Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.2011, Page 18

Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.2011, Page 18
18 | Umræða 8. júní 2011 Miðvikudagur „Mér fannst óþarfi hjá borgarfulltrúa Hönnu Birnu Kristjánsdóttur að vera að hnýta eitthvað í Davíð Oddsson og hans borgarstjóratíð.“ n Jón Gnarr – Borgarstjórnarfundur í Reykjavík „Réttarhöldin eru skrípaleikur.“ n Geir Haarde – DV.is „Það vellur gróði uppúr öllum pottum Norðuráls.“ n Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness – DV.is „Mikið hljóta þeir á DV að vera glaðir núna!“ n Vinkona Sveins Andra á Facebook-síðu hans vegna sambandsslita hennar við Kristrúnu Ösp Barkardóttur – Facebook „Bubbi er ekki að taka viðtal við sjálfan sig.“ n Sigrún Stefánsdóttir dagskrárstjóri RÚV um það að viðtal við Bubba er í þættinum hans Bubba – DV.is Ekki meir Geir O ft er metið til refsilækkunar þegar brotlegir menn iðr­ ast eða hafa gert yfirbót. Á mánudag hélt Geir Haarde blaðamannafund þar sem hann svaraði ákæru um að hann hefði ekki staðið undir ábyrgð sem forsætis­ ráðherra. Á fundinum iðraðist hann einskis, en ásakaði alla sem komu að málarekstrinum gegn sér. Hann sakaði þingmannanefndina um „at­ hafnaleysi“, sagði að málarekstur gegn sér væri „óafmáanlegur blett­ ur“ á ríkisstjórninni og sakaði þrjá menn um að bera „höfuðábyrgð á fyrstu pólitísku réttarhöldunum á Ís­ landi“. Á þriðjudag leigði hann sal í Hörpu undir baráttu sína gegn því að fara fyrir dóm. Forsaga málsins er sú að árið 1963 mælti Bjarni Benediktsson, þá­ verandi formaður Sjálfstæðisflokks­ ins, fyrir nýjum lögum um ráðherra­ ábyrgð og landsdóm. Þegar tilefni gafst til að beita lögunum eftir efna­ hagshrun Íslands bar svo við að sjálf­ stæðismenn úrskurðuðu þau úrelt. Lögunum var engu að síður fylgt og svo fór að reynt var að leggja störf fjögurra ráðherra fyrir dóm lands­ dóms. Aðeins náðist meirihluti fyrir því á Alþingi að kæra Geir. Líklega sluppu hinir að hluta til vegna kunn­ ingsskapar og pólitíkur, en það þýðir ekki að Geir hefði líka átt að sleppa. Geir Haarde var fjármálaráðherra frá 1998 til 2005. Frá 2006 og fram yfir efnahagshrunið 2008 var hann forsætisráðherra. Enginn einn mað­ ur gat komist nálægt því að vera jafn­ ábyrgur og Geir fyrir stöðu efnahags­ mála, nema ef vera skyldi maðurinn sem var forsætisráðherra frá 1991 til 2004 og í kjölfarið Seðlabanka­ stjóri fram yfir hrun. En sá maður var á ábyrgð Geirs, þótt í skýrslu rann­ sóknarnefndar Alþingis hafi margt bent til að Geir hafi lotið hans stjórn. Saman mótuðu þeir efnahags­ kerfi í ætt við nýfrjálshyggju, þar sem auðjöfrum átti að vera frjálst að gera það sem þeir vildu. Þeir leyfðu auð­ jöfrunum að spila rúllettu og leggja heimili og ævisparnað venjulega fólksins að veði. Þegar gagnrýni var sett fram á auðjöfrana stóðu þeir við hlið þeirra og studdu þá gegn gagn­ rýninni, en þó fremur Geir en Dav­ íð, sem var orðinn ósáttur við valda­ missi Sjálfstæðisflokks til auðjöfra. Þegar allt hrundi sögðu þeir að auð­ jöfrunum væri um að kenna. Þeir bara höndluðu ekki frelsið. En þar sem auðjöfrar geta ekki borið ábyrgð á heilu hagkerfunum var niðurstað­ an sú að enginn bæri ábyrgðina. Þá var rifjað upp að ráðherrar bera víst ábyrgð samkvæmt lögum. Fólk hafði treyst Geir, enda gaf hann sig út fyrir að standa fyrir trausta efnahagsstjórn. „Þegar öllu er á botninn hvolft er traust efna­ hagsstjórn mikilvægasta velferðar­ málið,“ auglýsti hann grimmt með myndum af sjálfum sér fyrir kosning­ arnar 2007. Niðurstaðan