Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.2011, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.2011, Blaðsíða 12
12 | Fréttir 11. apríl 2011 Mánudagur Hæstiréttur úrskurðaði hjónabandið löglegt: Watai eini erfingi Fischers Hæstiréttur staðfesti á föstudaginn að hin japanska Miyoko Watai væri eini réttmæti erfingi skákmeistar- ans Bobbys Fischer. Systursynir Fis- hers þurfa samkvæmt dómnum ekki að greiða tæplega sjö milljónir í málskostnað eins og Héraðsdómur Reykjavíkur hafði áður úrskurðað. Samkvæmt dómi Hæstaréttar skipt- ist kostnaður deiluaðila jafnt á milli. Með dómnum lauk langri deilu syst- ursona Fischers og Miyoko Watai en málið hefur farið margsinnis fyr- ir Hæstarétt og héraðsdóm eftir að Fischer lést í janúar 2008. Ágreining- urinn laut að því hvort stofnast hafði til gilds hjúskapar skákmeistarans og Watai en hún staðhæfir að hjúskapur þeirra hafi verið í samræmi við jap- önsk lög. Til þess að færa sönnur á lögmæti hans lagði Watai fram grein- argerð japanskrar lögmannstofu sem staðfesti að til lögformlega gilds hjú- skapar hafi stofnast. Watai og Fischer giftu sig í Japan árið 2004 en fyrir dómi lýsti hún því þegar hún kynntist Bobby Fischer fyrst í Japan árið 1973. Hann var þá um þrítugt og hafði komið til Japans til að hitta félaga sína frá japanska skáksambandinu. Tveimur félögum þess hafi verið boðið að tefla við hann og hafi hún, þá 28 ára að aldri, verið annar þeirra. Í kjölfar þessa hafi tekist vinskapur milli hennar og Fisc- hers sem seinna þróaðist út í ástar- samband. Eignir Fischers voru verulegar og eru taldar skipta hundruðum millj- óna króna. hanna@dv.is Lögregluyfirvöld og almenningur í Haugasundi í Noregi eru uggandi yfir því að nú eru tvenn alræmd bifhjólasamtök komin með útibú í bænum. Outlaws skaut rótum þar fyrir skemmstu þegar Jón Trausti Lúthersson varð fullgildur með- limur í samtökunum en hann hef- ur búið í Haugasundi undanfarin misseri. Stór samtök – lítill bær Skömmu eftir að fregnir bárust af innreið Outlaws, í gegnum Black Pistons, í Haugasund sögðu norsk- ir staðarfjölmiðlar frá því að Hells Angels væru einnig mætt. Staðan í þessum tiltölulega litla 30 þúsund manna bæ í Noregi er því sú í dag að þar eru tvenn alræmd mótorhjóla- samtök, sem tengd hafa verið skipu- lagðri glæpastarfsemi í gegnum tíð- ina. Lögreglan, og ekki síður íbúar, þar hafa skiljanlega áhyggjur. Magn- us Karlsson, talsmaður Outlaws, segir í samtali við blaðið Haugesund Avis að þótt þessir menn séu í mót- orhjólaklúbbi þýði það ekki að þeir séu glæpamenn. Jón Trausti færir út kvíarnar Eins og Jón Trausti Lúthersson sagði í samtali við DV í síðasta mán- uði varð hann fullgildur meðlimur í Outlaws fyrr á þessu ári eftir að hafa áður stofnað stuðningsklúbbinn Black Pistons í Haugasundi. Hann stóð síðan að baki stofnun Black Pi- stons hér á Íslandi á dögunum eins og DV hefur fjallað um. Hann virð- ist því vera að færa út kvíarnar í Nor- egi ef marka má norska staðarfjöl- miðla sem sýna málinu talsverðan áhuga. Haugesund Avis segir klúbb- inn nú vera kominn með svokall- aða prospect-stöðu hjá Outlaws og að minnsta kosti fjórir einstakling- ar tengist félaginu í bænum, Jón Trausti sé einn þeirra. Hinn klúbb- urinn í Haugasundi, Vanguard MC, stefnir á inngöngu í Hells Angels. Óttast uppgjör Lögregluyfirvöld óttast að einhvers konar uppgjör sé í vændum hér á landi milli Black Pistons og Hells Angels, áður MC Iceland, og lögreglu- yfirvöld