Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.2011, Side 23
Viðtal | 23Miðvikudagur 8. júní 2011
með honum og eiga framtíð í Gana.
Við höfum örugglega bæði vitað að
þetta færi svona án þess að tala um
það. Mig langaði að fara í skóla.“
San José og Barselóna
Inga Dóra hóf nám í mannfræði þeg
ar heim kom og segir að það hafi ver
ið gaman að lesa sér til um þá hluti
sem hún hafði upplifað og setja þá í
fræðilegt samhengi.
Hún flutti til San José í Kaliforníu
eftir eitt ár þar sem hún var í skipti
námi. „Ég var mikið að stúdera fem
ínisma og Afríkufræði. Ég kom heim
eftir einn vetur í San José og kláraði
mannfræðina. Ég flutti til Barselóna
þegar ég var búin að vera í meistara
námi í hálft ár til að halda því áfram
þar. Þar kynntist ég mörgum afrísk
um innflytjendum og þvældist með
fólki frá Fílabeinsströndinni sem var
í hljómsveit og spilaði á trommur og
dansaði.“
Inga Dóra segir að hvað mann
fræðina í skólanum varðaði hafi bara
verið kenndir grunnkúrsar sem hún
hafi verið búin með. „Mér fannst það
ekki áhugavert og vildi alls ekki fara
heim. Ég var ekkert í skólanum eftir
fyrstu tvær vikurnar í Barselóna.“
Hún segir að það hafi verið gam
an að sjá Barselóna með augum inn
flytjenda en íslensk vinkona henn
ar þvældist líka með henni, eins og
hún orðar það. „Þetta er mikið götu
líf. Þetta er einhvern veginn voðalega
mikið hippalíf. Fólk er kannski að
selja hluti í ákveðinn tíma eða vinn
ur á kaffihúsi um tíma. Það er svo
mikil blanda af fólki hvaðanæva að
úr heiminum. Barselóna er yndisleg
borg og stemningin er svo skemmti
leg.“
HIV
Inga Dóra fór til Íslands, kláraði þau
námskeið á meistarastigi sem þurfti
til og hóf samband við Svein Eggerts
son, lektor í mannfræði við Háskóla
Íslands, en þau munu ganga í hjóna
band í sumar. Hún flutti til Malaví í
ársbyrjun 2007.
„Ég ætlaði að vera í Malaví í
nokkra mánuði til að gera rannsókn
ina mína í meistaranáminu sem er
um konur og HIV. Talið er að um 12%
íbúa í Malaví séu smitaðir.“ Dvölin
varð lengri eða um tvö ár. Inga Dóra
vann að ritgerðinni, lokaverkefni í
þróunarfræðum, og fékk auk þess
vinnu hjá Þróunarsamvinnustofnun
Íslands. Hjónaleysin bjuggu við Apa
flóa, en þar hafa margir Íslendingar
búið sem hafa unnið fyrir stofnunina
í Malaví. „Það var dásamlegt að vera
þar, tala við konur, þvælast um og
stúdera.“
Inga Dóra skrifaði líka um HIV í
BAritgerð sinni. Hún segir ástæð
una vera þá að þegar hún kom til
Íslands frá Gana hafi hana langað
mikið til að segja frá öllu því frábæra
sem hún hafði upplifað þar enda hafi
það verið mikil lífsreynsla að dvelja
þar. „Það truflaði mig þegar fólk var
ítrekað að spyrja mig hvort ég vissi að
menn nauðguðu hreinum meyjum
til að hreinsa sig af HIV. Þessi langlífa
sögusögn og fleiri neikvæðar voru
það sem fólk vildi tala um, frekar en
um jákvæða reynslu mína.
Ég fór að stúdera þessar mýtur í
sambandi við HIV en það er svo mik
ið af fordómum og mýtum í sam
bandi við HIV sem Vesturlandabúar
búa til og eiga ekki við rök að styðj
ast. Það er verið að draga upp mynd
af fólki sem ekki veit hvað það er að
gera en stjórnast bara af óstjórnlegri
kynhneigð sem það ræður ekkert við.
