Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.2012, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.2012, Blaðsíða 18
E ld sn ey ti Bensín Dísilolía Algengt verð 266,5 kr. 266,4 kr. Algengt verð 262,3 kr. 263,2 kr. Algengt verð 262,2 kr. 263,1 kr. Algengt verð 266,5 kr. 267,4 kr. Algengt verð 268,7 kr. 266,4 kr. Höfuðborgarsv. 266,3 kr. 266,2 kr. 18 Neytendur 28. mars 2012 Miðvikudagur Last varð að lofi n Lofið fær 10-11 en viðskiptavin- ur sendi eftirfarandi;: „Ég keypti tómata, gúrku og papriku í 10- 11 en grænmetið var allt ann- aðhvort myglað eða með frostskemmdir. Allt græn- metið var nýtt og raunar ekki þroskað. Augljóst var að matvaran hafi ekki verið geymd við réttar aðstæður og hitasveiflur miklar. Mér fannst þetta ekki til fyrirmyndar, sér í lagi þar sem þetta er ekki ódýrasta verslun landsins og borg- aði ég um 1.500 krónur yfir þetta. Þetta hljómar ekki vel en það sem ég vil lofa eru viðbrögðin sem ég fékk þegar ég hafði sent tölvupóst til þeirra. Þeir brugðust strax við en ég fékk símtal með afsökunarbeiðni og var spurður hvaða 10-11 búð væri næst mér og ég beðinn um að líta við næst þegar ég hefði færi á og pikka upp gjafakörfu. Best var samt að það var ekkert vesen og mér var bara þakkað fyrir ábendinguna.“ Smakkaðist ekki vel n Lastið fær Kex Hostel. „Við héld- um „reunion“ þar. Salurinn var fínn og öðruvísi stemning, en matur- inn var ekki góður. Við borguðum 5.500 krónur fyrir 6 rétta máltíð án drykkja en þetta voru engar 6 mál- tíðir. Forréttirnir sam- anstóðu af eintómum skinkusneiðum og ólífum á diski. Aðal- rétturinn var lamba- steik í potti og kart- öflumús blönduð súpukjöti. Með þessu var engin sósa og ekkert salat og eftir- rétturinn var ódýr súkkul- aðimús. Við vorum öll gapandi yfir þessu. Því miður smakkaðist þetta ekki vel fyrir þennan pening“. Aðstandendur Kex Hostel vildu ekki veita viðbrögð við lastinu þegar DV hafði samband. SENDIÐ LOF EÐA LAST Á NEYTENDUR@DV.IS Lof&Last V ið bjóðum upp á allar H&M-vörurnar frá versluninni í Bretlandi á vefsíðunni okkar en verðin þar eru öll með sköttum og aðflutningsgjöldum,“ segir Ívar Rafn Þórarinsson sem rekur síðuna outfit. is ásamt Pétri Karli Ingólfssyni. Síðan er þó hliðarverkefni þeirra því Ívar forritar og vinnur á auglýsingastofu en Pétur Karl er nemi í tölvunarfræði við HÍ. H&M vinsælust Íslendingar eru hrifnir af H&M- búðunum og hafa lengi beðið eftir að ein slík verði opnuð hér á landi. Í nóvember síðastliðnum var greint frá því á Bylgjunni að mikil aukn- ing hefði verið í kortaviðskiptum Íslendinga erlendis. Bergsveinn Sampsted, sem situr í framkvæmda- stjórn Valitor, skoðaði notkunina og komst að því að H&M væri önnur af vinsælustu búðunum þegar kæmi að kortaviðskiptum Íslendinga. Íslendingar hrifnir af H&M Ívar undrast af hverju H&M hafi ekki enn opnað verslun hér á landi. „Þetta er búið að vera svo mikið í umræðunni og mikil eftirvænting hjá Íslendingum að fá búðina hingað. Þeir hjá H&M tala um að það sé svo mikill kostnaður við að opna búð hér og lítill markaður. Þeir vilji því einbeita sér að öðrum mörkuðum. Þeir vita greinilega ekki hve hrifin við erum af þessum fötum hér á landi,“ segir hann. Varan kemur heim að dyrum Þeir félagar gripu því tækifærið og stofnuðu síðuna til að aðstoða Íslendinga við að kaupa föt frá versluninni og flytja þau heim. „Það sem við bjóðum upp á er að öll verð sem gefin eru upp á síðunni okkar eru með aðflutningskostnað, sendingarkostnað, toll, og svo framvegis, innifalinn. Fólk þarf því ekki að reikna neitt út, velur sér bara vöru og setur í körfuna. Svo má greiða með kreditkorti eða millifærslu. Það líða svo 2 til 3 vikur þar til varan er komin heim að dyrum.