Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.2011, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.2011, Blaðsíða 24
24 | Sport Umsjón: Tómas Þór Þórðarson tomas@dv.is 11. apríl 2011 Mánudagur Íslandsmeistaramótið í badminton: Magnús Helgason þrefaldur meistari Magnús Ingi Helgason kom sá og sigraði á Íslandsmeistaramótinu í badminton sem lauk í TBR-húsinu á sunnudaginn. Magnús vann þrefalt, það er að segja einliðaleik karla, tví- liða- og tvenndarleik. Magnús hóf sunnudaginn með sigri gegn Atla Jóhannessyni í ein- liðaleik karla. Magnús hafði betur í fyrstu lotu en Atli vann aðra lotuna í framlengdum leik af miklu harðfylgi. Magnús var þó alltof sterkur fyrir Atla í oddalotunni sem hann vann auð- veldlega, 21–16. Magnús hafði á laugardeginum unnið Íslandsmeistarann Helga Jó- hannesson en þeir félagarnir unnu tvíliðaleikinn fimmta árið í röð í gær. Höfðu þeir félagarnir betur gegn Arthúri Geir Jósefssyni og Einari Óskarssyni í tveimur settum, 21–18 og 21–10. Þeir Magnús og Helgi hafa lengi verið algjörlega ósigrandi í tví- liðaleik. Magnús Ingi fullkomnaði svo þrennuna með sigri í tvenndarleik en þar lék hann auðvitað ásamt syst- ur sinni, Tinnu Helgadóttur, eins og alltaf. Höfðu þau Helgabörn sigur á Helga Jóhannessyni og Elínu Þóru Elíasdóttur í tveimur settum, 21–15 og 21–16. Þetta er er fimmti Íslands- meistaratitill systkinanna í tvenndar- leik og sá þriðji sem þau vinna í röð. Þau fengu því Íslandsbikarinn til eignar í gær. Það kom ekkert á óvart í einliða- leik kvenna en þar hafði Ragna Björg Ingólfsdóttir auðveldan sigur á Tinnu Helgadóttur, 21–16 og 21–13. Ragna og Katrín Atladóttir unnu síðan tví- liðaleik kvenna en þar höfðu þær sig- ur á Tinnu Helgadóttur og Erlu Björg Hafsteinsdóttur, 21–16 og 21–13. Þetta var fimmti Íslandsmeistaratit- ill Rögnu og Katrínar saman en þær hafa verið í áskrift að titlinum þegar þær hafa leikið saman. tomas@dv.is Flopp ársins n Silfurdrengurinn Róbert Gunnars- son nýtur þess vafasama heiðurs að vera flopp ársins í handboltaheim- inum ef marka má úttekt hand- boltavefjarins handball-plan- et.com. Þar eru settur saman listi yfir þá topp leik- menn sem fundu sig ekki hjá nýjum félögum í ár. Róbert hefur aðeins skoraði 35 mörk með Rhein-Neckar Löwen en stór ástæða þess er vissulega að landsliðsþjálfarinn Guðmundur Guð- mundsson heldur honum að mestu á bekknum fyrir Norðmanninn Bjarte Myrhol. Bayern gafst upp n Hollenski knattspyrnuþjálfar- inn Louis Van Gaal var rekinn úr starfi sínu hjá FC Bayern í gær, degi eftir að liðið gerði jafntefli í deildinni gegn Nürnberg, 1–1. Van Gaal átti að hætta í sumar en þar sem mögu- leiki liðsins á sæti í Meistara- deildinni er í hættu var ákveðið að láta hann taka pokann sinn. Jupp Hynckes, þjálfari Bayern Leverkusen, tekur við starf- inu í sumar en þangað til stýrir Andr ies Jonker, fyrrverandi þjálfari Willem II, liðinu. O‘Shea gáttaður n Írski varnarmaðurinn í röðum Manchester United, John O‘Shea, er algjörlega gáttaður á því að Portú- galinn Nani komi ekki til greina sem leik- maður ársins á Englandi. Nani hefur gefið lang- flestar stoðsend- ingar í deild- inni, þar af tvær um helgina, og skorað tíu mörk. „Ég bara trúi þessu ekki. Kannski er þetta vegna þess að hann kemur enn til greina sem besti ungi leikmaðurinn. En það stafar alltaf ógn af Nani og hann hefur verið algjörlega frábær í ár,“ segir Írinn. Reyndi við Rio n Harry Redknapp, knattspyrnu- stjóri Tottenham, hefur viðurkennt að hafa reynt að fá Rio Ferdin- and, miðvörð Manchester United, til liðs við sig í sumar. Þegar það tókst ekki fékk hann William Gallas til liðsins frá Arse- nal. „Ég sé það ekki í spilunum að við fáum Rio úr þessu. En ég hafði virkilegan áhuga. Ég reyndi