Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.2011, Síða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.2011, Síða 14
14 | Neytendur Umsjón: Gunnhildur Steinarsdóttir gunnhildur@dv.is 8. júní 2011 Miðvikudagur Skítugur bakpoki Eftir erfiða og skítuga gönguferð getur bakpokinn verið ansi sjúsk- aður. Þá er best að skola af pokan- um með garðslöngu eða setja hann í volgt bað en þetta kemur fram á alparnir.is. Þar segir einnig að nota skuli tannbursta til að ná skítnum úr rennilásum og af öðrum erfiðum svæðum. Einnig að forðast skuli að nota sápu á bakpokann nema ef um sé að ræða olíublett á pokanum, eftir til dæmis ólívuolíu eða sólarvörn. Í slíkum tilfellum sé best að nota milda lyktarlausa sápu, eins og til dæmis sápuflögur. Síðan skal pok- inn skolaður vel og þurrkaður. Yndislegt starfsfólk n Lofið fær Skalli í Ögurhvarfi fyrir góða þjónustu. „Ég er nýfluttur í hverfið og hef verslað við Skalla nokkrum sinnum eftir að ég flutti. Ég vil endilega fá að koma að lofi þar sem mér finnst verslunin ódýr og starfsfólkið yndislegt. Alltaf þegar ég hef lagt leið mína þangað er þjónustan frábær í alla staði. Ég mæli því eindregið með Skalla,“ segir ánægður við- skiptavinur. Slök þjónusta n Lastið að þessu sinni fær Max í Garðabæ. „Ég þurfti að ná tali af versl- unarstjóra sem var upptekinn með viðskiptavini. Hann var látinn vita af mér en ég heyrði strax að hann var bara að spjalla um daginn og veginn við hinn kúnnann. Þegar hann loks kom til mín eftir 15 mínútur bað ég um skýringu á biðinni og þá svaraði hann með þjósti að þetta væri bróðir hans sem hann hefði ekki séð lengi. Það þarf vart að taka fram, að ég hef ekki stigið þar inn fyrir dyr síðan og mun ekki gera.“ SENDIÐ LOF EÐA LAST Á NEYTENDUR@DV.IS Lof&Last E ld sn ey ti Bensín Dísilolía Algengt verð 232,3 kr. 231,2 kr. Algengt verð 232,1 kr. 230,9 kr. Höfuðborgarsv. 232,1 kr. 231 kr. Algengt verð 232,3 kr. 231,2 kr. Algengt verð 233,3 kr. 231,2 kr. Melabraut 232,1 kr. 230,9 kr. Allt að 50 prósenta munur er á verði hjá þeim flugfélögum sem fljúga til og frá Íslandi í sumar og oft er um tugþúsunda mun að ræða. Þann- ig er 76.000 krónum ódýrara fyrir hjón að ferðast til Stokkhólms með Icelandair en Iceland Express. Ice- landair er þó oftar en ekki með dýr- asta fargjaldið þótt til að mynda sé óhagstæðast að fljúga með Iceland Express til New York. Eins eru er- lendu flugfélögin stundum dýrasti kosturinn og má þar nefna að tölu- vert dýrara er að fljúga með SAS til Osló en þeim íslensku og Lufthansa býður upp á langdýrasta fargjaldið til Hamborgar. 15 flugfélög og 54 áfangastaðir Samkvæmt upplýsingum á heima- síðu Keflavíkurflugvallar eru 13 er- lend flugfélög sem fljúga til og frá landinu í sumar, og Icelandair og Iceland Express. Áfangastaðirnir eru 54 í Evrópu og Norður-Amer- íku og nú þegar Íslendingar hugsa sér til hreyfings er ekki úr vegi að skoða flugfélögin og þau verð sem þau bjóða. Vikuferðir til Evrópu og Norður- Ameríku Skoðuð voru verð á vikuferðum hjá flugfélögunum um miðjan júní annars vegar og miðjan eða seinni part júlí, hins vegar. Tekið skal fram að flugfélögin fljúga ekki öll daglega og því ekki hægt að skoða nákvæmar vikuferðir hjá þeim öll- um. Eins eru mismunandi verð eftir vikudögum og því væri hugs- anlega hægt að finna ódýrara eða dýrara fargjald ef dvalið er skemur eða lengur í viðkomandi borgum. Verðin sem hér birtast voru feng- in með því að leita á heimasíðum flugfélaganna. Reynt var að finna lægsta verðið hverju sinni og þar sem breyta þurfti yfir í íslenskar krónur var miðað við gengi á er- lendum gjaldmiðlum þann 7. júní 2011. Um er að ræða fargjald fyr- ir einn fullorðinn og ekki var lagt mat á gæði flugferða, þjónustu um borð eða annað sem gæti haft áhrif á verðlagningu. n Yfir sumartímann fljúga 15 flugfélög til og frá Íslandi n Það getur munað allt að 50 prósentum á flugfargjöldum n Erlendu flugfélögin eru ekki alltaf ódýrari Dusseldorf Air Berlin 17.–23. júní - 50.817 kr. 20.–28. júlí - 64.640 kr. Lufthansa 15.–21. júní - 83.052 kr. 15.–21. júlí - 99.424 kr. Washington Icelandair 14.–21. júní - 100.640 kr. 22.–29. júlí - 104.540 kr. Delta 17.–24. júní - 70.490 kr. 21.–27. júlí - 75.390 kr. Gunnhildur Steinarsdóttir blaðamaður skrifar gunnhildur@dv.is New York 16.–23. júní - 100.105 krónur 14.–21. júlí - 92.440 krónur Iceland Express 15.–22. júní - 80.420 krónur 14.–21. júlí - 101.640 krónur Delta 17.–24. júní - 69.910 krónur 21.–28. júlí - 78.910 krónur Chicago Delta 18.–25. júní - 108.607 kr. 22.–29. júlí - 109.470 kr. Icelandair 18.–25. júní - 114.340 kr. 22.–29. júlí - 119.740 kr. Halifax Delta 16.–22. júní - 146.160 kr. 21.–28. júlí - 109.470 kr. Icelandair 15.–22. júní - 115.890 kr. 18.–25. júlí - 132.040 kr. London Icelandair 15.–22. júní - 51.800 kr. 17.–24. júlí - 51.820 kr. Iceland Express 16.–23. júní - 46.723 kr. 22.–29. júlí - 48.047 kr. Boston Iceland Express 16.–23. júlí - 63.193 krónur 19.–26. júní - 81.534 krónur Icelandair 14.–21. júní - 83.460 krónur 14.–21. júlí - 81.260 krónur Delta 12.–20. júní - 70.490 kr. 21.–28. júlí - 89.790 kr. Ódýrustu flugfargjöldin

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.