Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.2011, Qupperneq 16
16 | Erlent 8. júní 2011 Miðvikudagur
„Hér er um umferðarslys að ræða.
Það er hið sanna í málinu.“ Þetta seg-
ir á miða, sem líbískur læknir lét falla
fyrir fætur blaðamanns fréttastofu
Reuters. Síðastliðinn sunnudag fóru
líbískir fulltrúar hliðhollir Muamm-
ar al-Gaddafi með alþjóðlega frétta-
menn í vettvangsferð um Trípólí,
höfuðborg Líbíu. Markmið fararinn-
ar var að sýna fréttamönnunum fram
á hinn ótrúlega skaða sem loftárásir
Atlantshafsbandalagsins hafa vald-
ið í borginni, og þá sérstaklega hið
mikla manntjón á óbreyttum borg-
urum. Hápunktur ferðarinnar var
ferð á sjúkrahús þar sem stúlka lá
þungt haldin, en hún var fórnarlamb
einnar loftárásar – að sögn Líbíu-
manna.
Vestrænir fjölmiðlar hafa farið
mikinn síðan fréttamaður Reuters
sagði frá miðanum. Eru fréttaskrif
nokkurn veginn á þá leið að gert er
grín að málflutningi Líbíumanna
sem kvarta sáran undan loftárásun-
um og áhrifunum sem þær hafa á
óbreytta borgara.
Falsaðar sögur
Samkvæmt fréttum af vettvangs-
ferðinni var farið með fréttamenn-
ina á sjúkrahús þar sem bæði móð-
ir stúlkunnar og nágranni staðfestu
að áverkar hennar væru vegna loft-
árásar. Nágranni þessi var hins vegar
einnig staddur í hinum enda borgar-
innar nokkrum klukkustundum síð-
ar, þegar fréttamenn voru boðaðir á
heimili þar sem sprengja átti að hafa
lent. Við nánari skoðun sögðu frétta-
menn að meint sprengja hafi verið
rússnesk olíutunna, sem hafi ver-
ið greinilegt vegna þess að tunnan
var merkt með kyrillísku letri. Um-
ræddur nágranni, sem sagðist einnig
vinna fyrir ríkisstjórn Gaddafis, sagði
hins vegar að sprengjan hafi hæft
olíugeymslustöð í nágrenninu, og
þaðan hafi tunnan flogið. Þeir frétta-
menn sem hlustuðu á vitnisburð ná-
grannans tóku hann ekki trúanlegan.
Ekki nýtt af nálinni
Ómögulegt er að leggja dóm á það
hvort stúlkan sem liggur þungt hald-
in á spítala í Trípólí hafi verið fórn-
arlamb loftárásar eður ei, miðað við
þennan fréttaflutning. Sé einung-
is um áróðursbragð stjórnar Gadd-
afis að ræða, er í það minnsta ljóst
að ekki er um fyrsta áróðursbragð af
þessu tagi að ræða. Það verður þó að
teljast kaldhæðnislegt að vestræn-
ir fjölmiðlar gangi svo langt að gera
næstum gys að málinu, líkt og um
augljóst áróðursbragð sé að ræða –
burtséð frá réttmæti loftárásanna.
Það voru nefnilega vestrænir fjöl-
miðlar sem gleyptu við einu frægasta
áróðursbragði sem hefur verið sett á
svið í seinni tíð, en þá voru það ein-
mitt Bandaríkjamenn sem voru að
verki. Margir gleyma því að þegar
Bandaríkjamenn tóku ákvörðun um
að leggjast í stríðsrekstur í Persaflóa-
stríðinu hinu fyrra, var sú ákvörðun
einmitt byggð á sviðsettri lygi.
Nayirah hjúkrunarkona
Persaflóastríðið hófst 2. ágúst árið
1990 þegar Írakar réðust inn í Kúveit,
nágrannaríki sem var eitt sinn ný-
lenda breska heimsveldisins. Allt
frá því að Írakar hernámu Kúveit var
ljóst að vestræn ríki myndu ekki láta
það afskiptalaust, enda hafði Kúveit
verið eitt fárra Arabaríkja sem mátti
telja til bandamanna Vesturvelda. Í
Bandaríkjunum reyndist hins vegar
erfitt að fá stuðning bæði þings og al-
mennings við því að koma Kúveitum
til aðstoðar, enda um fjarlægt smá-
ríki að ræða sem fæstir Bandaríkja-
menn höfðu heyrt minnst á.
Þetta breyttist þó allt saman eftir
að bandarísk þingmannanefnd um
mannréttindi, hélt opinn fund þann
10. október 1990 – til þess einmitt að
fjalla um ástandið í Kúveit. Formað-
ur nefndarinnar, Tom Lantos, kallaði
til sögunnar 15 ára stúlku og sagði
að hún gæti ekki komið fram undir
sínu eigin nafni. Hún átti eingöngu
eftir að ganga undir nafninu Nayirah
hjúkrunarkona.
Skelfileg saga
Nayirah tók til máls og sagði sögu
sína með grátstafinn í kverkunum.
