Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.2012, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.2012, Blaðsíða 11
Þ að er kannski lykilatriði að einstaklingarnir sem fara fram verða að hafa öflugt bakland og þeir þurfa að hafa stuðning öflugs hóps að baki sér og víða skírskotun,“ segir Stef- anía Óskarsdóttir stjórnmálafræð- ingur aðspurð um möguleika nýrra frambjóðenda gegn Ólafi Ragnari Grímssyni, sitjandi forseta. Hún segir erfitt að meta hvort raunhæft sé að sá frambjóðandi geti komið fram sem sigrað geti í kosningu gegn sitjandi forseta. „Það verða að vera jákvæðir straumar í þjóðfélaginu gagnvart þér og þú þarft að hafa hóp fólks sem leggur þér lið. Það er erfitt að leggja mat á einstaka frambjóð- endur sem ekki eru raunverulega komnir fram. Afstaða fólks breyt- ist töluvert um leið og einstakling- ur er orðinn frambjóðandi. Þegar framboð er hafið þá fara spjótin að beinast að fólki,“ segir Stefanía. Undir þetta tekur Baldur Þórhalls- son stjórnmálafræðingur. „Ólaf- ur Ragnar er þegar í mjög sterkri stöðu. Ef fleiri en tveir frambjóð- endur fara fram gegn honum þá styrkist hans staða enn frekar.“ Kostar milljónir „Það er rómantík að allir geti boð- ið sig fram til forseta Íslands,“ sagði Andrés Jónsson, almannatengill hjá Góðum samskiptum, í samtali við DV fyrr í marsmánuði. Andrés hafði þá birt hugmynd að kostnaðaráætlun um forsetaframboð. Heildarkostn- að við framboð telur Andrés vera að lágmarki 30 milljónir. Hann miðar áætlun sína við að forsetaframbjóð- andinn ráði til sín kosningastjóra og skrifstofustjóra, sjálfboðaliðastjóra og almannatengslafulltrúa. Launa- kostnaðurinn einn og sér er nærri því 8 milljónir. „Þú þarft að vera mikill yfirburða- maður og þarft að koma öllum á óvart ef þú ætlar að fara óþekktur í framboð,“ segir Andrés um niður- stöður sínar. Betri valkost á Bessastaði Rúmlega 2.000 meðlimir eru í hópn- um Betri valkost á Bessastaði. Hóp- urinn var stofnaður stuttu eftir að Ólafur Ragnar Grímsson tilkynnti með afgerandi hætti að hann hygð- ist bjóða sig fram til setu á næsta kjörtímabili. Þótt hópurinn samein- ist ekki um ákveðinn frambjóðanda er ljóst að límið í hópnum er and- staða við sitjandi forseta. Í því ljósi er ekki ólíklegt að ákveði einhver að taka slaginn við sitjandi forseta geti sá hinn sami reiknað með stuðningi frá hluta meðlima hópsins. Hópur- inn Betri valkost á Bessastaði stóð fyrir gerð skoðanakönnunar þar sem spurt var út í fylgi Andra Snæv- ars Magnasonar, Ara Trausta Guð- mundssonar, Ástþórs Magnússonar, Elínar Hirst, Jóns Lárussonar, Páls Skúlasonar, Salvarar Nordal, Stefáns Jóns Hafsteins, Þóru Arnórsdótt- ur, Þórólfs Árnasonar auk þess sem Ólafur Ragnar Grímsson sitjandi forseti var meðal valkosta. Þá var spurt hvort vilji væri til að sjá annað nafn á listanum og þá hvern. 66 prósent vilja nýjan forseta „Rétt tæp 34% þeirra sem tóku af- stöðu í nýrri könnun Capacent Gal- lup um forsetaefni vildu helst sjá Ólaf Ragnar Grímsson gegna emb- ætti forseta Íslands áfram. Rúm 66%, eða nærri tveir af hverjum þremur, vilja nýjan forseta,“ segir í tilkynn- ingu hópsins Betri valkost á Bessa- staði. Tæplega fimmtán prósent svar- enda könnunarinnar nefndu Þóru Arnórsdóttur sem sinn fyrsta valkost. Uppsafnað fylgi hennar var um þrjá- tíu prósent þegar þátttakendur voru beðnir um að nefna fyrsta, annan og þriðja valkost. Til