í Haugasundi í Noregi hafa áhyggjur af því sama. Haugesund Avis hefur undan- farið fjallað um innreið bifhjólasam- takanna í Haugasund. Meðal annars hefur verið rætt við Kim Kliver, sér- fræðing hjá ríkislögreglustjóraemb- ættinu í Danmörku, en þar hafa menn langa reynslu af því að eiga við sam- tök sem þessi. Hann segir vitað mál að glæpastarfsemi fylgi oftar en ekki þessum samtökum og því sé ástæða til að hafa áhyggjur. Samfélagið í heild verði þó að standa saman gegn skipu- lagðri glæpastarfsemi, ef svo ber und- ir, og láta vita að slíkt verði ekki liðið. Engar fregnir hafa þó borist af átökum þessara tveggja prospect- klúbba Hells Angels og Outlaws í Haugasundi enn sem komið er. Þekkt er þó að samtökin hafa í gegnum tíð- ina eldað grátt silfur. NORÐMENN ÓTTAST ÍSLENSKAN ÚTLAGA n Lögreglan í Haugasundi í Noregi hefur áhyggjur af innreið Hells Angels og Outlaws í bænum og óttast átök n Jón Trausti Lúthersson er fullgildur meðlimur í Outlaws og býr í Haugasundi n Hann stofnaði klúbbinn sem lögreglan og almenningur óttast Sigurður Mikael Jónsson blaðamaður skrifar mikael@dv.is 14 | Fréttir 4.–6. mars 2011 Helgarblað UPPGJÖRIÐ ER Í NÁND n Lögreglan óttast fjóra hópa á Íslandi og spáir uppgjöri innan tíðar n Almennir borgarar gætu lent á milli n Lögreglan telur að Jón Trausti Lúth- ersson ætli að hefna sín n Íslenskir glæpamenn sameinast af ótta við erlendan glæpahóp Lögreglan óttast um eigið öryggi ekki síður en öryggi almennings ef til uppgjörs kemur á milli glæpa- hópa sem skotið hafa rótum á Ís- landi undanfarin ár. Samkvæmt leyniskjölum sem DV hefur und- ir höndum metur lögreglan hættu á því að átökin gætu brotist út á stöðum þar sem almennir borgar- ar gætu lent á milli. Nýr hópur ís- lenskra glæpamanna hafi verið stofnaður til þess að bregðast við breyttri stöðu í undirheimum. Lögreglan óttast enn fremur að Jón Trausti Lúthersson, sem rek- inn var úr vélhjólasamtökunum MC Iceland, áhanganda Hells Ang- els, hyggi á hefndir vegna brott- vikningarinnar. Hann hafi stuðlað að stofnun hóps, bæði á Íslandi og í Haugasundi í Noregi, sem styðji helstu óvini Hells Angels á heims- vísu; Outlaws. Uppgjör sé í vænd- um. Stjórnvöld bregðast við „Við munum beita öllum mögu- legum ráðum til að losa Ísland við glæpahópa og sporna af alefli gegn því að slíkum hópum, sem reyni að brjótast inn í íslenskt samfé- lag, takist það ætlunarverk. Í und- irbúningi er lagafrumvarp sem auðveldar lögreglunni að glíma við glæpamenn en ég tek fram að við munum gæta þess rækilega að rýmkaðar rannsóknarheimildir verði háðar dómsúrskurði og eft- irliti,“ segir Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra í samtali við DV en á föstudaginn var lagafrum- varpið kynnt á blaðamannafundi. Lögregla óttast að í hörð átök stefni í undirheimum Reykjavíkur, sér í lagi á milli klúbba sem tengj- ast tveimur af stærstu vélhjóla- gengjum í heimi; Hells Angels og Outlaws, eða Vítisengla og Útlaga. Fréttablaðið greindi frá þessu fyrir helgi en þetta er sögð megin ástæða þess að lögregla fái nú auknar rannsóknarheimildir. Hverjir eru Útlagarnir? Klúbburinn MC Iceland, áður Fáfnir, hefur í nokkur ár verið í inn- gönguferli til þess að gerast full- gildur meðlimur Hells Angels. Um MC Iceland og Hells Angels hefur mikið verið skrifað í íslenskum fjöl- miðlum. Hinn klúbburinn, MC Black Pistons, er lítt þekktur á Íslandi. Um er að ræða stuðningssamtök Outlaws, eða The McCook Outlaws