Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.2011, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.2011, Blaðsíða 8
8 | Fréttir 11. apríl 2011 Mánudagur www.turbochef.com S: 567-8888 Er snöggur Ekki þörf á loftræstingu Eldar góðan mat Tekur lítið pláss Alltaf tilbúinn til eldunar Einfaldur í notkun Ódýr í rekstri Borgar sig fljótt upp OFN engum öðrum líkur ! Þrír lögfræðingar telja að skil­ greining Landsbankans á Björg­ ólfi Thor Björgólfssyni, fjárfesti og stærsta hluthafa Landsbankans í gegnum eignarhaldsfélagið Sam­ son, sem ótengdum aðila á árun­ um fyrir hrun hafi farið þvert gegn lögum um fjármálafyrirtæki. Þetta kemur fram í lögfræðiáliti frá því í febrúar síðastliðinn sem lögmenn­ irnir Jóhannes Bjarni Björnsson, Jóna Björk Helgadóttir og Grímur Sigurðsson hafa unnið fyrir nokkra af fyrrverandi hluthöfum Lands­ bankans. Hluthafarnir skoða rétt­ arstöðu sína vegna mögulegs skaðabótamáls gegn Björgólfi Thor út af málinu. Telja hluthafarnir að Björgólf­ ur Thor hafi verið ranglega skil­ greindur sem ótengdur aðili gagn­ vart bankanum vegna þess að óbeint eignarhald hans í honum hafi verið meira en 20 prósent af heildarhlutafé bankans. Þeir telja að þessi meinta ranga skilgreining á Björgólfi Thor hafi meðal annars haft þær afleiðingar að lánveiting­ ar til Björgólfs Thors hafi ekki þurft að fara fyrir stjórn bankans áður en gengið var frá þeim. Þá hafa hlut­ hafarnir sent Fjármálaeftirlitinu lögfræðiálitið sem og slitastjórn Landsbankans. Bíða þeir nú eft­ ir því hvort slitastjórnin muni sjálf standa fyrir umræddum málaferl­ um gegn Björgólfi Thor, samkvæmt heimildum DV. Snýst um Givenshire og Hersi DV hefur fjallað ítarlega um eign­ arhaldsfélögin Givenshire og Hersi og aðkomu þeirra að eignarhaldinu á Samson. Í fyrra greindi DV frá því að hópur nánustu samstarfsmanna Björgólfs Thors hjá fjárfestingar­ félaginu Novator hefði á fyrri hluta árs eignast fimm prósenta hlut í eignarhaldsfélaginu Given shire, félagi Björgólfs sem hélt utan um hlut hans í Samson. Sú staðreynd að þessi samstarfsmenn Björgólfs Thors áttu hlut í Given shire gerði það að verkum að óbeint eignar­ hald hans í Landsbankanum fór niður fyrir 20 prósent. Í síðustu viku greindi DV svo frá því að eignarhaldsfélagið Hers­ ir, sem var í eigu samstarfsmanna Björgólfs Thors hjá Samson, hefði keypt eins prósents hlut í Samson í lok árs 2005 með lánveitingu frá Samson. Greindi DV frá því að í báðum tilvikum hefði ástæða við­ skiptanna verið sú að búa þannig um hnútana að óbeint eignarhald Björgólfs Thors í Landsbankanum færi niður fyrir 20 prósent. Hefði átt að vera tengdur aðili Lögfræðiálit þremenninganna fjallar að langmestu leyti um eignar­ hald þessara samstarfsmanna Björgólfs Thors á umræddum eign­ arhlut í Samson. Í niðurstöðu sinni segja lögmennirnir þrír meðal ann­ ars: „Með því að hlutir Givenshire og Hersis í Samson annars vegar og hlutir Valhamars og starfsmanna Novator í Givenshire hins veg­ ar skulu taldir saman við útreikn­ ing á óbeinum eignarhlut Björgólfs Thors í Landsbankanum, fer hlutur hans í bankanum yfir 20%. Þegar af þeirri ástæðu verður að telja Björg­ ólf Thor hafa haft stöðu tengds aðila gagnvart Landsbankanum í skiln­ ingi laga nr. 161/2002.