Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.2012, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.2012, Blaðsíða 17
Dómstóll götunnar Höfum fundið fyrir stuðningi á netinu … tel ákaflega hæpið að ná því Femínistar í HÍ eru hættir að raka líkamshár. – DV Össur Skarphéðinsson telur að aðildarviðræðum við ESB ljúki ekki fyrir kosningar á næsta ári. – Vísir „Nei, af því að Ólafur Ragnar er fallegur og fyndinn. Ég elska hann.“ Hrafn Helgi Helgason 16 ára nemandi „Nei, ég vil halda í sama forsetann. Ég er bara íhaldssamur gamall karl.“ Sigurður Stefán Ólafsson 50 ára fyrrverandi sjómaður „Já, af því að Ólafur Ragnar er löngu kominn á síðasta söludag.“ Steinþór Helgi Arnsteinsson 27 ára lífskúnstner „Já, það er komið nóg af þaulsetu gamla Íslands. Með fullri virðingu fyrir störfum Ólafs.“ Atli Bergmann 54 ára ráðgjafi „Já, ef einhver góður kemur á móti Ólafi. Hann er búinn að vera svo lengi að það væri flott að fá nýjan.“ Egill Skúlason 33 ára starfar í Háskóla Íslands Viltu einhvern annan forseta en Ólaf Ragnar? Blái naglinn Það var margt um manninn í Eldborgarsal Hörpu á þriðjudag en þá var frumsýnd heimildamyndin Blái naglinn eftir Inga R. Ingason og Jóhannes Kr. Kristjánsson. Hvítklæddu mennirnir á myndinni standa fyrir þann fjölda karlmanna sem lætur lífið úr blöðruhálskrabba á hverju ári. Mynd Eyþór ÁrnasonMyndin Umræða 17Miðvikudagur 28. mars 2012 1 „Ég veit ekki hvað ég á að gefa barninu mínu að borða“ Þetta bréf er mín endastöð,“ segir einstæð móðir í Árbænum. 2 67 ára bóndi kom siglandi í pungaprófið Sigfús Vilhjálmsson, bóndi, útgerðarmaður og hreppstjóri frá Brekku í Mjóafirði, var í hópi 20 manna sem öðluðust skipstjórnarréttindi á dögunum. 3 Gögn frá Kastljósi kveikjan að húsleit hjá Samherja Kastljósið spurðist fyrir – rassía gerð hjá Samherja. 4 Segir kynlíf verða ólöglegtEva Hauksdóttir veltir upp afleiðingum sem frumvarp til laga um breytingu á almennum hegningarlögum kann að hafa að hennar mati. 5 Þrotabú vill ná húsinu af mömmu Stefán H. Hilmarsson seldi félagi móður sinnar heimili sitt. 6 Hjúkrunarheimili fer fram á gjaldþrot sjötugs manns „Ömurleg aðstaða,“ segir forstjóri Samtaka fyrirtækja í heilbrigðis- þjónustu. 7 Daníel með nýjan kærastaSöngvarinn Daníel Óliver segir fallegt fólk verða fyrir fordómum. Mest lesið á DV.is T ilefni þessara skrifa er grein sem birtist á netmiðlinum Pressunni þann 19. mars undir yfirskriftinni: Skaðsemi gosdrykkjaneyslu – hrollvekjandi staðreyndir sem fæstir vita! Því miður er að finna í greininni margar rangfærslur og rangtúlk- anir. Fyrst skal þess getið að greinin byggir fyrst og fremst á grein sem finna má víða á veraldarvefnum í bæði styttri og lengri útgáfum og greinin sem um ræðir stenst á eng- an hátt lágmarks rannsóknarkröfur sem undirritaður telur að gera eigi til þeirra sem fjalla um heilsutengd málefni á opinberum vettvangi. Og því miður gerir greinarhöfund- ur sig sekan um að þýða greinina beint án þess að gera tilraun, að því er virðist, til að leita uppi hinar ætluðu frumheimildir og vega þær og meta. En slík vinnubrögð eru því miður alltof algeng þegar verið er að fjalla um heilsutengd málefni eins og í blöðum og tímaritum eða á margs konar vefsíðum og væri hægt að benda á fjölda tilvika því til staðfestingar. Ég læt hér nægja að vitna til greinar sem birtist í DV þriðjudaginn 20. mars þar sem fjallað er um „Töfrafræin ótrúlegu“, eða svo kölluð chia-fræ. Að sjálf- sögðu búa fræin ekki yfir neinum töframætti heldur er hér um ósköp venjuleg fræ að ræða! Nú verður farið nánar í saumana á nokkrum vafasömum fullyrð- ingum og rang- túlkunum sem finna má í áður- nefndri grein. Fitandi diet-gos 1. LIÐUR Í fyrsta lið greinarinnar er vitnað í rannsókn (1) þar sem fram kemur að mikil sykurneysla hafi neikvæð áhrif á fitusöfnun í líkama. Niður- staða sem kemur ekki á óvart en jafn- framt kemur fram í sömu rannsókn að neysla á diet-gosi hefur ekki nei- kvæð áhrif þar á en einhverra hluta vegna er þess ekki getið! Það hefði þó átt að gera vegna þess að síðar í greininni er komið fram með fullyrð- ingar þess efnis að diet-gos sé afskap- lega fitandi! 