Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.2011, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.2011, Blaðsíða 25
Sport | 25Mánudagur 11. apríl 2011 Arsenal aftur á sigurbraut með 3–1 sigri á Blackpool: Rúmur mánuður frá síðasta sigri „Við höfðum fyrir þessum sigri og verðskulduðum hann,“ sagði Robin van Persie, framherji Arsenal, eftir sigur liðsins á Blackpool í ensku úr- valsdeildinni á sunnudaginn, 3–1. Sigurinn var virkilega kærkominn fyrir Arsenal því liðið hafði ekki unn- ið leik í rúman mánuð eða allt frá því það valtaði yfir Leyton Orient í bikar- keppninni, 5–0, þann 3. mars. Síðan þá hafði Arsenal ekki innbyrt sigur í fjórum deildarleikjum í röð auk taps gegn Barcelona í Meistaradeildinni og gegn Manchester United í bikarn- um. Arsenal komst í 2–0 með mörk- um í fyrri hálfleik frá Abou Diaby og Emmanuel Eboue. Hefði Arsenal auðveldlega getað skorað fleiri mörk. Blackpool jafnaði metin snemma í seinni hálfleik þar sem Jens Leh- mann, sem stóð vaktina í markinu, var heppinn að fjúka ekki út af. Hann felldi framherja Blackpool sem var sloppinn í gegn en var heppinn að Gary-Taylor Fletcher var mættur til að rúlla boltanum yfir línuna og var því hagnaðurinn látinn gilda. Rob- in van Persie bætti við marki fyrir Arsenal en Blackpool var rænt aug- ljósri vítaspyrnu áður en það gerðist. „Við trúum því að við getum unn- ið alla leikina sjö sem við eigum eftir. Það er okkar að sanna hvers megn- ugir við erum. Við erum með frábært lið og nú ætlum við að sýna það,“ sagði Persie sem skoraði sitt tíunda mark í tólf leikjum í leiknum. Hinn litríki Jens Lehmann varði mark Arsenal í fyrsta skipti eftir end- urkomuna og var ánægður með leik- inn. „Núna erum við komnir aftur í baráttuna. Ég veit samt ekki hvort þetta var víti og rautt á mig. Þessi regla er alltaf að breytast. Ég er bara ánægður með sigurinn og ef þetta er minn síðasti á ferlinum er ég ánægð- ur að við unnum,“ sagði Jens Leh- mann. tomas@dv.is Úrslit Enska úrvalsdeildin Úlfarnir - Everton 0-3 0-1 Jermaine Beckford (20.), 0-2 Phil Neville (39.), 0-3 Diniyar Bilyaletdinov (44.). Blackburn - Birmingham 1-1 0-1 Lee Bowyer (31.), 1-1 David Hoilett (45.). Bolton - West Ham 3-0 1-0 Daniel Sturridge (13.), 2-0 Chung-Yong Lee (20.), 3-0 Daniel Sturridge (50.). Chelsea - Wigan 1-0 1-0 Florent Malouda (67.). Man. Utd - Fulham 2-0 1-0 Dimitar Berbatov (12.), 2-0 Antonio Valencia (32.) Sunderland - WBA 2-3 1-0 Nicky Shorey (9. sm), 1-1 Peter Odemwingie (28.), 2-1 Phillip Bardsley (31.), 2-2 Youssouf Mulunbu (53.), 2-3 Paul Scharner (71.). Tottenham - Stoke 3-2 1-0 Peter Crouch (11.), 2-0 Luka Modric (18.), 2-1 Matthew Etherington (26.), 3-1 Peter Crouch (33.), 3-2 Kenwyne Jones (41.). Blackpool - Arsenal 1-3 0-1 Abou Diaby (17.), 0-2 Emmanuel Eboue (20.) 