Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.2011, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.2011, Blaðsíða 6
6 | Fréttir 11. apríl 2011 Mánudagur Á fyrsta fundi þingflokks Vinstri grænna eftir að Guðfríður Lilja Grét­ arsdóttir snéri aftur úr fæðingar­ orlofi var ákveðið að setja hana af sem formann þingflokksins. Árni Þór Sigurðsson, sem hefur gegnt starfi þingflokksformanns VG í fjarveru Guðfríðar Lilju, var kjörinn þing­ flokksformaður á fundinum. Ekki var eining innan þingflokksins um þessa ráðstöfun en Ögmundur Jónas son var á meðal þeirra sem vildi halda Guðfríði Lilju sem formanni en varð undir að lokum í atkvæðagreiðslu um málið. Ekki liggur nákvæmlega fyrir hvers vegna hún var sett af sem þingflokksformaður en ekki er úti­ lokað að það tengist andstöðu henn­ ar við forystu flokksins í Icesave­mál­ inu. „Mér kemur á óvart að hreyf­ ing sem kennir sig við femínisma og kvenfrelsi gangi fram með þess­ um hætti og setji af konu sem er að koma úr fæðingarorlofi,“ sagði Guð­ fríður Lilja þegar hún var innt eftir viðbrögðum við því að hún hafi verið sett af sem formaður þingflokks VG. Guðfríður Lilja og Ögmundur lýstu því bæði yfir að þetta hafi komið þeim á óvart. Ögmundur sagði jafn­ framt að þetta væri ekki í anda laga um fæðingarorlof. „Þeir sem vildu hafa þennan hátt á verða að svara fyrir það, hvað fyrir þeim vakti,“ sagði Ögmundur þegar hann var spurður út í ástæður þess að Guðfríður Lilja var sett af. Virðist því sem miklar um­ ræður eigi eftir að eiga sér stað inn­ an Vinstri grænna um málið á næst­ unni. Guðfríður Lilja vildi engu spá fyrir um framhaldið en sagðist ætla að sinna sínu starfi eftir sem áður af trúmennsku. gudni@dv.is Árni Þór Sigurðsson kjörinn þingflokksformaður Vinstri grænna: Guðfríður sett af „Þetta er ólýsanleg tilfinning. Ég er ennþá að átta mig á þessu,“ seg­ ir Dagur Sigurðsson, tvítugur nemi í Tækniskólanum í Reykjavík, að­ spurður hvernig tilfinning það væri að standa uppi sem sigurvegari Söngkeppni framhaldsskólanna. Dagur kom sá og sigraði á laugar­ dagskvöld en keppnin var haldin fyr­ ir troðfullu húsi í Íþróttahöllinni á Akureyri. Þar flutti Dagur bítlalagið vinsæla Helter Skelter, sem í íslenskri þýðingu Dags hét Vitskert vera. Keppnin var spennandi og ljóst að það leynast margir efnilegir söngvar­ ar í menntaskólum landsins. Fagmaður Dagur titlar sig sem fagmann í síma­ skránni og svo virðist sem það sé ekk­ ert grín þar sem enginn byrjandabrag­ ur var á flutningi hans. Hann tók þátt í keppninni fyrir þremur árum og þá fyrir hönd Fjölbrautaskólans í Ármúla. Dagur lenti þá í þriðja sæti en mætti í ár reynslunni ríkari. Það var að ekki að sjá á Degi að hann væri stressaður uppi á sviði fyrir framan troðfullt íþróttahús af mennt­ skælingum. „Alls ekki,“ segir Dagur að­ spurður hvort að hann hafi fundið fyrir taugatitringi áður enn hann steig upp á svið. „Ég var alveg tilbúinn í þetta. Mér líður best uppi á sviði, nýt mín í botn,“ segir hann og hlær. Aðspurður hvernig viðbrögð hann sé búinn að fá eftir sigurinn segir Dagur: „Facebo­ ok­síðan mín logar og ég er búinn að fá endalaust af alls konar skilaboðum. Það eru allir mjög ánægðir með þetta.