og reyndi og reyndi í byrjun þessarar leiktíðar því ég vissi að hann myndi hjálpa okkur svo mikið í Meistara- deildinni,“ segir Redknapp. Caster á fullri ferð n Suðurafríska hlaupadrottning- in, Caster Semenya, sem gerði allt vitlaust eftir Ólympíusigur sinn og var send í kynja- próf er komin á fullt aftur. Hún varð suðurafr- ískur meistari í 800 metra hlaupi um helgina og gjörsigraði þar keppinauta sína. Semenya ætlar sér stóra hluti á árinu og stefnir hraðbyri á heimsmeistaratitilinn í Daegu í Suður-Kóreu en mótið fer fram í ágúst. Þessi tvítuga stelpa er ríkjandi heimsmeistari í 800 metra hlaupi. Molar FYRSTUR Á BILUÐUM BÍL Sebastian Vettel á Red Bull kom fyrstur í mark í Malasíukappakstrin- um sem lauk aðfaranótt sunnudags. Þetta var önnur keppni tímabils- ins en Vettel vann einnig þá fyrstu í Ástralíu. Yfirburðir hans á brautinni sjást enn því í Malasíu kom hann fyrstur í mark á biluðum bíl. Vettel var á ráspól og hélt fyrsta sætinu frá byrjun til enda þrátt fyrir að bilun kæmi upp í KERS-kerfinu en það safnar orku sem hægt er að virkja til þess að láta bílinn fara hraðar. Á þetta vildu keppinautar hans láta reyna en Red Bull-bíllinn í bland við hæfileika Vettels voru öðrum öku- þórum of sterk blanda, eins og svo oft áður. Vettel er nú þegar kominn með 24 stiga forystu í stigamótinu og er svo sannarlega sá sem valdið hefur á brautinni. Button ætlar í titilslaginn Jenson Button á McLaren ók vel í Malasíu og nýtti sér mistök annarra ökumanna á borð við Lewis Hamil- ton, liðsfélaga sinn, og Fernando Alonso, sem skullu saman, til þess að koma sér upp í annað sætið. But- ton lét lítið fyrir sér fara í fyrra á sínu fyrsta ári hjá McLaren en hann vill gera harða atlögu að titlinum í ár, sérstaklega eftir þessa fínu frammi- stöðu um helgina. „Þetta var ótrúlega mikilvægt fyrir mig. Svona frammistaða fyllir mann sjálfstrausti. Bíllinn var góð- ur og sjálfum leið mér vel. Það þýð- ir ekkert að leyfa Red Bull-bílunum að gera allt sem þeim dettur í hug lengur. Við verðum að fara að veita þeim mun meiri samkeppni svo þetta tímabil verði ekki einfaldlega keppni um annað og eða þriðja sæt- ið. Ég ætla alla vega að gera mitt,“ segir Button. Framför hjá Ferrari Eftir keppnina fengu bæði Fernando Alonso á Ferrari og Lewis Hamilton á McLaren tuttugu sekúndna víti eft- ir að þeir skullu saman í brautinni í baráttunni um annað sætið. Þurftu báðir að taka auka viðgerðarhlé og endaði Alonso í sjötta sæti og Ham- ilton í sjöunda. Vítin gerðu það að verkum að Hamilton féll niður í átt- unda sætið en Alonso hélt sínu sæti. Spánverjinn geðstirði var ánægður með framför Ferrari frá því í fyrstu keppninni. „Þetta var miklu betra hjá okk- ur að öllu leyti. Í dag vorum við í harðri samkeppni við báða Mc- Laren-bílana og Mark Webber á Red Bull. Það kom okkur svolítið á óvart því við vorum ekki samkeppn- ishæfir í Ástralíu. Í dag hefði hrað- inn dugað okkur í annað sætið. Það er miklu meiri trú í liðinu eftir þessa keppni. Við munum halda áfram að bæta okkur og koma sterkir til leiks í næstu keppni,“ segir Fernando Alonso. Tómas Þór Þórðarson blaðamaður skrifar tomas@dv.is n Sebastian Vettel vann í Malasíu n Bilun í bílnum hafði engin áhrif á stöðu hans n Alonso ánægður með hraða Ferrari Ökuþór Lið Stig 1. Vettel Red Bull 50 2. Button McLaren 26 3. Hamilton McLaren 22 4. Webber Red Bull 22 5. Alonso Ferrari 16 Stigakeppni ökuþóra Lið Stig 1. Red Bull 72 2. McLaren 48 3. Ferrari 36 4. Renault 30 5. Sauber 6 Stigakeppni Bílasmiða Tveir... Sebastian Vettel á eftir að vinna fjölda móta til viðbótar í ár. MYND REUTERS Fengu bikarinn til eignar Magnús Ingi og Tinna Helgabörn eru ósigrandi í tvenndarleik.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.