Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2011, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2011, Blaðsíða 3
Fréttir | 3Mánudagur 4. apríl 2011 „Ég tel að gjaldeyrishöftin verki eins og lamandi hönd sé lögð á atvinnufyrir- tækin. Þau skerða samkeppnisstöðu þeirra og draga máttinn úr þeim,“ seg- ir Ólafur Ísleifsson, lektor í hagfræði, í samtali við DV. Áætlun Seðlabankans og ríkisstjórnarinnar sem kynnt var þann 25. mars um afnám gjaldeyris- hafta hefur fengið misjafnar viðtökur. Margir telja of mikið að framlengja gjaldeyrishöftin til ársins 2015. Hafa ýmsir aðilar innan viðskiptalífsins lýst yfir vonbrigðum með það. Núverandi lög um gjaldeyrishöft gerðu ráð fyrir að þau yrðu felld úr gildi í ágúst næst- komandi. Að mati Ólafs gera gjaldeyrishöft- in fyrirtækjum mun erfiðara um vik við að efla starfsemi sína og minnka möguleika þeirra til þess að bæta kjör starfsfólks. „Höftin rýra þannig kaup- máttinn. Á sína vísu varða gjaldeyr- ishöftin veginn til fátæktar en ekki hagsældar,“ segir hann. Með þessu á Ólafur við að höftin geri það að verk- um að fólk hefur minna á milli hand- anna en ella. Spáir höftum fljótlega aftur eftir árið 2015 „Hættan til langs tíma er því sú að vegna þess að við sækjumst ennþá í erlent fjármagn þá munum við þurfa gjaldeyrishöft á nýjan leik ekki löngu eftir 2015,“ segir Ólafur Margeirs- son hagfræðingur í pistli sem birtist á fimmtudaginn á vefritinu Pressunni um gjaldeyrishöftin. Ísland hafi ekki verið laust við gjaldeyrishöft fyrr en árið 1994 við innleiðingu EES-samn- ingsins. Frjálst flæði fjármagns hafi einungis staðið í 14 ár. „Miðað við skuldastöðu landsins má satt best að segja efast um að svo langur tími líði eftir 2015 þangað til höftin eru komin á nýjan leik,“ segir Ólafur í pistli sínum. Sækja í erlent fjármagn Hann telur vandamálið vera háa ávöxt- unarkröfu íslenskra lífeyrissjóða sem gera kröfu um 3,5 prósenta raunvexti á ári og verðtryggingu. Það geri það að verkum að Íslendingar sækist í erlent fjármagn til þess að fá betri lánakjör. Lausnina telur hann vera þá að leyfa fyrirtækjum, heimilum og hinu opin- bera að notast við íslenskt fjármagn á viðráðanlegum vöxtum og án verð- tryggingar. Þó ætti að verðtryggja sem mest af skuldum hins opinbera. „Skuldbreyting mun sjálfkrafa eiga sér stað á erlendum og verðtryggðum lánum með íslensku fjármagni þegar slíkt verður mögulegt. Þegar það ferli er langt komið má aflétta gjaldeyris- höftum á mun auðveldari hátt og án mikillar hættu á að þurfa að taka þau upp aftur nokkrum árum síðar,“ segir Ólafur Margeirsson í pistli sínum. Skert starfsskilyrði fyrirtækja Að mati Ólafs Ísleifssonar veldur óviss- an um gjaldeyrishöftin því að starfs- skilyrði fyrirtækja í atvinnurekstri á Íslandi skerðast. „Þannig hafa þau umtalsverð áhrif til að draga úr áhuga erlendra aðila til að festa fé hér á landi,“ segir hann. Íslendingar hafi þó langa reynslu af haftabúskap. Rifjar hann upp að með tilkomu Viðreisnar- stjórnarinnar árið 1960 hafi höftum að stórum hluta verið aflétt. „Þá var sem þjóðarbúskapurinn leystist úr læðingi og við tóku uppgangstímar í efnahags- lífinu,“ segir hann. Krónan festir höftin í sessi Eins og áður var nefnt eru skiptar skoð- anir um áætlanir Seðlabankans og stjórnvalda um afnám gjaldeyrishafta. Friðrik Sophusson, stjórnar formaður Íslandsbanka, sagði á aðalfundi bank- ans í vikunni að eitt mikilvægasta verk- efnið núna væri að blása lífi í hluta- bréfamarkaðinn. Það ætti að flýta fyrir afnámi gjaldeyrishafta og koma í veg fyrir fjármagnsflótta frá Íslandi. Ólafur Ísleifsson telur að áætlun Seðlabankans