Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2011, Qupperneq 15

Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2011, Qupperneq 15
Óviðunandi verðmerkingar Verðmerkingar í stærstu verslunar- miðstöðvum landsins eru langt frá því að vera viðunandi. Þetta kemur fram á heima- síðu Neytendastofu en fulltrúar hennar fylgdu eftir skoðun á verðmerkingum sem gerð var í byrjun desember 2010. Farið var aftur í 96 verslanir í Kringlunni og Smáralind sem ekki voru með verðmerkingar í lagi í desember. Skoðað var hvort verðmerkingar voru í lagi í verslun og sýningarglugga og enn vantaði upp á að slíkt væri viðunandi, bæði í Kringlunni og í Smáralind. Jafnframt segir á heimasíðu Neytendastofu að verslunareigendur verði að fara vel yfir verðmerkingar og verklag í verslunum sínum og bregðast fljótt við tilmælum Neytendastofu til að forðast sektir. Svona nærðu kettinum af sófanum Gæludýraeigendur kannast líklega allir við þann hvimleiða vana ferfætlinganna að ganga á og yfir húsgögnin á heimilinu. Gott ráð til að venja þau af því er að breiða álpappír yfir húsgögnin. Dýrunum finnst það óþægileg tilfinning að ganga á álpappírnum auk þess sem hljóðið fer í taugarnar á þeim. Til að fá dýrin til að hætta að klóra í húsgögnin er hægt að setja appelsínu- eða sítrónubörk nálægt staðnum og jafnvel nudda staðinn með berkinum. Köttum og hundum líkar ekki lyktin af slíkum ávöxtum. Neytendur | 15Mánudagur 4. apríl 2011 „Langstærstur hluti þeirra lyfja sem er seldur á netinu er falsað- ur. Sumt getur verið með lýsingu á innihaldsefnum en sum þeirra innihalda allt önnur efni en til- greind eru. Það er varla fyrir neinn nema sérfræðing að finna út hvort um fölsuð lyf sé að ræða,“ segir Mímir Arnórsson, lyfjafræðingur hjá Lyfjastofnun. Erfitt að sjá hvað er falsað Netverslun færist sífellt í aukana og það á einnig við um verslun með lyf. Í frétt Lyfjastofnunar frá 2009 segir að svokölluð lífsstílslyf séu til sölu á netinu á mun lægra verði en eftir hefðbundnum, löglegum leiðum. Líkur séu á því að meira en helmingur þeirra lyfja sem séu til sölu á netinu séu fölsuð. Þrátt fyr- ir hættuna sem fylgir notkun ólög- legra lyfja eru þó margir sem kaupa þau á netinu og hunsa þar með að- varanir Lyfjastofnunar. Mímir segir að svo virðist sem það sé afar auð- velt nú til dags að búa til pakkn- ingar og töflur sem líkjast því sem kemur frá viðurkenndum framleið- endum. Það sé því ekki fyrir hvern sem er að sjá hvað sé falsað og hvað ekki. Færist í vöxt „Við birtum öðru hvoru fréttir og vörum við ýmsum efnum og lyfj- um. Venjulega eru þetta svokölluð lífsstílslyf, svo sem megrunar- og stinningarlyf sem eru mjög gjarnan fölsuð,“ segir Mímir og bætir við að fólk eigi ekki að kaupa lyf á netinu. Það sé óheimilt að versla með lyf í netverslunum samkvæmt íslensk- um lögum en talsvert sé þó um það. „Við erum ekki með nákvæm- ar tölur en þetta færist í vöxt hér á landi eins og um allan heim.“ Að- spurður hvort Lyfjastofnun sé með lista yfir hættuleg efni í lyfjum segir hann að svo sé ekki en bendir á að lyf, hvort sem þau séu lögleg eða ólögleg, séu ekki skaðlaus heldur geti þau öll verið skaðleg séu þau notuð á rangan hátt. Geta leitt til dauða Á heimasíðu dönsku Lyfjastofnun- arinnar segir að megrunarpillur, sem eru ekki viðurkenndar af yfir- völdum, geti í raun innihaldið hvað sem er og ekki sé hægt að treysta því sem stendur á pakkningunum eða innhaldslýsingum. Til dæmis hefur fundist sement í sumum þessara lyfja. Enginn viti í raun hvað geti gerst ef maður tekur þessar hættu- legu pillur en segja má að ef þú sért heppinn, virki þær ekki. Ef allt fer á versta veg gætir þú orðið fyrir al- varlegri eitrun en eins geta þær innihaldið virk efni sem geta með- al annars leitt til blóðtappa í heila og lömunar og, í sumum tilfellum, dauða. Þar er sterklega mælt gegn notkun þessara lyfja. Efni sem séstaklega er varað við Neytendur þurfa að vera á varð- bergi