Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.2012, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.2012, Blaðsíða 10
Þóra ógnar ólafi ragnari Vill verða forseti áfram Þ óra Arnórsdóttir, sjónvarps- kona á RÚV, er talin einna líklegust þeirra frambjóð- enda sem nefndir hafa verið til sögunnar til að velgja Ólafi Ragnari Grímssyni undir uggum. Í könnun sem hópurinn Betri valkost á Bessastaði stóð fyrir fyrr í þessum mánuði kom fram að flestir þeirra sem vildu nýjan forseta vildu fá Þóru í embættið. Völdu tæplega fimmtán prósent svarenda könnunarinnar Þóru sem sinn fyrsta valkost. Miðað við niðurstöður þessarar könnunar virðist Þóra því hafa raunhæfa mögu- leika á að velta Ólafi Ragnari úr sessi þótt mikið verk sé óunnið. DV ræddi við nokkra einstaklinga sem eru vel kunnugir Þóru og fékk þá til að leggja mat á möguleika hennar og hvaða manneskju hún hafi að geyma. Frábær mamma „Þóra er fyrst og fremst hæfileika- rík, lífsglöð, almennileg og vel inn- réttuð manneskja. Hún er líka frábær mamma,“ segir Svavar Halldórsson, eiginmaður Þóru. „Ég þekki fáa sem eru greindari, hún býr auðvitað að því að vera vel menntuð með próf frá Ítalíu og Ameríku, tala nokkur tungumál og kunna skil á hagfræði og alþjóðamálum. En það sem gerir þetta mikils virði fyrir Þóru er að hún hefur skynsemi og þroska til að nýta þetta í öllu því sem hún tekur sér fyrir hendur. Hún hefur líka einstakt lag á fólki, sem þýðir að hún er vinmörg. Ég hef auðvitað notið góðs af því,“ segir Svavar og bætir við að hún eigi auðvelt með að vinna fólk á sitt band sem geri hana að góðum stjórnanda og leiðtoga. „Við höfum ferðast mikið saman um Ísland og mér þykir alltaf jafn skemmtilegt að sjá Þóru í mis- munandi hlutverkum, hvort sem er í sauðburði fyrir austan, réttum í Þing- vallasveitinni, eða að elda mat ofan í erlenda ferðamenn vestur á fjörðum. Við sem þekkjum Þóru vitum að það yrði gæfuspor ef hún myndi gefa sig til starfa fyrir land og þjóð.“ Heilsteypt og greind „Ég met það svo að hennar mögu- leikar á að verða forseti séu mjög miklir,“ segir einstaklingur, sem er vel kunnugur Þóru, um það hvort hún hafi raunhæfa möguleika á að verða forseti. Hann vildi þó ekki tjá sig undir nafni en fór afar fögrum orðum um hana. „Hún hefur allt til að bera til að ná árangri í þess- ari baráttu. Hún er ung, hún á mörg börn, hún er heilsteypt, vel greind og er fljót að átta sig á aðalatriðum,“ segir viðmælandi DV og tekur sér- staklega fram að hún sé laus við allan hroka. Fari svo að Þóra bjóði sig fram í embætti forseta Íslands telur viðmælandi blaðsins að henni muni takast vel upp í rökræðum við aðra hugsanlega frambjóðendur. Þá sé hún einnig vel gift, en eigin- maður Þóru er Svavar Halldórsson, fréttamaður og samstarfsmaður Þóru á RÚV. „Svavar á eftir að sóma sér vel á Bessastöðum,“ segir við- mælandi DV og hlær. Hann bæt- ir þó við að ef af brotthvarfi Þóru og Svavars yrði væri um talsverða blóðtöku að ræða fyrir RÚV. „Hún er góð í öllu sem hún tekur sér fyrir hendur.“ Talar mörg tungumál Það hafa margir veitt því eftirtekt hversu mörg viðtöl Þóra hefur tekið á erlendum tungumálum. Þann- ig hefur Þóra tekið viðtöl á ítölsku og segir viðmælandi DV að hún tali einnig flest Norðurlandamál- in; dönsku, sænsku og norsku auk þess að tala enskuna reiprennandi. Í viðtali við DV árið 2007 sagði hún frá tungumálakunnáttu sinni: „Það eru nú engin heljarinnar ósköp af tungumálum sem ég kann en það er dálítið þannig í minni fjölskyldu að allir eiga að kunna mörg tungu- mál. Það er hlegið að fólki sem ekki getur tjáð sig á að minnsta kosti sex til sjö tungumálum,“ sagði Þóra en hún var á tungumálabraut í menntaskóla. „Þar lærði ég þýsku og frönsku og svo menntaði ég mig á Ítalíu. Mér finnst hreinlega að það heyrist ekki nógu mörg tungumál í íslenskum fjölmiðlum og því reyni ég að spreyta mig þó svo, til dæmis, að sænskan mín sé ekki fullkomin þá reyni ég að tala hana frekar en að grípa til enskunnar.“ Viðmælandi DV segir að hún sé um fram allt eldklár „Hún er ansi glögg og ef hún er með rétta fólkið í kringum sig í baráttunni þá held ég að hún eigi eftir að skora vel. Ég held að hún sé sú eina sem hafi eitt- hvað roð í Ólaf Ragnar. Það er mitt mat enda þekki ég hana vel.