felist í því að festa höft- in í sessi á komandi árum og jafnvel um ókomna tíð svo lengi sem krónan sé gjaldmiðill landsins. „Út af fyrir sig má telja nöturlegt að peningamála- yfirvöld lýsi áliti sínu á gjaldmiðlinum með þessum hætti en skýrslu bankans má einnig líta á sem hreinskilnislega yfirlýsingu um að hann telji krónuna ekki geta risið undir þeim kröfum sem gerðar eru af alþjóðlegu viðskiptaum- hverfi samtímans með markaðsverð- myndun á verðmæti gjaldmiðla og óheftum viðskiptum með gjaldeyri og fjármagn,“ segir hann. Forsenda stöðugleika Paul Rawkins, forstjóri matsfyrirtæk- isins Fitch Ratings, sagði eftir að Ólaf- ur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, synjaði nýju Icesave-lögunum stað- festingar öðru sinni, að mikilvægt væri að leysa deiluna til að ná stöðugu efna- hagsástandi. Eina leiðin til að koma á stöðugu ástandi hér á landi í efnahags- lífinu væri að leysa deiluna. Lausn hennar væri meðal annars forsenda þess að hægt væri að aflétta gjaldeyris- höftunum. Nú er útlit fyrir að þeim verði ekki aflétt fyrr en í fyrsta lagi árið 2015. Þá er fullyrt innan stjórnarflokk- anna, eins og fram kom í helgarblaði DV, að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn verði áfram hér á landi falli Icesave- málið í þjóðaratkvæðagreiðslu. HÖFTIN HAFA AF ÞÉR PENINGA n Ólafur Ísleifsson telur gjaldeyrishöftin virka sem lamandi hönd á fyrirtæki n Þau rýri kaupmátt fólks n Ólafur Margeirsson telur að ekki líði mörg ár frá afnámi hafta árið 2015 þar til þau verði tekin upp aftur„Höftin rýra þannig kaupmáttinn. Á sína vísu varða gjaldeyris- höftin veginn til fátæktar en ekki hagsældar. Annas Sigmundsson blaðamaður skrifar as@dv.is Fljótt aftur höft Ólafur Margeirsson hagfræðingur telur að stutt verði í að gjaldeyrishöft verði tekin upp að nýju eftir afléttingu árið 2015. Það sýni skuldastaða landsins. Festir höftin í sessi Ólafur Ísleifsson, lektor í hagfræði, telur að áætlun Seðlabankans festi gjaldeyrishöftin í sessi um komandi ár svo lengi sem krónan sé gjaldmiðill Íslands. vissu bankaráðsmenn og banka- stjórar eða máttu vita að bankinn var ógjaldfær... Með vísan til þess sem að framan er vikið er ljóst að bankaráðs- menn og bankastjórar LBI hafa sýnt af sér saknæma háttsemi með því að gera ekki ráðstafanir til að tryggja að ekki væru greiddar úr bankanum svo stórar fjárhæðir.“ Í bréfinu segir jafnframt að hin meinta saknæma háttsemi stjórn- enda Landsbankans felist meðal ann- ars í meintum brotum á lögum um hlutafélög, lögum um fjármálafyrir- tæki og lögum um gjaldþrotaskipti auk þess sem á þeim hvíli trúnaðar- og eftirlitsskyldur sem þeir hafi brugðist: „Bankaráðsmönnum og bankastjór- um bar því við þessar kringumstæð- ur að gefa þeim starfsmönnum bank- ans, sem höfðu heimildir til að greiða út verulega fjármuni, fyrirmæli um að slíkar greiðslur skyldu ekki fara fram nema með samþykki bankaráðs og bankastjórnar.“ Telja má fremur ólíklegt að slita- stjórnin og skilanefndin fari í mál við alla þessa aðila sem fengu bréf frá þeim. Þeir sem eru líklegastir til að eiga yfir höfði sér málsókn eru bankastjórarnir Halldór J. Kristjáns- son og Sigurjón Árnason en báðir voru þeir yfirheyrðir hjá sérstökum saksóknara vegna þessara viðskipta fyrr á þessu ári og sat sá síðarnefndi í gæsluvarðhaldi í tengslum við rann- sókn málsins. Þetta mun væntan- lega skýrast von bráðar. Bankastjór- arnir gætu því hugsanlega átt yfir höfði sér málsókn frá ákæruvaldinu og eins hugsanlega frá Landsbank- anum sjálfum. Íhuga málaferli fyrir „saknæma“ hegðun

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.