf-
ar sé að fara út sem sjálfskuldar-
ábyrgðarmaður og líka að hann eigi
að vera inni.“ Ólafur segir ýmis gögn
vanta frá bankanum, til að mynda
liggi ekki fyrir hvaða bílasala annað-
ist lánin.
Treysti skjölunum sem komu frá
bankanum
Ólafur telur að Íslandsbanki hefði
átt að vekja athygli Úlfars á mót-
sögninni í samningnum. „Fjár-
málafyrirtæki hafa upplýsinga-
skyldu og mér finnst að fyrirtækið
hefði átt að hafa samband við Úlf-
ar og vekja athygli hans á því hvort
hann ætlaði virkilega að vera áfram
sjálfskuldarábyrgðarmaður, þetta
var svo afbrigðilegt. Þá hefði þetta
aldrei orðið,“ segir Ólafur. „Hann
treysti bara skjölum sem komu frá
bankanum og hélt að hann væri að
skrifa sig frá sjálfskuldarábyrgð en
þá var verið að hengja hann,“ bætir
hann við.
Sveinbjörn Sveinbjörnsson,
lögmaður Íslandsbanka, segir að
áframhaldandi ábyrgð Úlfars á lán-
inu hafi verið foresenda fyrir því að
yfirtakan gengi í gegn. Hann seg-
ir skjalið vera staðlað og í því komi
fram að ábyrgð Úlfars falli niður, en
í skjalinu sé einnig yfirlýsing undir-
rituð af Úlfari þar sem kemur fram
að hann takist á hendur sjálfskuld-
arábyrgð fyrir nýjan eiganda.
„Ég þekkti hvorki
haus né sporð á
þessu fyrirtæki, ég var
bara grænn.
Sólrún Lilja Ragnarsdóttir
blaðamaður skrifar solrun@dv.is
SELDI BÍLINN,
ÞARF SAMT
AÐ BORGA
n Matreiðslumeistari hélt að hann
væri að skrifa sig frá sjálfskulda
ábyrgð n Seldi bílinn fyrir
tveimur árum n Afbrigði
legt, segir lögmaður Treysti bankanum Úlfar taldi sig vera að skrifa sig frá sjálfskuldarábyrgð.
MYND HEIÐA HELGADÓTTIR
Íslandsbanki Lögfræðingur bankans
segir áframhaldandi ábyrgð Úlfars forsendu
yfirtökunnar.