“ n Þóra talin líklegust til að velgja Ólafi Ragnari undir uggum n Heilsteypt og greind Einar Þór Sigurðsson blaðamaður skrifar einar@dv.is 10 Fréttir 28. mars 2012 Miðvikudagur Nafn: Ólafur Ragnar Grímsson Aldur: 68 ára Starfsferill: Lektor í stjórn- málafræði við Háskóla Íslands 1970–1973, prófessor frá 1973– 1993, fjármálaráðherra 1998–1991, forseti Íslands frá 1996. Menntun: BA í stjórnmálafræði og hagfræði frá háskólanum í Manchester. Doktorspróf í stjórn- málafræði frá sama háskóla. Tungumálakunnátta: Talar ensku reiprennandi. Hefur haldið ræður á þýsku, norsku og dönsku meðal annars. Bakland: 31 þúsund manns skrifuðu undir áskorun til Ólafs um að hann héldi áfram. Guðni Ágústsson, fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins, var meðal þeirra sem afhentu honum undir- skriftirnar. Hvað segir Ólafur? „Það er […] einlæg ósk mín að þjóðin muni sýna því skilning þegar stöðugleiki hefur skapast í stjórnskipan lands- ins og stjórnarfari og staða okkar í samfélagi þjóðanna hefur skýrst, ákveði ég að hverfa til annarra verkefna áður en kjörtímabilið er á enda og forsetakjör fari þá fram fyrr en ella,“ sagði Ólafur Ragnar þegar hann tilkynnti að hann myndi gefa áfram kost á sér sem forseti Íslands. Þau eru orðuð við framboð til forseta Íslands Nafn: Herdís Þorgeirsdóttir Aldur: 58 ára Starfsferill: Herdís var skipuð prófessor við Háskólann á Bifröst árið 2004. Hún er einnig einn af eigendum Víkur Lögmannsstofu. Í júlí árið 2009 var Herdís kjörin forseti Evrópusamtaka kvenlögfræðinga og var hún endurkjörin árið 2011. Hún hefur bæði starfað fyrir Evrópuráðið á sviði mannréttinda og í lögfræð- ingateymi fyrir Evrópusambandið á sviði vinnuréttar og jafnréttismála. Herdís er fulltrúi Íslands í Feneyja- nefnd Evrópuráðsins og formaður undirnefndar Feneyjanefndar um mannréttindi. Menntun: Doktor í lögum, með lögmannsréttindi og stjórnmála- fræðingur. Tungumálakunnátta: Herdís hefur stundað nám í enskumælandi löndum, sem og Frakklandi og Svíþjóð. Hún er með stúdentspróf á málabraut sem felur meðal annars í sér próf í þýsku og frönsku. Bakland: Fjöldi rithöfunda hefur lýst yfir stuðningi við Herdísi á veraldarvefnum. Má þar meðal annars nefna Vigdísi Grímsdóttur, Þórunni Erlu- Valdimarsdóttur og Sigrúnu Eddu Björnsdóttur. Hvað segir Herdís? „Ákvörðun um framboð hlýtur að velta á því að það sé öflugur stuðningur um allt land. Ég held að það taki tíma að finna út úr slíku,“ segir Herdís aðspurð um hugsanlegt framboð. „Þetta er bara í gerjun. Ég er að velta þessu fyrir mér, ég útiloka þetta ekki en það veltur á hversu öflugur stuðningurinn er.“ Nafn: Stefán Jón Hafstein Aldur: 57 ára Starfsferill: Stefán Jón hefur starfað sem verkefnastjóri hjá Þróunarsamvinnustofnun Íslands í Malaví undanfarin ár. Hann hefur starfað fyrir borgarstjórn Reykjavíkur sem fulltrúi Samfylk- ingarinnar og Reykjavíkurlistans. Áður starfaði hann sem frétta- maður og dagskrárgerðarmaður hjá Ríkisútvarpinu. Árið 1982 tók hann við starfi ritstjóra dægur- málaútvarps og dagskrárstjórn Rásar 2. Síðar vann hann að dag- skrárgerð fyrir Stöð 2 og var ritstjóri Dags. Hann hefur einnig starfað sem sendifulltrúi Rauða krossins í Genf og í Afríku. Menntun: Stefán Jón er með stúdentspróf frá Menntaskól- anum við Sund. Hann nam ensku og bókmenntafræði við Háskóla Íslands og lauk BA-prófi í fjölmiðlafræðum frá Polytechnic of Central London og MA-prófi í boðskiptafræðum frá University of Pennsylvania í Banda- ríkjunum. Tungumálakunnátta: Ég tók há- skólapróf á ensku og hef notað ensku sem starfsmál árum saman. Ég hef getað klárað mig í samskiptum við vini á Norðurlöndum en hef ekki ýkja mikla æfingu í því síðust árin. Bakland: Sex prósent þeirra sem svöruðu könnun Facebook-hópsins Betri valkost á Bessastaði nefndu Stefán Jón sem sinn fyrsta valkost, sautján prósent sögðu hann vera einn af sínum þremur valkostum. Hvað segir Stefán? Ég hef ekki aftekið framboð þegar ég hef verið spurður. Meira hef ég ekki um það að segja. Sögufræg stjórn- málafjölskylda n Þóra Arnórsdóttir er af mikilli stjórn- málaætt en hún er sonardóttir alþingis- mannsins og ráðherrans Hannibals Valdimarssonar. Faðir Þóru er Arnór Hannibalsson, doktor í heimspeki. Þóra er einnig bróðurdóttir Jóns Baldvins Hannibalssonar, fyrrverandi utanríkis- ráðherra. Arnór Hanni- balsson Jón Baldvin Hanni- balsson Þóra Arnórs- dóttir Hannibal Valdimarsson Ólafur Hanni- balsson „Svo er hún öfgalaus og „no bullshit“ gella

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.