Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.2012, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.2012, Blaðsíða 12
12 Fréttir 28. mars 2012 Miðvikudagur Á þriðja hundrað manns höfðu réttarstöðu sakbornings í des- ember síðastliðnum vegna rannsókna sem tengjast efna- hagshruninu. Í fyrirspurn Sig- mundar Ernis Rúnarssonar, þing- manns Samfylkingarinnar, frá mars árið 2011 kemur fram að 216 einstak- lingar hafi réttarstöðu sakbornings í rannsóknum embættisins. 471 vitni hafi verið kallað til í öllum málum og yfirheyrslurnar hafi þá þegar verið orðnar 600. Það er í þessu umhverfi sem fyrrverandi embættismenn, stjórnmálamenn og útrásarvíkingar hafa kallað eftir sannleiks- og sátta- nefnd í stað réttarhalda gegn þeim sem áttu þátt í hruni íslensku bank- anna. Suðurafríska sannleiks- og sátta- nefndin hefur verið nefnd í því sam- hengi sem og þingnefndir að hætti Bandaríkjanna sem starfað hafa í bein- um sjónvarpsútsendingum. Undir- liggjandi er þó iðulega sú krafa að ger- endur, sem í dag eru ákærðir, fái grið frá lögsóknum gegn því að segja satt og rétt frá atburðum og aðdraganda efna- hagshrunsins. Þótt slíkar kröfur séu ekki settar fram berum orðum er ljóst að sannleiksnefnd þar sem stór hluti vitna hefur réttarstöðu sakbornings er illframkvæmanleg, enda gætu þeir sömu varla sagt satt og rétt frá án þess að eiga á hættu að sakfella sjálfa sig. Í því ljósi má leiða að því líkur að stuðn- ingur leikenda í íslensku útrásinni sé allavega að hluta tilraun til að skapa umhverfi þar sem falla verður frá hefð- bundnum sakamálarannsóknum. Aðskilnaðarnefnd Suður-Afríku Eitt þekktasta dæmið um sátta- og sannleiksnefnd er líklega nefnd Des- mond Tutu, sem gera átti upp mann- réttindabrot unnin í skjóli aðskiln- aðarstefnu suðurafrískra stjórnvalda. Nefndinni, sem hét einfaldlega sann- leiks- og sáttanefnd (TRC), var ætlað að gera upp hrottaleg mannréttinda- brot í Suður-Afríku sem framin voru í tengslum við aðskilnaðarstefnu hvítra yfirvalda frá árunum 1948 til ársins 1994. Í megindráttum var nefndinni ætl- að að leggja mat á mannréttindabrot framin í landinu á tímabilinu, bóta- eða uppgjörsgreiðslur vegna brota eða hagnaðs af brotum og leggja mat á hvort heita skyldi einstaklingum grið- um í skiptum fyrir vitnisburð sem leitt gæti til þess að sannleikurinn um at- burði aðskilnaðaráranna kæmi fram. Það kann að koma spánskt fyrir sjónir að bera saman uppgjör á efna- hagshruninu íslenska og aðskilnaðar- stefnu suðurafrískra yfirvalda. Sann- leiks- og sáttanefnd Suður-Afríku er þó eitt helsta módel fyrir slíkar nefnd- ir í heiminum, enda almennt talin vel heppnuð aðferð við leit að sannleika þar sem hefðbundin nálgun eða heim- ildir réttarkerfisins ná ekki tilætluðum árangri. Að því leyti á samanburðurinn rétt á sér. Ekki án gagnrýni Sama ár og skýrsla TRC kom út birtu Khulumani-samtökin, sem starfa með fórnarlömbum aðskilnaðarstefnunnar, könnun sem gerð var meðal fimm hundruð fórnar- lamba hennar og spurt var um þeirra sýn á störf sannleiks- og sáttanefnd- arinnar. Í svörum fórnarlamba mann- réttindabrota mátti greina að margir töldu sig nauðbeygða til sátta og að eft- irfylgni með nefndinni væri ekki nægj- anlegt. Afleiðingar brota fyrir gerend- ur væru svo litlar að fórnarlömb þyrftu jafnvel að leita til þeirra, enda gegndu margir enn sömu