Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.2011, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.2011, Blaðsíða 22
22 | Úttekt 11. apríl 2011 Mánudagur Tímaritið Time drap nýlega á sögu spænskrar konu að nafni Pilar Ma- roto. Pilar missti son sinn nýfæddan fyrir fjórum áratugum og fær enn tár í augun þegar hún hugsar um hann. Hún man, eins og gerst hefði í gær, þegar hún leit hann fyrst, í apríl 1972, og heyrði hann gráta fyrsta sinni. Pil- ar er einnig í fersku minni þegar henni voru færð þau tíðindi að sonur hennar hefði dáið. Í síðasta mánuði stóð Pilar fyrir utan þinghús Spánar í þeirri von að einhver tæki loks alvarlega fullyrðing- ar hennar um að sonur hennar hefði ekki dáið – heldur verið rænt fyrir öll- um þessum árum. Hinum megin borðsins er Spán- verjinn Antonio Barroso. Í viðtali við BBC sagði Antonio að hann hefði ávallt grunað að ekki væri allt með felldu hvað varðaði bakgrunn hans. Hann var 38 ára þegar hann var að lokum upplýstur um sannleikann við dánarbeð fjölskylduvinar, segir í Time. „Ég komst að því að allt mitt líf byggð- ist á lygi.“ Umræddur dauðvona fjölskyldu- vinur upplýsti að bæði foreldrar sín- ir og Antonios hefðu verið ófærir um að eignast barn og bæði pörin hefðu keypt barn af nunnu fyrir „hærri upp- hæð en sem nam íbúðarverði“. Fortíðin og friður framtíðar Sagan og fortíðin eiga, nánast und- antekningarlaust, til að bíta í skottið á okkur. Litlu skiptir hvort um er að ræða sögu einstaklinga eða tímabil í sögu þjóða. Þess eru mýmörg dæmi að stríðsglæpamenn síðari heimsstyrj- aldarinnar, eða styrjalda okkur nær í tíma, hafi verið dregnir fyrir dómstóla löngu eftir að viðkomandi héldu að þeir væru hólpnir. Í einræðis- og harðstjórnarríkj- um Suður-Ameríku og Evrópu hefur ekki enn fennt yfir löngu framkvæmd ódæði þeirra sem eitt sinn sátu við stjórnvölinn. Þegar borgara- og lýðræðisleg stjórnvöld komast síðan til valda virð- ist sem þeim sé stundum meira um- hugað um að rugga ekki bátnum, eins og sagt er, og mælast gjarna frekar til þess að fortíðin sé tekin í sátt undir for- merkjum jákvæðrar uppbyggingar og framtíðarsýnar, í stað þess að fortíðin sé gerð upp með það að markmiði að lærdómur verði af henni dreginn. Eft- ir situr fólk, heilu fjölskyldurnar, með sárt ennið, fjölda spurninga og fá svör. Hafa loksins erindi sem erfiði Nú um stundir er á Spáni verið að sópa á brott köngulóarvefjum af skítamáli sem á rætur að rekja til fasistastjórnar Francos hershöfðingja, Franciscos de Franco y Bahamonde Salgado-Arajo y Pardo de Andrade, sem var við völd í landinu, meira eða minna, frá 1939 til dauðadags árið 1975. Málið varðar barnsrán sem stunduð voru í valdatíð hans og hafa komist í hámæli að und- anförnu. Sem fyrr segir hafa þeir sem urðu fyrir barðinu á ógnarstjórn í heima- landi sínu átt við ramman reip að draga að leita réttlætis. Á Spáni hefur orðrómur þess efnis að börnum hafi verið með skipulögð- um hætti rænt frá foreldrum í valdatíð Francos verið lífseigur. Þó var það ekki fyrr en í síðasta mánuði sem þeir sem telja sig hafa verið misrétti beittir hvað það varðar fengu tækifæri til að segja stjórnvöldum sögu sína. Með vitnis- burði sínum vilja fórnarlömbin þrýsta á löggjafarvaldið um að setja lög sem hugsanlega gætu rétt hlut þeirra og auðveldað málsókn gegn þeim sem stóðu að baki barnaránunum. Skipulögð viðskipti með börn Antonio Barroso var ómyrkur í máli í viðtalinu við BBC: „Ég vil komast að sannleikanum,“ sagði hann, „komast að því hver ég er og hvaðan ég kem. Ég vil vita hvað gerðist og að undirlagi hvers. Og ef refsa þarf fólki, þá verður svo að vera.