Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.2011, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.2011, Blaðsíða 2
2 | Fréttir 11. apríl 2011 Mánudagur „Það var rétt hjá fjármálaráðherra í morgun ... að leggja höfuðáherslu á að Bretar og Hollendingar hefðu tryggt í hendi alveg risavaxnar fjár- hæðir.“ Þetta sagði forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, á blaða- mannafundi sem hann boðaði til á Bessastöðum á sunnudag vegna niðurstöðu Icesave-málsins. Ólafur Ragnar las upp yfirlýsingu og tók síð- an við spurningum, en hann lagði höfuðáherslu á það í yfirlýsingu sinni að lýðræðislegur vilji þjóðarinnar hafi komið fram í þjóðaratkvæða- greiðslunni á laugardag. Sagði Ólafur að báðar þjóðaratkvæðagreiðslurnar um Icesave hefðu haft í för með sér veigamikla ávinninga. „Þær hafa gert þjóðinni kleift að endurheimta lýð- ræðislegt sjálfstraust sitt, treyst þá sýn að þjóðin sé gerandi í eigin mál- um,“ sagði forsetinn. Hann lagði þó áherslu á að Bretar og Hollendingar muni fá borgað, þrátt fyrir að samn- ingnum um Icesave hafi verið hafn- að. Afgerandi svar Íslendingar gengu til þjóðaratkvæða- greiðslu á laugardag um Icesave III- samninginn, eða Buchheit-samning- inn eins og hann er jafnan kallaður. Svar kjósenda var afgerandi, en 60 prósent kjósenda ákváðu að hafna samningnum. Lengi leit út fyrir að Reykjavíkurkjördæmi suður yrði eina kjördæmið sem myndi sam- þykkja samninginn en að lokum fór þó svo að Nei-atkvæðin sigldu fram úr. Svarið var hvergi meira afgerandi en í Suðurkjördæmi, en þar höfnuðu 73 prósent kjósenda samningnum. Kjörsókn á landsvísu var 75 prósent, um 12 prósentum meira en í síð- ustu þjóðaratkvæðagreiðslu um Ice- save. Kjörsóknin var þó öllu betri fyr- ir Alþingiskosningar árið 2009, eða 85 prósent, og því erfitt að sjá hvar þjóðin hafi tapað lýðræðislegu sjálfs- trausti sínu – sé miðað við orð Ólafs Ragnars. Verðum að útskýra mál okkar Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráð- herra hélt einnig blaðamannafund í gær – meðal annars fyrir erlenda blaðamenn. „Við munum gera allt sem við getum til þess að þetta valdi sem allra minnstri truflun á því pró- grammi sem við erum í,“ sagði Stein- grímur. Eftirlitsstofnun Fríverslunar- samtaka Evrópu, ESA, er nú þegar með dómsmál á hendur Íslendingum í farvegi, en málið var þó í biðstöðu uns niðurstaða þjóðaratkvæða- greiðslunnar um Icesave III yrði ljós. Steingrímur lagði áherslu á að svara þyrfti ásökunum ESA og sagði hann að drög að svarinu hefðu verið til- búin síðan í september í fyrra. „Það ætti ekki að vera mikið vandamál að dusta rykið af því,“ sagði Steingrímur en hann lagði jafnframt áherslu á að öll svör Íslendinga yrðu nú að vera „yfirveguð og fumlaus“. Líklega fyrir EFTA-dómstól Líklegt verður að teljast að Icesave- deilan fari nú fyrir dómstól Fríversl- unarsamtaka Evrópu, EFTA. Málið myndi þá væntanlega snúast um það hvort íslenska ríkið hafi brotið gegn samningsskuldbindingum sínum á grundvelli samningsins um Evr- ópska efnahagssvæðið. Bent hefur verið á að þegar ESA hefur farið með mál fyrir EFTA-dómstólinn hefur verið dæmt ESA í hag, í 27 af 29 skipt- um. Áminningarbréf ESA, sem nú stendur til að svara, kvað á um að ís- lenska ríkið hafi gerst brotlegt um tilskipun 94/19 um innistæðutrygg- ingar. Þar segir að íslenska ríkið hafi brugðist þeirri skyldu sinni að koma á fót innistæðukerfi sem virkaði. Margrét Einarsdóttir, kennari í Evr- ópurétti við Háskólann í Reykjavík, skrifaði í grein sem birtist í Frétta- blaðinu þann 17. mars síðastliðinn að hún hallaðist að því að Ísland myndi tapa dómsmáli færi samn- ingurinn um Icesave fyrir dómstól EFTA. „Við fall bankanna í október 2008 voru innistæður í innlendum útibúum tryggðar að fullu á með- an innistæður í erlendum útibúum nutu engrar tryggingar. Í þessu felst óbein mismunun á grundvelli þjóð- ernis,“ skrifaði Margrét. Stuðningur á alþjóðavettvangi Ólafur Ragnar Grímsson sagði í yfir- lýsingu sinni að nú njóti málstað- ur Íslands víðtæks stuðnings á al- þjóðavettvangi. Erfitt er að sjá í fljótu bragði