Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.2011, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.2011, Blaðsíða 19
Umræða | 19Mánudagur 11. apríl 2011 Þessi sex- tíu prósent kusu rétt 1 „Ekki ljót en klárlega ung-lingur“ Sigmar Guðmundsson um Kristrúnu Ösp Barkardóttur, nýja kærustu Sveins Andra Sveinssonar. Þeir áttu orðaskipti á Facebook-síðu Sigmars. 2 „Ég var nú bara rekinn af FM957“ Útvarpsmaðurinn Ívar Guðmundsson um það af hverju hann hætti á FM957 og fór yfir á Bylgjuna. 3 Icesave fyrsta frétt á BBC Höfnun Icesave-laganna vakti athygli lesenda BBC. 4 Icesave fyrsta frétt Reuters í Bretlandi Höfnun Icesave-laganna vakti athygli lesenda Reuters. 5 CCP í meirihlutaeigu aflandsfé-laga Tölvuleikjarisinn er að mestu í eigu félaga á Tortóla, í Lúxemborg eða á Cayman-eyjum. 6 Björgólfur Thor hagnast um fjóra milljarða á CCP Markaðs- verðmæti CCP talið hafa tólffaldast frá árinu 2006. 7 „Okkur ber skylda til þess að ná þessum peningum til baka“ Danny Alexander, fjármálaráðherra Breta, um niðurstöðu atkvæða- greiðslunnar um Icesave. Frosti Sigurjónsson er einn helstu talsmanna Advice-hópsins sem barðist fyrir því að íslenska þjóðin segði nei í Icesave-kosningunum. Má segja að hópurinn hafi unnið mikinn sigur því rétt ræp sextíu prósent þeirra sem kusu felldu lögin. Hver er maðurinn? „Frosti Sigurjónsson.“ Hvar ertu uppalinn? „Í Laugarneshverfinu í Reykjavík.“ Hvað drífur þig áfram? „Ég er fróðleiksfús.“ Hvar vildir þú helst búa ef ekki á Íslandi? „Ég reyndi einu sinni að búa í Frakklandi en ég kom heim aftur og hér vil ég vera.“ Hvað er það fyrsta sem þú gerir á morgnana? „Ég les blöðin.“ Með hverjum heldur þú í enska? „Liverpool.“ Hvrnig brást þú við fyrstu tölum? „Fyrstu tölur voru utan af landi og við vorum rosalega ánægð. Við vorum samt mjög spennt fyrir því hvort úrslit í Reykjavík yrðu jafngóð. Þetta var meira afgerandi en við bjuggumst við.“ Hvernig útskýrir þú muninn á afstöðu landsbyggðarinnar og Reykjavíkur? „Kannski að þetta fólk hafi kynnt sér málið betur. Held að það hljóti að vera eina skýringin. Við höfum samt ekki sé neinar kannanir um það.“ Varstu orðinn smeykur við Gallup-könn- unina þar sem mjótt var á mununum? „Við vorum helst smeyk þegar 35 prósent ætluðu að segja nei en síðan þegar þetta fór að nálgast fimmtíu prósentin vorum við bjartsýnni á að fólk sem ætlaði sér að segja nei yrði duglegra að skila sér á kjörstað. Það er skemmtilegra að fara á kjörstað og segja nei við óútfylltum tékkum heldur en að segja já.“ Þessi sextíu prósent sem sögðu nei, voru þau að gera rétt? „Já, tvímælalaus og ég held að það eigi eftir að koma í ljós á næstu dögum. Ég held líka að ef við hefðum fengið lengri tíma til að að útskýra málstað Íslendinga og þeirra rétt til að segja nei hefðu fleiri sagt nei.“ Hvað kaust þú sjálfur? „Ég kaus auðvitað nei [hlær].“ „Nei, það er ekki á áætlun.“ Gunnar Þorkelsson 70 ára, lífeyrisþegi „Nei, það á ekki að fara.“ Þórarinn Bragason 31 árs, sjómaður „Já, til Madagaskar.“ Christian Boret kokkur Já, New York í mótorhjólaferð. Guðmann Þór Bjargmundsson 39 ára, kvikmyndagerðarmaður „Já, ætli það verði ekki bara einhver tón- listarferð.“ Pan Thorarensen 30 ára, tónlistarmaður Mest lesið á dv.is Maður dagsins Á að fara til útlanda í sumar? Hvellur Björgunarsveitir á suðvesturhorninu höfðu í nógu að snúast síðdegis á sunnudag og fram eftir kvöldi þegar snarpur óveðurshvellur gekk yfir. Þakplötur losnuðu og tré brotnuðu. MYND SIGTRYGGUR ARI Myndin Dómstóll götunnar Á sínum tíma voru nánast all- ir útlendingar sammála um að sjálfstæðisbrölt rúmlega 100.000 manna þjóðar væri glórulaust glapræði. En þeir létu fylgja að þeir hefðu samúð með Ís- lendingum. Í skjóli stríða var síðan stofnað til fullveldis 1918 og lýðveldis 1944 með fulltingi stórveldanna. Síðan hafa Íslendingar átt í basli með blessað sjálfstæðið. Og þeg- ar þeir eiga svakalega bágt (fisksala, landhelgismál, sala orkunnar, varn- armál, menntamál, eftirlitsflug ...) er haft samband við útlendingana sem segja að þeir „hafi samúð með Íslandi!