Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.2011, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.2011, Blaðsíða 18
18 | Umræða 9. maí 2011 Mánudagur „Stöðug og stjórnlaus heift þín í garð Ríkis- útvarpsins og starfsmanna þess er fólki hér innandyra raunar mikið undrunar- efni. Sjálfum finnst mér þetta jafnvel jaðra við að vera rannsóknarefni – a.m.k. fyrir sjálfan þig.“ n Úr bréfi Páls Magnússonar útvarps- stjóra til Eiðs Guðnasonar, fyrrverandi ráðherra. – eidur.is „Ég vil frekar deyja hér en í Íran“ n Flóttamaðurinn Mehdi Kavyanpoor í viðtali við DV síðastliðið haust. Mehdi hellti yfir sig bensíni og reyndi að kveikja í sér í Rauðakrosshúsinu á föstudaginn. Hann hefur í sjö ár beðið um hæli hér á landi. – DV „Það var ótrúlegt að sjá Jakob í þessum leik. Mikið svakalega var hann góður.“ n Hlynur Bæringsson körfuknattleiks- maður hrósaði liðsfélaga sínum Jakobi Sigurðssyni í hástert eftir að lið þeirra vann sænska meistaratitilinn. – Vísir „Ég hef aldrei fyrr í kjara- baráttunni séð jafn litla herkænsku og klaufalega hernaðarlist. Það er svo kaldhæðni örlaganna að þeir sem borga herkostn- aðinn af þessu eru ekki LÍÚ.“ n Guðmundur Gunnarsson, fráfarandi formaður Rafiðnaðarsambands Íslands, hafði þetta að segja um herbrögð LÍU og SA í aðdraganda kjarasamninga. – DV Verðlaun spillta ráðherrans Á rni Mathiesen, fyrrverandi ráðherra, vann það óþurft- arverk að skipa Þorstein Davíðsson, lágt metinn lög- fræðing, sem héraðsdómara. Árni sat sem fjármálaráðherra á þessum tíma og tók að sér óþurftarverkið þar sem Björn Bjarnason dóms- málaráðherra viðurkenndi van- hæfi sitt. Þorsteinn var tekinn fram fyrir hæfari einstaklinga og var sá skilningur almennur að þar hafi ráðið mestu að hann er sonur Dav- íðs Oddssonar, fyrrverandi forsæt- isráðherra og flokksbróður Árna. Hæstiréttur dæmdi ráðherrann sekan um að hafa framið stjórn- sýslubrot. En það er í takti við inn- gróna spillingu í samfélaginu að tvær milljónir í miskakostnað og málsbætur falla á ríkið. Sá spillti er verðlaunaður með fjárframlagi. Þannig telur rétturinn að almenn- ingur hafi borið ábyrgð á ráðherr- anum og gjörðum hans. Niður- staðan er því sú að brotamaðurinn þarf í engu að gjalda verka sinna. Ráðherrar nútíðar og framtíðar þurfa því í engu að kvíða. Þeir geta sukkað og brotið af sér án þess að þurfa að gjalda synda sinna. Þorsteinsmálið er aðeins einn angi á áratugalangri dómarafléttu Sjálfstæðisflokksins gamla. Skipu- lega var gæðingum og ættmenn- um úr röðum flokksins raðað inn í dómstóla landsins þar sem margir þeirra sitja enn. Dómarar Davíðs skipta tugum. Þetta ástand var af almenningi að mestu látið óátalið sem sýnir þá inngrónu og viðbjóðs- legu spillingu sem átti sér stað á Íslandi. Þegar stjórnmálaflokkur tekur upp á því að leggja undir sig lögreglu og dómstóla er hámarki spillingar náð. Þá er lýðræðið fokið út í veður og vind og stjórnarskrá- in afgreidd eins og skíturinn undir fótum níðinganna. Ríkið átti aldrei að borga fyr- ir hinn spillta ráðherra. Það er há- mark ósvífninnar að svo skyldi fara. Margra ára málaþref með tilheyr- andi kostnaði endaði með óbreyttu ástandi að öðru leyti en því að aus- ið var fé úr ríkiskassanum. Þor- steinn situr áfram sem dómari. Árni fékk bitling í útlöndum eftir að hafa átt sinn þátt í að steypa Íslandi í fjárhagslega glötun. Og það mun taka áratugi að hreinsa dómskerf- ið af hinum bláu og vanhæfu. Af- greiðslan á brotlega ráðherranum er öskrandi dæmi um það sem hinir spilltu komast upp með á Íslandi. Leiðari Er þetta komið? „Þetta er löngu komið,“ segir Sigurður Hlöðversson formaður United-klúbbs- ins á Íslandi. Manchester United lagði Chelsea á Old Trafford á sunnudag 2–1 og er nú hársbreidd frá því að vinna nítjánda Englandsmeistaratitilinn. Spurningin Bókstaflega Reynir Traustason ritstjóri skrifar„Dómarar Davíðs skipta tugum. Anna Mjöll í stuði n Óhætt er að