“ Draumur að taka upp Dagur segir keppnina í gær hafa ver­ ið eina þá bestu frá upphafi. „Hún var mögnuð. Frábærir keppendur og mjög vel að öllu staðið. Stemningin á með­ al keppendanna var líka alveg frábær. Allir þekktu alla og við vorum eins og ein stór fjölskylda.“ Hvað lagavalið varðar og hvort að Bítlarnir séu í uppáhaldi svarar hann játandi. „Maður hatar ekki Bítlana,“ segir hann og bætir við „Ég fæddist að­ eins of seint. Uppáhaldshljómsveitin mín er Led Zeppelin og ég er dálítið fyrir þetta gamla rokk.“ Dagur er í grunnámi í upplýsinga­ og fjölmiðlafræði og stefnir á að gerast grafískur miðlari í framtíðinni, það er að segja, ef tónlistarferilinn verður ekki ofan á. „Ég er búinn að syngja alveg frá því að ég var um tíu ára gamall. Ég var í hljómsveit þegar ég var yngri en núna stefni ég á að fara að semja meira sjálf­ ur,“ segir Dagur um söngferil sinn fram að þessu. „Næsta skref er að setja sam­ an nýja hljómsveit og fara að taka upp eigið efni. Það er draumurinn.“ „Maður hatar ekki Bítlana“ n Dagur Sigurðsson vann Söngkeppni framhaldsskólanna með frábærum flutningi n Segist líða best uppi á sviði n Stefnir á að taka upp eigið efni Hanna Ólafsdóttir blaðamaður skrifar hanna@dv.is „Næsta skref er að setja saman nýja hljómsveit og fara að taka upp eigið efni. Ekkert stress Dagur Sigurðsson, sigurvegari í Söngkeppni fram- haldsskólanna, segist njóta sín best uppi á sviði. MynD StEFÁn ErlingSSon Björgunarsveitir kallaðar út: Víða tjón vegna veður- ofsans Kalla þurfti út út allar björgunar­ sveitir á Suðurnesjum, á höfuð­ borgarsvæðinu og á Akranesi vegna vonskuveðurs á sunnudag. Tugir aðstoðarbeiðna bárust og voru á annað hundrað björgunarsveitar­ menn að störfum á Suðvesturlandi. Björgunarsveitarhópar fengust við fjúkandi þakplötur og lausa muni en einnig var eitthvað um að festa þyrfti þakkanta sem losnuðu. Á Akranesi fuku þakplötur af bílskúr og brutu rúður í nærliggj­ andi húsi. Þá var nokkuð um að ruslatunnur, grill, bílkerrur, grind­ verk og lausir munir væru á ferð. Mikið drasl fauk yfir Sandgerðisveg og olli veg­ farendum þó nokkrum vandræðum. Samkvæmt lögreglunni á höfuð­ borgasvæðinu var eitthvað um að trampólín og grill sem vorþyrstir höfuðborgarbúar höfðu tekið fram væru að fjúka. Tjón hefur orðið á ökutækjum vegna foks og maður meiddist lítillega þegar grindverk fauk á hann á Skólavörðuholtinu. Einnig þurftu farþegar í nokkrum farþegaþotum að bíða af sér veðrið og sitja sem fastast í vélunum á Keflavíkurflugvelli. Þá fóru tveir fólksbílar út af efst á Holtavörðuheiði. Mjög hvasst var á svæðinu og vont ferðaveður. Öku­ maður og farþegi úr öðrum bílnum voru fluttir á heilsugæslustöðina í Borgarnesi til aðhlynningar. Óhapp­ ið varð með þeim hætti að bíll fór út af veginum og fólk sem ók þar á eftir stoppaði til að að veita aðstoð. Þá kom þriðji bíllinn og fór hann út af og valt tvær veltur. Ökumaður og farþegi í þeim bíl hlutu minni­ háttar meiðsl. Ekkert ferðaveður var á flestum fjallvegum á vestanverðu landinu sem og þar sem vindur stóð af fjöllum. Þakplötur losnuðu af húsi á horni Bræðraborgarstígs og Vesturgötu á sunnudagskvöld. Þá brotnaði stórt tré á Túngötu. nýkomin úr orlofi Guðfríður segir að það komi henni á óvart að hún hafi verið sett af.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.