Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.2012, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.2012, Blaðsíða 14
Græða milljarða á hraðbankaránum 14 Erlent 28. mars 2012 Miðvikudagur Rústa hluti og losa um spennu n Hægt að ganga berserksgang gegn gjaldi í Dallas Þ etta eru meiri átök en fólk gerir sér grein fyrir. Við mæl- um með því að fólk teygi vel á áður en það hefst handa,“ segir Donna Alexander, bandarísk kaupsýslukona, í sam- tali við The Huffington Post. Donna er eigandi Anger Room, en um er að ræða lítið fyrirtæki í Dallas í Banda- ríkjunum sem er ætlað fólki sem þarfnast útrásar vegna reiði. Hægt er að leigja herbergi og ganga berserksgang; rústa húsgögn og aðra muni, svo sem sjónvörp og prentara sem dæmi. Donna segir að hún geti útbúið herbergi eftir þörfum hvers og eins. Þannig sé hægt að inn- rétta herbergi eins og hefðbundna skrifstofu. Getur skrifstofufólk, sem er orðið þreytt á vinnunni, gengið berserksgang og látið eins og það sé í vinnunni – að sjálfsögðu án slæmra afleiðinga. Þá segist Donna geta inn- réttað herbergi eins og eldhús eða sjónvarpsstofu. „Ég fékk þessa hugmynd þegar ég var sextán ára og bjó í Chicago. Mér fannst vanta stað þar sem hægt var að kýla í gegnum veggi,“ segir hún og bætir við að viðskiptin blómstri. „Þetta hefur verið mjög vaxandi. Ég fæ margar fyrirspurnir frá áhuga- sömu fólki.“ Hún segir að í fyrstu hafi konur leitað til hennar í miklum mæli en nú séu karlar í meirihluta. Einn þeirra sem keypt hefur þjónustu Anger Room er Danny Gallagher. „Ég valdi skrifstofuherbergið því ég vann á dagblaði. Mig langaði alltaf að rústa prentara með hafnarbolta- kylfu eins og Michael Bolton í Office Space,“ segir Gallagher og vísar þar í vinsæla gamanmynd frá árinu 1999. Og útrásin sem hægt er að fá er mikil: „Ég keypti mér fimmtán mínútur en entist bara í þrettán,“ segir Gallagher að lokum. R úmensk glæpagengi fjár- magna lúxuslífsstíl sinn með því að stela korta- upplýsingum af grunlaus- um kortanotendum. Þessi gengi hafa herjað á fjölmörg ríki Evrópu á undanförnum misserum, þó einna helst Bretland þar sem tal- ið er að um þúsund gengi séu starf- andi. Þau koma fyrir sérstökum búnaði á hraðbönkum sem afritar kortaupplýsingarnar og þá er lítilli myndavél einnig komið fyrir sem nær myndum af innslætti pin-núm- era. Þessi glæpastarfsemi er orðin viðamikil og er talið að glæpahóp- arnir hafi upp úr krafsinu allt að sex milljarða króna á hverju ári. Eytt í lúxusvarning „Við getum séð það með nokkuð augljósum hætti hvað verður um þessa peninga þegar þeir koma til Rúmeníu. Þeim er eytt í alls konar lúxusvarning; glæsihús og glæsi- bíla,“ segir Steve Head, yfirlögreglu- þjónn hjá Lundúnalögreglunni, í viðtali við breska blaðið The Daily Mail. Hraðbankaþjófnaðir eru tals- vert vandamál í stórborgum Bret- lands þar sem hraðbankar eru á hverju götuhorni. Talið er að rúm- ensk gengi beri ábyrgð á 92 prósent- um slíkra þjófnaða í Bretlandi. Breska lögreglan hefur haft hendur í hári nokkurra þessara þjófa og eiga þeir það flestir sam- eiginlegt að vera frá Bacau-héraði í norðausturhluta Rúmeníu. Árið 2008 var kortaþjófurinn Adu Bunu frá Bacau handtekinn í Bretlandi. Hann var sakfelldur fyrir að hafa stolið upplýsingum af tvö þúsund kortum, en talið er að hann hafi haft upp úr krafsinu rúmlega millj- ón pund, eða tvö hundruð milljónir króna á núverandi gengi. Bunu var dæmdur í fimm ára fangelsi en svo virðist vera sem heimahérað hans, Bacau, sé höfuðstaður hraðbanka- þjófnaða í Evrópu, ef svo má að orði komast. Stöðug barátta Paul Barnard, sérfræðingur í korta- þjófnuðum hjá bresku lögregl- unni, segir í samtali við The Daily Mail að þjófarnir reyni að stilla því í hóf hversu miklu þeir stela af hverju korti. Að meðaltali eru 500 pund tekin af hverju korti, eða um hundrað þúsund krónur. Í ein- hverjum tilfellum eru upphæðirnar lægri en einnig eru þess dæmi að þær séu töluvert hærri. Barnard segir að rúmensku gengin séu mjög vel skipulögð og þeir sem látnir eru koma búnaðinum fyrir á hraðbönkum viti oft og tíðum ekki fyrir hvern þeir eru að vinna. „Þeir reyna sífellt að finna nýjar leiðir til að forðast það að nást. Þetta er stöðug barátta,“ segir Barnard en svo virðist vera sem einhver