Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.2011, Page 26

Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.2011, Page 26
26 | Fólk 8. júní 2011 Miðvikudagur Heldur útgáfutónleika í Þjóðleikhúskjallaranum Húðflúr fyrir Hverja plötu „Ég tók mér dags fyrirvara í að ákveða hvað ég ætlaði að fá mér. Ég á eftir að sjá eftir þessu eftir svona tólf ár,“ segir rapparinn knái Emmsjé Gauti sem lét húðflúra á sig nafn nýrrar plötu sinnar um helgina. „Ég er með smá tattú-dellu. Það er engin sérstök ástæða fyrir því að ég lét gera þetta önnur en sú að ég var búin að plana að ef ég gæfi út disk þá myndi ég fá mér eitthvað í tengingu við það. Þetta er svo sem ekkert djúp ástæða önnur en sú að ég er að gefa út plötu og ákvað að nýta tækifærið fyrst það voru svona færir „artistar“ á land- inu,“ segir hann en þetta er ekki eina húðflúrið sem hann ber: „Þetta er sjötta tattúið sem ég fæ mér. Ég er að eyðileggja líkama minn,“ segir hann og hlær. Hann segir þó ekki ólíklegt að hann endurtaki leikinn ef hann gefur út fleiri plötur. „Þá verð ég bara að bomba fleiri tattúum á mig. Þetta er engan veginn búið, það er nóg pláss eftir. Þó ég sé lítill þá er samt al- veg nóg pláss eftir. Ég kem alveg öll- um plötum sem ég mun gefa út áður en ég drepst á líkamann,“ segir Gauti. Tímamótaverk Platan hans Emmsjé Gauta kemur út 10. júní og er gefin út af Geimsteini. Gauti er ánægður með gripinn: „Platan er geðveik. Fólk er að flokka þetta með Thriller og Dark Side of the Moon. Þetta er tímamótverk. Þetta er svona plata sem fólk á eftir að taka coverið og ramma það inn og setja upp á vegg – þetta er þann- ig plata,“ segir hann á léttu nótun- um. Mikil vinna liggur að baki plöt- unni og margir koma við sögu við vinnslu hennar. „Ég er búinn að vera að vinna í henni í svona eitt og hálft ár. Aðalpródúsentarnir á bak við mig eru Gnúsi Yones og Redd Lights.“ Útgáfutónleikar Emmsjé Gauti ætlar að fagna út- gáfunni með tónleikum í Þjóðleik- húskjallaranum á fimmtudagskvöld og hefst gleðin klukkan 21.30 og kostar litlar 1.000 krónur inn. „Þetta er geðveikt „venue“ og það hafa ekki verið margir hip hop-tónleikar þarna undanfarið. Síðan koma allir fram sem koma fram á plötunni. Það eru Blaz Roca, Frikki Dór, Bernd- sen, Rósa Sometime, Leifur ljósvaki, Gnúsi Jones, Dabbi T og Intro Beats er svo dj kvöldsins. Síðan sjá Diddi Fel og Class B úr Forgotten Lores um upphitun,“ segir Emmsjé Gauti og lofar mikilli stemningu á tónleikun- um. viktoria@dv.is Húðflúrið Gauti ætlar að fá sér eitt húðflúr fyrir hverja plötu sem hann gefur út. Með listamanninum Gauti og Chip Baskin frá Alabama sem á heiðurinn af húðflúri Gauta. Elma Lísa á súlunni Leikkonan Elma Lísa Gunnars- dóttir kynnti sér nýtt listform í vik- unni – súludans. Elma skellti sér, samkvæmt Facebook-síðu hennar, í súluformstíma. Elma segir frá því á síðunni að þetta hafi ekki verið auðveldur tími og hún muni aldrei „dissa“ þetta listform, eins og hún orðar það. Þetta eru ekki fyrstu danssporin sem Elma stígur á æv- inni en hún var einn þekktasti Free- style-dansari landsins á sínum