samanburðar má nefna að 41,5% svarenda völdu Ólaf í eitthvert sæti. Tvöfalt fleiri nefndu Þóru sem valkost en aðra hugsanlega frambjóðendur. Þrjár konur voru oftast nefnd- ar sem þeir valkostir sem fólk vildi helst fá í staðinn fyrir sitjandi for- seta. Næst á eftir Þóru eru þær Elín Hirst og Salvör Nordal nefndar. Þar á eftir komu Páll Skúlason, Stefán Jón Hafstein og Þórólfur Árnason. Þóra Arnórsdóttir þekkt andlit Stefanía segir Þóru ágætlega setta að því leyti að hún sé nokkuð þekkt og ekki þurfi að kynna hana fyrir landsmönnum. Spurð hvort hugsanlegir nýir frambjóðend- ur geti ekki nýtt sér hópinn Betri valkost á Bessastaði sem byrjun- arreit í leit að sjálfboðaliðum og stuðningshóp segir hún það vera beggja blands. Hópurinn hafi þeg- ar verið sakaður um að vera nokk- uð tengdur Samfylkingunni. „Það getur virkað fælandi. Mjög hættu- legt er að fá á sig þann stimpil að vera frambjóðandi flokks,“ segir Stefanía. atli@dv.is hanna@dv.is Þóra ógnar ólafi ragnari „Mjög hættulegt er að fá á sig þann stimpil að vera frambjóð- andi flokks. Gott bakland nauðsynlegt n Þóra talin líklegust til að velgja Ólafi Ragnari undir uggum n Heilsteypt og greind Fréttir 11Miðvikudagur 28.mars 2012 Þau eru orðuð við framboð til forseta Íslands Nafn: Páll Skúlason Aldur: 68 ára Starfsferill: Páll gegndi stöðu rekt- ors Háskóla Íslands á árunum 1997 til 2005. Hann hafði áður starfað sem lektor og gegnir nú stöðu prófessors í heimspeki á hugvísindasviði skólans. Páll hefur einnig skrifað nokkurn fjölda heimspekirita og hann hefur gegnt fjölda trúnaðarstarfa fyrir Háskóla Íslands. Menntun: BA í heimspeki frá Université Catholique de Louvain árið 1967 og doktorsgráða í heim- speki frá sama skóla árið 1973. Tungumálakunnátta: Á heimasíðu Páls má finna fyrirlestra, útvarpsþætti og greinar eftir hann á íslensku, ensku og frönsku. Gera má ráð fyrir að hann tali þau tungumál reiprennandi. Bakland: Páll hlaut 16,6 prósent atkvæða í könnun Capacent Gallup fyrir hópinn Betri valkost á Bessa- staði ef tekið er mið af uppsöfnuðu fylgi þeirra sem þátttakendur í könnuninni völdu sem sinn fyrsta, annan eða þriðja kost. Ef aðeins er miðað við fyrsta kost hlaut Páll 7 prósent atkvæða. Hvað segir Páll? Ekki náðist í Pál við gerð þessarar úttektar en í sam- tali við DV í janúar sagðist Páll ekki hafa skoðað þetta þegar hann var spurður út í mögulegt framboð. Nafn: Elín Hirst Aldur: 51 árs Starfsferill: Elín hefur starfað við fjölmiðla frá árinu 1984. Hún gegndi stöðu fréttstjóra Stöðvar 2 og Bylgjunnar 1994 til 1996 og var fréttastjóri Ríkissjónvarpsins 2004 til 2008. Elín hefur einnig framleitt fjölda heimildamynda. Þá ritaði hún sögu Guðrúnar Ebbu Skúla- dóttur, Ekki líta undan, sem kom út á síðasta ári. Menntun: BS-gráða í Broadcasting Journalism frá The University of Florida í Gainsville í Bandaríkjunum. Stundaði nám í þjóðhagfræði við há- skólann í Osló, lauk fyrrihlutaprófi. MA-gráða í sagnfræði frá Háskóla Íslands. Tungumálakunnátta: Elín talar bæði reiprennandi ensku og norsku eftir að hafa bæði lært og búið í Bandaríkjunum og Noregi. Bakland: Elín hlaut 22 prósent atkvæða í könnun Capacent Gallup fyrir hópinn Betri valkost á Bessa- staði ef tekið er mið af uppsöfnuðu fylgi þeirra sem þátttakendur í könnuninni völdu sem sitt fyrsta, annað eða þriðja val. Ef aðeins er miðað við fyrsta val hlaut Elín 7,8 prósent atkvæða. Hún varð í þriðja sæti í könnunni. Hvað segir Elín? „Ég útiloka það ekki, það er svo margt sem þarf að hugsa vel út í áður en maður tekur þá ákvörðun,“ segir Elín í samtali við DV. Hún ætlar þó ekki að taka sér of langan umhugsunarfrest. „Ég sé fyrir mér að ákvörðun liggi fyrir fljótlega eftir páska.