Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2011, Síða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2011, Síða 20
Myndin fjallar um rithöfund-inn Eddie Morra (Bradley Cooper) sem virðist ekki vera að gera neitt rosan gott mót í lífinu. Hann er með alvarlega rit- stíflu og er að renna út á tíma gagn- vart útgefanda sínum. Hann geng- ur í hálfgerðum lörfum, tekur ekki til eftir sig, skuldar leigu og greiðir sér afar sjaldan. Til að toppa von- leysið ákveður síðan kærastan hans að yfirgefa hann. Hann hef- ur lifað á henni í langan tíma og er ekki að sinna sambandinu sem skyldi greinilega. Fyrir tilviljun þar sem hann ráfar um í vonbrigðum lífs síns rekst hann á gamlan félaga sem gefur honum pillu af glænýju byltingarkenndu lyfi. NZT virkj- ar heilann þannig að notkunin á honum er hundrað prósent en ekki þessi fimm til tíu sem manneskjur nota almennt. Það er ekki að því að spyrja að hann verður allt í einu fá- ránlega skarpur, kemst yfir glæsi- legar konur og í framhaldi af því í fyrrverandi kærustuna sína. Hann fyllist miklum dugnaði, spennufíkn og nýjungagirni í lífsstíl. Hann get- ur allt í einu gert allt, skilið allt og brillerar í öllu. Kókaínvímu hefur oft verið lýst á þann hátt að menn haldi að þeir geti allt. NZT er að því leyti ólíkt að þar geturðu allt í rauninni og veist líka af því. Eddie gengur allt í haginn og verður al- veg massífur verðbréfaplebbi sem rakar inn seðlunum. Hann hug- ar samt ekki að afleiðingunum þar sem hann spænir í sig pillunum. Þetta nýja líf Eddie er náttúrulega alltof gott til að vera satt og eftirköst og fráhvarfseinkenni hljóta að segja til sín fyrr eða síðar. Skuldadag- ar renna síðan upp og þeir skella á honum harkalega. Eltingaleik- ir, slagsmál og morð fylgja í kjöl- farið. Það er í rauninni ekki mikið um þetta að segja svo sem. Þetta er bara hálf grunn töffaramynd sem uppfyllir alveg afþreyingarkröfur bíógesta en dýpra er það ekki. Ást- arsamband Eddie og Lindy (Abbie Cornish) er yfirborðslegt og hálf- klárað eitthvað. Þessar gáfur sem honum hlotnast eru ekki sannfær- andi, það er ágætt að þekkja betur til á þessum sviðum sem um ræðir til að geta látið einhvern hljóma vel að sér. Myndin er tæknilega fínt út- færð og fer mikinn í grafíkflippinu þar sem sjónarhornið flýgur með mann gegnum marga kílómetra af sömu götunni. Ég held að byrjun- arsenan sem er á þessum nótum sé minnisstæðasti parturinn af ræm- unni. Og svo var poppið ágætt líka. 20 | Fókus 4. apríl 2011 Mánudagur Vesturport tekst á við gamanleikjaformið: Bananahýði og vandræðagangur Í þessari viku hefjast sýningar á nýj- um íslenskum gamanleik, Hús- móðurinni. Það er leikhópurinn Vesturport sem tekst á við gaman- leikjaformið og ætlunin er að fylgja hefðbundnu formi gamanleikja en flétta saman við óvæntum upp- ákomum að hætti Vesturports. Gam- anleikjaforminu má lýsa sem formi þar sem hurðir opnast og lokast á hárréttu augnabliki, persónur birt- ast á óþægilegu andartaki og leikarar skipta ört um hlutverk. Bananahýði og óbærilegur vandræðagangur. Að sýningunni koma kjarni Vest- urports, Björn Hlynur Haraldsson, Gísli Örn Garðarsson, Víkingur Krist- jánsson, Nína Dögg Filippusdóttir og Jóhannes Níels. Pálmi Sigurhjartar- son sér um tónlistina en gamanleik- urinn er líka að hluta til söngleikur og mjög músíkalskt verk. Vesturportarana þarf vart að kynna hér á landi en vinsælar sýning- ar hópsins hafa farið frægðarför víða. Þeirra helstu sýningar eru Rómeó og Júlía, Ást, Woyzeck, Kommúnan og Faust. Þessar sýningar hafa víða verið settar