Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.2011, Síða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.2011, Síða 24
24 | Sport Umsjón: Tómas Þór Þórðarson tomas@dv.is 9. maí 2011 Mánudagur Heimsmeistarinn vann Tyrklandskappaksturinn: Engin mistök hjá Vettel „Við byrjuðum vel sem hjálpaði okk­ ur að geta séð hvaða hinir ætluðu að gera og þannig gátum við stýrt keppninni svolítið okkur í hag,“ sagði heimsmeistarinn í Formúlu 1, Se­ bastian Vettel, eftir að hann tryggði sér sigur í Tyrklandskappakstrin­ um á sunnudaginn. Þetta var fjórða keppni ársins og þriðji sigur Vettels. Hann hefði verið með fjóra sigra af fjórum mögulegum hefði liðið ekki gert mistök í dekkjastoppum í síð­ ustu keppni. „Við gerðum engin mistök núna. Auðvitað vorum við með hugmyndir um hvernig við vildum skipta dekkja­ notkuninni en á endanum þarf mað­ ur að spila þetta svolítið eftir eyranu. Það gerði mér auðvitað miklu létt­ ara fyrir að geta séð hvað hinir ætl­ uðu sér að gera en þeir þurftu allir að breyta á undan mér þar sem ég var í forystunni,“ sagði Vettel sem klessti bílinn við æfingar á föstudaginn síð­ asta. „Allir starfsmennirnir í kringum bílinn minn og hjá Mark [Webber, hinum ökumanni Red Bull] hjálp­ uðust að. Það þýddi að allir þurftu að vinna langt fram á nætur og biðst ég afsökunar á því. Þetta sýnir samt hversu góður andi er innan okkar raða,“ sagði Vettel en liðsfélagi hans, Mark Webber, tók fram úr Spán­ verjanum Fernando Alonso á Ferr­ ari þegar fimm hringir voru eftir og tryggði því tvöfaldan sigur Red Bull. Lewis Hamilton á McLaren var fjórði og Nico Rosberg á Mercedes endaði í fimmta sæti. Vettel hefur örugga forystu í stigakeppni öku­ þóra. Hann er efstur með 68 stig en á eftir honum kemur Hamilton með 47. Jenson Button, Mark Webber og Alonso koma þar næstir. Eðli málsins samkvæmt hefur Red Bull því forystu í stigakeppni bílasmiða. Liðið er efst með 105 stig, McLaren er í öðru sæti með 85 en Ferrari­menn hafa 50. tomas@dv.is Úrslit Þjár af fjórum Vettel er búinn að vinna þrjár af fjórum fyrstu keppnum ársins. Mynd REuTERs Manchester United er aðeins einu stigi frá því að vinna sinn nítjánda Englandsmeistaratitil og verða þar með sigursælasta lið enska boltans frá upphafi. United vann Chelsea, 2–1, í stórleik tímabilsins á Old Traf­ ford á sunnudaginn og náði þar með sex stiga forystu í deildinni. Fergu­ son og hans menn þurfa því aðeins eitt stig úr síðustu tveimur leikjun­ um til þess að tryggja sér titilinn en um næstu helgi mætir United Black­ burn á útivelli og lýkur svo tíma­ bilinu með leik gegn Blackpool á heimavelli. Javier Hernandez skoraði fyrsta mark leiksins eftir aðeins 36 sek­ úndur en á þessu tímabili hefur ekk­ ert mark komið jafn snemma leiks í deildinni. Nemanja Vidic skoraði seinna mark United en Frank Lamp­ ard minnkaði muninn fyrir gestina í síðari hálfleik. Mikið afrek Leikmenn Manchester United döns­ uðu stríðsdans af gleði eftir sigurinn á Chelsea og það eðlilega, 19. titill­ inn handan við hornið. Fyrir tveimur árum þegar United vann átjánda tit­ ilinn og jafnaði met Liverpool sagði Ferguson að þegar hann tók við Uni­ ted hafi ætlunin alltaf verið að velta