Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.2011, Blaðsíða 18
18 | Umræða 11. apríl 2011 Mánudagur
„Við höfum
upplifað hér
tíma þar sem
við áttum ekki
fyrir mat.“
n Stefán Karl Stefánsson leikari
um þá erfiðu tíma sem hann og fjölskylda
hans upplifðu áður en hann sló í gegn
vestra. – DV
„Hinn æðri
tilgangur með
þessu er að
koma fötl-
uðum kannski
aðeins meira í
dagsljósið.“
n Elva Dögg Gunnarsdóttir, grínisti og
einn meðlima uppistandshópsins
Hjólastólasveitin. Þeir gera óhræddir grín
að fötlun sinni og vilja sameina fólk í
hlátrinum. – DV
„Þetta var
bara eins og í
bíómynd.“
n Ragnhildur Jóna
Þorgeirsdóttir en
bíllyklunum hennar var
stolið á meðan hún var í vinnunni og
síðan brotist inn á heimili hennar. – DV
„Þetta er ekki gott fyrir
Ísland og ekki fyrir Hol-
lendinga.“
n Hollenski fjármálaráðherrann Jan
Kees de Jager segist hafa orðið fyrir
vonbrigðum með höfnun Íslendinga á
Icesave-samningunum. – Visir
„Heimsk þjóð fær það
ástand, sem hún á skilið.“
n Jónas Kristjánsson, fyrrverandi
ritstjóri, um það ástand sem hann telur
að muni skapast hér í kjölfarið þess að
Íslendingar höfnuðu Icesave-samning-
unum. – jonas.is
Ónýtt Alþingi
N
iðurstaða þjóðaratkvæða-
greiðslunnar um að Icesave
skuli fara fyrir dómstóla er
áfellisdómur yfir Jóhönnu
Sigurðardóttur. Þjóðin hefur nú gert
uppskátt að hún hafi allar götur ver-
ið andvíg samningaleiðinni sem Jó-
hanna forsætisráðherra ber öðrum
fremur ábyrgð á. Allt frá árinu 2008
hefur þjóðin hringsnúist í þessu einu
versta glæpamáli viðskiptasögunnar.
Tvær þjóðir voru rændar sparifé sínu
og vilja bætur frá ábyrgðarmönn-
um krimmanna. Gerðir hafa ver-
ið samningar á samninga ofan um
lausn málsins en ævinlega hafnað.
Nú liggur nokkuð skýrt fyrir að efni
samnings skipti engu máli. Þjóðin
vill dómsmál.
Það þýðir ekki fyrir Jóhönnu eða
Steingrím J. Sigfússon að láta sem
stórsigur Nei-sinna skipti engu máli
og lífið haldi áfram. Bæði brugðust
þau í málinu með ófyrirsjáanleg-
um afleiðingum. Rúmlega tveggja
ára, fokdýr, samningaferill er ónýtur
auk þess sem málið hefur tafið fyrir
endurreisn Íslands. Og í aðdraganda
kosninganna töluðu þau aldrei fyrir
sínu máli. Þögnin ein var það sem
ábyrgðarmenn samningsins höfðu
upp á að bjóða í stað þess að mæla
með gjörningum sínum. Og grunur
er uppi um að tveir ráðherrar ríkis-
stjórnarinnar hafi kosið gegn samn-
ingnum sem flokkar þeirra höfðu
samþykkt á Alþingi. Hvorki Jón
Bjarnason sjávarútvegsráðherra né
Ögmundur Jónasson innanríkisráð-
herra, sem samþykkti samninginn á
Alþingi, hafa treyst sér til að bera til
baka tíðindi um að þeir hlaupi í aðra
átt en ríkisstjórnin í þessu máli. Stað-
an er augljós. Ríkisstjórn Jóhönnu er
óstarfhæf og ekki boðlegt af henni að
sitja áfram. Niðurstaða þjóðarinn-
ar er einnig áfellisdómur yfir þeim
mikla meirihluta þingmanna sem
samþykkti nýjustu útgáfuna að Ice-
save. Staðfest er gjá milli þings og
þjóðar. Núverandi Alþingi er ónýtt og
það endurspeglast í aðgerðarlausri
ríkisstjórn.
Stjórnin hefur misst hartnær
helming af fylgi sínu vegna aðgerð-
arleysis og getuleysis. Mistök Jó-
hönnu eru við hvert fótmál. Atvinnu-
lífið í landinu er við þau mörk að
lamast. Trú þjóðarinnar á þinginu
er neðan við boðleg mörk. Skjald-
borgin fyrir almenning kom aldrei.
