Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.2011, Blaðsíða 23
Úttekt | 23Mánudagur 21. mars 2011
byggingar af völdum hans.
Af fimmtíu og fimm mannskæð-
ustu jarðskjálftum sögunnar hafa sjö
riðið yfir Kína.
142.000 og 137.000
Japan hefur ekki farið varhluta af jarð-
skjálftum og hafa fimm af mannskæð-
ustu jarðskjálftum sögunnar átt sér
stað í landinu.
Mannskæðasti jarðskjálfti í sögu
Japans reið yfir áðurnefnda Kantu-
sléttu 1. september 1923. Hann skildi
eftir sig dauða og eyðileggingu á
gervöllu Kanto-svæðinu; Tókýó var í
rúst, sem og hafnarborgin Yokohama
og Chiba-, Kanagawa- og Shizuoka-
héruð.
Í Kamakura, í 60 kílómetra fjar-
lægð frá skjálftamiðjunni, færðist
121 tonns Búddalíkneski úr stað sem
nemur tæpum metra.
Mannfall er metið á bilinu 100.000
til 142.000, en inni í hærri tölunni eru
um 40.000 sem var saknað og voru
talin af. Sé miðað við hærri töluna er
skjálftinn í 10. sæti yfir mannskæð-
ustu skjálfta sögunnar.
Í 11. sæti er einnig jarðskjálfti sem
varð í Japan, en þar ræðir um jarð-
skjálfta sem kenndur er við Hokka-
ido, næststærstu eyju Japans. Jarð-
skjálftinn varð árið 1730 og áætlaður
fjöldi látinna er um 137.000.
Öflugustu jarðskjálftarnir
Jarðskjálftinn í Sendaí í Japan 11.
mars mældist 9,0 stig á Richter og
deilir 4. og 5. sæti yfir öflugustu jarð-
skjálfta sögunnar með Kamsjatka-
jarðskjálftanum árið 1952, sem upp-
haflega var skráður 8,2 stig en síðar,
eftir endurskoðun, 9,0.
Kamsjatka-skaginn og Sendaí
í Japan eru ekki samanburðarhæf
hvað varðar íbúafjölda eða yfirleitt
nokkuð annað, enda var ekki um
neitt mannfall að ræða í Kamsjatka
árið 1952.
Öflugasti skjálfti sem getið er í
sögunni átti sér stað 22. maí 1960 í
Valdiviu í Chile. Hann mældist 9,5
stig á Richter. Fjöldi fórnarlamba er
á reiki en talinn vera á bilinu 2.000 til
6.000. Flóðbylgja kom í kjölfar skjálft-
ans og gætti áhrifa hennar á Hawaii,
í Japan, á Filippseyjum, austurhluta
Nýja-Sjálands og Suðaustur-Ástralíu.
Fregnir af tæplega ellefu metra hárri
flóðbylgju bárust úr 6.000 kílómetra
fjarlægð frá upptökum skjálftans.
Annar öflugasti jarðskjálfti sög-
unnar átti sér stað 27. mars 1964 í
Alaska. Hann er skráður 9,2 stig á
Richter og um 130 manns létust af
hans völdum.
Þriðji öflugasti skjálftinn átti sér
stað öllu nær okkur í tíma, 26. des-
ember 2004. Jarðskjálftinn mæld-
ist 9,1 stig á Richter og voru upptök
hans undan vesturströnd Súmötru á
Indlandshafi. Skjálftinn orsakaði röð
mannskæðra flóðbylgja sem skullu á
ströndum flestra ríkja sem liggja að
Indlandshafi með allt að 30 metra
háum öldum. Indónesía varð verst
úti, en um 230.000 manns, í fjór-
tán löndum, létust í skjálftanum og
hildarleiknum sem fylgdi í kjölfarið.
Skjálftinn er í sjötta sæti yfir mann-
skæðustu jarðskjálfta sögunnar.
Heimildir: japan-guide.com,
bbc.co.uk, wikipedia.com og fleiri miðlar
11. mars 2011
Gríðarlega öflugur jarðskjálfti, 9,0 á Richter, ríður yfir Japan og
orsakar flóðbylgju sem sópar burtu heilu byggðunum. Hvað
fjölda látinna af völdum skjálftans og afleiðinga hans varðar er
ljóst að ekki eru öll kurl komin til grafar, en fjöldi látinna og þeirra
sem saknað er hleypur á tugum þúsunda þegar þetta er skrifað.
Auk mannskaða og gríðarlegrar eyðileggingar veldur skjálftinn
eyðileggingu á Fukushama-kjarnorkuverinu í bænum Okuma með
þeim afleiðingum að geislavirk efni berast út í andrúmsloftið.
13. apríl 2010
Jarðskjálfti sem mælist 6,9 á Richter ríður yfir Yushu í Kína með
þeim afleiðingum að tæplega 7.000 manns farast.
12. janúar 2010
Um 316.000 farast í miklum hamförum á Haítí í jarðskjálfta upp á
7,0 á Richter. Jarðskjálftinn er sá versti sem skráður hefur verið í 200
ára sögu svæðisins og sá þriðji mannskæðasti sem sögur fara af.