af störfum hans var andstæðan við trausta efna­ hagsstjórn. Þegar það kom á daginn, í aðdraganda hrunsins, reyndi Geir hvað hann gat að leyna þeim hrika­ lega efnahagsvanda sem Íslendingar stóðu frammi fyrir. Hann lét eins og ekkert væri, villti um fyrir þeim sem gagnrýndu stöðuna og beinlínis laug fram á síðustu stund. „Höfuðábyrgð,“ „athafnaleysi“ og „óafmáanlegur blettur“ eru orð sem eiga fyrst og fremst við um störf Geirs og afleiðingarnar af þeim. En hann iðrast ekki og heldur því nán­ ast blákalt fram að hann hafi bjarg­ að Íslandi. Í stað þess að undirgang­ ast höfuðábyrgð sína firrir hann sig henni og ásakar alla aðra. Þegar ís­ lenska krónan hrundi var það al­ heimsvandi. Þegar íslenska banka­ kerfið sló heimsmet í bankahruni var það efnahagslegur fellibylur. Þegar beitt er lögum sem varða hans eigin ábyrgð er það „óafmáanlegur blettur“ á ríkisstjórninni sem tók við rústun­ um af honum. Þá sjaldan að ábyrgð kemur fyrir í heimsmynd hans liggur hún hjá öllum öðrum en honum. Á endanum er málið einfalt. Geir er grunaður um að hafa brotið lög og á að mæta fyrir dómara, eins og aðrir sem hið sama gildir um. Hann verð­ ur ekki sá fyrsti sem mætir fyrir dóm­ ara fullur af hroka, sjálfsvorkunn og iðrunarleysi og varpar ábyrgðinni yfir á alla aðra. Leiðari Trúir þú á þig? „Algjörlega, alla leið,“ segir Bubbi Morthens, sem gaf út nýjan geisladisk Ég trúi á þig, á afmælis- degi sínum 6. júní. Bubbi semur að venju allt efnið á diskinum en fer nýjar leiðir og er það nú sálartónlist sem hann hefur samið. Hann spilar nú með nýrri hljómsveit sinni, Sól- skuggunum. Spurningin Bókstaflega Jón Trausti Reynisson ritstjóri skrifar.„Þá sjaldan að ábyrgð kemur fyrir í heimsmynd hans liggur hún hjá öllum öðrum en honum. Kúlulán Jónmundar Þótt rólegt sé á yfirborðinu innan Sjálfstæðisflokksins kraumar undir niðri óánægja sem snýr ekki síst að starfi Jónmundar Guðmarssonar framkvæmda­ stjóra sem hvarf af bæjarstjóra­ stóli Seltjarnar­ ness og er ekki saknað. Vaxandi hópur innan flokksins gagn­ rýnir sambandsleysi Valhallarfólks­ ins við almenna flokksfélaga. Ganga sumir svo langt að segja flokks­ starfið vera í molum. Þá hafa ein­ hverjir áhyggjur af kúlulánum upp á milljarða sem Jónmundur á aðild að ásamt viðskiptafélögum sínum. Fyrirlestur útrásarkonu Meðal þess fáa sem gert hefur verið í flokksstarfi Sjálfstæðisflokksins er að halda hádegisfundi í Valhöll til að fræða og upplýsa kjarna flokksins. Þar þykir hafa tekist fremur illa til í einhverjum til­ fellum. Maturinn sem boðið er upp á, undir yfirskriftinni Fróðlegt og nærandi, kemur frá fyrirtækinu Happi, sem er í eigu útrásarvíkingsins Þórdísar Sigurðardóttur, systur þess fallna bankastjóra Hreiðars Más. Gert er beiskjublandið grín að þessari tengingu á meðal andófsmanna ríkjandi afla. Forsetinn vígreifur Sjómannadagurinn um liðna helgi einkenndist af vopnaskaki vegna áforma um breytingar á kvótakerf­ inu. Talsmenn útvegsmannafélaga um allt land notuðu daginn til að fylkja sínu liði með því að benda á allan kvótann sem hyrfi frá þeim. Sumir talsmenn sjómanna tóku í sama streng. Ólafur Ragnar Gríms­ son, forseti Íslands, stóðst ekki mátið og flutti sína ræðu á Patreks­ firði, þeim bæ sem misst hefur hvað flest fólk. Þar talaði forsetinn nógu skýrt til þess að menn skildu að hann vill bylta kerfinu. Fjölskyldubönd slitin Hinn vígfimi og rökfasti Þorvaldur Gylfason, prófessor og stjórnlaga­ þingmaður, er á Eyjunni sagður hafa komið í bókbúð og spurt um Rosabaug Björns Bjarnasonar. Hafði