Stjórnin kemur ekki málum í gegn.
Boðaðar breytingar á kvótakerfi sæ-
greifanna eru þar talandi dæmi eins
og aðildarumsóknin að Evrópusam-
bandinu. Líkt og í Icesave-málinu
þá gerist ekkert. Það er því dagljóst
að endurnýja verður umboð þing-
manna. Það eina rétta í málinu er því
að efna til kosninga sem fyrst. Hæfi-
legt væri að kjósa í haust og hafa þá
inni í myndinni tillögur stjórnlaga-
ráðs, einkum og sér í lagi hvað varð-
ar þjóðaratkvæði og stöðu forseta Ís-
lands í stjórnskipan landsins. Þjóðin
verður þá að taka af því áhættuna að
til valda komist einhverjir þeirra sem
stærsta ábyrgð bera á hruninu.
Leiðari
Voru veðurguð-
irnir að mótmæla
Icesave?
„Fagnaðar-
lætin eru bara svo
rosaleg hjá veður-
guðunum að það
hálfa væri nóg.
Áfram Ísland!“
segir Sigurður
Þ. Ragnarsson,
Siggi stormur, um
vonskuveðrið sem gekk yfir landið
daginn eftir að Íslendingar höfnuðu
Icesave- samningnum.
Spurningin
Bókstaflega
Reynir Traustason ritstjóri skrifar„Hæfilegt væri að
kjósa í haust.
Karl stendur í ströngu
n Karl Axelsson hæstaréttarlög-
maður hefur staðið í ströngu upp
á síðkastið. Lögmaðurinn varði
Baldur Guðlaugs-
son fyrir Héraðs-
dómi Reykjavíkur
sem endaði með
því Baldur var
dæmdur í tveggja
ára óskilorðs-
bundið fangelsi.
Hafa ýmsir rætt
um það að Karl
hefði gætt hagsmuna umbjóðanda
síns betur ef hann hefði látið hann
játa brot sitt á fyrstu stigum málsins.
Karl var hins vegar ekki viðstaddur
dómsuppkvaðninguna yfir Baldri.
Heimildir herma að Karl hafi verið
í Lúxemborg þar sem hann gætir
hagsmuna Magnúsar Guðmunds-
sonar, fyrrverandi forstjóra Kaup-
þings í Lúx, en hann var yfirheyrður
af bresku lögreglunni auk þess sem
leitað var heima hjá honum.
Pínleg uppákoma
n Nokkra athygli vakti í vikunni þeg-
ar lögmaður þrotabús Kaupþings,
Guðni Haraldsson, var ekki viðstaddur
dómsuppkvaðn-
ingu í Héraðs-
dómi Reykjavíkur
þegar kveðinn var
upp úrskurður
um frávísunar-
kröfu Sigurðar
Einarssonar, fyrr-
verandi stjórnar-
formanns Kaup-
þings. Þrotabú Kaupþings vill rifta
þeirri ákvörðun stjórnar Kaupþings
að fella niður persónulegar ábyrgðir
starfsmanna Kaupþings á kúlulán-
um til hlutabréfakaupa í bankanum.
Frávísunarkröfu Sigurðar var hafnað
en lögmaður Sigurðar, Gestur Jónsson,
fór fram á að málið yrði fellt niður
vegna þess að ekki var veitt fyrir hönd
Kaupþings. Pínleg uppákoma fyrir
Kaupþing, vægast sagt, enda snýst
málareksturinn um hundruð millj-
ónir króna og siðferðilegt réttmæti
þessarar umdeildu aðgerðar stjórnar
Kaupþings.
Betra að gráta í Benz
n Hannes Hólmsteinn Gissurarson,
doktor og prófessor í HÍ, hefur mikið
verið til umfjöllunar í fjölmiðlum upp
á síðkastið. Meðal þess sem fjallað
hefur verið um
eru styrkir sem
hann fékk frá fjár-
málaráðuneyt-
inu fyrir að boða
skattalækkanir.
Auk þess hefur
verið teiknuð upp
sú mynd af hon-
um að hann hafi
í reynd alltaf verið á launum hjá hinu
opinberu og hafi því ekki náð raun-
verulegum árangri á hinum frjálsa
markaði sem hann er þó sífellt að lofa
og prísa. Rifjuðust þá upp fyrir mönn-
um þau fleygu orð Hannesar að þar
sem lífið sé nú hvort sem er alltaf tára-
dalur, þar sem ævinlega blási á móti,
sé þó betra að gráta af harmi í Benz en
í Skóda. Í ljósi nýlegra uppgötvana um
Hannes er því ekki úr vegi að benda á
að líklega sé enn betra að gráta í Benz-
inum ef hann er fjármagnaður af hinu
opinbera.