“ – sem er svo prentað með stríðsletri í öllum blöðum landsins. Eins og landinn eigi engan að, sé umkomulaus en hafi fengið synda- kvittun og blessun Íslandsvinanna í framúrakstri atvinnurekenda jafnt sem stjórnvalda. Allt er þetta svo furðulegt að nú er kominn tími til að senda beiðni til Rannsóknarráðs um styrk til að rannsaka þetta undur veraldar. Einkennin Fræðimenn kalla þessi sjúkdóms- einkenni kleyfhugasýki þjóðar með „doublebinding“-áráttu. Hún birtist í að öllu er snúið á haus. Menn hefja sjálfstæði sitt til dæmis í Icesave-deil- unni með því að segja að þeir valdi því ekki. Og syngja „Við borgum ekki, borgum ekki“ upp í opið geðið á lán- ardrottnum og gleðjast þegar útlend- ingar klappa yfir söng Garðars Hólms. Sagan sjúkdómsins Ekki er ljóst hvenær þessi sjúkdóms- einkenni komu fram en ekki er ólík- legt að rætur þeirra megi rekja til þeirra sem úti frusu í Noregi eða voru á einhverju undanhaldi. Þeir líktust utangarðsmönnum eins og Þórði kakala, sömdu sig að engum siðum, voru hvergi húsum hæfir, miklir einfarar og eintrjáningar, yrtu ekki á annað fólk að nauðsynjalausu (hinn knappi stíll) og vildu helst búa þar sem enginn gæti fylgst með hátt- um þeirra (dreifbýlið). Af DNA-rann- sóknum á fúnum beinum landnáms- manna verður ekki annað ráðið en að helstu söguhetjur og kempur Ís- lendingasagnanna hefðu í dag verið settir í sérkennslu og á rítalín. Speki Hávamála um mannlífið, að maður sé manns gagn og gaman, var ekki hægt að heimfæra á þetta fólk; dapurleg örlög þess vitna um það. Allt umhverfið var fjandsamlegt, óblíð náttúra, náttúruauðlindir nýttust ekki og engin vörn fyrir náttúruham- förum. Við þessar aðstæður reyndi á samtal og samvinnu. Til að halda skipum og verslun þurfti mikla fyrir- hyggju í skóglausu og fámennu landi. Til að færa inn nýja tækni eins og hjólið, stíga- og vegagerð, byggingar- tækni o.s.frv. þurfti samvinnu. Ekkert af þessu var gert og alveg fram á þenn- an dag hafa menn skorast undan því að koma upp vatnsveitum, skolplögn- um, sorpeyðingu því þá reynir á sam- neyslu og tekjuöflun. Þegar ráðist er í verkin er reynt að sleppa ódýrt eins og díoxínmengun ber vott um. Að landinn væri með allt niður um sig 1262, og reyndar miklu fyrr, var ekkert óeðlilegt þegar upp var staðið. Allir samskiptahættir voru með sama móti og við landnámið. Menn gengu sundraðir berserksgang en sameinað- ir við að drepa andstæðinga í svefni, brenna fólk inni eða höggva í spað á leið þess á kamarinn. Þessu fólki var ekki viðbjargandi enda stóð til að flytja það gripaflutn- ingum á Jótlandsheiðar. En þá urðu byltingar í Frakklandi og mikil þjóð- ernisvakning samfara þeim. Þá fóru Íslandsbersarnir í kóngsins Kaup- mannahöfn að spangóla útfrá fornri frægð. Þar sem germanska útlandið hafði mikla samúð með þessu fólki á hjara veraldar höfðu menn erindi sem erfiði. Framhaldið En þetta breytti ekkert genum stofns- ins. Til staðfestingar má lesa alþing- istíðindi frá endurreisn þess fram á daginn í dag. Í dag tíðkast enn linnu- laust eintal við upptökuvélina þar sem allir eru að spássera fyrir fram- an hana eða að senda SMS. Og líkt og 1262 heldur eintalið um sjálfstæðið áfram – hvort Íslendingar séu borg- unarmenn, standi við skuldbinding- ar, eigi heima í samfélagi þjóðanna – á sömu forsendum og þegar land var numið. Menn vildu vera í friði í sín- um sumarbústöðum. Skyldi þetta verkefni frá styrk frá Rannsóknarráði? Hafa samúð með Íslendingum Kjallari Sævar Tjörvason

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.