upp; New York, London, Suð- ur-Kóreu, Þýskalandi, Hollandi, Nor- egi, Danmörku, Finnlandi og Mexíkó. Í fyrra var Faust valin 40 ára afmælis- sýning hins virta Young Vic-leikhúss í London. Húsmóðirin er samstarfsverkefni Borgarleikhússins og Vesturports. Vesturport á leiðinni til Pétursborgar þessa dagana til að taka á móti Leik- listarverðlaunum Evrópu. Frumsýnt er 27. apríl næstkomandi en áður en að frumsýningu kemur er hægt að sækja aukasýningar sem eru til prufu. Fyrsta slíka sýningin er fimmta apríl á Nýja sviði Borgarleikhússins. Nýtt verk frá Ólafi Hauki Ólafur Haukur Símonarson hefur skrifað mörg leikrit sem átt hafa ein- stökum vinsældum að fagna í Þjóð- leikhúsinu á síðustu áratugum og má þar nefna Gauragang, Þrek og tár, Hafið, Græna landið og Bílaverkstæði Badda. Þórhallur Sigurðsson hefur sett öll þessi verk á svið, og nú færa þeir félagar okkur glænýtt, fallegt og skemmtilegt leikrit um Íslendinga í nútíð og fortíð. Verkið kallast Bjart með köflum og verður forsýnt í Þjóð- leikhúsinu á miðvikudaginn. Verkið fjallar um andstæður og öfgar Íslend- inga og samband okkar við landið. Verkið á sér stað árið 1968 og fjallar um unga piltinn og rokkarann Jakob sem sendur er í sveit. Húsfyllir á uppi- standskvöldum Á miðvikudaginn er komið að nýju uppistandskvöldi hjá Mið-Ís- landi. Síðast fylltist húsið tvö kvöld í röð og fólk þurfti frá að hverfa. Nú verður hlaðið í nýja sýningu með nýju efni og nýjum gesti, en hann verður að þessu sinni einn allra besti uppistandari landsins, Pétur Jóhann Sigfússon. Grínið fer fram miðvikudaginn 6. apríl og verður að vanda í Þjóðleikhús- kjallaranum. Fastir meðlimir hópsins eru þeir Ari Eldjárn, Bergur Ebbi Bene- diktsson, Halldór Halldórsson og Jóhann Alfreð Kristinsson og munu þeir allir koma fram. Þá mun Mar- grét Björnsdóttir, sem á dögunum vann keppnina Fyndnasti Verzling- urinn, vera með stórskemmtilega innkomu á sýningunni. Tvö frumsamin dansverk: Dansveisla í Tjarnarbíói Darí Darí Dance Company ásamt dönsurunum Steinunni og Brian býður upp á dansveislu í Tjarnar- bíói. Verkin voru frumsýnd þann 3. apríl og næstu sýningar verða miðvikudaginn 6. apríl og sunnu- daginn 10. apríl. Sýnd verða tvö frumsamin verk, Gibbla með Darí Darí og „Steinunn and Brian DO art; How to be Original“ eftir Steinunni og Brian. Gibbla er nýtt íslenskt dansverk og það fjórða í röðinni hjá Darí Darí. Verkið er afrakstur samstarfs sjö listamanna úr mismunandi greinum þar sem dans, tónlist og kvikmynda- gerð fléttast saman og mynda eina samræmda heild. Innblástur verks- ins er sóttur í hinn goðsögulega arf, til Asks Yggdrasils og örlaganorn- anna þriggja, Urðar, Verðandi og Skuldar. Danshöfundar og dansarar eru Guðrún Óskarsdóttir, Inga Maren Rúnarsdóttir og Katla Þórarinsdóttir. Steinunn og Brian hafa unnið saman síðan árið 2007 og sýnt verk sín víða í Evrópu og í New York. Þau hafa vakið verðskuldaða athygli fyrir túlkun sína og eru þekkt fyrir kald- hæðni og dramatík. Nína Dögg er húsmóðirin Vesturportarar eru á leiðinni til Pétursborgar til að taka á móti Leiklistarverðlaunum Evrópu. Frumsýning á Húsmóðurinni verður í apríl en hægt verður að sjá nokkrar prufusýningar í þessari og næstu viku. ÚTÚRLYFJAÐUR Á VELGENGNI Bíómynd Erpur Eyvindarson Limitless IMDb 7,4 RottenTomatoes 68% Metacritic 59 Leikstjóri: Neil Burger Handrit: Lesie Dixon, Alan Glyn Leikarar: Bradley Cooper, Robert De Niro, Abbie Cornish, Andrew Howard, Anna Friel, Johnny Whitworth, Tomas Arana 105 mínútur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.