Liverpool af stalli sínum sem drottnari enska boltans. Hann óraði þó aldrei fyrir að jafna met Liverpool og hvað þá bæta það. „Fyrir 15–20 árum bjóst eflaust enginn við þessu. Þetta er mikið af­ rek hjá Manchester United að vinna upp þetta met sinna helstu erkifjenda,“ sagði sigur reifur Ryan Giggs við breska ríkissjónvarpið eftir leikinn. Giggs lék enn og aftur stórkostlega á miðjunni en hann hefur verið maður stórleikj­ anna á þessu tímabili. „Þetta er skref í rétta átt hjá okkur,“ sagði hann hóg­ vær. „Tölfræðilega erum við ekki bún­ ir að vinna titilinn en vissulega erum við nálægt því. Við vitum fullvel að við getum spilað góðan fótbolta en aftur á móti vorum við meðvitaðir um að við þyrftum að halda aftur af Chelsea í leiknum. Byrjunin var auðvitað frábær, að skora svona snemma. Það hefði samt verið auðvelt fyrir okkur að hætta þá en það gerðum við ekki,“ sagði Ryan Giggs. Höfum bætt okkur stöðugt Sir Alex Ferguson var kampakátur eftir sigurinn og var í raun farinn að fagna nítjánda meistaratitlinum. „Leik­ mennirnir mínir munu ekki klúðra þessu. Þeir munu ná í þetta stig sem þarf til. Það er frábært að geta sagt að við erum sigursælasta lið landsins. Það tók sinn tíma að byggja grunninn að þessum árangri en eftir að við unnum fyrsta titilinn héldum við alltaf áfram að bæta okkur,“ sagði Ferguson, sem er ekki vanur að tala svona. Ferguson hló aðeins aðspurður um stressandi lokamínútur. „Við erum alltaf að gera þetta spennandi,“ sagði hann. „Við hefðum getað skorað sex mörk í seinni hálfleik. Maður býst auð­ vitað við erfiðum leik gegn Chelsea og hann fengum við. Við fengum samt draumabyrjun á leiknum með mark­ inu frá Chicharito. Heilt yfir stóð liðið sig frábærlega. Þegar Chelsea skoraði hjálpuðu stuðningsmennirnir okkur líka að koma okkur aftur í gang. Ég ber mikla virðingu fyrir leikmönnunum mínum og þeir eiga allt gott skilið fyr­ ir þessa frammistöðu,“ sagði Ferguson kátur. Heimavöllurinn vígi Enska úrvalsdeildin mun vinnast á færri stigum í ár en undanfarin tímabil en stóru liðin hafa verið dugleg að tapa stigum gegn minni liðunum. Sam­ keppnin er orðin mun meiri í bestu félagsdeild í heimi. Til marks um það hefur Manchester United aldrei unnið færri sigra á útivelli á ári þar sem það er í titilbaráttu, aðeins fimm stykki auk níu jafntefla. Það er þó heimavöllurinn sem hefur verið vígi liðsins. Sigurinn gegn Chelsea var sá sautjándi á tíma­ bilinu í átján leikjum, 52 stig í sarpinn af 54 mögulegum. Eina liðið sem sótt hefur stig á Old Trafford er WBA. Nítjándi titillinn handan hornsins n Manchester united vann Chelsea 2–1 í stórleik tímabilsins n Vantar eitt stig í titilinn n Met Liverpool aldrei verið í meiri hættu n 52 stig af 54 mögulegum á Old Trafford Gulls ígildi Það er erfitt að þræta fyrir að sex milljóna punda maðurinn Javier Hernandez sé kaup ársins. Mynd REuTERs Tómas Þór Þórðarson blaðamaður skrifar tomas@dv.is Enska úrvalsdeildin Aston Villa - Wigan 1-1 0-1 Charles N'Zogbia (10.), 1-1 Ashley Young (16.). Bolton - sunderland 1-2 0-1 Boudewijn Zenden (45.+1), 1-1 Ivan Klas- nic (87.), 1-2 Sulley Muntari (90.