30. september 2009
1.115 farast í jarðskjálfta á suðurhluta Súmötru.
6. apríl 2009
Tugir farast í jarðskjálfta í L‘Aquila á Ítalíu.
12. maí 2008
Allt að 87.000 manns farast og um 370.000 slasast í Sesúan-
héraði í Kína.
17. júlí 2006
Neðansjávarjarðskjálfti, 7,7 á Richter, veldur flóðbylgju sem
skellur á 200 kílómetra svæði á suðurströnd Jövu. Yfir 650 farast.
27. maí 2006
Yfir 5.700 manns farast þegar jarðskjálfti upp á 6,2 á Richter ríður
yfir Jövu.
8. október 2005
Jarðskjálfti sem mælist 7,6 á Richter ríður yfir Norður-Pakistan og
verður yfir 73.000 að bana.
26. desember 2004
Hundruð þúsunda farast víða í Asíu vegna flóðbylgju eftir jarð-
skjálfta upp á 9,2 stig.
26. desember 2003
Yfir 26.000 láta lífið þegar jarðskjálfti leggur Bam í Suður-Íran í
eyði.
26. janúar 2001
Nærri 20.000 manns farast í jarðskjálfta upp á 7,9 í Gujarat-fylki
á Indlandi.
12. nóvember 1999
Um 400 farast í jarðskjálfta upp á 7,2 stig í Ducze í Norðvestur-
Tyrklandi.
17. ágúst 1999
Tyrknesku borgirnar Izmit og Istambúl verða illa úti í jarðskjálfta
sem mælist 7,4 stig. Yfir 17.000 farast.
30. maí 1998
Um 4.000 farast í jarðskjálfta í Norður-Afganistan.
27. maí 1995
Jarðskjálfti upp á 7,5 stig á Shakalin-eyju kostar tæplega 2.000
mannslíf.
17. janúar 1995
6.430 farast í jarðskjálfta í Kobe í Japan.
30. september 1993
Um 10.000 láta lífið í suður- og vesturhluta Indlands.
21. júní 1990
Skjálftar í Gilan í Íran kosta um 40.000 manns lífið.
7. desember 1988
25.000 farast í jarðskjálfta upp á 6,9 stig í Norðvestur-Armeníu.
19. september 1985
Öflugur jarðskjálfti skekur Mexíkóborg og 10.000 farast.
28. júlí 1976
Kínverska borgin Tangshan er rústir einar eftir jarðskjálfta sem
kostar 250.000 mannslíf.
23. desember 1972
Allt að 10.000 farast í jarðskjálfta í Managva, höfuðborg
Níkaragva.
31. maí 1970
Jarðskjálfti hátt í Andesfjöllum veldur landskriði sem grefur
bæinn Yungay og kostar 66.000 mannslíf.
1. september 1923
Hinn mikli Kanto-jarðskjálfti ríður yfir Tókýó og kostar 142.800
manns lífið.
18. apríl 1906
Röð öflugra skjálfta ríður yfir San Francisco og á bilinu 700 til
3.000 farast, annaðhvort vegna hruninna bygginga eða elda sem
kvikna.
Mannskæðir og öflugir jarðskjálftar
ÁTÖK Í IÐRUM JARÐAR
Graphic
Story
Size
Artist
Date
Reporter
Research
Code
EARTHQUAKE-LARGEST/
JAPAN-QUAKE/
15 x 8.5 cm deep
Chris Inton/RNGS
11 / 03 / 11
-
-
DIS
© Copyright Reuters 2010. All rights reserved. http://www.reuters.se/media/graphics/
CONTEXT
Japan’s 8.9 magnitude earthquake that struck on Friday is one the most
powerful earthquakes recorded worldwide since 1900
1
6
2
4
5
3
7 9
10
8
Eftir stærð
Röð
Öflugustu jarðskjálftar heims síðan 1900
Heimild: Jarðvísindastofnun Bandaríkjanna
9,5 Chile
1960 - 5.000 dauðsföll
8,8 Chile
2010 - 520 dauðsföll
9,0 Kamtsjatka, Rússland 1952
Engin dauðsföll
9,2 Alaska, BNA 1964
125 dauðsföll
9,1 Súmatra, Indónesía 2004
297.000 dauðsföll
8,8 Ekvador
1906 - 1.000 látnir
8,6 Súmatra, Indónesía 2005
1.000 dauðsföll
8,7 Alaska, BNA 1965
Engin dauðsföll
8,6 Tíbet, Indland 1950
1.500 dauðsföll
8,9 Japan 2011
Flekamörk
Öflugustu jarðskjálftar heims síðan árið 1900
Þorp á Súmötru árið 2004 Eyðilegging
af völdum flóðbylgjunnar í kjölfar jarð-
skjálftans var gríðarleg. MYND WIKIMEDIA
Valdivia í Chile Öflugasti jarðskjálfti sem sögur fara af reið yfir Valdivia árið 1960. MYND WIKIMEDIA