yngri árum og vann Freestyle-keppni Tónabæjar oftar en einu sinni. Jói genginn í það heilaga Útvarps- og veitingamaðurinn Jóhannes Ásbjörnsson, eða Jói eins og hann er betur þekktur, gekk í það heilaga um helgina með unnustu sinni til margra ára, Ólínu Jóhönnu Gísladóttur. Brúðkaupið fór fram í Háteigskirkju og veislan var haldin í Hörpu. Sigmar Vilhjálmsson, besti vinur og samstarfsfélagi Jóa, sá um veislustjórn og lék á als oddi. Mikið stuð var í veislunni og dönsuðu gestir undir dúndrandi tónum frá hljómsveitinni Vinum Sjonna. Kristrún Ösp fyrirsæta og Sveinn Andri lögfræðingur hætt saman: „Þetta er bara eins og gengur og ger- ist, það gengur ekki allt upp,“ segir fyrirsætan Kristrún Ösp Barkardótt- ir um sambandsslit sín og Sveins Andra Sveinssonar lögfræðings. Kristrún staðfesti sambandsslitin í samtali við DV en vildi ekkert tjá sig frekar um þau. Skömmu seinna skrifaði Kristrún svo á Facebook-síðu sína: „Ég staðfesti sambandsslit okk- ar Sveins, það er engin gremja eða leiðindi enda sofum við enn í sama rúmi og okkur heilsast báðum vel.“ Samband Kristrúnar og Sveins Andra vakti mikla athygli þegar þau tóku saman í vor. Kristrún staðfesti að hún og Sveinn ættu í ástarsam- bandi í byrjun apríl en hún sagðist þá vera „mjög hamingjusöm“. Sveinn Andri tjáði sig einnig um sambandið og sagði þau vera ástfangin en vildi ekkert segja frá því hvernig þau kynntust. Sambandið vakti ekki síst athygli vegna þess að mikill aldursmunur er á Kristrúnu og Sveini eða 27 ár. Krist- rún er fædd árið 1990 en Sveinn árið 1963 og er hann tveimur árum eldri en faðir hennar. Sveinn Andri lét það ekki á sig fá og vitnaði í ummæli grín- istans Groucho Marx þegar umræð- an stóð sem hæst: „A man is only as old as the woman he feels.“ Sveinn Andri hefur ekki tjáð sig um sambandsslitin en hann breytti þó hjúskaparstöðu sinni á Facebook í einhleypur. Vinir lögfræðings- ins voru duglegir við að hughreysta hann og skrifuðu ummæli eins og: „Knús gamli“ og „Þú harkar þetta af þér!“. Kristrún er ekki óvön því að vera með sér eldri mönnum en hún átti um langt skeið í ástarsambandi við knattspyrnugoðsögnina Dwight Yorke. Yorke, sem er fæddur 1971, gerði garðinn frægan meðal ann- ars með stórliði Manchester United. Kristrún fór iðulega út að hitta Yorke sem kom fram við fyrirsætuna eins og prinsessu. Kristrún hefur þó ekki bara ver- ið með eldri mönnum því áður en hún kynntist Sveini fann hún ástina í örmum Stefáns Lárusar Reynisson- ar. Stefán er tveimur árum yngri en Kristrún og sagði hún í samtali við DV á sínum tíma: „Ég hef komist að því að peningar og frægð hafa ekkert í það að vera ástfangin.“ Ástin entist þó ekki lengi og hættu þau saman á sjálfan Valentínusardaginn. Krist- rún sagðist ekki hafa séð eftir því að hafa verið í sambandinu heldur hafi það hjálpað henni að átta sig á því sem hún í raun vissi alltaf: „Ég þarf alvörukarlmann og get ekki sætt mig við neitt minna.“ Sofa ennþá í a rú i Sveinn Andri Er aftur orðinn piparsveinn. Kristrún Ösp „Það gengur ekki allt upp.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.