Motorcycle Club, sem stofnuð voru í Bandaríkjunum, nærri Chicago, árið 1935. Vélhjólaklúbburinn hef- ur fært verulega út kvíarnar undan- farin ár og áratugi og er með starf- semi víða um heim, meðal annars í Asíu og víða um Evrópu. Samkvæmt skjölum sem DV hefur undir höndum telur lög- reglan að stofnun Black Pistons- hópsins sé bein ögrun við MC Ice- land sem stefnir að inngöngu í Hells Angels og hafi raunar kom- ið klúbbn um í opna skjöldu. Lík- ur séu á því að MC Iceland fái skýr fyrirmæli að utan um að mæta beri þessari ógn af hörku. Þegar DV spurði formann MC Iceland hvort von væri á uppgjöri á milli hópanna sagði hann það af og frá. „Við erum ekki í stríði við neinn,“ sagði hann en vildi að öðru leyti ekkert láta hafa eftir sér, hvorki um MC Iceland né Black Pistons. Útlagar á Íslandi Eins og áður sagði má rekja stofn- un Black Pistons á Íslandi til þess að Jón Trausti Lúthersson, sem rekinn var nokkuð óvænt úr Fáfni vegna deilna um fjármál, fluttist til Noregs og stofnaði MC Black Pistons í Haugasundi, að því er heimildir blaðsins herma. Því til stuðnings má geta þess að á Face- book-síðu norska klúbbsins er Jón Trausti á meðal vina auk þess sem honum líkar við, samkvæmt sam- skiptasíðunni, ótal klúbba sem kenna sig við Outlaws, þar á með- al íslenska klúbbinn. Samkvæmt skjölum sem DV hefur undir hönd- um fundust merki íslenska Black Pistons-klúbbsins við tollskoðun á Keflavíkurflugvelli fyrir um þremur vikum. Samkvæmt sömu skjölum eru meðlimir í hópnum aðeins um einn tugur, enn sem komið er. Lög- reglan óttast að innan hópsins sé að finna einstaklinga sem hiki ekki við að beita lögreglu ofbeldi ef þörf krefji. Jón Trausti er eins og fram hef- ur komið búsettur í Noregi og fer því ekki fyrir MC Black Pistons á Íslandi. Heimildir DV herma að það geri hins vegar frændi hans og vinur, Ríkharður Ríkharðsson eða Rikki Rikhards Sylo, eins og hann kallar sig á Facebook. SYLO er skammstöfun fyrir Support Your Local Outlaws, sem er stuðningsyf- irlýsing við Outlaws-samtökin. Verða brátt meðlimir Heimildir DV herma að um þrír mánuðir séu þar til MC Black Pist- ons verði fullgildur meðlimur í Outlaws en til samanburðar má nefna að inngönguferli MC Iceland í Hells Angels hefur staðið yfir í það minnsta frá árinu 2002. Einn við- mælandi DV orðaði það þannig að í Outlaws gengju menn sem hafa ekki getað haldið sig við þær reglur sem Hells Angels setur sér. Þeir séu því sýnu verri en félagsmenn MC Iceland en samkvæmt heimildum innan lögreglunnar eru í báðum hópum menn sem eru þekktir fyrir ofbeldisverk. DV er ekki kunnugt um umfang og starfsemi Black Pistons að öðru leyti en að í samtökunum eru um tíu manns. Samkvæmt heimildum hafa þeir ekki húsnæði undir starf- semi sína. DV tókst ekki að ná tali af Ríkharði, sem sagður er formað- ur klúbbsins. Brenndu merki Hells Angels Eins og að framan segir óttast lög- regla mjög að slá kunni í brýnu með hópunum. Samkvæmt heimildum DV innan MC Iceland munu félags- menn ekki vera spenntir fyrir því að hafa frumkvæði að slíku uppgjöri með tilheyrandi fjölmiðlafári sem kunni að skapast. MC Iceland líti ekki á Black Pistons sem mikinn keppi- naut. Það stangast raunar á við heim- ildir DV innan lögreglunnar sem tel- ur að persónuleg óvild, metingur og fjárhagslegir hagsmunir séu nægar forsendur til átaka á milli hópanna. Til viðbótar þessu ber að nefna at- vik sem gerðist um áramótin. Þá var tekið upp myndband þar sem með- limir Black