segja að Anna Mjöll Ólafsdóttir hafi sjaldan eða aldrei vakið eins mikla athygli og nú, þegar hún hefur gengið að eiga hinn rúmlega níræða bílasala, Calvin Coolidge Worthington. Anna á að baki góðan söngferil og var meðal annars fulltrúi Íslands í Eurovision á sínum tíma með Sjúbídú. Hún hefur undan- farnar áratugi lifað og hrærst innan um fræga fólkið í Los Angeles. Meðal þeirra sem hún hefur átt sem kunningja eru Playboy-kóngurinn Hugh Hefner og goðsögnin Michael Jackson. En með hjónabandinu hefur frægðarsól Önnu Mjallar risið hærra innan lands og utan en nokkru sinni fyrr. Borgarstjóralaun aftur n Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson fyrrver- andi borgarstjóri Sjálfstæðisflokks- ins, er ekki á flæðiskeri staddur þótt hann hafi vikið úr borgarstjórn og misst þær dúsur sem þar var að finna. Nú er hann orðinn framkvæmda- stjóri hjúkrunar- heimilanna Eirar og Skjóls. Starfið var ekki auglýst en samkvæmt Fréttatímanum fær Vilhjálmur um 1.440 þúsund krónur í mán- aðarlaun. Af því eru 220 þúsund bílastyrkur. Gamli góði Villi er því orðinn launahærri en borgarstjór- inn í Reykjavík. Aðstoðarmaður á lausu n Á meðan Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson var borgarstjóri var þúsundþjala- smiðurinn Jón Kristinn Snæhólm aðstoðarmaður hans. Var hann mjög áberandi í starfi starfi sínu og þótti á stundum skyggja á sjálfan borgarstjórann sökum útgeislunar og fyrirferðar. Jón Kristinn hvarf af sjónarsviðinu um leið og Vilhjálm- ur. Nú spá gárungarnir því að hann muni hefja störf við hlið Vilhjálms á hjúkrunarheimilunum. Bókabrenna Hermanns n Kraftaverkamaðurinn Hermann Guðmundsson var verðlaunaður fyrir frábæran rekstur á N1 með því að vera settur inn í stjórn Sam- taka atvinnulífsins. Svo óheppi- lega vildi til að fyrirtæki hans var tekið yfir af lánardrottnum. Á dögunum setti Hermann að sögn Íslandsmet í förgun bóka. Hermt er að Hermann hafi upp á sitt einsdæmi tekið völdin af markaðsdeild N1 og skrifað upp á tugmilljóna króna útgáfusamning. Tæplega 20 þúsund bækur af sögum Jónínu Benediktsdóttur og Björgvin G. Sigurðssyni voru pantaðar. Fullyrt er að rúmlega 15 þúsund eintökum hafi verið ekið í Sorpu til eyðslu. Sandkorn TRyGGVAGöTU 11, 101 REykJAVÍk Útgáfufélag: DV ehf. Stjórnarformaður: Lilja Skaftadóttir Ritstjórar: Jón Trausti Reynisson, jontrausti@dv.is og Reynir Traustason, rt@dv.is Fréttastjóri: Ingi Freyr Vilhjálmsson, ingi@dv.is Ritstjórnarfulltrúi: Jóhann Hauksson, johann@dv.is Umsjón helgarblaðs: Ingibjörg Dögg kjartansdóttir, ingibjorg@dv.is Umsjón innblaðs: Ásgeir Jónsson, asgeir@dv.is DV á netinu: dv.is Aðalnúmer: 512 7000, Ritstjórn: 512 7010, Áskriftarsími: 512 7080, Auglýsingar: 512 7050. Smáauglýsingar: 512 7004. Umbrot: DV. Prentvinnsla: Landsprent. Dreifing: Árvakur. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. F ormaður Flokksins hefur áhyggjur yfir keðjuverkandi kostnaði vegna kjarasamn- inga, að bilið milli bóta og lægstu launa sé að verða svo lágt að hann sé að hugsa um að hafa hlut- verkaskipti við bótaþegann. Og sauð- heimskur fréttamaðurinn tekur undir þetta, að það kosti nú sitt að stunda vinnu, koma krógunum fyrir og svo allur bílakostnaðurinn við að koma sér í og frá vinnu. Og Vinnumálastofn- un kvartar yfir að meint hlunnindi at- vinnulausra séu vinnuletjandi. Seðla- bankinn romsar að kjör bótaþeganna grafi undan stöðugleikanum. Þessar tíðu uppákomur sjúklegrar mannvonsku (sparka í líkið) í íslensk- um fjölmiðlum vekja athygli. Er til dæmis ekki nokkuð ljóst að neyslu- viðmið nýlegrar úttektar velferðar- ráðuneytisins sýna að lágmarkslaun eru langt undir þessum viðmiðum? Hvað þá heldur viðmiðum félagssátt- mála SÞ og ESB! Ef flokksformenn, fréttamenn og seðlabankahagfræð- ingar væru bara sæmilega vel gefnir og læsu þessa sáttmála sæu þeir að þeir eru skuldbundnir, geta ekki valið sér viðmið að geðþótta. Þar sem þessi