Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.2012, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.2012, Blaðsíða 13
Fréttir 13Miðvikudagur 28. mars 2012 n Hafa ekki efni á bíl, kjöt- eða fiskmáltíðum eða síma Sex þúsund skortir efnahagsleg gæði T ekjudreifing hér á landi hefur jafnast mikið frá því sem áður var. Tekjur hafa aldrei dreifst með jafnari hætti á meðal launþega síðan mælingar á þessu hófust árið 2004. Á sama tíma hefur kaup- mátturinn ekki verið lægri síðan á sama tíma. Þetta sýna tölur Hag- stofunnar sem birtar voru á mánu- dag. Jöfnuðurinn hefur að mestu náðst með lækkun launa þeirra sem hæst hafa laun en þau hafa lækkað ár frá ári síðan bankahrun- ið varð haustið 2008. Flestir hafa efnahagsleg gæði Samkvæmt skýrslunni skortir að- eins tvö prósent þjóðarinnar sem verulega efnisleg gæði. Þetta felst meðal annars í því að fólk hefur ekki efni á sjónvarpi, hefur hvorki efni á heimasíma né farsíma, hefur ekki efni á þvottavél eða ekki efni á bíl. Til að fólk teljist skorta veru- lega efnisleg gæði þarf það að upp- fylla fjögur af níu skilyrðum sem skilgreind eru sérstaklega í skýrsl- unni (og má sjá í aukaboxi hér til á síðunni). Þetta þýðir, miðað við fólksfjölda árið 2011, að 5.900 ein- staklingar hafi skort verulega efna- hagsleg gæði. Á sama tíma voru 9,3 prósent landsmanna undir lágtekjumörk- um samkvæmt sömu könnun. Lág- tekjuhlutfallið hefur ekki verið jafn lágt frá því að mælingar hófust en það hefur verið í kringum tíu pró- sent frá árinu 2004. Lágtekjuhlut- fall er skilgreint í skýrslunni sem hlutfall þeirra sem eru með lægri ráðstöfunartekjur á neyslueiningu en 60 prósent af miðgildi. Mikill jöfnuður á Íslandi Gini-stuðullinn, sem er stuðull sem mælir jöfnuð, sýnir svo ekki verður um villst að meiri jöfnuður er á Íslandi í ár en í kringum góð- ærið fyrir hrun. Ekki eru komnar upplýsingar um stöðu Evrópuríkja á Gini-stuðlinum en samanborið við stöðu þeirra árið 2010 var Ís- land í áttunda sæti yfir ríki með mestan jöfnuð samkvæmt Gini- stuðlinum. Finnland, Svíþjóð og Noregur voru þær Norðurlanda- þjóðir sem voru fyrir ofan okkur á listanum. Gini-stuðullinn mælir hvernig samanlagðar ráðstöfunartekjur á neyslueiningu allra einstaklinga í landinu dreifast. Jöfnuður er meiri þar sem Gini-stuðullinn er lægri, hann væri sem sagt núll ef all- ir hefðu jafnar tekjur en hundrað ef einn og sami einstaklingurinn hefði allar tekjurnar. Kaupmáttur hefur lækkað talsvert Kaupmáttur hefur minnkað um- talsvert og er sambærilegur við það sem hann var árið 2004 hjá öllum tekjuhópum. Mikil kaupmáttar- aukning var hjá tekjuhópunum á tímabilinu 2004 til 2009 en hann var einna mestur á meðal þeirra sem voru með hæstu tekjurnar. Sá hópur er líka sá sem hefur orðið fyrir mestu kaupmáttarskerðing- unni eftir hrun. Aðalsteinn Kjartansson blaðamaður skrifar adalsteinn@dv.is Skortur á efnis- legum gæðum? Samkvæmt skýrslu Hagstofunnar er skortur á efnislegum gæðum skilgreindur í níu mismunandi liðum. Til að fólk teljist skorta efnisleg gæði þarf það að uppfylla fjögur af þessum níu atriðum. Atriðin eru eftirfarandi: 1 Hefur lent í vanskilum húsnæðislána eða annarra lána vegna fjárskorts á síðastliðnum 12 mánuðum 2 Hefur ekki efni á að fara árlega í vikulangt frí með fjölskyldunni 3 Hefur ekki efni á kjöti, fiski eða sambærilegri grænmetismáltíð að minnsta kosti annan hvern dag 4 Getur ekki mætt óvæntum útgjöldum (sem voru 160 þúsund árið 2011) 5 Hefur hvorki efni á heimasíma né farsíma 6 Hefur ekki efni á sjónvarpstæki 7 Hefur ekki efni á þvottavél 8 Hefur ekki efni á bíl 9 Hefur ekki efni á að halda húsnæðinu nægjanlega heitu Skortur hjá litlum hóp Tiltölulega lítill hópur fólks á Íslandi býr við verulegan efnahagslegan skort. Vopnabúr Hells Angels Lögreglan á höfuðborgarsvæð- inu og lögreglan á Suðurnesjum handtóku um helgina fjóra með- limi í Hells Angels. Framkvæmd var húsleit á sex stöðum í um- dæmunum þar sem lögreglan afhjúpaði sannkallað vopnabúr Vítisengla. Meðal vopna sem haldlögð voru eru afsöguð hagla- byssa, rafstuðbyssa, lásbogi, loft- byssur og hnífar. Lagði lögreglan hald á fíkniefni, eftirlýsta bifreið og talsvert