Pistons brenndu merki Hells Angels. Það þykir hinn mesta vanvirðing enda líta félagsmenn vél- hjólaklúbba á merki klúbbsins sem afar merkan, jafnvel heilagan hlut. Myndbandið komst í umferð og olli úlfúð en atvikið þykir þó eitt og sér ekki næg ástæða til uppgjörs eða átaka, í það minnsta ekki að sinni. Fleiri glæpahópar Enn fleiri glæpahópar hafa skot- ið rótum á Íslandi samkvæmt þeim gögnum sem DV hefur und- ir höndum. Hópur afbrotamanna frá Póllandi og Litháen hafi mynd- Baldur Guðmundsson blaðamaður skrifar baldur@dv.is „Við munum beita öllum mögulegum ráðum til að losa Ísland við glæpahópa. Vélhjólagengi Lögreglan óttast að til átaka komi á milli tveggja vélhjólaklúbba á Íslandi. að hóp sem hefur sterk tengsl í út- löndum. Hópurinn standi að fram- leiðslu og sölu sterkra fíkniefna, einkum amfetamíns, hér á landi og til marks um mátt hópsins er talið að hann búi yfir styrk til að fram- leiða fíkniefni og flytja þau úr landi til sölu annars staðar í heiminum. Í skjölunum segir einnig að meðlimir hópsins beri vopn og hiki hvergi við að beita grófu of- beldi, jafnt gagnvart öðrum hóp- um og einstaklingum. Fram kemur að hópurinn sé mjög vel skipu- lagður og að aðrir glæpahópar á Íslandi óttist hann mjög. Íslenskir hópar sameinast Eins og fram kom í DV fyrr á árinu stofnaði Jón Hilmar Hallgrímsson, eða Jón stóri eins og hann kallar sig, hóp sem ber nafnið Semper Fi. Hans er getið í gögnunum sem DV hefur undir höndum. Þar segir að nafn hópsins sé eins konar kjörorð bandarískra landgönguliða og sé stytting á orðasambandinu „Semp- er fidelis“ sem merki Ávallt trúr. Meðlimir hópsins hafa ítrekað komist í kast við lögin, aðallega í tengslum við fíkniefni en einn- ig eru tengingar við margvíslega brotastarfsemi á borð við rekstur á spilavítum, peningaþvætti, of- beldi og hótanir. Opinber tilgangur hópsins er að æfa saman lyftingar og bardagaíþróttir en lögregla hef- ur grun um að tilurð hópsins megi rekja til ótta íslenskra brotamanna við aukin umsvif þess glæpahóps sem Pólverjar og Litháar myndi í undirheimum. Með öðrum orðum hafi íslenskir glæpamenn samein- ast til að geta mætt ógnunum og ofbeldisverkum erlendu mann- anna. Fram kemur einnig að til standi að byggja Semper Fi upp eins og MC Iceland og Black Pistons. Innan hópsins munu menn bera stöðuheiti og félagsmenn greiða gjöld til að njóta verndar inn- an hópsins. Raunar sé starfsem- in komin á það stig að hópurinn leiti nú að hentugu húsnæði undir starfsemina. Ef marka má greiningu lögreglu á ástandinu í undirheimum virðist hún hafa nokkuð til síns máls þeg- ar hún spáir því að von sé á upp- gjöri enda metur lögreglan það svo að almenningi, sem og starfs- mönnum lögreglu og tollþjónustu, stafi ógn af þeirri þróun sem orðið hefur. Fréttir | 15 Helgarblað 4.–6. mars 2011 MC ICELAND/HELLS ANGELS Stofnaður: 2009 Foringi: Einar „Boom“ Marteinsson Meðlimir: Vel á annað hundrað með áhangendaklúbbum. Facebook-vinir: Ekki með Facebook-síðu Höfuðstöðvar: Gjáhellu í Hafnarfirði MC BLACK PISTONS/OUTLAWS Stofnaður: Líklega 2010 Foringi: Ríkharður Ríkharðsson Meðlimir: 10 Facebook-vinir: 643 Höfuðstöðvar: Engar GLÆPAHÓPUR LITHÁA OG PÓLVERJA Stofnaður: Ekki vitað Foringi: Ekki vitað Meðlimir: Ekki vitað Facebook-vinir: Ekki með Facebook-síðu Höfuðstöðvar: Ekki vitað SEMPER FI Stofnaður: 2010-2011 Foringi: Jón stóri Meðlimir: Óvíst en fjölgar hratt Facebook-vinir: 504 Höfuðstöðvar: Leitar að húsnæði Hóparnir sem lögreglan óttast: M Y N D S IG TR Y G G U R A R I J Ó H A N N SS O N M Y N D B JÖ R N B LÖ N D A L SV IÐ SE T T M Y N D FRAMHALD Á NÆSTU SÍÐU Uppgjör Í leyniskjölum kemur fram að lögreglan hafi áhyggjur af fjórum hópum og til uppgjörs gæti komið. 