ár- angur hafi náðst í baráttunni gegn rúmensku gengjunum. Þannig er talið að þeir hafi náð að stela 33,2 milljónum punda, 6,6 milljörðum króna, árið 2010 en 29,3 milljónum punda, 5,8 milljörðum króna, árið 2011. Þrátt fyrir það varar lögregl- an við því að um það bil þúsund rúmensk glæpagengi séu starfandi í Bretlandi. Óttast lögregla það að þessi gengi verði áberandi meðan á Ólympíuleikunum í London stend- ur í sumar. „Þeim er eytt í alls konar lúxus­ varning; glæsihús og glæsibíla. n Rúmensk glæpagengi fjármagna lúxuslífsstíl með ófyrirleitnum hætti Einar Þór Sigurðsson blaðamaður skrifar einar@dv.is Rúmensku glæpagengin hafa ekki einungis herjað á Bretland. Fyrr í þessum mánuði voru tveir rúmenskir karlmenn úrskurðaðir í gæsluvarðhald hér á landi eftir að hafa afritað segulrendur milli eitt og tvö þúsund greiðslukorta í hraðbönkum á höfuðborgar­ svæðinu. Mennirnir eru taldir hafa komið kortaupplýsingum úr landi og var reynt að taka út af kortunum erlendis. Ekki er talið að mennirnir hafi haft erindi sem erfiði því óveruleg upphæð náðist út af kortunum. Árið 2008 voru Þjóðverji og Rúmeni hand­ teknir hér á landi með peninga í fórum sínum. Mennirnir voru á leið úr landi þegar þeir voru handteknir en í fórum þeirra fannst hátt á fjórðu milljón króna. Talið er að upphæðin hafi verið svikin úr hrað­ bönkum. Þá voru tveir Rúmenar dæmdir í tólf og átta mánaða fangelsi hér á landi árið 2006 fyrir sams konar brot. Svikahrappur Adu Bunu var handtekinn árið 2008 og dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir umfangsmikil kortasvik. Myndavél Hér er búið að koma fyrir lítilli myndavél fyrir ofan lyklaborðið. Örin vísar á örlítið gat sem er þó nógu stórt til að hægt sé að mynda þegar pin­númerið er slegið inn. Segulröndin lesin Hér sést búnaður sem les segulrönd kortsins. Líka komið til Íslands Loka á klámið Yfirvöld í Egyptalandi stefna á að loka fyrir allt aðgengi að klámsíð- um á netinu. Mohamed Salem, fjar- skiptamálaráðherra landsins, til- kynnti þetta á dögunum. Sagði hann að nefnd yrði skipuð á næstunni sem hefur það hlutverk að kanna hvaða leiðir séu færar til að unnt sé að loka fyrir aðgang að netklámi í Egyptalandi. Salem segir að íbúar Egyptalands hafi aðgang að millj- ónum vefsíðna sem innihalda klám- efni. „Þetta er farið að valda fjöl- skyldum áhyggjum,“ sagði Salem. Breti í kröppum dansi: Amfetamínið var baðsalt Breskum karlmanni, Peter Parnell, hefur verið sleppt úr fangelsi í Suð- ur-Afríku eftir að lögregla áttaði sig á eigin mistökum. Parnell, sem er 34 ára, var handtekinn í Höfðaborg fyrir hálfum mánuði vegna gruns um að hann hefði í fórum sínum tæp tíu kíló af metamfetamíni. Lögregla hafði fengið vísbendingar um að Parnell geymdi fíkniefni í íbúð sinni og lagði hún hald á talsvert magn af hvítum kögglum í húsleit sem hún framkvæmdi. Parnell var úrskurð- aður í gæsluvarðhald og sendur í hið yfirfulla og alræmda Pollsmoor- fangelsi þar sem Nelson Mandela, fyrrverandi forseti Suður-Afríku, eyddi 27 árum ævi sinnar. Nú er komið á daginn að efnið sem lögregla lagði hald á var ekki metamfetamín. Um var að ræða tæp tíu kíló af baðsalti. Peter fór til Suður-Afríku í des- ember í fyrra en kærasta hans er suðurafrísk. Lögmaður hans segir að hann hafi verið í rusli eftir vistina í fangelsinu og hann ætli sér aftur til Bretlands eins fljótt og kostur er. Reiðiherbergið Fólki gefst kostur á að fá veglega útrás í Anger Room. Þriðji hver nær hundrað árum Þriðja hvert barn sem fæðist á þessu ári í Bretlandi mun geta vænst þess að ná hundrað ára aldri. Þetta kemur fram í spá bresku hagstofunnar sem birt var á mánudag. Í sömu spá kemur fram að einungis 10 prósent karla sem í dag eru 65 ára geti vænst þess að lifa í hundrað ár samanborið við fjórtán prósent kvenna á sama aldri. Konur verða áfram líklegri en karlar til að ná hundrað árum. Samkvæmt tölum bresku hag- stofunnar eru 826 þúsund börn í Bretlandi undir eins árs aldri í dag. Þar af eru 423 þúsund sveinbörn en breska hagstofan spáir því að 135 þúsund verði enn á lífi eftir eina öld. 403 þús- und stúlkubörn eru undir eins árs aldri í Bretlandi en af þeim verða 156 þúsund enn á lífi eftir hundrað ár.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.