Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.2011, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.2011, Blaðsíða 14
Hellisbúafæði er matarstefna sem á rætur sínar að rekja til Bandaríkj- anna og var fyrst farið að fylgja henni á áttunda áratug síðustu aldar. Stefn- an gengur aðallega út á að fara aftur til náttúrunnar í matarvali sínu og líkja sem mest eftir því sem mann- kynið borðaði hér á öldum fyrr. Það hafa ýmis nöfn verið notuð yfir þess konar matarstefnu svo sem stein- aldarmataræði eða veiðimanna- og safnaramataræði en fræðilega heit- ið er þó paleo-fæði. Gunnar Nelson, baradagaíþróttakappi, er einn þeirra sem hefur fylgt þessari stefnu. Lausir við lífsstílstengda sjúkdóma Hellisbúa- eða paleo-fæði byggir á því að nútíma fólk sé erfðafræðilega séð til þess fallið að borða eins og forfeðurn- ir. Erfðamengi mannsins hefur lítið sem ekkert breyst síðan hellisbúarnir réðu ríkjum og því er þetta mataræði kjörið fyrir heilbrigðan og góðan lífs- stíl. Fylgjendur þessa mataræðis segja að þeir sem neyti fæðu sem svipar til hellisbúafæðisins séu að miklu leyti lausir við lífsstílstengda sjúkdóma. Einskonar leiðarvísir „Ég fer eftir þessu að mestu leyti og hef gert það í nokkur ár. Ég heyrði fyrst um þetta fyrir allnokkru og fór þá að viða að mér ýmsum fróðleik um „pa- leo diet“. Það má segja að þegar ég var um 19 ára fór ég að hugsa meira um hvað ég lét ofan í mig og rakst á þetta. Ég nota þetta þó mest sem eins konar leiðarvísi,“ segir Gunnar Nelson bar- dagaíþróttamaður. Púslar í kringum það græna Hann segir að mataræðið gangi að vissu leyti út á að fara aftur til náttúr- unnar eða að vera eins nálægt henni og mögulegt er. Það sé helst græn- meti, ávextir, kjöt, fiskur, egg og hnetur sem maður borði þegar maður fylgir paleomataræðinu. Hann reynir að sneiða algjörlega hjá unnum kjötvör- um og er á því að maður eigi að borða sem mest af grænmeti. „Það fer vel í mann og ég einblíni á létta og græna fæðu og púsla svo í kringum það.“ Kenningar um mataræðið Hann segir að það séu ákveðnar kenningar fólgnar í mataræðinu svo sem að maður eigi ekki að borða mjölvörur, kartöflur, hrísgrjón og mjólkurvörur. Ástæðan fyrir því sé að við getum eiginlega ekki melt þessi hráefni almennilega hrá. Kenning- arnar séu þær að meltingarfæri okk- ar séu ekki hönnuð fyrir þessa hluti. Gunnar bendir einnig á að það sé allt of mikið framboð af mjölvörum og ef maður ætli að neyta þeirra þá skuli gera það í lágmarki. Fólk borði allt of mikið af hrísgrjónum og brauði og í rauninni miklu meira en við ættum að gera. Fólk þarf að finna jafnvægið Aðspurður hvort að hann finni mun á sér eftir að hann fór að fylgja pa- leo segir hann svo vera og mikil- vægt sé að hafa jafnvægi á mataræð- inu. „Ég finn mun á mér ef ég borða hollt og ég er líka farinn að taka eftir því hvaða áhrif mismunandi matvæli hafa á mig.“ Gunnar segir að sum matvæli hafi slakandi áhrif á fólk og önnur meira eins og örvandi áhrif. Hann er einnig sannfærður um að ef maður borðar mikið af ákveðnum fæðutegundum, hvað sem það er, þá fari maður úr jafnvægi sem geti haft afleiðingar. Mataræðið má ekki stressa Þótt Gunnar noti kenningar um pa- leo-mataræðið sem leiðbeining- ar segir hann að til sé fólk sem fylgi því eins og Biblíunni. Sumir hafi mikla trú á þessu og séu í rauninni bókstafstrúarmenn þegar kemur að matar æðinu. „Sjálfur tek ég stundum tímabil þar sem ég fer mjög strangt eftir þessu en mér finnst það kannski ekki skipta öllu máli. Maður má ekki verða stressaður yfir öllu sem maður setur ofan í sig heldur verður mað- ur að getað einnig slakað á. Það má segja að það skipti máli hvað maður setur ofan í sig í um það bil 90 pró- sent af tímanum. Skúffukaka hjá mömmu er alveg leyfileg inn á milli.