Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.2012, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.2012, Blaðsíða 16
Sandkorn É g er búinn að ákveða hvaða frambjóðanda ég ætla að kjósa í forsetakosningunum í sumar. Eða, það er að segja, ég er bú­ inn að ákveða hvaða stöðu sá sem ég mun kjósa þarf að vera í svo ég kjósi hann. Viðkomandi þarf að vera líklegasti frambjóðandinn til að koma Ólafi Ragnari Grímssyni í helga steininn sem hann hefði átt að setjast í fyrir löngu. Þóra Arnórsdóttir, Stefán Jón Hafstein, Ari Trausti Guðmunds­ son, Herdís Þorgeirsdóttir, nú já eða Geir H. Haarde, Pétur Gunnarsson, Þórarinn Eldjárn, Björk, Megas, Þor­ steinn Pálsson ... einhver: Ég vil miklu frekar sjá eitthvert ykkar á Bessa­ stöðum næstu árin. Forseti Íslands á að vera samein­ ingartákn þjóðarinnar – hvað svo sem það þýðir í raun – samkvæmt skil­ greiningunni á þýðingu starfsins. Ég ætla ekki að þykjast vita hvað þetta merkir nákvæmlega. En sama hvað þetta þýðir, og sama hvað forseti Ís­ lands á að standa fyrir og gera í nafni þjóðarinnar, þá er ekki við hæfi að Ólafur Ragnar gegni þessi starfi leng­ ur. Forsetinn þarf að minnsta kosti að vera flekklaus, eða ­lítill. Forsetaemb­ ættið sem Ólafur Ragnar tók við fyrir sextán árum er ekki sama embættið og hann gegnir í dag af því hann hef­ ur spillt því. Ólafur Ragnar hefur gerbreytt forsetaembættinu og gert það að pólitísku starfi þar sem hagsmunir forsetans sjálfs, og einkaaðila í við­ skiptalífinu, eru settir ofar þeim hagsmunum sem Ólafur var kosinn til verja, hagsmunum þjóðarinnar. Ólafur var réttilega snupraður fyrir þessa þjónkun sína við auðmenn þjóðarinnar í rannsóknarskýrslu Al­ þingis. Fyrir að skrifa fyrir þá með­ mælabréf, tala máli þeirra við erlenda ráðamenn og opna fyrir þá dyrnar að mörkuðum í öðrum ríkjum; fyrir að efla viðskiptatengslin milli Kaup­ þings og Katar sem átti þátt í að gera íslenska bankanum kleift að opna banka í furstadæminu og Guð veit hvað meira; fyrir að veita Sigurði Einarssyni fálkaorðu fyrir árangur­ inn; fyrir að láta íslensku auðmenn­ ina spila með sig og á sig í sókn eftir meiri peningum og völdum; fyrir að láta auðmennina „misnota“ sig og forsetaembættið, eins og hann hefur sjálfur viðurkennt að þeir hafi gert. Ólafur Ragnar einkavæddi forseta­ embættið með því að gerast talsmaður útrásarfyrirtækja, Baugs, Fons og bank­ anna, sem voru í eigu einkaaðila sem tíminn hefur leitt í ljós að svifust einskis í sókn sinni eftir skyndigróða. Ríkis­ stjórn Sjálfstæðisflokksins og Fram­ sóknar einkavæddi ríkisfyrirtækin og Ólafur einkavæddi forsetaembættið með því gerast málsvari og klappstýra útrásarinnar. Enginn af fyrirrennurum Ólafs á forsetastóli hafði lagst svo lágt að verða spunakarl einkaaðila. Í bók Guðjóns Friðrikssonar um Ólaf Ragnar þar sem þessi saga hans var sögð voru líklega enn afdráttar­ lausari frásagnir af þessari sölu­ mennsku forsetans áður en hann lét ritskoða bókina eftir fall íslensku bankanna haustið 2008. Ritskoðaða útgáfa bókarinnar