Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.2011, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.2011, Blaðsíða 4
4 | Fréttir 11. apríl 2011 Mánudagur Tannvernd barna verði hluti af almenna heilbrigðiskerfinu: Mýkri Framsókn boðuð Framsóknarflokkurinn vill að tann- vernd barna verði hluti af almenna heilbrigðiskerfinu. Þetta kemur fram í ályktun flokksins um heilbrigðismál. Þar kemur einnig fram að á Íslandi eigi allir að hafa aðgang að fullkomn- asta heilbrigðiskerfi sem völ sé á og mikilvægt sé að tryggja jafnan aðgang að því óháð búsetu og efnum. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, nýendurkjörinn formaður flokks- ins, segir Framsóknarflokkinn hafa lært það af þrengingum undanfarin misseri að setja mýkri málin á odd- inn: „Ég lagði mikla áherslu á þetta, meðal annars í setningarræðu minni, að flokkurinn þyrfti að færa sig aftur í mjúku málin. Þó að áhersla sé alltaf á atvinnumálin þá væri það til lítils ef menn gleyma lykilatriðunum sem fel- ast í velferð fólksins sem byggir land- ið.“ DV sagði frá því að á síðasta ári hafi verið rúmar 296 milljónir í afgang af fjárveitingum tannlækninga á sama tíma og tannlæknar á neyðarvakt vitn- uðu um skelfilega tannheilsu barna efnalítilla fjölskyldna. „Það er alvarlegt mál að börn þeirra tekjuminni njóta ekki sömu heilbrigð- isþjónustu og þeirra efnameiri,“ seg- ir Sigmundur Davíð sem segir það skjóta skökku við því heilbrigðiskerfið eigi að þjóna öllum óháð efnum. „Við vitum af börnum þeirra sem tekjuminni eru sem njóta ekki sömu þjónustu og önnur börn og það er skelfilegt. Það að taka einn hluta heil- brigðisþjónustunnar út fyrir kerfið finnst okkur að auki órökrétt. Ég tala nú ekki um þegar þetta eru oft og tíð- um mjög dýrar aðgerðir en nauðsyn- legar. Miðað við prinsippin sem menn hafa um heilbrigðisþjónustu fyrir alla þá uppfyllir þetta bæði skilyrðin. Þetta er kostnaður sem tekjuminna fólk á erfitt með að bera og hins vegar er erf- itt að færa rök fyrir því að tennur sér- staklega séu eitthvað síður mikilvægt en annað er varðar heilsu barna.“ kristjana@dv.is www.eirberg.is • 569 3100 • Stórhöfða 25 Hlaupasokkar • Minnka verki og þyngsl í kálfum • Minni hætta á blöðrumyndun • Draga úr bjúgsöfnun Breska efnahagsbrotadeildin (Ser- ious Fraud Office, SFO) yfirheyrði Hreiðar Má Sigurðsson, fyrrverandi forstjóra Kaupþings, og Magnús Guðmundsson, fyrrverandi forstjóra Kaupþings í Lúxemborg, í Lúxem- borg í þarsíðustu viku, samkvæmt heimildum DV. Í tengslum við rann- sókn bresku efnahagsbrotadeild- arinnar voru framkvæmdar fimm húsleitir í Lúxemborg. Ein af hús- leitunum var framkvæmd á heim- ili Hreiðars Más og önnur á heim- ili Magnúsar, samkvæmt heimildum DV. Auk þess sem fullyrða má að leitað hafi verið í Banque Havilland, sem áður hét Kaupþing í Lúxemborg. DV hafði samband við Hreiðar Má á föstudag til að spyrja hann um mál- ið og hvort breska efnahagsbrota- deildin hefði yfirheyrt hann vegna málefna Kaupþings. Hreiðar Már vildi hins vegar ekki tjá sig um málið: „Ég hef ekki áhuga á að tjá mig.“ Á sama tíma stóð embætti sér- staks saksóknara, Ólafs Haukssonar, fyrir umfangsmikilli húsleit í höfuð- stöðvum Banque Havilland í Lúx- emborg. Í samtali við DV fyrir helgi sagði Ólafur að húsleitin, sem stóð yfir í viku – frá þriðjudegi til þriðju- dags, hefði gengið vel og að lagt hefði verið hald á talsvert magn gagna. „Þetta gekk afar vel, jafnvel framar vonum.“ Rannsókn SFO og sérstaks sak- sóknara tengjast þó ekki beint og átti embætti Ólafs ekki aðild að rassíu SFO. Þá voru SFO og sérstakur sak- sóknari ekki að rannsaka sömu mál- in í Lúxemborg að þessu sinni. Áframhald á rassíunni í London Rassía SFO í Lúxemborg er áfram- hald á rassíu efnahagsbrotadeildar- innar og embættis sérstaks saksókn- ara sem hófst í London og Reykjavík í síðasta mánuði. Þá voru Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarfor- maður Kaupþings, Ármann Þor- valdsson, fyrrverandi forstjóri Kaup- þing Singer & Friedlander í London, og bræðurnir og fjárfestarnir Vin- cent og Robert Tchenguiz hand- teknir og yfirheyrðir. Tólf húsleitir voru