Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.2011, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.2011, Blaðsíða 21
Kristján fæddist í Reykjavík og ólst þar upp í Breiðholtinu. Hann var í Seljaskóla, stundaði nám við Fjölbrautaskólann í Breiðholti, lauk stúdentsprófi frá Fjölbrautaskól- anum í Ármúla, lauk BS-prófi í við- skiptafræði frá Tækniháskólanum og hefur nú nýlokið MA-prófi í fjármála- hagfræði frá Háskóla Íslands. Kristján starfaði hjá Orkuveitu Reykjavíkur á sumrin og með námi á árunum 2003–2006, starfaði síðan við markaðsdeild Glitnis árið 2007 og starfaði hjá Lífeyrissjóði starfsmanna sveitarfélaga 2007–2010. Kristján æfði og keppti í körfubolta með ÍR frá því á barnsaldri. Hann hóf að þjálfa körfubolta hjá ÍR aðeins þrettán ára og þjálfaði þar yngri flokka, síðar meistaraflokk kvenna og var að- stoðarþjálfari meistaraflokks karla um skeið. Hann er einn af stofnendum körfuboltadeildar Fram og þjálfar nú liðið og keppir sjálfur með því. Fjölskylda Kona Kristjáns er Matthildur Jó- hannsdóttir, f. 19.4. 1981, nemi í félagsráðgjöf og húsmóðir. Börn Kristjáns og Matthildar eru Jóhann Ingi Kristjánsson, f. 27.6. 2009; óskírð Kristjánsdóttir, f. 3.5. 2011. Systkini Kristjáns eru Guðný Björk Sveinlaugsdóttir, f. 17.10. 1975, hár- greiðslukona, búsett í Reykjavík; Ingi Rúnar Sveinlaugsson, f. 10.3. 1988, nemi í tölvufræði, búsettur í Reykjavík. Foreldrar Kristjáns eru Málfríður Jónsdóttir, f. 22.7. 1954, húsmóðir í Reykjavík, og Sveinlaugur Kristjáns- son, f. 17.1. 1952, framkvæmdastjóri Sjóvíkur ehf. Umsjón: Kjartan Gunnar Kjartansson kjartan@dv.is Ættfræði | 21Mánudagur 9. maí 2011 Til hamingju! Afmæli 9. maí Til hamingju! Afmæli 10. maí 30 ára „ Sylwia Lendo Sambyggð 12, Þorlákshöfn „ Ragnar Haraldsson Svölutjörn 22, Reykja- nesbæ „ Sunna Kristinsdóttir Bólstaðarhlíð 16, Reykjavík „ Rúnar Sveinsson Lautasmára 4, Kópavogi „ Jóhanna Hildur Hauksdóttir Holtagerði 54, Kópavogi „ Stefán Svan Stefánsson Teigaseli 5, Reykjavík 40 ára „ Lech Cymkowski Eyjahrauni 31, Þorlákshöfn „ Ryszard Andrzej Sikorski Vesturbraut 6, Reykjanesbæ „ Björn Bjarnason Langeyrarvegi 11a, Hafnar- firði „ Vilborg Valgeirsdóttir Austurvegi 25, Hrísey „ Elín Árdís Andrésdóttir Hraunbæ 98, Reykjavík „ Ólafur Arinbjörn Sigurðsson Ánalandi 1, Reykjavík „ Rafnar Hermannsson Móaflöt 2, Garðabæ „ Guðbjörg Einarsdóttir Fagrahjalla 62, Kópavogi „ Hulda Björk Þrastardóttir Birkihvammi 10, Kópavogi „ Jóhanna Guðný Birnudóttir Ránargötu 7, Akureyri „ Rebekka Stefánsdóttir Bjarkarási 7, Garðabæ „ Helga Ágústsdóttir Selvogsgötu 3, Hafnar- firði „ Anna Kristín Sigurjónsdóttir Gerðarbrunni 36, Reykjavík 50 ára „ Hjörleifur Jóhannesson Sævangi 36, Hafnarfirði „ Ragnhildur Guðmundsdóttir Drekavöllum 26, Hafnarfirði „ Sigurborg Jóhanna Svavarsdóttir Sand- bakka 1, Höfn í Hornafirði „ Magnús Þór Geirsson Vesturhúsum 10, Reykjavík „ Rúnar Þór Vilhjálmsson Breiðuvík 3, Reykjavík „ Þorsteinn Kragh Tunguvegi 15, Reykjavík „ Jóhannes Grétar Snorrason Litlakrika 1, Mosfellsbæ „ Janina Smigielska Ölduslóð 37, Hafnarfirði 60 ára „ Anna Droplaug Erlingsdóttir