stöðu og áður. Í skýrslunni er meðal annars vitn- að í föður fimmtán ára drengs sem skotinn var af lögreglumanni. Faðir- inn segir lögreglumanninn enn starfa á lögreglustöð í næsta nágrenni og að rannsókn á málinu hafi verið látin nið- ur falla. Ein helsta gagnrýnin á TRC er að nefndin hafi, raunar um leið og hún var ventill fyrir fórnarlömb aðskilnað- ar í Suður-Afríku, hvítþvegið kerfi sem byggði á misbeitingu og ofbeldi hvíta minnihlutans gagnvart svarta meiri- hlutanum. Þeir sem sóttu stöðu, tekjur og jafnvel eftirlaun frá kerfi aðskilnað- ar hafi setið eftir og notið ávaxta gamla kerfisins. Eftir standi þeir sem lifðu í fátækt vegna aðskilnaðar og ofbeldis, í sömu eða svipaðri stöðu og áður. Jón Ásgeir og Björgólfur Thor „Hrunið verður ekki gert upp með skýrslunum sem eru einsleitar þar sem takmarkaður hópur fær aðgang að skýrsluhöfundum,“ sagði Jón Ásgeir Jóhannesson fjárfestir í tilkynningu sem send var til fjölmiðla í kjölfar út- gáfu úttektarskýrslu Landssamtaka líf- eyrissjóða. „Betur væri að það yrði sett upp sannleiksnefnd t.d. á Alþingi og þar yrðu menn kallaðir fyrir líkt og gert er í Bandaríkjunum. Þá fengi þjóðin að heyra hvað gerðist í beinni útsend- ingu,“ segir Jón Ásgeir ennfremur í til- kynningunni. Jón er þó ekki einn út- rásarvíkinga um að kalla eftir slíkri nefnd. Nýlega sagði Björgólfur Thor Björgólfsson að hann teldi að skipa hefði átt sannleiks- og sáttanefnd til að gera upp hrunið. Daginn eftir greindi DV frá því að sérstakur saksóknari hefði yfirheyrt Björgólf Thor. Af frétt DV má sjá að Björgólfur var yfirheyrður af embætt- inu stuttu áður en hann birti færsl- una á vef sínum btb.is, sem bar heitið; Landsdómur – lærdómur. Í færslunni segir Björgólfur að grípa hefði átt til þess strax í upphafi að gera hrunið upp með sannleiksnefnd. „Alkunna er, að fólk vill fremur fá fram allar staðreynd- ir máls, jafnvel þótt þær séu þungbær- ar, en sjá aðeins hluta heildarmyndar- innar og þurfa að geta í eyðurnar. Með því að upplýsa um öll mál, undan- bragðalaust, er von til að vinna úr reið- inni og ná fram sáttum í samfélaginu,“ skrifar Björgólfur. Tekið skal fram að DV hefur ekki vitneskju um að Björg- ólfur Thor hafi réttarstöðu sakborn- ings hjá sérstökum saksóknara. Stuðningshópur Geirs vill sannleiksnefnd „Ég held að við ættum að hugsa það af alvöru núna að setja á fót sannleiks- nefnd. Ég held að við hefðum gott af slíkri umræðu og það er ekki slæmt að smá tími hafi liðið. Umræðan verður þá kannski minna í formi hugmynda- fræðilegs uppgjörs, sem svona um- ræða má aldrei vera, og meira í formi efnislegrar umfjöllunar um málið, þar sem líka er tekið mið af alþjóð- legu samhengi,“ sagði Árni Páll Árna- son, þingmaður Samfylkingarinn- ar, í samtali við Fréttablaðið þann 20. janúar síðastliðinn. Árni bætist þar í hóp þeirra sem kallað hafa eftir slíkri nefnd. Hann hefur einnig gagnrýnt landsdómsákæru á hendur Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, og greiddi á sínum tíma atkvæði gegn ákæru. Benedikt Jóhannesson, ritstjóri og útgefandi tímaritsins Vísbendingar, skrifaði á sínum tíma pistil þar sem hugmynd um sannleiksnefnd í stað þess sem hann kallar pólitísk réttar- höld yfir Geir H. Haarde. Í pistlinum segir hann að nauðsynlegt sé að setja á stofn einhvers konar vettvang þar sem misgjörðir stjórnmálamanna fyr- ir og eftir hrun verði viðraðar. „Sum- ir hafa kallað þetta sannleiksnefnd. Nafnið er ekki aðalatriði heldur hitt að upplýsingarnar sem þar koma fram verði opinberar og fólk geti fylgst með yfir heyrslum í beinni útsendingu. Á þennan vettvang mætti stefna öllum stjórnmálamönnum sem setið hafa á Alþingi.