Niðurstaða mín er að oft eru
dregnir fram alls konar siðir sem
eru sagðir stuðla að útbreiðslu HIV
og þeir eru kallaðir menningar
bundnir skaðlegir siðir sem þurfi að
breyta eða eyða. Mín niðurstaða er
hins vegar sú að þeir siðir sem mest
er rætt um eru oft eitthvað sem tíðk
aðist fyrir mörgum áratugum eða á
litlum staðbundnum svæðum. Auð
vitað á sumt við en alls ekki allt.“
Íslendingar hafa reist sjúkrahús í
Malaví þar sem fólk, sem er smitað
af HIV, fær lyf sem hafa gjörbreytt lífi
þess. „Fólk getur lifað ágætis lífi ef
það fær lyf í staðinn fyrir að veslast
upp og deyja úr þessum hræðilega
sjúkdómi.“
Spurning um stolt
Inga Dóra og Sveinn bjuggu í þorpi
við Malavívatn og var rennandi vatn
einungis í fáum húsum. Inga Dóra
segir að innfæddir hafi notað vatn úr
Malavívatni til að elda úr, vaska upp,
þvo fötin sín og baða sig. Þá var ekk
ert rafmagn í þorpinu heldur eldaði
fólk matinn á hlóðum. „Ef vatnið er
ekki soðið nógu vel og börnin drekka
það þá geta þau dáið úr niðurgangi.
Það er ekki óalgengt.“
Inga Dóra og Sveinn leigðu lít
inn kofa og tók það um hálftíma að
ganga með fram ströndinni að aðal
þorpinu á svæðinu „Ég hafði ekki
neitt fyrir stafni heldur gekk um og
athugaði hvort einhver vildi tala við
mig. Ég tók mörg formleg viðtöl en
það sem veitti mér mestar upplýs
ingar var þegar ég hitti fólk af tilviljun
og fór að spjalla. Ég man að ég var í
fyrstu oft spurð hvert ég væri að fara.
Það hlógu margir að þessu en þetta
var í fyrsta skipti sem þeir hittu hvíta
manneskju sem vissi ekki hvert hún
var að fara, venjulega var hvítt fólk
að fara frá a til b eða gera eitthvað
ákveðið.“
Dáist að styrk kvenna
Inga Dóra segir að aðstæður kvenna
í Malaví séu allt aðrar en í Gana.
„Malaví er miklu fátækara land en
Gana. Stúlkur eru minna menntað
ar, atvinnutækifæri eru fá, konur eiga
fleiri börn og eru almennt séð miklu
bundnari heimilinu. Þar af leiðandi
eru færri tækifæri til að standa á eig
in fótum fjárhagslega þannig að það
skiptir konur í Malaví meira máli að
giftast mönnum sem geta séð fyrir
þeim og fjölskyldum þeirra. Ég dá
ist virkilega að styrk þessara kvenna.
Þetta er ekki auðvelt líf. Þær gera
allt með bros á vör og leggja mikinn
metnað í að líta vel út. Þótt þær eigi
lítinn pening þá hugsa þær um að
vera í fallegum og hreinum fötum.
Þetta er spurning um stolt.“
Inga Dóra segir að konur í Malaví
fæði fimm til sjö börn og að margar
líti tortryggnum augum á getnaðar
varnir. „Það hefur þó breyst mikið
á undanförnum tíu árum því konur
hafa mikla þörf fyrir að hafa stjórn
á barneignum. Þær tala gjarnan um
að vegna fátæktar vilji þær ekki eign
ast fleiri börn. Þær geta fengið horm
ónasprautur sem duga í um hálft ár
og eru þær niðurgreiddar.“
Hvað verjur varðar, bæði með
barneignir í huga sem og til að verjast
HIVsmiti og öðrum kynsjúkdómum,
segir Inga Dóra að í Malaví sé svipað
viðhorf og hér á landi. „Sumir spyrja
af hverju þeir eigi að borða sælgæti í
bréfi og segja að smokkar séu óþægi
legir. Auðvitað nota margir smokka
en það vantar samt upp á. Þá er verið
að hvetja fólk til að fara í blóðprufu
auk þess sem það fær fræðslu um
áhættuþætti.“
Inga Dóra segir að niðurstaða
rannsóknarvinnunnar hafi verið sú
að ef setja ætti upp þróunarverkefni
til að draga úr smiti á HIV þá væri
mun árangursríkara að tala við fólkið
sjálft og spyrja það hvernig það haldi
að HIVveiran smitist og hvernig
hægt sé að vinna gegn smiti.