Hvolsvegi 25, Hvolsvelli „ Erna Friðriksdóttir Stapavegi 8, Vestmanna- eyjum „ Torvald Gjerde Sunnufelli 10, Egilsstöðum „ Guðmundur Bernharðsson Skipasundi 53, Reykjavík „ Guðrún Birna Leifsdóttir Höfðavegi 47, Vest- mannaeyjum „ Áslaug Sigríður Tryggvadóttir Illugagötu 9, Vestmannaeyjum „ Jóna S. Sigurbjartsdóttir Skriðuvöllum 11, Kirkjubæjarklaustri „ Sigríður S. Júlíusdóttir Hringbraut 84, Reykjavík 70 ára „ Sigrún Guðmundsdóttir Eyjaseli 6, Stokks- eyri „ Sigríður G. B. Einarsdóttir Teigagerði 4, Reykjavík „ Steinunn Aðalsteinsdóttir Ólafsgeisla 18, Reykjavík „ Marteinn Steinar Sigursteinsson Leirut- anga 35b, Mosfellsbæ „ Rut Sigurðardóttir Safamýri 41, Reykjavík 75 ára „ Helgi Heiðar Björnsson Karlsbraut 13, Dalvík „ Sveinfríður Jónasdóttir Þórunnarstræti 131, Akureyri „ Jón Ben Guðjónsson Austur-Stafnesi, Sand- gerði „ Sólveig Antonsdóttir Bjarkarbraut 25, Dalvík „ Guðmundur Axelsson Langholtsvegi 42, Reykjavík 80 ára „ Geir Guðmundsson Vitastíg 16, Bolungarvík „ Anna Jóhannsdóttir Boðaþingi 8, Kópavogi „ Jónína Helgadóttir Víðilundi 20, Akureyri „ Kristján H. Ingólfsson Árskógum 8, Reykjavík 85 ára „ Guðrún Ragnarsdóttir Hringbraut 50, Reykjavík „ Elín Hannesdóttir Austurbyggð 17, Akureyri „ Rannveig Þorgeirsdóttir Háaleiti 3c, Reykjanesbæ 90 ára „ Guðrún Einarsdóttir Þverholti 9a, Mos- fellsbæ 95 ára „ Ingunn Jónsdóttir Kleppsvegi Hrafnistu, Reykjavík 30 ára „ Karol Franciszek Kobiela Minni-Vatnsleysu, Vogum „ Jorge Eduardo Montalvo Morales Brautar- holti 2, Reykjavík „ Somayeh Ershadi Blönduhlíð 2, Reykjavík „ Renata Magdalena Cynk Ránargötu 5, Reykjavík „ Ait Ali Abdelhak Áshamri 75, Vestmannaeyjum „ Ólafur Ari Sigurbjörnsson Lundarbrekku 4, Kópavogi „ Brynja Kristjánsdóttir Háteigsvegi 3, Reykjavík „ Daníel Helgi Reynisson Baugakór 19, Kópavogi „ Ragnar Benediktsson Skipholti 19, Reykjavík „ Arnar Laxdal Jóhannsson Túnbrekku 19, Ólafsvík „ Jóhann Gunnarsson Flúðaseli 18, Reykjavík „ Þórdís Guðmundsdóttir Jötunsölum 2, Kópavogi 40 ára „ Klaus Nico Haering Laufskálum, Sauðárkróki „ Arnar Eldon Geirsson Hringbraut 9, Hafnarfirði „ Marta Kristín Hreiðarsdóttir Stakkhömrum 21, Reykjavík „ Ómar Davíðsson Fákahvarfi 10, Kópavogi „ Helga Garðarsdóttir Jónsgeisla 77, Reykjavík „ Sigurbjörg Sara S. Fjeldsted Leirubakka 22, Reykjavík „ Þorsteinn Jónas Þorsteinsson Fífuvöllum 35, Hafnarfirði „ Sigurður Jörgensson Akurgerði 7, Reykjavík 50 ára „ Irina Guidetti Álfheimum 26, Reykjavík „ Vladimir Novickij Engjaseli 87, Reykjavík „ Valmundur Valmundsson Heiðarvegur 9b, Vestmannaeyjum „ Kristján Gunnarsson Lækjarhjalla 5, Kópavogi „ Sigurfinnur Sigurjónsson Fjallalind 24, Kópavogi „ Kristín Guðmundsdóttir Lindarhvammi 4, Hafnarfirði „ Viðar Pétursson Þorvaldsstöðum, Breiðdalsvík „ Þórdís Pála Reynisdóttir Hólsvegi 5, Eskifirði „ Marta Aðalheiður Hinriksdóttir Vörðugili 5, Akureyri „ Þórarinn Árni Eiríksson Hamrahlíð 11, Reykjavík „ Pálína Sigurðardóttir Nesgötu 33, Neskaupstað „ Gunnar Berg Gunnarsson Urðargili 16, Akureyri „ Jóhann Björn Leifsson Borgarvík 4, Borgarnesi „ Auður Hjördís Sigurðardóttir Ægisvöllum 