var nú nógu slæm. Sú bók snérist upp í andhverfu sína fyrir forsetann út af bankahruninu og varð Ólafi Ragnari til háðungar en ekki dýrðar líkt og planið var þegar hún var skrifuð. En meira að segja í ritskoðuðu útgáfunni kom fram að Ólafur Ragnar vildi eigna sér hluta af velgengni íslensku útrásarinnar með stuðningi sínum. Þetta var tilgangur bókarinnar og átti að láta umheim­ inn vita hvað hann lagði á sig fyrir útrásina. Hættu, Ólafur, hættu – gerðu það. Hættu fyrir sjálfan þig og fyrir þjóð­ ina. Þú getur ekki verið forseti áfram eftir allt sem á undan er gengið. Þú hefðir líklega átt að taka pokann þinn strax eftir hrunið, líkt og ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins og Samfylkingar­ innar gerði og líkt og seðlabankastjór­ arnir gerðu nauðbeygðir, þegar kraf­ an um að ráðamenn hrunsins öxluðu ábyrgð og rýmdu til fyrir ætluðum nýjum tímum. En þú gerðir það ekki þrátt fyrir að augljós ástæða væri til að þú viðurkenndir misstök og hyrfir úr starfi. Og þú situr enn á Bessa­ stöðum og hefur ekkert lært, ferð til Bandaríkjanna sem Dalai Lama norð­ ursins og talar hofmóðugur um Ís­ land og norðrið, líkt og þú gerðir fyrir hrun. Slímuseta þín úti á Álftanesi er orðin nógu löng, allt of löng: Staða forsetaembættisins sjálfs er í húfi og þú berð ábyrgð á því. Óhreina SR-mjölið n Margrét Björnsdóttir, formaður framkvæmda­ stjórnar Samfylkingarinn­ ar, lét Þor- stein Pálsson finna til te­ vatnsins á mánudag­ inn. Þá rifj­ aði Margrét upp nærri 20 ára gamalt spillingar­ mál tengt ríkisfyrirtæk­ inu SR­mjöli sem einka­ vætt var upp í hendurnar á Benedikt Sveinssyni fyrir til­ stuðlan Þorsteins, sem þá var sjávarútvegsráðherra. Tilboð Benedikts í SR­mjöl var ekki hæst þar sem fjár­ festirinn Haraldur í Andra bauð talsvert betur. Vildi Margrét með þessu benda Þorsteini á að hann væri ótrúverðugur siðapredikari á Kögunarhóli sínum í Fréttablaðinu með slíkt á samviskunni. Mogginn var keyptur til þessa n „Fyrirtæki leggja ein­ faldlega upp laupana,“ sagði framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar í Eyjum framan á Moggan­ um á þriðjudaginn undir fyrirsögninni „Útgerðin þjóðnýtt“. Fréttin fjallaði um kvótafrumvörp ríkis­ stjórnarinnar og neikvæð­ ar afleiðingar þeirra. Það var í nákvæmlega þessum tilgangi sem fjárfestahóp­ ur, sem aðallega saman­ stendur af útgerðarmönn­ um, keypti Morgunblaðið árið 2009. Megintilgang­ urinn var að berjast gegn breytingum á kvótakerf­ inu, vinna gegn aðild að Evrópusambandinu og koma núverandi ríkisstjórn frá. Mogginn hefur líklega aldrei verið eins mikið áróðursrit. Leigupennaglöp n Ólafur Arnarsson, hagfræð­ ingur og bloggari, getur verið sniðugur. Þannig hefur hann nú auglýst það á blogg­ síðu sinni á Pressunni að hann muni skrifa pistil fyrir þann sem heitið hefur mestu á lið hans sem tekur þátt í í Mottumarsi. Með þessu vill Ólafur leggja góðu mál­ efni lið auk þess sem hann gantast með að vera kall­ aður leigupenni. Sýnt hefur verið fram á það að Ólafur þiggur greiðslur frá þekkt­ um auðmönnum, eins og Bakkabræðrum og Pálma Haraldssyni. Sannfæring Ólafs að hann sé ekki leigupenni er hins vegar ekki mjög mikil ef marka má bloggfærsluna því setn­ ingin þar sem hann ræðir um leigumennsku sína er merkingarlaus sökum mismæla sem kunna að vera freudísk. „Því er jafn­ vel haldið fram að ég hafi þegið slíkar greiðslur, ser [sic] ekki rétt.