UN WOMEN
Inga Dóra flutti til Íslands, hún klár
aði ritgerðina og hóf störf sem fram
kvæmdastýra UNIFEM sama dag og
hún skilaði ritgerðinni. Í dag heita
samtökin UN Women en um er að
ræða þróunarsjóð Sameinuðu þjóð
anna í þágu kvenna.
Landsnefnd UNIFEM á Íslandi
hefur starfað í 21 ár en landsnefnd
ir starfa víða um lönd. Tveir starfs
menn eru á skrifstofunni hér á landi
en tugir sjálfboðaliða vinna ýmis
störf. „Það er náttúrulega gaman að
koma inn í samfélag þar sem fólk er
tilbúið að vinna mikið út af ástríðu.
Því finnst þetta vera verðugur mál
staður og það er gefandi að vera í
þannig umhverfi.“
Inga Dóra segir að unnið sé að
vitundarvakningu með því að halda
viðburði til að fræða Íslendinga um
stöðu kvenna í þróunarlöndunum
og af hverju það skiptir máli að styðja
við bak kvenna.
„Við leggjum áherslu á að ef við
styrkjum konur þá styrkjum við líka
börnin þeirra og allt samfélagið. Það
dregur úr framleiðslu samfélagsins
þegar konur hafa ekki tækifæri til að
nýta krafta sína.
Við erum líka með réttindagæslu
sem felst í að þrýsta á utanríkisráðu
neytið og ríkisstjórn Íslands að sýna
málstaðnum stuðning. Svo erum við
í fjáröflun sem heitir Systralagið en
það felst í því að hvetja Íslendinga til
að greiða ákveðna upphæð mánað
arlega til að styðja við „systur“ sínar.
Lág upphæð í hverjum mánuði getur
haft mikil áhrif.“
Fiðrildaáhrifin
UN Women á Íslandi verður með
fjáröflunarviku í september sem köll
uð er fiðrildavikan. „Þá ætlum við að
vekja athygli á þeirri vinnu sem UN
Women sinnir í yfir hundrað löndum
og hvetja Íslendinga til að taka þátt í
að hafa fiðrildaáhrif, því eins og lít
ið fiðrildi sem blakar vængjum sín
um getur haft veðurfarsáhrif í fjar
lægum löndum getum við greitt lága
upphæð mánaðarlega og haft gífur
leg áhrif á líf kvenna og fjölskyldna
þeirra í fjarlægum löndum.“
Inga Dóra segir að UN Women
vinni á svolítið sérstakan hátt að því
leyti að sá peningur sem safnast í
hverju landi fer til höfuðstöðvanna
í New York. „Síðan eru það frjáls
félagasamtök í þróunarlöndunum
sem sækja í þann sjóð. Fólk í lönd
unum sjálfum skilgreinir því vanda
málin, kemur með lausnirnar og
sækir um fjárhagslegan stuðning til
að framkvæma þessi verkefni. Ég tel
að árangur verkefna hjá UN Women
sé góður af því að þá er unnið í gras
rótinni.“
Inga Dóra segir að mikil barátta
fylgi starfi UN Women. Er hún sjálf
baráttukona? „Þegar maður sér eitt
hvað sem manni finnst vera mikið
óréttlæti þá fyllist maður náttúrulega
baráttuhug.“ Sólin er enn að slást við
skýin. Svava Jónsdóttir
Bjó í rastakommúnu í Gana
Kærastinn var trommusmiður Verið að smíða jimbe-trommur.
Að elda mat með
Lífu Mataræðið gat
verið einhæft.
Hefur ferðast víða Með góðum vinkonum í Malaví.
Brúðkaup í Malaví Konur þar hafa ekki jafnsterka stöðu og í Gana.
„Við leggjum
áherslu á það að
ef við styrkjum konur þá
styrkjum við líka börnin
þeirra og allt samfélagið.
„Ég sá konur sem
skoðuðu fatatutlur
af líkum eiginmanna,
bræðra og feðra 15 árum
eftir að þeir voru drepnir.