Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.2012, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.2012, Blaðsíða 8
8 Fréttir 28.mars 2012 Miðvikudagur Ákærður fyrir flöskuárás: Ekki nógu mörg vitni Héraðsdómur Suðurlands hefur sýknað karlmann af ákæru þess efnis að hafa slegið annan mann í höfuðið með flösku. Atvikið átti sér stað á skemmtistaðnum Hvíta hús- inu á Selfossi þann 17. október 2010 en fórnarlambið hlaut þriggja til fjögurra sentimetra skurð á vinstra gagnauga við árásina. Sagði fórnarlambið að hann hefði hitt kunningja sinn á dansgólfi staðarins og þeir hafi heilsast. Hann hefði tekið „í góðu um vangann á ákærða og þá óvart farið með fing- ur“ í munn hans. Hafi maðurinn þá slegið sig með glerflösku í höfuðið. Vitni sem kom fyrir dóminn sagði að hún hefði séð meintan árásarmann á dansgólfinu með flösku í hönd. Hún hafi hins vegar litið undan í skamma stund og næst séð fórnarlambið á dansgólfinu þar sem það hélt um höfuð sér. Árásar- maðurinn hafi ekki verið lengur með flöskuna. Önnur vitni sem komu fyrir dóminn sáu atvikið ekki. Taldi Sigurður G. Gíslason hér- aðsdómari að óvarlegt ætti að telja sannað, gegn neitun meints árásar- manns, svo hafið væri yfir skyn- samlegan vafa, að hann hafi gerst sekur um þá háttsemi sem lýst var í ákærunni. Bar því að sýkna meintan árásarmann. Sakarkostnaður máls- ins, 288 þúsund krónur, greiðist úr ríkissjóði. Dæmdir fyrir dópmisferli: Ræktuðu kannabis Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt tvo karlmenn um þrítugt í fangelsi fyrir fíkniefnabrot. Menn- irnir voru báðir ákærðir fyrir að hafa haft í vörslu sinni 72 grömm af kannabisstönglum, 202 kannabis- plöntur og 4,8 grömm af marijúana. Lögregla fann efnin við leit í húsi í Breiðholti en samkvæmt ákæru voru efnin að hluta ætluð til sölu og dreifingar. Annar mannanna var auk þess ákærður fyrir að hafa í vörslu sinni 159 grömm af mari- júana. Sá var dæmdur í sjö mánaða fangelsi en dómurinn er skilorðs- bundinn til tveggja ára. Hinn mað- urinn var dæmdur í sex mánaða fangelsi og er dómurinn einnig skil- orðsbundinn til tveggja ára. Menn- irnir, sem fæddir eru 1980 og 1982, játuðu báðir sök í málinu en þeir hafa áður gerst brotlegir við lög hér á landi. Fíkniefnin sem lögregla lagði hald á voru gerð upptæk og auk þess fimm gróðurhúsalampar, tvær viftur og einn filter í kolasíu sem lögregla lagði hald á við rann- sókn málsins. S prengjan sem sprakk við Stjórnarráðið þann 31. janú- ar síðastliðinn varð til þess að lífverðir fylgja nú Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráð- herra. Þetta herma heimildir DV. Eftir því hefur verið tekið undan- farið að lífverðir fylgja þremur ráð- herrum í störfum sínum; Jóhönnu, Steingrími J. Sigfússyni og Ögmundi Jónassyni. Ólíkar ástæður eru fyrir því að lífverðir fylgja þessum þremur ráðherrum en samkvæmt heimild- um DV hefur viðbúnaðarstig vegna öryggis æðstu embættismanna þjóð- arinnar verið eflt eftir árásina. Heimildir DV herma að ástæða þess að Ögmundur Jónasson, yfir- maður dómsmála, og Steingrím- ur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna og fjármálaráðherra, hafa fylgd öryggisvarða tengist þeirri staðreynd að nokkrir meðlimir sam- takanna Hells Angels sitja á bak við lás og slá auk þess sem fyrirhugað er að veita lögreglunni heimild til for- virkra rannsóknarheimilda. Hótanir hafa borist frá mönnum sem tengj- ast þeim sem sitja inni. Eftir því sem DV kemst næst er um að ræða afar grófar hótanir um líkamsmeiðingar. Viðbúnaðurinn ber vott um að hót- anirnar séu teknar mjög alvarlega. Neyðarlegt atvik Samkvæmt upplýsingum DV inn- an úr stjórnkerfinu voru sérsveitin og ríkislögreglustjóri gagnrýnd harðlega fyrir hæg viðbrögð þeg- ar sprengjan sprakk fyrir utan Stjórnar ráðið. Sprengjan sprakk á sjöunda tímanum en það var ekki fyrr en á ellefta tímanum sem leifar sprengjunnar voru sprengdar og fjarlægðar. Ekki hafi bætt úr skák þegar í helgarviðtali í DV kom fram að sprengjumaðurinn, hinn sjötugi S. Valentínus Vagnsson, hafði ætl- að að koma sprengjunni fyrir við heimili forsætisráðherra. „Hún átti að fara til Jóhönnu en ég fann ekki hvar hún á heima,“ sagði hann við DV. Samkvæmt upplýsingum DV var í kjölfarið farið yfir öryggismál æðstu ráðamanna og áhersla lögð á að þetta mætti