“ Minnisblað styður niðurstöðuna Í lögfræðiálitinu er meðal annars vitnað til minnisblaðs frá endur­ skoðendafyrirtækinu PwC frá því á seinni hluta árs 2005 þar sem fram kemur að starfsmenn fyrirtækisins hafi fundað með Birgi Má Ragnars­ syni, framkvæmdastjóra Samson­ ar, þar sem rætt var við hann um að breyta þyrfti skilgreiningu Lands­ bankans á tengdum aðilum þar sem bæði Björgólfur Thor og fað­ ir hans og nafni, Björgólfur Guð­ mundsson, ættu meira en 20 pró­ senta óbeinan eignarhlut. Þess vegna þyrfti að skilgreina þá báða sem tengda aðila. Samkvæmt lögfræðiálitinu, sem vísar í minnisblað PwC, sagði Birg­ ir Már á þessum fundi að til stæði að breyta eignarhaldinu á Sam­ son fyrir árslok 2005. „Hann [Birg­ ir, innskot blaðamanns] hafi greint frá því að það væri fyrirætlað að breyta eignarhaldinu í Samson fyr­ ir árslok 2005, þannig að eignar­ hlutur Björgólfs Thors myndi fara í sama eða lægra hlutfall og það var í upphafi ársins.“ Jafnframt segir í lögfræðiálitinu að PwC hafi gert Birgi grein fyrir því að ef þetta gerðist ekki þyrfti að breyta skil­ greiningu Björgólfs Thors gagnvart Landsbankanum og gera hann að tengdum aðila. Fyrir áramótin 2005 keypti Hersir svo 1 prósent í Samson sem gerði það að verkum að ekki þurfti að breyta skilgreiningunni á Björg­ ólfi gagnvart Landsbankanum: Hann var áfram ótengdur aðili. Telja hægt að sanna samstarf Niðurstaða lögfræðiálitsins er meðal annars að hugsanlega verði hægt að sýna fram á tengsl milli eignarhalds starfsmanna Nova­ tor í Givenshire, sem átti Samson, og eignarhalds Hersis í Samson, meðal annars vegna þessa minnis­ blaðs frá PwC. Telja lögmennirnir að þessi tengsl geti sýnt fram á að yfirlýst markmið þessara viðskipta með beinan og óbeinan eignarhlut í Samson hafi verið að koma eignar­ hlut Björgólfs og félaga hans í Sam­ son undir 20 prósent. Um þetta segir í lögfræðiálitinu. „Þ.e.a.s. þegar litið er til yfirlýstrar ætlunar Samson (samkvæmt fram­ burði framkvæmdastjóra fyrirtækis­ ins á fundi með PWC) um að koma eignarhaldinu í fyrra horf, gagngert í því skyni að koma Björgólfi Thor og félögum hans undir 20% óbein­ an eignarhlut í Landsbankanum, sem og augljósra tengsla Hersis og eigenda þess félags við Björgólf Thor og hans félög. Ef þessi heild­ armynd yrði ekki vefengd með trú­ verðugum hætti gæti það að mati undirritaðra orðið niðurstaða dóm­ stóls sem um málið myndi fjalla, að samstarf yrði talið sannað á grund­ velli 2. mgr. 40 gr.a.