þegar þeir kaupa slík lyf því netið er gósenland fyrir svindlara. Dönsk yfirvöld tilgreina þrjú efni sem fólk á sérstaklega að varast. *Efedrin – engin lyf sem inni- halda efedrin eru viðurkennd. Efn- ið er talið hættulegt heilsunni auk þess sem það er ávanabindandi. Aukaverkanir þess eru meðal ann- ars klígja, svitamyndun, útbrot og lystarleysi. *Rimonabant – eins og er eru engin lyf viðurkennd sem inni- halda efnið. Efnið getur verið mjög hættulegt heilsunni en það getur orsakað sykursýki og stuðlað að of hárri fitu í blóði. *Sibutramin – engin lyf sem innhalda efnið eru viðurkennd. Ef þú kaupir lyfið átt þú á hættu að skaða heilsu þína en lyfið var tekið af markaði vegna gruns um aukna hættu á hjarta- og æðasjúkdómum. Ef þú ert með lyf undir hönd- um sem innihalda þessi efni skaltu hætta að taka þau strax og afhenda þau í næsta apóteki. Hefjumst handa við vorverkin Nú þegar vorhret og næturfrost eru að mestu um garð gengin má fara að huga að því að yfirfara garðinn og laga allt sem aflaga fór í vetur. Taka þarf til í blómabeðum og runnabeðum og eins má byrja að stinga upp matjurtabeðin um leið og frost fer úr jörðu. Grasflötina þarf að yfirfara, laga ójöfnur með sandi og ef til vill skera burt fífla og reyta burt sóleyjar og annað illgresi þegar það birtist og áður en það nær rótfestu. Blómaval veitir þessar ráðleggingar á heimasíðu sinni en þar segir einnig að við vorverkin borgi sig ekki að vera of snemma á ferðinni eða vera of vandvirkur. Gerum apríl grænan Grænn apríl er verkefni sem hópur áhugafólks um umhverfismál hrinti í framkvæmd. Markmið þess er að fá ríkisstjórnina, sveitarfélög, fyrirtæki, félagasamtök og einstaklinga til að kynna vöru, þekkingu og þjónustu sem er græn og umhverfisvæn og styður við sjálfbæra framtíð á Ís- landi. Á heimasíðunni graennapril. is segir að með sameinuðu átaki sé „ætlunin að gera umhverfisumræð- una skemmtilega, líflega og kúl fyrir alla Íslendinga.“ Gott að kynna sér reglur Þegar að því kemur að fella tré geta reglur þar að lútandi verið breyti- legar á milli sveitarfélaga en í Reykjavík ber mönnum skylda til að sækja um leyfi til að fella tré sem eru hærri en 8 metrar eða eldri en 60 ára. Mikilvægt er að kynna sér reglur viðkomandi sveitarfélags og sækja um tilskilin leyfi áður en hafist er handa. Á heimasíðu Blómavals segir að sé fólk í þeim hugleiðingum að fella tré sé gott að hafa í huga að þótt flestir geti fellt venjuleg garðtré þá sé í vissum tilfellum nauðsynlegt að fá fagmenn til verksins. n Mikið er um ólögleg lífsstílslyf á netinu n Sum þeirra eru stórhættuleg heilsu okkar n Lyfjastofnun mælir sterklega gegn því að neytendur kaupi og noti slík lyf Gunnhildur Steinarsdóttir blaðamaður skrifar gunnhildur@dv.is Sement í ólöglegum megrunarlyfjum „Það er varla fyrir neinn nema sér- fræðing að finna út hvort um fölsuð lyf sé að ræða. Hafðu þetta í huga n Forðastu heimasíður sem bjóða gull og græna skóga. Tilboðin eiga að vera raunhæf og trúverðug. n Forðastu heimasíður sem auglýsa að þær séu þær einu sem bjóða tiltekið lyf. n Forðastu að fá upplýsingar frá einum stað. Berðu saman upplýsingar frá fleiri stöðum. n Forðastu að trúa öllu sem stendur á síðunum. Það er lítið mál fyrir forsvars- menn ólöglegra lyfja að setja fram flottar myndir og trúverðugan texta. n Forðastu að trúa frásögnum annarra um ágæti lyfjanna. Þeir vita að fyrir og eftir myndir og frásagnir fólks sem hefur grennst selja best. 94% netapóteka hafa ekki starfandi lyfjafræðing 96% netapóteka starfa ólöglega 62% lyfseðilsskyldra lyfja sem seld eru á netinu eru fölsuð 90% netapóteka selja lyfseðilsskyld lyf án lyfseðils UppLýSinGar aF HEiMaSíðU LyFjaStoFnUnar íSLandS Lífsstílslyf Maður getur ekki verið viss um að lyfin séu hættulaus. Mynd pHotoS.coM í upphafi skyldi endinn skoða Ólögleg lyf eru kannski ódýrari, en ekki gefið að þau skili árangri.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.