“ Þekkjum áhrifin Hann segir að frekar en að fylgja leiðbeiningum of stíft eða kenning- um paleo eigi fólk heldur að reyna að gera sér grein fyrir því hvað það borðar og hvaða áhrif það hafi á lík- amann. Líkt og hann sjálfur, þá séu margir sem stundi íþróttir og þurfi að passa sig að vera ekki að rokka of mikið í þyngd. Þá þurfi maður að vita hvaða matvæli hafa áhrif og hvaða. Við eigum að einbeita okkur að matnum Eins og fyrr segir þá fer Gunnar ekki of bókstaflega eftir leiðbeiningum um paleo og aðspurður hvort hann noti skilningarvitin eins og mælt sé með segist hann ekki gera það með- vitað. Eitt gott ráð hafi hann þó til- einkað sér og það sé sú regla að vera í ró og næði þegar hann borðar. „Maður á ekki að gera neitt annað en að hugsa um matinn þegar maður borðar. Það hefur þau áhrif að maður meltir og nýtir hann betur. Ekki vera í tölvunni eða í símanum á meðan heldur einbeittu þér að því sem þú ert að gera. Mér finnst það mjög rök- rétt,“ segir hann. Meiri vakning Hann mælir eindregið með að þeir sem hafi ekki kynnt sér paleo-fræðin að geri það og prófi að fylgja þeim, alla vega að mestu leyti. „Það er að verða meiri vakning hér á landi. Ég er alltaf að heyra meira og meira um þetta og ég er sífellt meira spurður út í paleo. Þetta er að verða vinsælla og ég vil undirstrika að ef fólk áttar sig á grundvallaratriðunum þá sé þetta mjög jákvætt. Tilbúið daginn eftir n Lofið fær hjólaverkstæðið Kría. „Eftir ráðleggingar vina ákvað ég að fara með reiðhjólið mitt í við- gerð og leitaði til kriacycles.com. Ég hringdi á undan mér og var tjáð að það væri frekar mikið að gera, en var sagt að koma með hjólið engu að síður. Daginn eftir var hjólið tilbúið og búið að taka það í sund- ur og herða, smyrja, stilla gíra, rétta gjarðir, skipta um ónýta teina. Fyrir þetta borgaði ég 17.000 krónur og finnst það vel þess virði því hjól- ið er minn bíll.“ Umhverfismerki Umhverfismerkingar hafa verið töluvert í umræðunni undanfarið og tekin hafa verið upp ný merki að erlendri fyrirmynd. Tilgangur þess- ara merkja er að upplýsa neytendur um hvaða vörur séu umhverfisvænar og hafi sem minnst áhrif á heilsuna miðað við aðrar sambærilegar vörur. Á nattura.is segir að umhverfismerk- ing einstakrar vöru eða þjónustu sé staðfesting þess að framleiðandinn hafi uppfyllt fyrirfram skilgreind skilyrði við framleiðslu vörunnar. Þetta sé metið af óháðum úttektarað- ila en ekki af fyrirtækinu sjálfu og því sé mikilvægt að gera greinarmun á vottuðu umhverfismerki og um- hverfismerkjum framleiðenda. Verðmerkingar Nóatúns n Lastið að þessu sinni fær Nóatún í Austurveri en viðskiptavinur sendi eftirfarandi orsendingu: „Nú þegar það eru komin ný lög um verðmerk- ingar á áleggi verð ég að fá að lasta Nóatún. Ég fór þangað um daginn og fannst verðmerkingarnar á áleggi og fyrirfram- pökkuðum kjötvörum alveg skelfilegar. Ég veit ekki hvernig þetta er í öðrum búðum Nóatúns en væntanlega er það eins.“ SENDIÐ LOF EÐA LAST Á NEYTENDUR@DV.IS LOF&LAST Skráargatið væntanlegt „Neytendasamtökin eru mjög bjartsýn á að Skráargatið verði fljótlega innleitt hér á landi enda erfitt að sjá hvað mælir gegn því,“ segir á heimasíðu samtakanna. Þar segir að nýverið hafi þingsályktunartillaga um merkið Skráargatið verið samþykkt á þingi og málið hafi í framhaldinu verið sent landbúnaðar- og sjávarútvegsnefnd. Samtök, stofnanir og ýmsir hagsmunaaðilar munu nú senda inn umsagnir. Í umsögn samtakanna segir að ástæðan fyrir því að Neytenda- samtökin hafi lagt áherslu á innleiðingu Skráargatsins sé að merkið auðveldi neytendum að velja hollan mat. Settar séu ákveðnar kröfur um magn sykurs, fitu, salts og trefja og einungis hollustu matvörurnar, eða sú hollasta, í hverjum flokki fái að bera merkið. 