“ Nafn: Jón Lárusson Aldur: 46 ára Starfsferill: Á árunum 1985 til 1990 starfaði Jón í Landsbank- anum, Iðnaðarbanka Íslands og Sparisjóði vélstjóra. Frá árinu 1997 hefur Jón starfað sem lög- reglumaður og gegnir nú stöðu rannsóknarlögreglumanns í fjár- munabrotadeild lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu. Menntun: Jón lauk námi úr lög- regluskóla ríkisins árið 1997 og BA-prófi í sagnfræði frá Háskóla Ís- lands árið 1998, auk þess sem hann lauk löggildingarprófi til afleiðuvið- skipta í Bandaríkjunum árið 2007. Tungumálakunnátta: Ekki vitað Bakland: Það var í byrjun janúar sem Jón lýsti því yfir, fyrstur manna, á Útvarpi Sögu að hann ætlaði að gefa kost á sér í embættið. Hann hefur gagnrýnt fjölmiðla fyrir að sýna sér lítinn áhuga en heldur úti vefsíðunni jon- larusson.com þar sem hann gerir grein fyrir sér. Jón er frá Selfossi og ætti því að hafa eitthvert bakland þar en óvíst er hversu mikið það er. Hvað segir Jón? „Ég geri mér grein fyrir því að brekkan er mér brattari en þekktari einstaklingum, en engin brekka er svo brött að hún verði ekki gengin og ekkert er óyfir- stíganlegt.“ Ekkert kjaftæði Helgi Seljan, einn af samstarfs- mönnum Þóru í Kastljósinu, segir að hann muni sjá eftir henni á Bessastaði fari hún í framboð og nái kjöri. „Verst ef hún ætlar að vera forseti þá missum við hana út á Bessa- staði og hún getur ekki verið lengur hér,“ segir Helgi en hann ber Þóru söguna vel. „Hún er vel menntuð, klár manneskja og með skýra sýn á alþjóðamál. Svo er hún öfgalaus og „no bulls- hit“ gella. Ég held að það gæti reynst okkur ágætlega á þessum tímum, að hafa einhvern slíkan á Bessastöðum.“ Nafn og fjölskylda: Þóra Arnórs- dóttir er fædd í Reykjavík 18. febrúar 1975, dóttir Nínu Sæunnar Sveins- dóttur viðskiptafræðings og Arnórs K. Hannibalssonar heimspekiprófessors. Hún er yngst fimm systkina. Starfsferill: Dægurmálaútvarp Rásar 2 frá 1998–2002. Fréttastofa sjónvarps frá 2002–2005. Frétta- stofa Stöðvar 2 og umsjónamaður Íslands í dag 2005–2007. Útsvar frá 2007. Kastljós frá 2009. Menntun: Þóra er með stúdentspróf frá Menntaskólanum við Hamrahlíð af bæði nýmála- og náttúrufræði- braut, BA-próf í heimspeki frá Háskóla Íslands og Háskólanum í Genúa á Ítalíu og MA-próf í alþjóða- stjórnmálum og þróunarhagfræði frá Johns Hopkins Paul H. Nitze School of Advanced International Studies, Bologna, Ítalíu og Washington, D.C. Tungumálakunnátta: Talar ensku, ítölsku, norsku, sænsku, dönsku, þýsku. Bakland: Þóra hefur notið afgerandi mest fylgis af þeim sem nefndir hafa verið sem hugsanlegir frambjóðendur í skoðanakönnunum. Hvað segirÞóra? „Það er svo sannarlega skylda mín að íhuga alvarlega allar þær einlægu áskor- anir sem ég hef fengið frá fólki vítt og breitt af landinu. Það er að mörgu að huga en þó býst ég við að ég muni gera endanlega upp hug minn á næstu dögum.“ „Svo er hún öfgalaus og „no bullshit“ gella Barnalán Þóra og Svavar eiga saman tvö börn en það þriðja er á leiðinni. Þá á Svavar þrjár dætur frá fyrra hjónabandi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.