hann fengið það svar að þar væri bókin ekki seld. Hermt er að hann hafi látið í ljósi ánægju með það. Björn bloggar um uppákom­ una og er bersýnilega ekki skemmt. Þar nefnir hann að Þorvaldur sé ein af sögupersónum og sem slíkur vilji hann sem minnsta dreifingu. Sú var tíðin að þeir félagar voru tengdir fjölskylduböndum í gegnum Vilmund heit­ inn, bróður Þorvaldar, og Valgerði, systur Björns. Þau bönd virðast hafa rofnað. Sandkorn tRyGGVAGötu 11, 101 REykjAVík Útgáfufélag: DV ehf. Stjórnarformaður: Lilja Skaftadóttir Ritstjórar: jón trausti Reynisson, jontrausti@dv.is og Reynir traustason, rt@dv.is Fréttastjóri: Ingi Freyr Vilhjálmsson, ingi@dv.is Ritstjórnarfulltrúi: jóhann Hauksson, johann@dv.is Umsjón helgarblaðs: Ingibjörg Dögg kjartansdóttir, ingibjorg@dv.is Umsjón innblaðs: Ásgeir jónsson, asgeir@dv.is DV á netinu: dv.is Aðalnúmer: 512 7000, Ritstjórn: 512 7010, Áskriftarsími: 512 7080, Auglýsingar: 512 7050. Smáauglýsingar: 512 7004. Umbrot: DV. Prentvinnsla: Landsprent. Dreifing: Árvakur. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Það er algengt í íslensku sam­félagi að saklausir menn séu dregnir fyrir dóm og þeir síðan kjöldregnir í um­ ræðunni. Þetta hófst líklega með Árna Johnsen, þingmanninum sem tók út laun í timbri og dúk. Eins og hann benti sjálfur á var að baki máli hans samsæri fjölmiðla, lögreglu og dómstóla um að koma honum á kné. Þótt Árni benti réttilega á að timburmál hans hefðu verið mistök, sem strax voru leiðrétt var hann eigi að síður læstur inni í fangelsi. Inni­ lokun hins saklausa varð reyndar til góðs því hann beitti sér fyrir mann­ réttindum í steininum og útvegaði ný rúm fyrir fanga. Þá varð hann sjálfur að listamanni. Annar þingmaður, Ásbjörn Ótt­arsson, varð einnig fyrir aðför. Honum varð á að reikna sér arð frá fyrirtæki sínu á tapári sem er lögbrot. Eftir miklar vangavelt­ ur náði hann að lýsa yfir sakleysi sínu með skír­ skotun til þess að endurskoðandi hans hefði klúðr­ að framtalinu. Endurskoðandinn sem tók sökina var látinn og gat því ekki borið hönd fyrir höfuð sér. Ás­ björn situr nú á þingi og er sakleysi hans hvítt sem nýfallin mjöll. tryggvi Þór Herbertsson, þing­maður Sjálfstæðisflokksins, er eitt hinna saklausu guðs­ lamba sem orðið hafa fyrir hnjaski í umræðunni. Hann var bankastjóri og fékk kúlulán sem erfitt er að standa undir. Þá sköruðust ýmsir hagsmunir þegar hann var efna­ hagsráðgjafi for­ sætisráðherra en á sama tíma með sporslur frá einkabanka. En hann er að sjálf­ sögðu saklaus eins og hinir. Nýjasta dæmið um offors þeirra sem vilja réttlæti er að Geir Haarde er dreginn fyrir lands­ dóm fyrir aðgerðaleysi í aðdraganda hrunsins. Geir er annálað ljúfmenni sem öllum vill vel. Honum svíður að vera líkt við þann norska Quisling eða aðra brotamenn gegn samvisku þjóða. Þá hefur það tekið á hann að vera líkt við Strauss­Kahn sem Geir hefur þá væntanlega sakfellt. Fjöldasamtök hafa verið stofnuð til að bjarga Geir frá landsdómi. Heyra mátti óminn frá þeim í Hörpu þar sem upprisufundur var haldinn. Það er auðvitað fráleitt að draga æðsta mann hrunsins fyrir dóm í því skyni að fá skorið úr um sekt eða sýknu. Sjálfstæðismenn eru ofsóttir. Um það er engum blöðum að fletta. Böðlarnir á vinstri vængnum eru blóðugir upp að öxlum. Hættum að leita að sökudólgum, syngur hrun­ kórinn í Hörpu. Horfum brosandi fram á veginn og gleymum hinu liðna. Fortíðin er horfin en framtíðin bíður með nýju hruni. Svarthöfði SaklauS guðSlömb

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.