Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.2011, Page 8
8 | Fréttir 9. maí 2011 Mánudagur
Björn Mikkaelsson ákærður fyrir eignaspjöll og fjársvik:
„Ég stend með honum“
„Hann var ekkert að reyna að forða
sér undan sinni ábyrgð. Ég er ekkert
sammála því að menn eigi að rífa hús
sitt og valda eignaspjöllum. En ég
stend með honum vegna þess að rík-
islögreglustjóri og ríkisstjórnin hafa
ekkert gert til þess að hafa hendur í
hári útrásarvíkinga og auðmanna,“
segir Ásgeir Mikkaelsson, bróðir
Björns Mikkaelssonar, í samtali við
DV. Búið er að gefa út ákæru á hend-
ur Birni fyrir eignaspjöll og fjársvik
en hann vakti mikla athygli á þjóðhá-
tíðardaginn 2009 þegar hann reif
niður hús sitt á Álftanesi með gröfu.
Þetta gerði hann eftir að Frjálsi fjár-
festingarbankinn krafðist útburðar.
Ákæran um fjársvik er til kom-
in vegna skuldbindinga sem fyrir-
tæki Björns gat ekki staðið við. Hann
hafði selt tvennum hjónum finnsk
einingahús, að andvirði um 10 millj-
óna króna hvort, en fyrirtæki hans fór
í þrot og hjónin fengu aldrei húsin í
sínar hendur.
Ekki náðist í Björn við vinnslu
fréttarinnar en Ásgeir bróðir hans
segir að Björn hafi viljað og reynt að
standa við sín fjárhagslegu loforð en
ekki haft bolmagn í það.
„Ef að útrásarvíkingarnir hefðu
verið sóttir til saka, þá þætti mér ekk-
ert að þessum ákærum, það ættu all-
ir að ganga að sama borði.“
Hann segir það slæmt að fyrirtæki
Björns hafi ekki getað greitt skuldir
sínar, en þegar í fjárþrot sé komið sé
það einfaldlega ekki hægt. „Það var
heldur ekkert gott að hann væri að
svíkja þetta fólk um peningana sína.
En hversu mörg fyrirtæki sem hafa
farið á hausinn og ekki getað stað-
ið við sitt hafa verið kennd við fjár-
kúgun? Hann var alltaf tilbúinn til
þess að láta húsið á sölu til þess til
að standa við sínar skuldbindingar.
Hann átti hálft veð í húsinu og var til-
búinn til þess að selja það svo hann
gæti borgað fólkinu,“ segir Ásgeir.
simon@dv.is
Bjarni Ármannsson, fjárfestir og
fyrrverandi bankastjóri Glitnis, á
100 til 200 milljóna króna kröfu á
olíufélagið N1 í formi skuldabréfs.
Bjarni staðfestir þetta í samtali við
DV: „Ég á skuldabréf á N1, eða félag
í minni eigu, að nafnvirði 100 til 200
milljónir króna.“
N1 var yfirtekið af kröfuhöfum
félagsins í byrjun apríl síðastlið-
ins og vinna kröfuhafarnir nú að
endur skipulagningu á félaginu sem
á að ljúka á næstunni. Skuldir N1
og tengdra félaga námu þá um sex-
tíu milljörðum króna. Kröfuhafarn-
ir komust að samkomulagi í byrjun
apríl um að miklum hluta af skuld-
um N1 skyldi breytt í hlutafé í fé-
laginu.
Bjarni Ármannsson gæti því
orðið einn eigenda N1 í ljósi þess
að hann á umrætt skuldabréf á
hendur félaginu. Hávær orðrómur
hefur verið um það í viðskiptalífinu
um nokkurt skeið að Bjarni líti hýru
auga til N1 enda er þar um að ræða
stærsta olíufélag landsins sem er
með rúmlega 100 starfsstöðvar um
allt land. Þetta hefur þó ekki fengist
staðfest fyrr en nú.