“ Þess var skammt að bíða að Anton- io heyrði af málum af svipuðum toga og fannst honum sem flest benti til að um skipulagða verslun með börn hefði verið að ræða. Hann setti á laggirnar stuðningshóp í heimabæ sínum, Vil- anova i la Geltru, og lítið lát var á sím- hringingum og bréfum frá Spánverj- um, sem töldu sig vera í sömu sporum og hann, rigndi inn. Lítil áhöld virðast vera um rétt- mæti grunsemda fólksins, enda rennir saga Spánar stoðum undir þær. Í kjöl- far borgarastyrjaldarinnar voru börn tekin af fangelsuðum lýðræðissinnum og þeim komið í hendur fólks sem var hallt undir stjórnarhætti Francos. Allt að 30.000 börn Sagnfræðingar telja að það hafi verið hlutskipti allt að 30.000 barna í „hug- myndafræðilegri hreinsun“ einræðis- stjórnar Francos. Enrique Vila, lögfræðingur sem er Antonio innan handar, kveður svo sterkt að orði að segja að um hreina og klára mafíustarfsemi hafi verið að ræða á sjötta áratug síðustu aldar: „Peningar urðu markmiðið. Þeir tóku börn frá hverjum sem var, til að selja.“ Hann dregur þó ekki dul á þá skoð- un sína að í sumum tilfellum hafi verið um að ræða börn sem einstæðar kaþ- ólskar mæður eða vændiskonur skildu eftir á vergangi, en einnig börn sem var rænt eftir að læknar höfðu tilkynnt nýbökuðum mæðrum að börn þeirra hefðu dáið. Þess ber þó að geta að engan veg- inn er loku fyrir það skotið að í ein- hverjum tilvikum hafi börn í raun dáið, að um sé að ræða villur í skriffinnsku eða örvæntingu mæðra, á þeim tíma, sem voru í áfalli eftir að hafa misst barn, en vilja nú halda í vonina um að það sé á lífi. Engu að síður virðist sem barnarán hafi verið stunduð í valdatíð Francos. Hugmyndafræðileg endurhæfing og kynbætur Hvað sem öllu öðru líður virðist sem Spánn sé nú að einhverju leyti reiðu- búinn til að horfast í augu við sumar skuggahliðar skeiðs í sögu landsins sem er ótrúlega nærri okkur í tíma og rúmi. Haft er eftir Ricard Vinyes, sagn- fræðingi við Barcelona-háskólann, í Time-tímaritinu að svo virðist sem um hafi verið að ræða barnarán af tví- þættum toga á Spáni á síðustu öld, og tíðkaðist hvor fyrir sig á ólíkum tíma- skeiðum. Að sögn Ricards var annars vegar um að ræða barnarán sem voru ekki einasta samþykkt af Franco heldur framkvæmd að undirlagi stjórnvalda með það fyrir augum að „bæta“ hinn spænska „kynþátt“, og voru þau barns- rán af pólitískum toga. Fangelsaðar mæður sviptar börnum sínum Í kjölfar sigurs Francos og skósveina hans í borgarastyrjöldinni var tug- um þúsunda lýðræðissinna og ann- arra sem reyndust Franco óþægur ljár í þúfu varpað í fangelsi. Í fyrstu var börnum fangelsaðra kvenna kom- ið fyrir á ríkisreknum stofnunum eða í klaustrum, en síðan komið í hend- ur fólks sem aðhylltist gildi sem voru stjórnvöldum hugnanleg. „Ríkið áleit að þessi börn þörfnuð- ust endurmenntunar,“ sagði Ricard. „Það [ríkið] var í reynd stolt af þessari viðleitni og upplýsti um árangurinn; hve mörg börn hefðu verið „boðin vel- komin“ árlega.“ Pólitík víkur fyrir viðskiptum Að sögn Ricards var börnunum gert kleift að breyta nafni sínu þannig að erfiðara yrði um vik að komast að dval- arstað þeirra. „Og í bernsku var þeim sagt að foreldrar þeirra hefðu verið Barnsrán og blóm við tómar grafir n Sögusagnir um barnsrán á Spáni hafa verið lífseigar n Pólitík réð för í valdatíð Francos en síðar tóku viðskiptahagsmunir við n Nú virðist hilla undir opinbera rannsókn á barnsránum liðinnar tíðar n Kaupverð barns gat numið verði íbúðarhúss n Stofnuð hafa verið samtök fyrir fórnarlömbin; foreldra og börn Kolbeinn Þorsteinsson blaðamaður skrifar kolbeinn@dv.is Með barn í fanginu Börnum var rænt nýfæddum af fæðingardeildum. Carabanchel-fangelsið í Madríd var byggt í valdatíð Francos Börn fangelsaðra mæðra voru tekin og þau sögð hafa dáið. MyNd ReuteRS Stofnandi Anadir-samtakanna Antonio Barroso komst að því að ekki var allt sem sýndist í fjölskyldu sinni. einræðisherra Spánar Francisco Franco (t.h.) lagði blessun sína yfir barnarán í pólitískum tilgangi. MyNd ReuteRS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.