21, Reykjanesbæ „ Gunnar Valur Jónasson Esjugrund 7, Reykjavík 60 ára „ Norma Maceda Margeirsson Lyngholti 14, Reykjanesbæ „ Irena Gibula Vesturvör 27, Kópavogi „ Benoný B Viggósson Efstasundi 14, Reykjavík „ Jakobína Ragnarsdóttir Görðum, Vík „ Hjalti Róarsson Sæmundargötu 9, Sauðárkróki „ Hilmar Helgason Njálsgötu 108, Reykjavík „ Sveinbjörn G Guðmundsson Viðarrima 39, Reykjavík „ Guðrún Eiríksdóttir Breiðuvík 18, Reykjavík „ Guðrún Kristjana Sigurðardóttir Víkurtúni 4, Hólmavík „ Herluf Már Melsen Lyngdal 13, Vogum 70 ára „ Kristrún Auður Ólafsdóttir Smáragötu 8a, Reykjavík „ Kolbrún Þorvaldsdóttir Logafold 50, Reykjavík 75 ára „ Finnbogi Laxdal Finnbogason Vesturströnd 19, Seltjarnarnesi „ Sigríður Júlíusdóttir Klifvegi 2, Reykjavík „ Þórgunnur Rögnvaldsdóttir Ægisgötu 1, Ólafsfirði „ Ólafur Ingi Jónsson Garðabraut 23, Akranesi „ Birkir Friðbertsson Birkihlíð, Suðureyri „ Guðjón Jóhannsson Álfheimum 58, Reykjavík „ Halldóra Karlsdóttir Ársölum 1, Kópavogi 80 ára „ Sigurlaug Steinþórsdóttir Lindargötu 57, Reykjavík „ Guðlaugur J. Guðlaugsson Krummahólum 25, Reykjavík „ Sigríður Einarsdóttir Suðurlandsbraut 66, Reykjavík „ Hjördís Magnúsdóttir Hrísrima 4, Reykjavík „ Magnús Erlendsson Sævargörðum 7, Sel- tjarnarnesi „ Hrefna Ragnarsdóttir Hrauni, Grindavík 85 ára „ Ilse Björnsson Gilsbakka 7, Hvammstanga „ Jón Elíasson Hringbraut 2b, Hafnarfirði 90 ára „ Guðbjörg Sigurbergsdóttir Flyðrugranda 20, Reykjavík 102 ára „ Hansína Guðjónsdóttir Kleppsvegi 64, Reykjavík Rannveig fæddist í Reykjavík. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Sund 1980, 4. stigs vélstjóraprófi frá Vél- skóla Íslands 1983, sveinsprófi í vél- virkjun 1985 og varð vélfræðingur sama ár, lauk BS-prófi í vélaverkfræði frá Háskóla Íslands 1987, MBA-prófi frá University of San Francisco í Bandaríkjunum 1989 og AMP frá Háskólanum í Reykjavík 2008 Rannveig vann við vatnamæl- ingar með námi til 1983, var vélvirki hjá frystivélaverkstæði Sveins Jóns- sonar 1981, fyrsti vélstjóri á Óskari Halldórssyni RE 157 1983, vélvirki við Landsvirkjun um skeið 1984–85, vélstjóri hjá Hraðfrystihúsi Patreks- fjarðar um skeið 1985, vélstjóri á togaranum Guðbjarti ÍS 16 1986–87, stundakennari við Tækniskóla Ís- lands og Háskóla Íslands 1989–90, framkvæmdastjóri og talsmaður Ís- lenska álfélagsins, ISAL, 1990–96 og hefur verið forstjóri fyrirtækisins frá 1997 en Íslenska álfélagið varð að Alcan á Íslandi hf árið 2002. Rannveig var í stjórn Umhverf- issamtaka norræna áliðnaðarins í 10 ár, var í stjórn Landssímans, síð- ar Skipta, frá 2002–2011, er í stjórn Samtaka atvinnulífsins, áður VSÍ, og er stjórnarformaður Samáls frá stofnun 2010. Rannveig var valin maður ársins á Stöð 2 1996, valin kona ársins af tímaritinu Nýju lífi 1996, valin mað- ur ársins af Frjálsri verslun 2008, hlaut FKA-viðurkenninguna 2009 og hlaut viðskiptaverðlaun Við- skiptablaðsins árið 2010. Hún var sæmd heiðursmerki Verkfræðinga- félags Íslands 1998 og riddarakrossi Hinnar íslensku fálkaorðu 1999. Þá hlaut hún „Das Verdienstkreuz“ frá forseta Þýskalands 2003. Fjölskylda Eiginmaður Rannveigar er Jón Heið- ar Ríkharðsson, f. 9.4. 