+3). Everton - Man. City 2-1 0-1 Yaya Touré (28.), 1-1 Sylvain Distin (65.), 2-1 Leon Osman (71.). newcastle - Birmingham 2-1 1-0 Shola Ameobi (36. víti), 2-0 Steven Taylor (43.), 2-1 Lee Bowyer (45.). n Liam Ridgewell, Birmingham (35.) West Ham - Blackburn 1-1 0-1 Jason Roberts (12.), 1-1 Thomas Hitzl- sperger (78.). Tottenham - Blackpool 1-1 0-1 Charlie Adam (76. víti), 1-1 Jermain Defoe (89.). Úlfarnir - WBA 3-1 1-0 Steven Fletcher (14.), 2-0 Adlene Guedioura (27.), 3-0 Steven Fletcher (47.), 3-1 Peter Odemwingie (54. víti). stoke - Arsenal 3-1 1-0 Kenwyne Jones (28.), 2-0 Jermaine Pennant (40.), 2-1 Robin van Persie (80.), 3-1 Jonathan Walters (82.). Man. united - Chelsea 2-1 1-0 Javier Hernandez (1.), 2-0 Nemanja Vidic (22.), 2-1 Frank Lampard (68.). sTAðAn Lið L u J T M st 1 Man. Utd 36 22 10 4 73:34 76 2 Chelsea 36 21 7 8 67:30 70 3 Arsenal 36 19 10 7 69:39 67 4 Man. City 35 18 8 9 54:33 62 5 Tottenham 35 14 14 7 51:44 56 6 Liverpool 35 16 7 12 54:39 55 7 Everton 36 12 15 9 50:44 51 8 Stoke City 36 13 7 16 46:44 46 9 Bolton 36 12 10 14 49:50 46 10 Fulham 35 10 15 10 43:36 45 11 Newcastle 36 11 11 14 51:52 44 12 Sunderland 36 11 11 14 41:53 44 13 WBA 36 11 10 15 52:68 43 14 Aston Villa 36 10 12 14 45:58 42 15 Blackburn 36 10 9 17 42:56 39 16 Birmingham 36 8 15 13 36:54 39 17 Wolves 36 10 7 19 41:62 37 18 Blackpool 36 9 9 18 49:71 36 19 Wigan 36 7 15 14 36:59 36 20 West Ham 36 7 12 17 41:64 33 Enska Championship-deildin Barnsley - Millwall 1-0 Bristol City - Hull 3-0 Burnley - Cardiff 1-1 Crystal Palace - nott. Forest 0-3 Leicester - Ipswich 4-2 Middlesbrough - doncaster 3-0 norwich - Coventry 2-2 n Aron Einar Gunnarsson lék allan leikinn fyrir Coventry. Preston - Watford 3-1 QPR - Leeds 1-2 n Heiðar Helguson var í byrjunarliði QPR og skoraði eftir 30 sekúndur. Hann var tekinn af velli á 72. mínútu. Reading - derby 2-1 n Hvorki Ívar Ingimarsson né Brynjar Björn Gunnarsson voru í leikmannahópi Reading. scunthorpe - Portsmouth 1-1 n Hermann Hreiðarsson lék allan tímann fyrir Portsmouth. swansea - sheff. united 4-0 sTAðAn Lið L u J T M st 1 QPR 46 24 16 6 71:32 88 2 Norwich 46 23 15 8 83:58 84 3 Swansea 46 24 8 14 69:42 80 4 Cardiff 46 23 11 12 76:54 80 5 Reading 46 20 17 9 77:51 77 6 Nottingham F. 46 20 15 11 69:50 75 7 Leeds 46 19 15 12 81:70 72 8 Burnley 46 18 14 14 65:61 68 9 Millwall 46 18 13 15 62:48 67 10 Leicester 46 19 10 17 76:71 67 11 Hull 46 16 17 13 52:51 65 12 Middlesbro 46 17 11 18 68:68 62 13 Ipswich 46 18 8 20 62:68 62 14 Watford 46 16 13 17 77:71 61 15 Bristol City 46 17 9 20 62:65 60 16 Portsmouth 46 15 13 18 53:60 58 17 Barnsley 46 14 14 18 55:66 56 18 Coventry 46 14 13 19 54:58 55 19 Derby 46 13 10 23 58:71 49 20 Cr. Palace 46 12 12 22 44:69 48 21 Doncaster 46 11 15 20 55:81 48 22 Preston 46 10 12 24 54:79 42 23 Sheffield Utd 46 11 9 26 44:79 42 24 Scunthorpe 46 12 6 28 43:87 42 n QPR með Heiðar Helguson innanborðs er meistari og leikur í úrvalsdeildinni á næsta tímabili eins og norwich sem endaði í öðru sæti. n swansea mætir nott. Forest og Cardiff og Reading eigast við í undanúrslitum umspilsins um síðasta lausa sætið í úrvalsdeildinni. n Preston, sheffield united og scunthorpe eru fallin.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.