“ Ólafur hefur því enn hvorki játað því né neitað að vera leigupenni. Þau eru bara þarna ...afar spenntur fyrir að taka við þessu starfi Anna Claessen um fræga fólkið í Hollywood. – DV Ágúst Þór Jóhannsson stýrir karlaliði Gróttu í 1. deildinni á næsta tímabili. – Morgunblaðið Hættu, Ólafur, hættu Leiðari Ingi Freyr Vilhjálmsson ingi@dv.is „Þú getur ekki ver- ið forseti áfram eftir allt sem á undan er gengið Útgáfufélag: DV ehf. Stjórnarformaður: Lilja Skaftadóttir Ritstjórar: Jón Trausti Reynisson (jontrausti@dv.is) og Reynir Traustason (rt@dv.is) Fréttastjóri: Ingi Freyr Vilhjálmsson (ingi@dv.is) Umsjón helgarblaðs: Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir (ingibjorg@dv.is) Umsjón innblaðs: Kristjana Guðbrandsdóttir (kristjana@dv.is) Framkvæmdastjóri: Stefán T. Sigurðsson (sts@dv.is) Sölu- og markaðsstjóri: Heiða B. Heiðarsdóttir (heida@dv.is) Hönnunarstjóri: Jón Ingi Stefánsson (joningi@dv.is) Umbrot: DV Prentun: Landsprent Dreifing: Árvakur DV á netinu: DV.is F R J Á L S T, Ó H Á Ð D A G B L A Ð Heimilisfang Tryggvagötu 11 Hafnarhvoli, 2. hæð 101 Reykjavík FRéTTASkoT 512 70 70 DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. 512 7000 512 7010 512 7080 512 7050 AÐALnúmeR RiTSTJÓRn ÁSkRiFTARSími AuGLýSinGAR 16 28. mars 2012 Miðvikudagur Þ orsteinn Pálsson, áður forsætis­ ráðherra og formaður Sjálf­ stæðisflokksins, fór mikinn um síðustu helgi í greinarskrifum og fjölmiðlaviðtali. Hann hafði allt á horn­ um sér: Jóhanna Sigurðardóttir, forsæt­ isráðherra, hafði kallað eftir þjóðarsátt um nýjan gjaldmiðil skömmu eftir að þingheimur hafði sýnt ágæta samstöðu um að herða gjaldeyrishöftin og sam­ þykkt lög þar að lútandi. Það var enn ein tilraun íslenskra stjórnmála til þess að halda krónunni uppi með kútum, axla­ böndum, hækjum og belti í þágu heim­ ila og fyrirtækja. Ekki gaf Þorsteinn mikið fyr­ ir ákall forsætisráðherrans um nýjar gjaldmiðils lausnir. En svo skýrðust málin þegar Þor­ steinn skrifaði: „Formaður Sjálfstæðis­ flokksins hóf [kosninga]baráttuna á hinn bóginn með afgerandi yfirlýsingu um að flokkurinn ætli að standa vörð um krónuna. Að hans mati á efnahags­ stjórnin að byggjast á sveigjanleika hennar enda hafi það reynst vel nema þegar illa var stjórnað.