1961, véla- verkfræðingur. Hann er sonur Rík- harðs Jónssonar, f. 4.2. 1935, bónda að Brúnastöðum í Fljótum, og Guð- bjargar Indriðadóttur, f. 10.7. 1941, d. 24.3. 1986, húsfreyju. Börn Rannveigar og Jóns Heið- ars eru Guðbjörg Rist, f. 22.7. 1989; María Rist, f. 25.2. 1993; Guðbjartur Rist, f. 13.4. 1999 (andvana); Óskar Rist, f. 13.11. 2000, d. s.d.; Hólmfríð- ur Vigdís Rist, f. 13.11. 2000. Systir Rannveigar er Bergljót, f. 28.2. 1966. Foreldrar Rannveigar voru Sig- urjón Lárusson Rist, f. 29.8. 1917, d. 15.10. 1994, vatnamælingamað- ur, og María Sigurðardóttir, f. 18.1. 1928, d. 5.12. 2007, viðskiptafræð- ingur. Ætt Sigurjón var sonur Lárusar J. Rist, sund- og fimleikakennara á Akur- eyri, sonar Jóhanns Péturs Jakobs Rist, b. á Botni í Eyjafirði, bróður Þorgils, íþróttakennara í Reykholti, afa Árna Mathiesen, dýralæknis og fyrrv. fjármálaráðherra. Móðir Lár- usar var Ingibjörg ljósmóðir, systir Katrínar, ömmu Birgis Þorgilssonar, fyrrv. ferðamálastjóra. Önnur syst- ir Ingibjargar var Jakobína, móðir Gísla gerlafræðings, Lofts ljósmynd- ara og Guðríðar, móður Guðmund- ar Vignis Jósefssonar, fyrrv. gjald- heimtustjóra í Reykjavík. Bróðir Ingibjargar var Bjarni, afi Sveins Björnssonar stórkaupmanns. Ingi- björg var dóttir Jakobs, b. á Valda- stöðum í Kjós, bróður Björns, lang- afa Jórunnar, móður Birgis Ísleifs Gunnarssonar, fyrrv. borgarstjóra og seðlabankastjóra. Móðir Sigurjóns var Margrét Sigurjónsdóttir, b. á Sörlastöðum í Fnjóskadal Bergvinssonar, og Önnu, systur Þorkels veðurstofustjóra, föð- ur Rögnvaldar yfirverkfræðings. Anna var dóttir Þorkels, b. á Frosta- stöðum og síðar í Flatatungu, bróð- ur Margrétar, móður Pálínu, móður Hermanns forsætisráðherra, föður Steingríms forsætisráðherra, föður Guðmundar alþm. Þorkell í Flata- tungu var sonur Páls, hreppstjóra í Syðri-Brekkum og í Viðvík Þórðar- sonar, b. á Hnjúki í Skíðadal Jóns- sonar. Móðir Þorkels í Flatatungu var Guðný Björnsdóttir, b. í Garðs- horni í Svarfaðardal Arngrímsson- ar. Móðir Önnu var Ingibjörg, systir Helgu, ömmu þeirra bræðra, Gísla á Hofi, Hermanns, prófessors í Edin- borg og Páls, hrl. Pálssonar, föður Signýjar, skrifstofustjóra menning- armála Reykjavíkurborgar, Ívars for- stjóra, Stefáns Páls hrl. og Sigþrúð- ar myndlistarmanns. Ingibjörg var dóttir Gísla, b. í Flatatungu Stefáns- sonar, og Önnu Jónsdóttur. María var systir Ingibjargar ljós- myndara og Elísabetar, móður Þor- geirs Pálssonar, verkfræðings, for- stjóra Flugstoða og prófessors við Háskólann í Reykjavík. María var dóttir Sigurðar, vél- stjóra í Reykjavík Árnasonar, út- vegsb. í Hænuvík Jónssonar, b. Guðmundssonar. Móðir Sigurðar vélstjóra var Ingibjörg, dóttir Sigurð- ar Sigurðssonar bónda og Ingibjarg- ar Ólafsdóttur. Móðir Maríu var Þuríður Pét- ursdóttir, b. á Brúsastöðum í Þing- vallasveit Jónssonar, og Helgu Guð- mundsdóttur. Rannveig Rist Forstjóri Alcan á Íslandi Kristján Sveinlaugsson MA í fjármálafræði 50 ára á mánudag 30 ára á þriðjudag M Y N D Ó M A r Ó sK A r ss o N

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.