14 | Neytendur Umsjón: Gunnhildur Steinarsdóttir gunnhildur@dv.is 11. apríl 2011 Mánudagur E ld sn ey ti Verð á lítra 235,4 kr. Verð á lítra 239,3 kr. Bensín Dísilolía Verð á lítra 235,2 kr. Verð á lítra 239,1 kr. Verð á lítra 236,8 kr. Verð á lítra 239,7 kr. Verð á lítra 235,1 kr. Verð á lítra 239,0 kr. Verð á lítra 235,2 kr. Verð á lítra 239,1 kr. Verð á lítra 235,4 kr. Verð á lítra 239,3 kr. Algengt verð Almennt verð Algengt verð Akureyri Melabraut Algengt verð „Ég finn mun á mér ef ég borða hollt og ég er líka farinn að taka eftir því hvaða áhrif mismunandi matvæli hafa á mig. n Kenningar um heilbrigt mataræði og hvernig sé hægt að grennast eru á hverju strái n Sumir hafa kosið að hverfa aftur til matarvenja frummannanna n Einn ástsælustu íþróttamanna landsins fylgir að mestu leyti matarstefnu sem er kennd við hellisbúa AFTUR TIL NÁTTÚRUNNAR Gunnhildur Steinarsdóttir blaðamaður skrifar gunnhildur@dv.is Hellisbúafæði Það eru heilmargar heimasíður sem eru tileinkaðar paleo eða hellisbúafæði þar sem hægt er að nálgast upplýsingar af ýmsu tagi. Á einni þeirra er rætt um hvernig við eigum að borða matinn og segir að mikilvægt sé að finna nándina við matinn. Eftir- farandi upplýsingar eru af cavemanpower.com. Finndu lyktina af matnum Dragðu djúpt að þér ilminn af því sem þú ert að fara að borða. Leyfðu skilningarvitum þínum að vera leiðbeinandi þinn; hvernig lyktar maturinn? Illa? Vel? Á endanum munt þú læra að finna lykt af lífskraftinum í fæðunni. Borðaðu með höndunum Upplifðu hvernig það er að snerta matinn. Hvernig er snertingin? Náttúruleg? Hnífapör voru fundin upp til að geta borðað heitan mat og það er hægt að segja að þau ræni okkur snertingunni við matinn. Við erum eina dýrategundin sem fjarlægir sjálf okkur frá matnum á þennan hátt. Snertu því matinn þegar þú getur. Skoðaðu matinn Skoðaðu matinn vel. Hvernig lítur hann út? Er hann girnilegur? Það mun koma þér á óvart hvað okkur finnst óhollur matur líta vel út í fyrstu en örvæntið ekki því þetta er nútímaheilkenni okkar. Á endanum muntu elska sjónina af spergilkáli, fiski og öðrum mat sem er hollur fyrir líkamann. Bragðaðu á matnum Njóttu fyrstu bitanna, lokaðu augunum og reyndu að sjá fyrir þér bragðið. Hvernig lætur þetta þér líða? Reyndu að sjá fyrir þér næringuna og lífskraftinn sem streymir inn í líkama þinn. Daðraðu við matinn Oft hefur verið sýnt fram á að fólk noti mat sem huggun og sannarlega er hægt að tengja tilfinningar við mat. Það er því einfalt að virkja tilfinningalegt samband við matinn á heilbrigðan hátt. Líttu á það að borða sem samband; nærir maturinn þig? Hjálpar hann til við að láta þér líða vel? Er þetta einnar nætur gaman (pítsa) eða langtímasamband (grænmeti)? Hvernig er samband þitt við mat og hvaða einkennum hans laðast þú að? Þetta snýst allt um nánd við matinn! Matur er lífið. Gleðstu yfir honum! Berðu virðingu fyrir honum, láttu þér þykja vænt um hann og taktu á móti þessari gjöf sem er uppspretta óendanlegrar hamingju ef hún er rétt notuð. Vertu náinn matnum og einblíndu á hann sem kraftaverk. Taktu honum fagnandi eins og dýrin gera. Hugmyndafræðin að baki fæðinu Hellisbúafæðið líkir eftir því fæði sem hvert mannsbarn borðaði á jörðinni fyrir um það bil 500 kynslóðum. Þessi fæða sem samanstendur af ferskum ávöxtum, græn- meti, kjöti og fiski er uppfull af hollum næringarefnum sem stuðla að betra heilsufari og bættari lífsgæðum, má þar nefna trefjar, andoxunarefni, vítamín og omega 3. Með því að neyta þessarar fæðu er sneitt hjá unnum sykri, hveiti, transfitum, salti og ýmiss konar unnum matvörum sem stuðla að þyngdaraukningu, hjartasjúkdómum, sykursýki og fjölda annarra sjúkdóma. Hugmyndafræði hellisbúafæðisins hvetur einnig fólk til að skipta mjólkur- og kornvörum út fyrir ferska ávexti og grænmeti sem eru næringarríkari og að sjálfsögðu, algjörlega óunnin matvara.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.