2. LIÐUR Í lið 2 er fjallað um diet- bumbuna og þar fullyrt m.a. að diet-gos sé bráðfitandi. Og því til sönnunar er vitnað til rann- sóknar (2) þar sem 475 fullorðnum einstaklingum var fylgt eftir í tíu ár þar sem í ljós kom m.a. að þeir sem höfðu drukkið umtals- vert diet-gos hefðu uppskorið mun meira mittismál en þeir sem ekkert gos drukku. Hér skal haft í huga að þrátt fyrir að þessi ákveðna rannsókn hafi sýnt fram á að þeir sem drukku diet-gos fitnuðu frekar en þeir sem drukku það ekki er ekki þar með sagt að drykkja diet-gossins sé ástæða þess að þeir hafi fitnað. Enda hvernig ætti það að geta gerst þar sem hita- einingafjöldi í einni ½ lítra diet-gos- flösku eru um tvær á hitaeiningar á móti um 225 í venjulegu gosi? Einnig fullyrðir greinarhöfundur í lið 2 og er þá vitnað í músarannsókn (3) að gerfisætuefnið aspartam hafi hækkað blóðsykurinn og með því valdið „gríðarlegri þyngdaraukningu“. Þetta er ekki rétt þar sem í nið urstöð- um rannsóknarinn- ar segir að þær mýs sem neyttu aspartams væru bæði léttari og fitusamsetning blóðsins hag- stæðari! Krabbameinsvaldandi gosþamb? 3. LIÐUR fjallar um hin hræðilegu „Cola-litarefni“ sem sögð eru krabbameinsvaldandi og þau nefnd með nafni – 2-methylimidazole og 4-meth ylimidazole og fullyrt að með því að innbyrða aðeins 16 míkró- grömm af 4-methylimidazole á dag aukist talsvert líkur á krabbameini og svo er því bætt við að í hálfum lítra af Cola-drykk séu 165 míkró- grömm af efninu. Með öðrum orð- um að markmið þessar fullyrðingar hlýtur að vera það að sýna fólki fram á að neysla goss sé svo sannarlega krabbameinsvaldandi! En er það svo? Í það minnsta tókst undirrituðum ekki að finna eina einustu rannsókn sem tengir neyslu þessara efna við krabbamein í mönnum. 4. LIÐUR Gefið er í skyn að gosþamb hraði öldrun og stytti lífið þar sem mikil neysla fosfórs geti valdi hjarta- og nýrna- bilunum, vöðva- tapi og beinþynningu. Hér skal tekið fram að undirrituðum tókst ekki að finna neina rannsókn sem studdi þessar glannalegu full- yrðingar. Minnistap og ófrjósemi 5. LIÐUR Fjallað um efni sem kallast bróm- eruð jurta- olía (BVO) og er m.a. að finna í sítrusgosdrykkjum og íþróttadrykkjum framleiddum í Bandaríkjunum og fullyrt að í miklu magni leiði neysla þess til minnis- taps, taugaröskunar, hegðunar- vandamála, ófrjósemi og vefj- askemmda í hjarta. Hér er óbeint verið að leiða líkur að því að með því að neyta drykkja eins og íþrótta- drykkja að þá aukist líkur á öllum þessum hræðilegu kvillum. Eða hvað? 6. LIÐUR Fullyrt: „… sjálfstætt starf- andi vísindamenn hafa þó staðfest með tilraunum á dýrum að neysla þeirra á erfða- breyttu korni sem finnst í gos- drykkjum hafi valdið melt- ingarskaða, ófrjósemi og hraðöldrun.“ Hér er vitnað í: Genetically modified (GM) foods – renewed threat to Europe. Hafa ber í huga að þau samtök sem hér um ræðir berjast hatrammri baráttu gegn erfðabættum afurð- um og umræða þeirra litast nokkuð af því. Hægt er að vísa í vandaða samantektarrannsókn (4) þar sem rannsóknir sem hafa verið gerðar á þessu sviði eru metnar og skoðaðar ofan í kjölinn og þar sem komist er að þeirri niðurstöðu að enginn líf- fræðilegur marktækur munur hafi mælst á þeim gildum sem prófað var fyrir þegar borin voru saman dýr sem neyttu erfðabætts fóðurs annars vegar og „hefðbundins“ fóð- urs hins vegar. Varist hræðsluáróður Að lokum skal tekið fram að mikil gosdrykkjaneysla er að sjálfsögðu ekki holl heilsu okkar og um það geta líkast til allir verið sammála enda snýst eitt lýðheilsumarkmið- anna um það að draga úr sykur- neyslu og þar með neyslu á sykr- uðum gosdrykkjum. Engu að síður ber að varast öfgakenndan hræðslu- áróður þar sem vafasömum fullyrð- ingum og rangtúlkunum er gert hátt undir höfði. Slík „fræðsla“ þjónar engum góðum tilgangi! „Engu að síður ber að varast öfgakenndan hræðsluáróður Kjallari Ólafur Gunnar Sæmundsson næringarfræðingur Hræðsluáróður Hef fulla trú á að þetta gangi upp Sigga Lund opnar nýjan vef 1. apríl. – DV

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.