Sandkorn
TRYGGVAGÖTU 11, 101 REYKJAVÍK
Útgáfufélag: DV ehf.
Stjórnarformaður:
Lilja Skaftadóttir
Ritstjórar:
Jón Trausti Reynisson, jontrausti@dv.is
og Reynir Traustason, rt@dv.is
Fréttastjóri:
Ingi Freyr Vilhjálmsson, ingi@dv.is
Ritstjórnarfulltrúi:
Jóhann Hauksson, johann@dv.is
Umsjón helgarblaðs:
Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir, ingibjorg@dv.is
Umsjón innblaðs:
Ásgeir Jónsson, asgeir@dv.is
DV á netinu: dv.is
Aðalnúmer: 512 7000, Ritstjórn: 512 7010,
Áskriftarsími: 512 7080, Auglýsingar: 512 7050.
Smáauglýsingar: 512 7004.
Umbrot: DV. Prentvinnsla: Landsprent. Dreifing: Árvakur.
DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins
á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð.
Ögmundur Jónasson innanríkis-ráðherra er algjörlega frábær náungi. Hann hlustar grannt
eftir hjartslætti samfélagsins og tekur
hiklaust afstöðu eins og fólkið í land-
inu. Þannig hefur hann, rétt eins og
Svarthöfði, ýmist verið með eða á móti
Icesave í gegnum tíðina. Og hann hef-
ur verið einstaklega staðfastur á skoð-
un sinni, hver sem hún hefur verið.
Þannig gekk hann með látum úr ríkis-
stjórninni út af Icesave á sínum tíma.
Ögmundur er æðstráðandi innan Vinstri grænna. Það er þó Stein-grímur J. Sigfússon sem form-
lega er formaður. En þannig er það
meðan Ögmundur leyfir. Steingrím-
ur er skjálfandi á beinunum þegar
Ögmundur er nærri og sætir í raun
jákvæðri kúgun. Ögmundur gætir
þess vandlega að halda formanninum
við efnið í öllum helstu málum. Eftir
að hafa verið utan stjórnar í nokkur
misseri féllst Ögmundur á þrábeiðni
Steingríms um að snúa aftur í stjórn-
ina. Hönd í hönd komu þeir á frábæru
samkomulagi við Breta og Hollend-
inga um hið illræmda Icesave. Og það
var með miklum gleðibrag að fóst-
bræðurnir í VG greiddu samkomulag-
inu atkvæði sín á Alþingi Íslendinga
líkt og yfirgnæfandi meirihluti þing-
manna.
Athyglisvænn forseti Íslands gerði svo Ögmundi þann óleik að vísa lögunum til þjóðaratkvæða-
greiðslu. Þá fór hrollur um Ömma
sem fann það á þjóð sinni að hún vildi
ekki borga Bretum og Hollending-
um þá blóðpeninga sem lögin kváðu
á um. Ögmundur átti í mikilli innri
baráttu vegna þessa. Svo fór að félagar
hans láku því til Eyjunnar, fjölmiðlis
á vegum Samfylkingar, að innanríkis-
ráðherrann hefði tekið ákvörðun um
að segja nei við lögunum sem hann
hafði sagt já við á Alþingi. Fréttin vakti
gríðarlega athygli. Ráðherrann blogg-
aði af krafti um málið og taldi það vera
óstaðfest að hann ætlaði að segja nei.
Hann lét þó ógert að segja að hann
myndi segja já. Fullyrðingar um nei-ið
ofan í já-ið stóðu því óhaggaðar. Ofan
á þetta bættist að fullvíst var talið að
náinn bandamaður Ögmundar, Jón
Bjarnason sjávarútvegsráðherra, hefði
einnig sagt nei við óskapnaðinum.
Eftir situr Steingrímur J. með já-ið sitt. Einhver taldi að Ög-mundur hefði stungið hann í
bakið. Auðvitað er ekki svo eins og
lesa má á heimasíðu innanríkis-
ráðherrans: „Staðreyndin er sú að
við Steingrímur J. Sigfússon höfum
verið nánir félagar svo lengi sem ég
man eftir mér í pólitíkinni“. Einhver
tautaði í barm sér að sá sem ætti svo
náinn félaga sem Ögmund þyrfti ekki
á óvinum að halda.
Svarthöfði
NEI OFAN Í JÁ