“ Ívar segir að outfit.is sé með samning við DHL sem sér um að tollaafgreiða vörurnar. Fólk þurfi því ekki að hugsa um neitt slíkt. Stórar pantanir Ívar segir að þeir taki 20 prósent fyrir þjónustuna en það sé fyrir rekstrarkostnaði. „Við þurfum einnig að greiða prósentur út til aðila sem sér um að taka á móti vörunum og áframsenda svo til Íslands. H&M sendir nefnilega ekki beint til Íslands svo það þarf að fara þessar krókaleiðir til að fá vörurnar hingað heim til Íslands. Það er því kostnaður í því.“ Aðspurður hvort það borgi sig fyrir fólk að fara þessa leið til að kaupa sér föt segir hann svo vera. „Það eru margar vörur þarna sem eru mjög ódýrar en aðrar ekki. Auðvitað er alltaf hægt að finna ódýrar vörur hér heima líka. Það sem við höfum fram yfir að fólk sjái um að panta sjálft á netinu er að við leggjum fram stórar pantanir í einum og getum því haldið sendingarkostnaðinum niðri. Þannig getum við boðið vörurnar á lægra verði.“ Betra kerfi Ívar og Pétur hafa áður haldið úti síðu sem sá um að koma H&M-fötum til Íslendinga sem gekk vel. Ívar segir að það hafi þó verið vesen með kerfið sem var lélegt. „Það virkaði ekki nógu vel en það var erfitt fyrir okkur að fylgjast með, til dæmis ef varan var ekki til. Nú erum við komnir með miklu betra kerfi og ákváðum því að byrja með H&M aftur.“ Þeir félagar eru ekki með umboð fyrir H&M þar sem það er ekki nauðsynlegt og því gæti hver sem er tekið þetta að sér. „Svo lengi sem varan er seld innan EES getum við séð um að kaupa hana og flytja hana inn.“ n Ný síða gerir Íslendingum kleift að panta föt úr H&M beint að dyrum H&M heim að dyrum „Það líða svo 2 til 3 vikur þar til varan er komin heim að dyrum.“ Gunnhildur Steinarsdóttir blaðamaður skrifar gunnhildur@dv.is Aðstoða Ívar er annar stofnenda outfit.is Enn engin erfðabreytt matvæli merkt n Nýjar reglur tóku gildi um áramótin R eglur um merkingar á erfðabreyttum matvælum gengu í gildi um síðustu áramót og nú er óheimilt að selja slík matvæli án þess að þess sé getið á umbúðum að þau séu erfðabreytt. Sé um samsett matvæli að ræða verður að upplýsa um það að ef erfðabreytt hráefni eru meira en 0,9 prósent af vörunni. Um þetta er rætt á heimasíðu Neytendasamtakanna en þar segir að samtökin hafi fengið mörg erindi vegna þessa. Neytendur séu hissa á því að enn séu engin matvæli merkt sem erfðabreytt og velti því fyrir sér hvort nýju reglurnar hafi ekki tekið gildi. Samtökin svara þessu og segja að reglur um merkingar á erfðabreyttum matvælum hafi vissulega tekið gildi um áramótin og að Matvælastofnun og heilbrigðiseftirlit sveitarfélaga hafi, lögum samkvæmt, eftirlit með því að reglunum sé fylgt. Á síðunni segir að samtökin ætlist til að eftirlitið tryggi að birgjar og verslanir fari að settum reglum þannig að valfrelsi neytenda sé tryggt. Skilgreiningu á erfðabreyttum matvælum má finna á Vísindavefnum en þar segir að slík matvæli séu framleidd úr lífverum, sem breytt hafi verið lítillega með utanaðkomandi erfðaefni. Mikill meirihluti þeirra séu nytjaplöntur og afurðir þeirra. Erfðabreytingarnar hafi einkum beinst að aukinni framleiðslu með því að gera plönturnar ónæmar fyrir skordýrum og illgresiseyðandi efnum. Mest er framleitt af erfðabreyttum sojabaunum, maís, olíufræjum, kartöflum og tómötum auk baðmullar og tóbaks. Kartöflur Algengt er að sojabaunum, maís, olíufræjum, kartöflum og tómötum sé erfðabreytt. Litir í sumar Bolir í öllum litum verða greinilega vinsælir hjá yngri kynslóðinni í sumar. Að minnsta kosti ef marka má þessa mynd af vef H&M. Sumartískann Þessi blússa kostar sem samsvarar 3.100 krónum á vef H&M. Eitthvað bætist þó við verðið við að senda hana til Íslands. Smart í sumar Strákarnir geta fundið margt við sitt hæfi á vef H&M.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.