“ Samkvæmt þessu mati gætu hluthafarnir sem báðu lögmennina um að vinna lögfræðimatið því haft lög að mæla í þeirri afstöðu sinni að Björgólfur Thor hafi ekki verið skil­ greindur rétt gagnvart Landsbank­ anum og tilgangur umræddra við­ skipta Hersis og Givenshire hafi verið að koma eignarhlut hans nið­ ur fyrir 20 prósent. Þetta gæti styrkt stöðu hluthafanna í hugsanlegu skaðabótamáli gegn Björgólfi Thor. n Í lögfræðiáliti er Björgólfur Thor Björgólfsson sagður hafa verið rangt skilgreindur í Lands- bankanum n Hluthafar Landsbankans íhuga skaðabótamál n Minnisblað frá PwC sýnir yfirlýst markmið Samsonar um að koma eignarhlut Björgólfs Thors niður fyrir 20 prósent Björgólfur og Hersir 3. hluti Ingi Freyr Vilhjálmsson fréttastjóri skrifar ingi@dv.is „Þegar af þeirri ástæðu verður að telja Björgólf Thor hafa haft stöðu tengds aðila gagnvart Landsbank- anum í skilningi laga nr. 161/2002. Sagði stefnuna að koma Björgólfi undir 20 prósent Framkvæmdastjóri Samsonar sagði stefnuna að koma eignarhaldi Björgólfs Thors í Lands- bankanum niður fyrir 20 prósent fyrir árslok 2005. Í lögfræðiáliti er Björgólfur sagður hafa verið rangt skilgreindur sem ótengdur aðili. Endurskoðun á aðbúnaði svína Jón Bjarnason, sjávarútvegs­ og land­ búnaðarráðherra hefur gefið út nýja aðbúnaðarreglugerð vegna svínarækt­ ar. Á heimasíðu sjávarútvegs­ og land­ búnaðarráðuneytis stendur að mikil vinna hafi farið fram á síðustu mán­ uðum á vegum ráðuneytisins sem miði að því að endurskoða fjölmarga þætti varðandi svínarækt á Íslandi og framtíðarmöguleika þeirrar búgreinar. Endurskoðun á aðbúnaðarreglu­ gerð svína var hluti af þeirri vinnu og hefur ný og endurbætt reglugerð litið dagsins ljós. Í nýrri reglugerð er miðað við að uppfæra staðla og skilyrði fyrir aðbúnaði svína og laga að þeim kröf­ um sem gerðar eru í nágrannalönd­ um okkar, bæði hvað varðar staðla fyrir byggingar og innréttingar sem og almennt um umgengni og hirðingu gripanna. Ný reglugerð er unnin af starfshópi fulltrúa ráðuneytisins, Mat­ vælastofnunar og svínabænda. Fjórir grunaðir um líkamsárás Fjórir menn þurftu að gista fanga­ geymslur lögreglunnar á Selfossi aðfaranótt sunnudags grunaðir um líkamsárás. Árásin átti sér stað fyrir utan skemmtistaðinn Hvíta húsið á Selfossi um klukkan fjögur um nótt­ ina og þurfti að flytja þann sem fyrir árásinni varð á slysadeild Landspítal­ ans í Fossvogi. Er talið að hann hafi jafnvel úlnliðsbrotnað eftir árásina. Ekki er vitað hvort mennirnir fjórir, sem eru á aldrinum sautján til tuttugu ára, hafi allir staðið að baki árásinni. Þar sem ekki var hægt að yf­ irheyra þá sökum ölvunar var ákveð­ ið að láta þá gista fangageymslur lögreglunnar. Talið er að árásin hafi verið alvarleg en í fyrstu var farið með hinn slasaða á heilsugæslu á Selfossi en síðan var ákveðið að flytja hann á slysadeild Landspítalans í Fossvogi. Hraðakstur á Miklubraut Brot fimmtán ökumanna voru mynduð á Miklubraut í Reykja­ vík á föstudag. Fylgst var með ökutækjum sem var ekið Miklu­ braut í vesturátt, að Reykjahlíð. Á þremur stundarfjórðungum, fyrir hádegi, fóru 694 ökutæki þessa akstursleið og því óku fá­ einir ökumenn, eða tvö prósent, of hratt eða yfir afskiptahraða. Meðalhraði hinna brotlegu var 72 kílómetra hraði á klukkustund en þarna er sextíu kílómetra há­ markshraði. Sá sem hraðast ók mældist á 81 kílómetra hraða á klukkustund. ÍHUGA MÁLSÓKN GEGN BJÖRGÓLFI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.