4. mars 2011 Útlagi í Haugasundi Jón Trausti Lúthersson í Out- laws-klæðnaðinum. Hann stofnaði Black Pistons á Íslandi og í Haugasundi í Noregi. Er sjálfur kominn í Outlaws. Ísland og Haugasund Samtökin Hells Angels eru komin til Íslands og grunnur hefur einnig verið lagður að komu Outlaws með innreið Black Pistons sem Jón Trausti Lúthersson kom á laggirnar. Frændur okkar í Noregi glíma nú við sama vandamál og eru uggandi yfir þróuninni. Nú eru tvenn stór samtök tengd skipulagðri glæpastarfsemi í bænum. Langvinn deila Með dómnum lauk langri deilu á milli systursona Fischers og Miyoko Watai. Lyfjakostnaður lækkar Lyfjakostnaður Sjúkratrygginga Ís- lands lækkaði um rúmlega 1,1 millj- arð króna árið 2010 frá fyrra ári, eða um 10,7 prósent, þrátt fyrir að lyfja- notkun hafi aukist um tæp 6 pró- sent. Meginástæðan er aukin notkun ódýrari lyfja í kjölfar breytinga á reglum um greiðsluþátttöku. Kostn- aður vegna S-merktra lyfja, sjúkra- húslyfja, eru undanskilinn. Í mars árið 2009 var sett reglu- gerð sem takmarkaði almenna greiðsluþátttöku sjúkratrygginga við ódýrustu lyfin í tveimur stórum lyfjaflokkum og síðar bættust fleiri lyfjaflokkar við. Þetta eru blóðfitu- lækkandi lyf, magalyf, beinþéttnilyf, ákveðin blóðþrýstingslyf og þung- lyndislyf, öndunarfæralyf og tvö flogaveikilyf; keppra og lyrica. Markmið breytinganna er að læknar vísi á hagkvæmustu lyfin fyr- ir sjúklinga sína þegar verkun þeirra sé sambærileg verkun dýrari lyfja. Bólusetning gegn pneumó- kokkasýkingum Stefnt að því að hefja almenna bólu- setningu gegn pneumókokkum hér á landi nú í apríl. Útlit var fyrir að þær áætlanir myndu tefjast en nú hefur ráðherra velferðarmála ákveð- ið að þær skuli hefjast sem fyrst. Til að byrja með verður bólusett með bóluefninu synflorix, en niður- staða útboðs mun liggja fyrir síðar á þessu ári. Börn sem fæðast á árinu 2011 og síðar verða bólusett þriggja, fimm og tólf mánaða gömul. Börn fædd fyrir árið 2011 falla ekki undir almenna bólusetningu gegn pneumókokkum, en for- eldrar þeirra eiga þó kost á að láta bólusetja börn sín en þurfa sjálfir að standa straum af kostnaði bólu- efnisins. Með almennri bólusetningu er þess vænst að verulega megi draga úr alvarlegum sýkingum af völdum pneumókokka, en hér á landi grein- ast árlega um 11 börn yngri en 5 ára með slíka sýkingu. Bólusetningin mun einnig minnka líkur á öðrum sýkingum hjá börnum eins og lungnabólgu og miðeyrnabólgu. Þá er þess vænst að bólusetning ungbarna gegn sýking- um af völdum pneumókokka muni draga úr notkun sýklalyfja og þar með líkum á útbreiðslu fjölónæmra sýkla. Bygging nýs fang- elsins í útboð Bygging nýs fangelsis, sem ráð- gert er að bjóða út síðar í mán- uðinum, verður í útboði á vegum ríkisins og mun ríkið eiga fang- elsið. Ekki er gert ráð fyrir því að bjóðendur eigi bygginguna og leigi hana ríkinu eins og skilja hefur mátt af fréttum. Ögmundur Jónasson innan- ríkisráðherra segir að leið einkaframkvæmdar hafi reynst skattborgurum dýrari en útboð ríkisins og því verði farin sú leið varðandi fangelsið. Unnið er nú að gerð útboðsgagna og stefnt að því að unnt verði að bjóða verkið út síðar í mánuðinum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.