Aðspurður segist Bjarni hafa
eignast skuldbréfin fyrir febrúar
2010. „Það hafa engin viðskipti átt
sér stað með skuldabréf N1 frá því
í febrúar í fyrra. þannig að skulda-
bréfin voru augljóslega keypt fyrir
þann tíma.“
Skipta með sér 22 prósentum
Ef svo fer að kröfuhafar N1 ákveði
að breyta kröfum sínum í hlutafé
mun Arion banki að öllum líkindum
verða stærsti hluthafinn með um 40
prósenta eignarhlut, Íslandsbanki
mun eiga í kringum 32 prósent,
skuldabréfaeigendur 22 prósent
og aðrir minni kröfuhafar afgang-
inn. Bjarni er einn skuldabréfaeig-
endanna og myndi því fá hlutdeild
í þessum 22 prósentum miðað við
upphæð skuldabréfaeignar sinnar.
Bjarni segir aðspurður að fjár-
hæð skuldabréfsins sé lág og að
hann verði því aldrei stór hluthafi
í N1 ef skuldunum verður breytt í
hlutafé. „Skuldabréfaflokkurinn er
um 6,5 milljarðar króna þannig að
þetta eru dvergfjárhæðir sem ég á
þarna í því samhengi.“
Bjarni hefur í gegnum tíð-
ina verið viðskiptafélagi fyrrver-
andi eigenda N1, bræðranna Ein-
ars og Benedikts Sveinssona, en
hann stýrði Glitni meðal annars
þegar þeir voru ráðandi hluthafar
í bankanum. Einar var þá stjórnar-
formaður og Bjarni forstjóri. Þegar
Baugur og tengdir aðilar tóku Glitni
yfir í apríl 2007, eftir að hafa keypt
stærstan hluta bréfa Einars og við-
skiptafélaga hans í bankanum, los-
uðu nýju eigendurnir sig samstund-
is við Bjarna úr forstjórastarfinu og
réðu Lárus Welding. Segja má, þeg-
ar litið er til baka, að þessi ákvörðun
hafi verið óheillaspor fyrir Glitni þar
sem Lárus var talsvert reynsluminni
en Bjarni.
Drjúgur á skuldabréfamarkaði
Líkt og DV greindi frá í október í
fyrra hefur Bjarni Ármannsson ver-
ið afar drjúgur á skuldabréfamark-
aði á Íslandi frá hruninu 2008. Blað-
ið sagði þá frá því að Bjarni væri
einn af um 30 til 40 spákaupmönn-
um sem kaupa og selja ríkisskulda-
bréf á skuldabréfamarkaði. Sérfræð-
ingur í fjármálalífinu orðaði það svo
að Bjarni væri „skuldabréfamaður“
og hann hefði, öfugt við margra aðra
þekkta aðila úr íslensku viðskipta-
lífi á árunum fyrir hrun, alltaf verið
hrifinn af þeim sem fjárfestingar-
kosti.
Ársreikningar tveggja eignar-
haldsfélaga Bjarna, Landsýnar og
Sjávarsýnar, fyrir árið 2009 sýndu
báðir töluverða skuldabréfaeign.
Samanlögð skuldabréfaeign félag-
anna tveggja var rúmlega 2,2 millj-
arðar króna í lok árs 2009.
Athyglisvert er að skuldabréfa-
eign Landsýnar var nærri 6 sex
milljarðar króna árið 2008 en var
rúmlega 1.200 milljónir króna árið
2009. Bjarni virðist því hafa los-
að sig við mikið magn skuldabréfa
á árinu 2009. Í yfirliti yfir fjárfest-
ingahreyfingar Landsýnar sést að
færð er til bókar rúmlega 4 millj-
arða króna innistæða vegna breyt-
inga á skuldabréfaeign félagsins.