“ Í útvarpsviðtali hélt Þorsteinn því svo fram að menn vissu ekkert hvert ferðinni væri heitið. Eftir að Alþjóða­ gjaldeyrissjóðurinn hefði sleppt höndinni af ríkisstjórninni væri hún eins og belja á svelli. Stjórnarflokk­ arnir hefðu sitt hvora stefnuna. Við þau skilyrði réðu þeir sem engu vildu breyta. Auk þess næðu sjálfstæðis­ menn ekki saman við frjálslyndari arm Samfylkingarinnar. Forherðingin Þorsteinn skammar ríkisstjórnina og forsætisráðherra en er auðvitað fjúk­ andi reiður eigin flokki, Sjálfstæðis­ flokknum, sem á forhertan hátt neitar að horfast í augu við fortíð sína en reynir þess í stað að endursmíða hana. Þetta var eitt sinn kölluð Albaníuað­ ferðin; að skamma Albaníu en meina Kína. Ekkert flokkssystkina Þorsteins hefur orðað forherðinguna betur en Styrmir Gunnarsson sem sagði á vef Evrópuvaktarinnar nýverið að enginn vildi vinna með Sjálfstæðisflokknum og menn litu á hann sem holdsveikan. Styrmir er líka maðurinn sem sagði við rannsóknarnefnd Alþingis að þetta væri „ógeðslegt þjóðfélag [...] Það eru engin prinsipp, það eru engar hug­ sjónir, það er ekki neitt. Það er bara tækifærismennska, valdabarátta.“ Þetta er sem sagt stutta lýsing Styrmis á 18 ára valdatíð Sjálfstæðis­ flokksins. Það er full ástæða til að kalla eftir samstöðu jafnvel þótt Sjálfstæðis­ flokkurinn – vegna forherðingar – fái ekki að vera í aðalhlutverki eins og formann flokksins og Þorstein dreymir um. Sjálfsagt hefur það farið framhjá Þorsteini að Jóhanna Sigurðardóttir sagði í blaðagrein 17. mars síðast­ liðinn að Samfylkingin yrði einnig að leggja sig fram um þjóðarsátt: „Hreinskiptin og opin umræða um nýjan gjaldmiðil er þjóðarnauðsyn og mikilvægt er að ræða og meta þá kosti sem í stöðunni kunna að vera. Þetta á líka við um Samfylkinguna sem verður líka að vera opin fyrir umræðu um kosti og galla annarra gjaldmiðla ef svo illa færi að aðildar­ umsókn að ESB yrði felld í þjóðar­ atkvæðagreiðslu.“ Sýnilegar umbætur Það hefur reyndar gengið ágætlega að gera margvíslegar umbætur á þjóðfélaginu sem flokkur Þorsteins kom á heljarþröm. Margar þeirra eru lítt sýnilegar en ákaflega sótthreinsandi fyrir gamla klíkuþjóð­ félagið. Hann ætti einnig að hlusta vel eftir auknum áhuga Alþjóðagjaldeyris­ sjóðsins, OECD og fleiri á jöfnuði sem hagvaxtartæki. Svo vill til að í tíð núverandi ríkisstjórnar hafa orðið alger umskipti varð­ andi jöfnuð og er hann nú einna mestur í allri Evrópu. Í Evrópu allri er hætta á fátækt og félagslegri einangrun minnst hér á landi. Kaupmáttur er nú orðinn jafn mikill og hann var árið 2004 og skuldir heimila eru lægri en í mörg­ um nágrannalanda. Þorsteinn getur sannreynt þessar upplýsingar eins og aðrir. Ofan á allt annað snýst hann til varnar óbreyttu kvótakerfi sem hann kom á sem sjávarútvegs­ ráðherra um svipað leyti og hann afhenti vildarmönnum, Engeying­ um, ríkisfyrirtækið SR­mjöl en ekki hæstbjóðanda. Framganga Þorsteins nú minn­ ir á atvik úr frægri sögu: „Þenna páskadag skein sól í heiði og stóðu menn úti í góða veðrinu; þar var og kominn Björn frá Öxl og er mælt hann hafi sagt við þá sem næstir hon­ um stóðu: „Nú eru sólarlitlir dagar, bræður“.“ Vonandi nær sólar glæta inn í hugarfylgsni Þor­ steins áður en pásk­ arnir eru liðnir. „Sólarlitlir dagar“„Vonandi nær sólar- glæta inn í hugar- fylgsni Þorsteins áður en páskarnir eru liðnir Kjallari Jóhann Hauksson blaðamaður

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.