Hún lýsti því hvernig reynsla henn-
ar ætti eftir að breyta henni um
ókomna tíð. Hún sagði frá því að
hún hafi verið í Kúveit ásamt 27 ára
systur sinni sem eignaðist barn þann
27. ágúst. Aðeins fimm dögum síðar
hefði írakski herinn ráðist inn í land-
ið. Upphaflega hafði þeim systrum
tekist að flýja, en eftir að þær festust
í eyðimörkinni rétt hjá landamærum
Sádi-Arabíu var ekki um annað að
ræða en að fara með nýfædda barnið
á spítala. Þegar á spítalann var kom-
ið ákvað Nayirah að gerast sjálfboða-
liði á fæðingadeild spítalans, þar
sem mikið af starfsfólki hafði flúið.
Það sem gerðist næst var vægast sagt
átakanlegt. „Á meðan ég var þarna
á spítalanum sá ég þegar íraksk-
ir hermenn ruddust inn, vopnaðir
byssum. Þeir tóku ungbörn úr hita-
kössum, tóku hitakassana með sér og
skildu börnin eftir á köldu gólfinu til
að deyja. Þetta var hryllilegt.“
Þingmenn nýttu sér Nayiruh
Viðbrögðin létu ekki á sér standa.
Sama kvöld og Nayirah flutti vitnis-
burð sinn var honum sjónvarpað af
öllum stærstu sjónvarpsstöðvum í
Bandaríkjunum og talið er að áhorf-
endur hafi verið allt að 50 milljón-
ir talsins. Á næstu vikum áttu alls
sjö þingmenn á bandaríska þinginu
eftir að vitna í orð Nayiruh, þeg-
ar þeir vildu styðja beiðni George
H.W. Bush um aukafjárveitingu til
að hefja stríð gegn Írak. Bush sjálfur
átti eftir að vitna í orð Nayiruh alls
tíu sinnum, eða allt þangað til fjár-
veitingin varð að veruleika. Banda-
rískur almenningur, sem hafði þang-
að til kært sig kollóttan um stríð sem
fór fram hinum megin á hnettinum,
snerist einnig á band með Bush. All-
ir kenndu í brjóst um ungbörnin og
Nayiruh – og skyldi engan undra.
Allt byggt á lygum
Hið sanna í málinu átti síðan eftir
að koma í ljós, en þá var þegar búið
að heyja stríðið – með öllum þeim
hörmulegu afleiðingum sem það
hafði í för með sér. Það þarf vart að
taka fram að Írakar vísuðu frásögn
Nayiruh til föðurhúsanna, enda um
ómanneskjulegan glæp að ræða.
Þegar fréttamenn fengu loks að-
gang að spítölunum þar sem meintir
glæpir áttu sér stað, gátu þeir ekki séð
hægt væri að styðja frásögn Nayiruh.
Það var svo 6. janúar árið 1992
sem blaðamaður New York Times,
John MacArthur, birti grein sína
„Munið þið eftir Nayiruh?“ MacArt-
hur hafði komist að því að Nayirah
hét í raun Nayirah Al-Sabah og var
dóttir Saud bin Nasir Al-Sabah,
sendiherra Kúveit í Bandaríkjunum
og Kanada. Nayirah hafði aldrei svo
mikið sem komið til Kúveit og hafði
verið þjálfuð til að fara með vitnis-
burð sinn af almannatengslafyrir-
tækinu Hill & Knowlton. Fyrirtækið
hafði enn fremur framkvæmt skoð-
anakannanir þar sem kom í ljós að
ungbarnamorð væri tvímælalaust
hryllilegasti glæpur sem hægt væri
að fremja. Tilviljun?
Stríðið í Líbíu heldur áfram
Ekki má gleyma því að stríðinu í
Líbíu er hvergi nærri lokið. Sam-
kvæmt tölum frá ríkisstjórn Gadd-
afis hafa nú þegar 718 óbreyttir
borgarar fallið í loftárásum Banda-
manna, auk þess sem særðir telja
4.067. Talsmenn Atlantshafsbanda-
lagsins hafa hafnað þeirri tölu.
Hvað sem því líður vonast nán-
ast gervallt alþjóðasamfélagið til
þess að Gaddafi sjái sóma sinn í
því að stíga til hliðar og binda þar
með enda á átökin í landinu. Nú
standa átökin hæst á þremur stöð-
um; við olíuhreinsistöðina í Brega,
við borgina Misurata í miðju land-
inu og í Nafusa-fjöllunum í útjaðri
Trípólí.
Nayirah hjúkrunarkona Dóttir sendiherra Kúveit í Bandaríkjunum laug að heiminum, og
uppskar samúð allra.
Björn Teitsson
blaðamaður skrifar bjorn@dv.is
n Ríkisstjórn Muammars al-Gaddafis, leiðtoga Líbíu, er sökuð um að ýkja stórlega og jafnvel ljúga til um skaðann
sem loftárásir NATO hafa valdið n Vestrænir miðlar harðorðir n Bandaríkjamenn eru ekki ókunnugir slíkum áróðri
Naseeb, 7 mánaða
Stúlkubarnið sem menn
Gaddafis sögðu að hefði verið
fórnarlamb loftárásar.
„ ...tóku hitakass-
ana með sér og
skildu börnin eftir á köldu
gólfinu til að deyja.
Áróður og lygar
í stríðsrekstri