Staða Sjávarsýnar var sömuleið-
is mjög góð en hagnaður félagsins
nam tæpum 170 milljónum króna
árið 2009. Þetta þýddi að Bjarni gat
meðal annars greitt sér út tæplega
400 milljónir króna í arð árið 2009
vegna rekstrarársins 2008 þegar
hagnaðurinn var svipaður. Félagið
átti eignir upp á 2,3 milljarða króna
og námu skuldir þess einungis
nærri 400 milljónum. Félagið fjár-
festi í skuldabréfum á árinu fyrir
meira en milljarð króna samkvæmt
ársreikningnum.
DV hefur sömuleiðis greint frá
því að Bjarni hafi átt 700 milljóna
króna skuldabréf á sparisjóðinn
Byr og að hann hafi reynt að nota
þá kröfu til að komast yfir spari-
sjóðinn í febrúar í fyrra. Bjarni
hefur því komið að ýmiss konar
skuldabréfaviðskiptum á síðustu
árum.
n Bjarni Ármannsson á skuldabréf á N1 n Segist hafa eignast skulda-
bréfin fyrir febrúar 2010 n Bjarni hefur verið öflugur á skuldabréfamark-
aði frá hruni og hefur hagnast umtalsvert á slíkum fjárfestingum
Einn skuldabréfa-
eigendanna Bjarni
Ármannsson er einn af
skuldabréfaeigendunum
sem gætu eignast hlut í N1 í
kjölfar endurskipulagningar
olíufélagsins.bjarni
Gæti orðið
hluthafi í n1
„Ég á skuldabréf á
N1.
„Ég var nýbúin að safna peningum
fyrir sjúka og fatlaða öryrkja fyrir
utan prestastefnu á þriðjudaginn,“
segir Helga Björk Magnúsdóttir
Grétudóttir í samtali við DV. Helga
hafði staðið að söfnun fyrir fatlaða
og sjúka öryrkja fyrir utan presta-
stefnu á þriðjudaginn.
Helga hafði safnað peningunum
í fötu sem á stóð „For hungry people
in Iceland“. Eftir söfnunina kom hún
fötunni fyrir framan við Alþingis-
húsið. „Myndasmiður átti að taka
mynd af fötunni fyrir utan Alþingis-
húsið. En ég leit aðeins frá og þegar
ég snéri mér að fötunni aftur þá var
hún horfin,“ segir Helga. „Þá sá ég á
eftir þingverðinum að fara með hana
inn í hús.“
Helgu var bent á það að hún
gæti hringt á lögregluna þar sem að
þingvörðurinn hefði enga heimild til
þess að fjarlægja fötuna. „Lögreglan
kom eftir nokkrar mínútur á vett-
vang og ég sagði þeim að fatan hefði
verið tekin.“
Lögreglan fór inn í Alþingishús
og hafði samband við þingvörð-
inn. Þá kom á daginn að vörðurinn
hafði talið fötuna vera rusl og því
hent henni. „Hann taldi fötuna vera
rusl, en í þessu voru peningar,“ segir
Helga.
Lögreglan kom út úr Alþingishús-
inu með söfnunarbaukinn og upp-
lýsti Helgu um málsatvik. Pening-
arnir komust aftur í hendur Helgu
og var hún að vonum mjög ánægð
með það. „Ég er þakklát lögreglunni
fyrir að hafa stutt þetta söfnunarátak
og sótt fötuna inn í í hús. “
Hún segist þó síður en svo bera
kala til þingvarðarins. „Hann var nú
bara að sinna vinnunni sinni, eins
og við öll viljum gera,“ segir Helga.
Safnaði fyrir öryrkja:
Þingvörður
tók söfnunar-
baukinn
Ákæra gefin út Búið er að gefa út ákæru á hendur Birni fyrir að valda eignaspjöllum á húsi
sínu í Hólmatúni á Álftanesi.
Ingi Freyr Vilhjálmsson
fréttastjóri skrifar ingi@dv.is