1-2 Gary-Taylor Fletcher (52.), 1-3 Robin van Persie (76.). Aston Villa - Newcastle 1-0 1-0 James Collins (24.). STAÐAN Lið L U J T M St 1 Man. Utd 32 20 9 3 70:32 69 2 Arsenal 31 18 8 5 62:30 62 3 Chelsea 31 17 7 7 55:25 58 4 Man. City 31 16 8 7 50:27 56 5 Tottenham 31 14 11 6 44:36 53 6 Liverpool 31 13 6 12 42:38 45 7 Everton 32 10 14 8 45:41 44 8 Bolton 32 11 10 11 46:43 43 9 Newcastle 32 10 9 13 48:47 39 10 WBA 32 10 9 13 46:59 39 11 Fulham 32 8 14 10 36:35 38 12 Stoke City 32 11 5 16 39:42 38 13 Sunderland 32 9 11 12 35:45 38 14 Aston Villa 32 9 10 13 40:53 37 15 Blackburn 32 9 8 15 40:52 35 16 Birmingham 31 7 14 10 31:43 35 17 Blackpool 32 9 6 17 46:66 33 18 West Ham 32 7 11 14 38:56 32 19 Wolves 32 9 5 18 36:56 32 20 Wigan 32 6 13 13 29:52 31 Barnsley - Bristol City 4-2 Derby - Coventry 2-2 Aron Einar Gunnarsson spilaði allan leikinn fyrir Coventry og skoraði fyrsta mark leiksins. Doncaster - Cardiff 1-3 Ipswich - Crystal Palace 2-1 Leicester - Burnley 4-0 Millwall - Leeds 3-2 Nott. Forest - Reading 3-4 Ívar Ingimarsson spilaði allan leikinn fyrir Reading en Brynjar Björn Gunnarsson var ekki í leikmannahópnum. Portsmouth - Preston 1-1 Hermann Hreiðarsson stóð vaktina vörn Portsmouth allan leikinn. Scunthorpe - QPR 4-1 Heiðar Helguson var ekki í leikmannahópi QPR. Sheff. United - Middlesbrough 1-2 Watford - Hull 1-2 Swansea - Norwich 3-0 STAÐAN Lið L U J T M St 1. QPR 40 22 13 5 64:27 79 2. Norwich 40 19 13 8 68:50 70 3. Cardiff 40 20 9 11 67:48 69 4. Swansea 40 21 6 13 57:38 69 5. Reading 40 17 15 8 68:46 66 6. Leeds 40 17 13 10 75:64 64 7. Millwall 40 16 12 12 55:42 60 8. Nottingham F. 40 15 15 10 52:43 60 9. Leicester 40 17 8 15 63:59 59 10. Hull 40 15 14 11 44:40 59 11. Burnley 39 15 12 12 54:52 57 12. Watford 40 15 11 14 69:58 56 13. Ipswich 40 16 7 17 52:51 55 14. Portsmouth 40 15 10 15 51:51 55 15. Bristol City 40 15 8 17 53:58 53 16. Barnsley 40 13 11 16 49:59 50 17. Middlesbro 39 13 9 17 51:58 48 18. Coventry 40 12 10 18 45:52 46 19. Derby 40 12 9 19 51:59 45 20. Doncaster 40 11 11 18 50:71 44 21. Cr. Palace 40 11 9 20 40:62 42 22. Scunthorpe 40 11 4 25 37:75 37 23. Preston 40 8 11 21 46:69 35 24. Sheffield Utd 40 9 8 23 35:64 35 Baráttan Arsenal og Blackpool gáfu allt í leikinn á Bloomfield. MYND REUTERS „Þetta hefur kannski verið of þægi- legur tími,“ segir Teitur Örlygsson, þjálfari körfuknattleiksliðs Stjörn- unnar, um þann tíma sem Stjarnan hefði getað hvílt sig á meðan KR klár- aði sitt frábæra einvígi gegn Keflavík í undanúrslitum Iceland Express- deildarinnar. KR og Stjarnan hefja leik í kvöld, mánudag, í úrslitarimm- unni sjálfri en þetta er í fyrsta skiptið í sögunni sem Stjarnan leikur til úr- slita. „Sagan segir að það sé slæmt að bíða svona lengi. Það sé betra að koma beint úr hörkunni og halda áfram. En það verður bara áskorun fyrir okkur að mæta tilbúnir í rimm- una,“ segir Teitur sem getur hald- ið áfram að skrifa söguna í Garða- bænum á næstu vikum er Stjarnan berst við Vesturbæjarstórveldið í úr- slitarimmunni. Reynum að ná okkur niður á jörðina „Ég held að við séum bara ágætlega tilbúnir í þessa rimmu,“ segir Teitur. „Við höfum verið að æfa vel að und- anförnu en einnig reynt taka því ró- lega og koma okkur niður á jörðina. Við höfum horft á leiki KR og Kefla- víkur í leik gegn hvort öðru og hvort í sínu lagi. Það kemur samt ekki í ljós hvernig við erum stemmdir fyrir enn á gólfið verður komið,“ segir Teitur, en hvar liggja helstu styrkleikar KR að hans mati? „Þeir eru ofboðslega hraðir og skora mikið af