aldrei gerast aftur. Atvikið hafi verið afar neyðarlegt fyrir lögregluyfirvöld. Ákveðið hafi verið að efla viðbúnaðarstigið og herða vinnureglur um öryggi emb- ættismanna. Ekki náðist í ríkislög- reglustjóra við vinnslu fréttarinnar en embættið hefur engar upplýs- ingar veitt um viðbúnað eða hót- anir. Sjálfir hafa ráðherrarnir ekkert viljað tjá sig um fylgdina. Ráðist að heimili ráðherra Viðskiptablaðið greindi frá því fyrir skemmstu að heimilis Steingríms J. Sigfússonar væri gætt allan sólar- hringinn. Ekki er útilokað að sam- bærileg vakt sé við hús hinna ráð- herranna sem um ræðir. Skemmst er að minnast þess að í maí í fyrra var ráðist að heimili Ögmundar Jón- assonar um miðja nótt. Grjóthnull- ungi var kastað í gegnum rúðu á heimili hans með þeim afleiðing- um að glerbrotum rigndi yfir ráð- herrann og eiginkonu hans. Þau sakaði ekki. Fáheyrt er að ráðist sé að heim- ilum ráðherra með þessum hætti en þó eru dæmi þess að sótt hafi verið að ráðherrum. Þau atvik hafa tengst skipulögðum mótmælum og eru allt annars eðlis en árásin á heimili Ög- mundar. Sem dæmi um þetta má nefna þegar Geir Haarde, þáverandi forsætisráðherra, var umkringdur í bíl sínum við Stjórnarráðið og rúður barðar að utan. Þá eru einnig nýleg dæmi um að ráðherrum hafi verið hótað of- beldi. Þannig skrifaði verkfræðing- urinn og vísindakennarinn Loftur Altice Þorsteinsson athugasemd við bloggfærslu þar sem hann lagði til að menn kynntu sér hvernig Be- nito Mussolini var meðhöndlað- ur og hengdur upp á löppunum. „Myndi Jóhanna ekki taka sig ámóta vel út? Nicolae Ceausescu er sérstök fyrirmynd Svika-Móra. Væri ekki við hæfi að þeir fóstbræður fengju sömu brottför úr Jarðvistinni?“ skrif- aði hann. „Viðbúnaðurinn ber vott um að hót- anirnar séu teknar mjög alvarlega. n Auka öryggi eftir sprengjutilræði og hótanir tengdar Vítisenglum AlvArlegAr hótAnir Ólík nálgun við ógnir n Grundvallarverkefni hvers ríkis er að gæta öryggi borgaranna. Þjóðir heimsins hafa brugðist með ólíkum hætti við að- steðjandi ógn. Þó atburðir á Íslandi verði ekki bornir saman við hryðjuverkaárásina á Bandaríkin árið 2001 eða voðaverkin sem framin voru í Útey í Noregi í fyrra er athyglisvert að skoða mismunandi viðbrögð stjórnvalda. Fyrsta verk Jens Stoltenberg, forsætisráðherra Noregs, eftir voðaverkin í Útey var að lýsa því yfir að voðaverkunum yrði mætt með auknu lýðræði. Norðmenn myndu ekki verja sig, og sýna þannig að þeir óttist ekki ofbeldismenn. Bandaríkjamenn tóku gjörólíkan pól í hæðina eftir árásirnar 11. september 2001. Viðbúnaður var hertur til muna á öllum stöðum, til dæmis á flugvöllum og öðrum fjölförnum stöðum. Því hefur verið haldið fram að heimurinn, í það minnsta frá sjónarhóli Bandaríkja- manna, hafi breyst við árásina. n Ýmsir fræðimenn og þjóðfélagsrýnar hafa rætt um þessa tilhneigingu. Naomi Wolf hefur bent á að frelsi borgaranna sé iðulega skert í þágu öryggis. Hann hefur bent á að að Bandaríkin hafi færst í átt til fasisma eftir árásirnar. Annar, pró- fessorinn Richard Sennett, sagði eitt sinn: „Samfélög sem búa við frelsi og lýðræði koma sér iðulega í þær þversagnarkenndu aðstæður að nota kúgandi meðul til að bæla niður sundrung og upplausn í þeim tilgangi að „bjarga“ lýðræðinu.“ Við Stjórnarráðið Samkvæmt heimildum DV innan úr stjórnkerfinu þótti atvikið neyðarlegt fyrir ríkislögreglustjóra, sem endurskoðaði starfsreglur eftir atvikið. MyND SigtRygguR aRi Fullur á hesti Karl á þrítugsaldri féll af hest- baki á höfuðborgarsvæðinu um helgina og var fluttur á slysadeild til aðhlynningar. Ekki er vitað frekar um meiðsli hans né heldur um tildrög óhappsins. Þó má ætla að ástandi mannsins, sem var dauðadrukkinn, hafi ef til vill verið um að kenna. Hestamaðurinn var mjög viðskotaillur þegar átti að koma honum til hjálpar og þurfti að beita valdi til að koma knap- anum á slysadeild. Hesturinn var færður aftur í hesthúsið. Sprengjuhótun Tilræðismaðurinn við Stjórnarráðið ætlaði að koma sprengjunni fyrir við heimili Jóhönnu. Fær vernd Ástæða þess að Steingrímur fær vernd er talin tengjast því að nokkrir meðlimir Hells Angels sitja í fangelsi. Ógnað Ögmundur fær vernd af sömu ástæðu og Steingrímur. Auk þess var grjót- hnullingi kastað í rúðu á heimili Ögmundar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.