makalausa mann- vonska sést yfirleitt ekki hjá frænd- þjóðunum spyr maður sig hvernig það megi vera að menn kunni ekki að skammast sín. Griðland heimsku og mannvonsku Þegar sagan er skoðuð er engu líkara en að Ísland hafi eftir að upplýsing- in og skynsemishyggjan festi rætur á meginlandinu orðið griðastaður og þrautalending þeirra sem eiga ekki heima í þess háttar samfélagi. Þetta birtist einna best í búsetuform- inu en þau skipta sköpum fyrir öll samskipti, félagsmótun og siðmenn- ingu fólks. Yfirleitt þjappar það sér saman til að hafa gagn og gaman af hvert öðru. Landnámsmenn voru aðallega utangarðsmenn sem forð- uðust samneyti við aðra. Íslendinga- sögurnar eru ágætis heimild um bú- setu einangrunar og dreifbýlis sem leiðir til stöðugra illdeilna um titt- lingaskít. Enda varð það endalaus uppspretta vandamála sem birtist í átakaferlinu fram til 1262 og upp úr því. Búsetuformið leiddi til samtaka- og varnarleysis ekki aðeins í pólitík heldur einnig í öllum framförum. Þó margir hefðu kynnst til dæmis mannvirkjagerð erlendis fyrir og eft- ir landnámið gat hið dreifða búsetu- form ekki nýtt þessa þekkingu. Sama átti við verkmenningu. Hún þróaðist ekki eða dagaði upp. Menn notuðu ekki tækni hjólsins og kunnu ekki að sigla beitivind langt fram á 19. öld. Að landinn var ekki eins og fólk er flest birtist í námi hans. Þegar Dan- ir komu á stjórnsýslu upp úr 1660 fóru væntanlegir embættismenn til náms í Kaupmannahöfn. Þar rottuðu þeir sig saman og lærðu sömu lög og Danir en á allt annan hátt. 1758 fóru til dæmis íslenskir sýslumenn í anda þjóðveldisins fram á auknar heimild- ir til dauðarefsinga vegna kostnaðar. Hinir dæmdu urðu síðar uppistað- an í vinnuafli Innréttinganna. Um svipað leyti benti Stampe (danskur embættismaður) á að flestir þjófn- aðir á Íslandi væru framdir í neyð án þess að sýslumennirnir nýttu ákvæði neyðarréttar. Og í réttarframkvæmd sættu ódæmdir hörðum refsingum. En mannvonska íslenskra lög- og sýslumanna reið ekki einteyming saman ber gapastokkana sem mættu fátæklingum fyrir utan griðasetur kristilegrar mannúðar (Skálholt, ...). Í umræðum námsmanna í Kaup- mannahöfn á tímum Jóns Sigurðs- sonar birtist þessi félagsmótun forheimskunnar í botnlausum hei- móttarskap. Frönsku byltingarn- ar 1830,1848 og 1871 voru sprottn- ar upp úr umhverfi og andrúmslofti félagslegrar vakningar. Bókmenntir þessa tíma (Zola, Hugo, ...) eru upp- fullar af hugmyndum um ranglæti og réttlæti. Þessi siðfræði fór mikið til framhjá 30 manna Íslendinganý- lendunni í Kaupmannahöfn sem reifst aðallega um stafsetningarregl- ur og hvar Alþingi ætti heima. Siðfræði mannvonskunnar Grunnforsenda siðfræði mann- vonskunnar er að menn séu fædd- ir jafnir, eigi sig sjálfa og séu sinnar gæfu smiðir og hugsi aðeins um eigin ávinning. Bótaþegar og börn þeirra geti því kennt sjálfum sér um þegar þau bera fórnarkostnað kapitalism- ans, standa í matarröðum og lepja dauðann úr skel. Þessi siðfræði hef- ur tröllriðið húsum við HÍ frá 1911 og birtist í fyrrnefndum ummælum flokksformanna, lögfræðinga, hag- fræðinga, SA og jafnvel kirkjunnar mönnum. Er ekki kominn tími til að kenna þessu fólki aðra siðfræði til að það læri að skammast sín!ma tíma hef- ur Harper tekist að sameina hægri- menn, og hefur fengið til sín hægri- arm fyrrverandi Liberal-kjósenda. Ólíkt því sem gerðist annars staðar hefur hægrimönnum í Kanada tekist fremur vel upp í efnahagsmálum og landið hefur komið hlutfallslega vel út úr kreppunni. Sumir segja að Kanada sé nú komið með tveggja flokka kerfi í reynd. Að minnsta kosti er ljóst að víglínur á milli hægri og vinstri eru mun skýrari en áður, og hart verður tekist á næstu árin. Siðfræði mannvonskunnar Kjallari Sævar Tjörvason „ 1758 fóru til dæmis íslenskir sýslumenn í anda þjóð- veldisins fram á auknar heimildir til dauðarefs- inga vegna kostnaðar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.