stigum úr hröðum sóknum. Svo hika þeir ekki held- ur við að taka þriggja stiga skot. Við þurfum því að vera frekar fljótir til baka. Ég held að það verði mikið lykil atriði fyrir okkur. En við höfum verið að fara yfir hvað þeir hafa ver- ið að gera gegn Keflavík og reynt að læra af því,“ segir Teitur. Stjarnan hefur aldrei spilað til úrslita áður og fáir í liðinu þekkja svona mikilvæga leiki. „Við þurfum að passa að enginn sé orðinn saddur. Við viljum ekki líta kjánalega út. Við munum láta þá hafa fyrir þessu og gefa þeim alvöru leiki. Umgjörðin í kringum úrslitin er alltaf svolítið sér- stök og auðvitað væru allir körfu- boltamenn á landinu til í að vera þar sem við erum núna. Við þurfum bara að halda í sjálfstraustið sem var í lið- inu gegn Snæfelli og reyna að kalla fram það besta hjá okkur,“ segir Teit- ur Örlygsson. Hefur engar áhyggjur af Teiti Hrafn Kristjánsson, þjálfari KR, er eins og Teitur í fyrsta skipti að þjálfa lið í úrslitarimmu þrátt fyrir að Teit- ur hafi oft verið þar sem leikmaður. Hrafn var pollslakur og léttur í lund þegar DV náði tali af honum í gær er hann var að fara yfir oddaleikinn gegn Keflavík. Hann gat ómögulega metið hvort væri betra að hafa verið í hvíld eða að klára eins magnaða rimmu og KR var í gegn Keflavík. „Við erum alla vega hrifnir af því að hafa verið að spila hörkuleiki. Það var fínt að fá þarna fimm leikja einvígi því það sparar manni að- lögunarferli í úrslitunum. Við fór- um nú þarna í tvö sjúkrapróf gegn svæðisvörninni og náðum því með stæl í seinna skiptið,“ segir Hrafn en hvar metur hann helstu styrkleika Garðbæinga? „Styrkleiki þeirra liggur helst í uppsettum leik á hálfum velli. Þegar þeir fá að stilla upp og leita að sín- um bestu skorurum eru þeir erfiðir. Við viljum því velja hvar og hverjir taka skotin þeirra. Það má samt ekki gleyma að þetta Stjörnulið er mjög gott og ekkert minna er lagt í það en KR-liðið. Í Stjörnunni eru þrír leik- menn sem koma gagngert hingað til lands til að spila körfubolta sem atvinnumenn og í kringum þá eru flottir íslenskir strákar,“ segir Hrafn. Teitur Örlygsson, þjálfari Stjörn- unnar, fór mikinn í undanúrslita viðureigninni gegn Snæfelli og hik- aði ekki við að blanda sér í barátt- una. Hrafn þykir nú öllu rólegri á hliðarlínunni. „Ég hef litlar áhyggj- ur af Teiti. Við erum fínir félagar. Hann er ótrúlegur keppnismað- ur en mér getur líka alveg hitnað í hamsi sko. Við munum samt bara takast í hendur um leið og leikurinn er búinn. Frekar vil ég brynja mína menn þegar inn í návígið er kom- ið. Það hefur gerst í leikjum gegn Stjörnunni að snertingar hafa verið meiri en gerist og gengur. Við mun- um mæta af hörku en ég vil frekar að menn spili körfubolta,“ segir Hrafn Kristjánsson. n Úrslitarimma KR og Stjörnunnar hefst í kvöld n Stjarnan hefur verið í góðri hvíld og fylgst grannt með KR n Enginn ómeiddur en allir klárir í Vesturbænum „Viljum ekki líta kjánalega út“ Tómas Þór Þórðarson blaðamaður skrifar tomas@dv.is Veislan hefst í kvöld KR og Stjarnan leika fyrsta leikinn í úrslitarimmunni í DHL-höllinni í kvöld. MYND SIGTRYGGUR ARI JÓHANNSSON.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.