Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.2011, Qupperneq 29

Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.2011, Qupperneq 29
Fólk | 29Mánudagur 21. mars 2011 Gaf 115 milljónir SamSæriSkenningar og alríkiSlögreglan í síðustu viku var nektarmyndum af Vanessu Hudgens enn og aftur lekið á netið. Að þessu sinni voru myndirnar grófari en áður og var þetta mikið áfall fyrir leikkonuna ungu. Á und- anförnum árum hafa myndir af Vanessu lekið á netið með reglulegu millibili en það eru myndir sem stolið var úr gmail-pósthólfi hennar og voru ætlaðar þáverandi kærasta hennar, Zac Efron. Eftir að nýjustu myndirnar birtust blandaði FBI sér í málið þar sem Vanessa var 17 ára þegar þær voru teknar og málið litið mjög alvarlegum augum. Leikkonan átti til að mynda langan fund fyrir helgi með fulltrúum FBI þar sem farið var yfir málið. Tvær mismunandi kenningar eru uppi um hver hafi lekið myndunum á netið. Annars vegar hafa ver- ið fluttar fréttir af því að hópur tölvuþrjóta hafi skipu- lega herjað á tölvugögn frægs fólks og selt hæstbjóð- endum það sem upp úr krafsinu kom. En öryggið í netvæddum heimi er lítið sem ekkert þegar færustu tölvuþrjótar eru á ferð. Hin kenningin er öllu áhugaverðari en hún snýr að vinkonu Vanessu, Alexu Nikolas, sem sést kyssa hana á nokkrum myndanna. Tölvupóstur var fyr- ir helgi sendur á fjölda manns og þar á meðal fjöl- miðla þar sem því er haldið fram að Alexa hafi bæði átt hugmyndina að myndunum og á endanum lekið þeim á netið. Í tölvupóstinum segir að Alexa og önn- ur ung stjarna, Kayslee Collins, hafi staðið að mynd- birtingunum. Þær hafi á sínum tíma hvatt Vanessu til þess að taka klúrar myndir af sér til að senda kær- astanum. Þar á meðal hafi verið teknar myndir af Vanessu og Alexu að kyssast. Hins vegar tóku hinar tvær engar nektarmyndir af sér líkt og Vanessa. Því er svo haldið fram að Vanessa hafi notað gmail-aðgang sinn heima hjá Alexu og gleymt að skrá sig út úr póstforritinu. Þannig hafi „vinkonan“ komist yfir myndirnar og lekið þeim smám saman á netið undanfarin ár. Ástæðan er sögð vera afbrýði- semi þar sem ferill Vanessu hefur blómstrað á með- an hinar tvær sátu eftir. Alexa hafi svo ákveðið að láta nokkrar myndir af sér fljóta með til að villa um fyrir Vanessu. Ekkert hefur verið staðfest ennþá og engin þeirra hefur tjáð sig opinberlega um málið. Vanessa Hudgens Er nóg boðið og FBI er komið í málið. Vinkonur eða „vinkonur“? Alexa Nikolas, Kayslee Collins og Vanessa Hudgens. Gefur út plötu Gwyneth Paltrow landar risa plötusamningi: Ó skarsverðlaunaleikkonan Gwyneth Palt- row ætlar að senda frá sér sína fyrstu plötu seinna á árinu. Hún hefur gert stærðarinn- ar plötusamning við Atlantic Records sem tryggir henni um 100 milljónir króna. Sú upphæð er bara fyrir að skrifa undir hjá fyrirtækinu og gera plötuna og gæti hún hækkað umtalsvert ef vinsældir Gwyneth verða miklar. Paltrow leyfði söngröddinni nýlega að hljóma í þættinum Glee en hún kom einnig fram á Country Music Awards sem og Grammy-verðlaunahátíð- inni. Þá lék Gwyneth einnig söngkonu í myndinni Country Strong sem kom út á síðasta ári. Sjálf hefur hún lýst tónlist sinni sem poppaðri kántrítónlist. Gwyneth þekkir tónlistarbransann vel því eigin- maður hennar er Chris Martin, söngvari Coldplay. Gwyneth Paltrow Sendir frá sér sína fyrstu plötu. Þ essi baðföt söngkon- unnar Ke$hu hafa vak- ið nokkra athygli og þá aðallega mittisháar buxurnar. Söngkonan synti í sjónum og gerði jógaæf- ingar á ströndinni í Adelaide í Ástralíu fyrir helgi. Þar slakar söngkonan nú á eftir að hún kom fram á Future Music Festi- val í Sydney. Næst á dagskrá hjá söng- konunni ættu að vera tónleikar í Japan en óvíst er hvort þær miklu hamfarir sem riðið hafa yfir landið hafi áhrif á þá. Þar- næst er ferðinni heitið til Suð- ur-Kóreu. UNdArlEg baðföt Ke$ha Er þekkt fyrir undarlegan klæðaburð. www.birkiaska.is Minnistöflur Bætir skammtímaminnið. Nýtist fólki sem er undir álagi og fæst við flókin verkefni. Hentar vel fyrir eldri borgara, lesblinda og nemendur í prófum. Dregur úr streitu, eykur ró og bætir skap. www.birkiaska.is Birkilauf (Betulic) hefur góð áhrif á bæði vökvajafnvægi líkamans og húð, örvar starfsemi nýrna og þvagfæra. Hraðar efnaskiptum og losar vatn úr líkamanum, dregur úr bólgum og afeitrar líkamann (detox). Birkilaufstöflur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.