af munum sem grunur leikur á að séu þýfi, meðal annars bílvélar og loftpressa. Sérsveit ríkislögreglustjóra og tollgæslan liðsinntu lögreglunni í málinu. Vopnað rán á Akureyri Karlmaður vopnaður hnífi framdi rán í verslun 10-11 á Akureyri aðfaranótt þriðju- dags. Ræninginn ógnaði starfsmanni verslunarinnar. Hann komst undan með lítil- ræði af peningum. Lögreglan hefur leitað mannsins allt frá því að ránið var framið. Lög- reglan á Akureyri fer með rannsókn málsins. Aðeins starfsmaður verslunarinnar var inni í versluninni þegar ránið var framið. Maðurinn sem framdi ránið huldi andlit sitt og hvarf út í myrkur næt- urinnar eftir að hafa fengið afhent eitthvert fé. Lögreglan fann hnífinn sem maðurinn notaði skammt frá verslun- inni. Drukknir og dópaðir Tíu ökumenn voru teknir fyrir ölvunar- og fíkniefnaakstur á höfuðborgarsvæðinu um helgina. Þrír þeirra voru stöðvaðir í Reykjavík, tveir í Kópavogi, Hafnarfirði og Garðabæ og einn í Mosfellsbæ. Fimm voru teknir á laugardag, fjórir á sunnudag og einn aðfaranótt mánudags. Þetta voru allt karlar en þeir eru á aldrinum 18 til 57 ára. Tveir þeirra höfðu þegar verið sviptir ökuleyfi. Þá voru nærri áttatíu öku- menn teknir fyrir hraðakstur víðsvegar á höfuðborgarsvæðinu um helgina en í grófustu brotun- um var ekið á 50 til 65 kílómetra hraða umfram leyfðan hámarks- hraða. Tveir þessara ökumanna eru karl og kona á þrítugsaldri en þau voru bæði staðin að hrað- akstri á Kringlumýrarbraut. Hún ók á 145 kílómetra hraða en hann á 130. Konan hefur einu sinni áður verið tekin fyrir hraðakstur en maðurinn hefur ítrekað gerst sekur um hraðakstur. Sem fyrr minnir lögreglan ökumenn á að fara varlega en með því stuðla þeir að meira öryggi í umferð- inni, bæði fyrir sjálfa sig og aðra vegfarendur. LÍÚ áttar sig ekki á Steingrími n LÍÚ vill halda sig við staðreyndir Í þeim umræðum sem nú fara í hönd um nýtt frumvarp sjávarútvegsráðherra er mikilvægt að hafa staðreyndir á hreinu,“ segir á vef Landssambands íslenskra útgerðarmanna. Þeir segja erfitt að átta sig á ummælum Steingríms J. Sigfússonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, þar sem ráðherrann andmælir fullyrðingum LÍÚ um að nýtt frumvarp þýði sjötíu prósent skattlagningu á hagnað útgerðar, eignaupptöku og þjóðnýtingu. „Nytjastofnar á Íslandsmiðum eru sameign íslensku þjóðarinnar,“ segir í núverandi lögum um fiskveiðistjórnun. Ekki er vitnað í þau lög í tilkynningu LÍÚ, þótt áhersla sé lögð á staðreyndabundna umræðu. Í sömu grein segir einnig: „Úthlutun veiðiheimilda samkvæmt lögum þessum myndar ekki eignarrétt eða óafturkallanlegt forræði einstakra aðila yfir veiðiheimildum.“ Það vekur því athygli að Morgunblaðið hefur í sömu umfjöllun eftir Sigurgeiri B. Kristgeirssyni, framkvæmdastjóra Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum, að með frumvarpinu sé útgerð raunar þjóðnýtt í gegnum skattkerfið. LÍÚ sér ekki ástæðu til að hnykkja í Sigurð fyrir að kalla veiðigjald skattheimtu, þótt í reynd sé um leigu fyrir nýtingarrétt að ræða. Ekki er talin ástæða til að hrekja þjóðnýtingarorð Sigurgeirs, sem ekki samræmast ákvæðum núverandi laga. Morgunblaðið er ekki áminnt þótt hvergi komi fram að Sigurgeir sé varamaður í stjórn LÍÚ. Ritstjóri Morgunblaðsins er Davíð Oddsson, fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins. Davíð leiddi Viðeyjarstjórnina svokölluðu, ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks. Það var í tíð þeirrar ríkisstjórnar sem kerfi framseljanlegra aflakvóta var fest í sessi. Á þeim tíma taldi Davíð að auðlindagjald eða sala veiðileyfa myndi raska rekstri útgerðarfyrirtækja um of. Meðal helstu eigenda Morgunblaðsins má finna Samherja, FISK-Seafood, Ramma hf., Vísi hf., Hraðfrystihúsið - Gunnvör hf., Ísfélag Vestmannaeyja, Síldarvinnsluna og Stálskip. Þau fyrirtæki fá samtals úthlutað 27 prósent kvóta á Íslandsmiðum. Ekki kemur fram í tilkynningu LÍÚ hvort þeir telji slíkar staðreyndir setja umfjöllun Morgunblaðsins í nýtt samhengi. „Útgerðin þjóðnýtt“ Morgunblaðið hefur eftir varamanni í stjórn LÍÚ að ríkisstjórnin hyggist þjóðnýta útgerðina.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.