hvaðan sá stuðningur eigi að koma. Áminningarbréf frá ESA gef- ur til kynna að erfitt verði að reka málið fyrir dómstóli EFTA, og þar að auki hafa aðildarríki ESB tekið undir kröfur Hollendinga og Breta – enda bandamenn innan sambands- ins. Þegar blaðamaður spurði Ólaf í hverju hinn víðtæki alþjóðlegi stuðn- ingur væri fólginn svaraði forsetinn því til að hann hefði meðal annars komið fram í alþjóðlegum fjölmiðl- um eins og Wall Street Journal og Financial Times. Ólafur sagði enn fremur að hann hefði átt í samræðum við fulltrúa seðlabanka, stórfyrirtækja og fjöl- miðla, meðal annars á ráðstefnunni World Economic Forum í Sviss. Sagði Ólafur að þar hefði hann fundið fyrir stuðningi, meðal annars frá fulltrú- um ýmissa ríkisstjórna. Ólafur gat hins vegar ekki svarað því til hvaða ríkisstjórnir hefðu lýst yfir stuðn- ingi sínum við Íslendinga í Icesave- deilunni. „Þetta hefur komið fram í einkasamtölum og fullkomlega óvið- n Ólafur Ragnar Grímsson segir að Ísland muni borga, annað sé byggt á misskilningi n Íslenska þjóðin hefur endur- heimt lýðræðislegt sjálfstraust sitt, segir forseti Íslands n Segir Ísland njóta alþjóðlegs stuðnings n Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra sagði mikilvægt að útskýra okkar stöðu og svara áminningarbréfi ESA Björn Teitsson blaðamaður skrifar bjorn@dv.is „Þær hafa gert þjóðinni kleift að endurheimta lýðræðislegt sjálfstraust sitt, treyst þá sýn að þjóðin sé gerandi í eigin málum. Birgir Guðmundsson, dósent í stjórnmálafræði: Kveiktu þjóðerniskennd „Fyrstu viðbrögðin eru þau að nei-hliðin sigraði þetta á síðustu vikunni. Þeim tókst að kveikja í fólki þjóðernisvitund og það var tilfinningalegur undirtónn í um- ræðunni sem sveiflaði þessu svona,“ segir Birgir Guðmunds- son, dósent í stjórnmálafræði við Háskólann á Akureyri. Hann tel- ur að andstæðingum samnings- ins hafi tekist að grípa umræðuna og ljá henni sterkan þjóðernisblæ og spilað þannig inn á tilfinn- ingar kjósenda. Ríkistjórnin og þeir stjórnmálamenn sem voru stuðningsmenn samningsins hafi ekki stutt nægilega mikið við umræðuna. „Kannski þorðu þeir því ekki,“ segir Birgir. Hafi málið verið of tengt ríkisstjórninni og því hafi menn ef til vill óttast að kosið yrði um ríkisstjórnina en ekki samninginn.Hann telur að raddir þess efnis að ríkistjórnin eigi að segja af sér muni líklega koma fram á þinginu. Birgir segir þó að næstu skref séu frekar aug- ljós, en ljóst sé að ríkisstjórnin ætli sér að sitja. „Þá er spurning hvernig þingmenn taka á þessu því nú er ljóst að tveir þriðju hlut- ar þingsins hafa aðra sýn á þessu heldur en þjóðin, þá er væntan- lega komið gap á milli þings og þjóðar,“ segir Birgir og vísar í yfir- lýsingu Ólafs Ragnars Grímsson- ar eftir kosningarnar. Hann tel- ur það þó jafnvel ekki skipta svo miklu máli, þingið þurfi að leysa úr þeim málum. „Það er núna bara biðstaða og við bíðum eftir því sem gerist.“ Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra: Aðalmálið að ná sáttum „Úrslit skýr og íslenska þjóðin hefur svarað,“ segir Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra Íslands. Hann segir að það sé mjög mikilvægt að ná sátt- um í samfélaginu. „Nú munu stjórn- völd í samstarfi við stjórnarandstöðu undirbúa harðar varnir Íslendinga í þessu máli og allt bendir til þess að þetta muni enda fyrir EFTA-dóm- stólnum. Við munum beita öllum þeim rökum sem komið hafa fram í málinu til þess að tryggja hagsmuni Íslands.“ Össur segir að fundað hafa verið í utanríkisráðuneytinu til þess að undirbúa málið og að sendiherr- ar Íslands muni verða kallaðir á fund ráðuneytisins og verði farið yfir málið með þeim. Utanríkisráðuneytið hafi í dag farið yfir stöðu mála með Bretum og Hollendingum og upplýst þá um stöðu mála. Aðspurður um viðbrögð þeirra segir Össur: „Þau eru furðu hófstillt, ef frá eru talin viðbrögð ein- staka þingmanna í þessum löndum.“ Þau viðbrögð byggist á misskilningi. „Aðalmálið er að koma á sáttum í málinu þar sem öll sjónarmið kom- „LítiLL vafi á að ísLand tapar máLinu“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.