“ Rannsóknarnefndin er sannleiksnefnd Rannsóknarnefnd Alþingis um að- draganda og orsakir falls íslensku bankanna frá árinu 2008 uppfyllir mörg skilyrði þess að vera sannleiks- nefnd. Raunar var nefndin á sínum tíma kölluð nákvæmlega það í um- ræðum um skipun hennar. Ummæli Sigríðar Benediktsdóttur hagfræðings í viðtali við bandarískt háskólablað þar sem hún var með- al annars spurð um bankahrunið og svarar að sér finnist ástandið vera af- leiðingin af öfgakenndri græðgi og andvaraleysi þeirra sem hafa áttu eft- irlit með fjármálakerfinu og fjármála- legum stöðugleika þjóðarinnar ollu nokkrum deilum um hæfi hennar til setu í rannsóknarnefnd Alþingis. DV fjallaði á sínum tíma um málið þar sem greint var frá því að Páll Heimis- son, formaður nefndarinnar, hafi vísað málinu til forsætisnefndar sem meta ætti hæfi Sigríðar. „Forsætisnefndin vísaði til fordæma frá öðrum löndum um sjálfstæði sannleiksnefnda gagn- vart stjórnmálamönnum og vísaði málinu til ákvörðunar innan rann- sóknarnefndarinnar sjálfrar,“ segir í umfjöllun DV frá málinu. Með því að vitna í starfsreglur sannleiksnefnda í svari ráðuneytisins til nefndarinnar er ljóst að litið var á nefndina sem slíka innan stjórnsýslunnar. Í fyrstu grein laga um rannsóknar- nefndina segir að auki: „Tilgangur laga þessara er að sérstök rannsóknar- nefnd á vegum Alþingis  leiti sann- leikans um aðdraganda og orsök falls íslensku bankanna 2008 og tengdra at- burða. Þá skal hún leggja mat á hvort um mistök eða vanrækslu hafi verið að ræða við framkvæmd laga og reglna um fjármálastarfsemi á Íslandi og eft- irlit með henni, og hverjir kunni að bera ábyrgð á því.“ Meðal fyrirmynda rannsóknar- nefndar Alþingis á orsökum og afleið- ingum hrunsins var rannsóknarnefnd norskra yfirvalda á þarlendu banka- hruni á seinni hluta níunda áratugar- ins. Þá var dönsk rannsóknarnefnd um Tamílamálið svokallaða líka nýtt sem fyrirmynd rannsóknarnefndarinnar. Rannsóknarnefnd Alþingis hafði ekki það hlutverk að ákæra, þótt þeir sem kallaðir voru til vitnis fyrir nefnd- ina hafi ekki verið lofað griðum frá ákæru. Nefndinni var þó heimilt að óska eftir því við ríkissaksóknara að þeir sem létu nefndinni upplýsingar í té sættu ekki ákæru þótt upplýsing- arnar leiddu líkur að refsiverðu broti vitnisins. Nefndin uppfyllir því flest skilyrði þess að vera sannleiksnefnd en ekki saksóknarnefnd. Jafnvel þótt hún hafi ekki boðið vitnaleiðslur í beinni út- sendingu, enda slíkt undantekning fremur en regla. Útrásarvíkingar vilja fá sannleiksnefnd n Beinar útsendingar ekki algengar hjá sannleiksnefndum Atli Þór Fanndal blaðamaður skrifar atli@dv.is „Sannleiks- og sáttanefnd Suður- Afríku er þó eitt helsta módel fyrir slíkar nefndir í heiminum. Dómarar landsdóms Umræða um sannleiksnefnd hefur verið mikil í kringum landsdóm. Fyrir opnum tjöldum Jón Ásgeir og Björgólfur Thor eru báðir þeirrar skoðunar að réttast hefði verið að setja á laggirnar sannleiksnefnd til að gera hrunið upp.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.