gerðar og níu voru handteknir í London og Reykjavík. Rannsókn SFO beinist að minnsta kosti öðrum þræði að hundraða milljarða króna lánveit- ingum Kaupþings til Roberts og Vincents – aðallega Roberts – en við bankahrunið haustið 2008 numu skuldir þeirra bræðra við Kaupþing um 320 milljörðum króna. Meðal þess sem er til rannsóknar er rúm- lega 120 milljarða króna yfirdrátt- arlán sem Kaupþing veitti Robert nokkrum mánuðum fyrir banka- hrunið 2008. Hluti af rannsókn- inni snýst um það hvort hluti þess fjármagns sem safnaðist í gegnum Edge-innlánsreikninga Kaupþings hafi með einum eða öðrum hætti runnið til móðurbankans á Íslandi og þaðan til Roberts. Þurftu að ræða við Magnús og Hreiðar Má Þar sem Hreiðar Már og Magnús eru búsettir í Lúxemborg en ekki á Eng- landi gat SFO ekki handtekið þá og yfirheyrt í rassíunni í London í síð- asta mánuði, samkvæmt heimildum DV. Þess vegna þurfti SFO að fara til Lúxemborgar til að ræða við þá. Embætti sérstaks saksóknara þurfti hins vegar ekki að ræða við þá Hreiðar Má og Magnús í Lúxemborg þar sem embættið hafði þegar rætt við þá. Hreiðar Már og Magnús voru meðal þeirra fyrrverandi stjórn- enda Kaupþings sem voru hand- teknir, hnepptir í gæsluvarðhald og yfirheyrðir af embætti sérstaks saksóknara í maí í fyrra. Þess í stað ræddi embætti sérstaks saksóknara við fjölmarga erlenda ríkisborgara í Lúxemborg sem tengjast þeim mál- um sem embættið rannsakar um þessar mundir. Öfugt við embætti sérstaks sak- sóknara hafði SFO ekki rætt við Hreiðar Má og Magnús um málin sem eru til rannsóknar. Með þessum yfirheyrslum SFO hefur efnahags- brotadeildin yfirheyrt alla helstu stjórnendur Kaupþings vegna þeirra mála sem til rannsóknar eru. Starfi SFO og embættis sérstaks saksóknara í Lúxemborg lauk í lok síðustu viku. Hreiðar og Magnús yfirHeyrðir í Lúx n Hreiðar Már og Magnús yfirheyrðir í Lúxemborg n Breska efnahags- brotadeildin yfirheyrði þá n Kaupþingsrassían sem hófst í London og Reykjavík hélt áfram n Leitað á heimilum Hreiðars og Magnúsar í Lúx„Ég hef ekki áhuga á að tjá mig.Ingi Freyr Vilhjálmsson fréttastjóri skrifar ingi@dv.is Yfirheyrðir í Lúxemborg Breska efnahagsbrotadeildin, SFO, yfir- heyrði Hreiðar Má Sigurðsson og Magnús Guðmundsson í Lúxemborg í þarsíðustu viku. Magnús sést á leið úr yfirheyrslu hjá sérstökum saksóknara í fyrra. Leitað var á heimilum þeirra beggja. Banaslys í Langadal Banaslys varð í Langadal skammt vestan við veginn til Vopnafjarðar á sunnudag. Lögreglunni á Egilsstöð- um var tilkynnt um slysið laust fyrir klukkan sjö að morgni en um var að ræða fólksbifreið með tveimur karl- mönnum í. Um átta leytið var annar mannanna úrskurðaður látinn en hinn var minna slasaður. Rannsókn málsins er í höndum rannsóknar- deildar lögreglunnar á Eskifirði í sam- vinnu við lögregluna á Egilsstöðum. Kveikt í bílum í Njarðvík Grunur leikur á að kveikt hafi verið í tveimur bílum sem stóðu við Fitjabraut í Njarðvík á sunnu- dagsmorgun. Slökkviliðið á Suð- urnesjum var kallað á vettvang um klukkan átta að morgni en um var að ræða gamla bíla sem báðir voru númerslausir. Í fyrstu var talið að kviknað hefði í hús- næði en sem betur fer náði eld- urinn ekki að breiðast út. Báðir bílarnir eru taldir ónýtir eftir eldsvoðann. Fíkniefnamál í Fjarðabyggð Lögreglan á Eskifirði hefur hald- lagt umtalsvert magn fíkniefna að undanförnu í allnokkrum aðgerð- um. Um er að ræða marijúana og amfetamín auk áhalda og tóla til neyslu. Í tilkynningu sem lögreglan á Eskifirði sendi frá sér á sunnudag vegna málsins kemur fram að fjórir einstaklingar hafi verið kærðir fyrir akstur undir áhrifum fíkniefna og átta verið handteknir í tengslum við málin. Þá er þegar búið að fara í þrjár húsleitir auk þess sem leitað var í bifreiðum í tengslum við rann- sókn málanna. Öll komu þau upp í Fjarðabyggð. Málin eru öll upplýst og til meðferðar hjá ákæruvaldinu. Framsóknarflokkurinn verður mjúkur Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segir Framsóknarflokkinn hafa dregið lærdóm af kreppunni. Framsóknarflokkurinn verði að verða mjúkur flokkur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.