Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.2012, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.2012, Blaðsíða 26
Hjónin Randver og Gunnar n „Við Randver Þorláksson giftum okkur í kyrrþey fyrir nokkrum misserum“ Þ etta er ansi neyðarlegt... Fréttablaðið hefur ákveðið í dag að fjalla um viðkvæmt fjölskyldumál sem ég vildi fyrir alla muni halda fyrir utan kastljós fjölmiðlanna. Í mesta sakleysi fór ég á frumsýningu Hótel Volkswagen (og skemmti mér konunglega!) en í leiðinni gáfum við greinilega skotfæri á okkur. Það var óumflýjanlegt að sannleikurinn kæmi í ljós: Við Randver Þorláksson giftum okkur í kyrrþey fyrir nokkrum misserum. Blóm og kransar afþakkaðir. Þar með er það komið í ljós!“ sagði leikarinn Gunnar Hansson á Facebook- síðu sinni en í litlum bakmola í Fréttablaðinu voru taldir upp gestir frumsýningarinnar Hótel Wolkswagen og var sagt að hjónin Gunnar Hansson og Randver Þorláksson hefðu mætt á frumsýninguna saman. Gunnar gerði að þessu stólpagrín og uppskar mikið kommentaflóð vina sinna í staðinn. Fjölmargir Facebook-vinir Gunnars óskuðu „hjónunum“ nýbökuðu til hamingju með ráðahaginn, þar á meðal Pálmi Gestsson, Elma Lísa Gunnarsdóttir og Bó. Sá síðastnefndi skrifaði: „Grunaði ekki Gvend, þið eruð svo sætir saman.“ 26 Fólk 28. mars 2012 Miðvikudagur Jóhannes steggjaður Leikarinn Jóhannes Haukur Jóhannesson átti sér einskis ills von þegar hann settist upp í vél Iceland Express á mánudagsmorgun. Hann hafði verið kallaður í prufur fyrir kvikmynd með Denzel Washington og var búinn að koma sér haganlega fyrir í vélinni þegar félagar hans stukku um borð og komu honum á óvart. Hann var ekki á leið í prufur heldur var um steggjun að ræða. Hópurinn hélt svo til London þar sem félagarnir skemmtu sér saman en Jóhannes gengur í hjónaband í apríl. Á leiðinni heim Glamúrfyrirsætan og ísdrottningin Ásdís Rán er á leiðinni heim til Íslands. Hún hefur verið í Búlgaríu undanfarið ásamt dóttur sinni Victoríu Rán. Nýlega bárust fréttir af því að hún og eiginmaður hennar, Garðar Gunnlaugsson, hefðu ákveðið að enda hjónaband sitt en Ásdís hefur ekkert komið til landsins síðan þau tilkynntu um ákvörðun sína. Synir hennar tveir, Hektor og Róbert, eru hér á landi og verða því væntanlega miklir fagnaðarfundir þegar mamma kemur heim. Grét yfir góðum frönskum Útvarpskonan Sigurlaug Margrét Jónasdóttir er þekkt fyrir að vera mikill matgæðingur og er stundum kölluð hin íslenska Nigella. Hún sagðist á dögunum hafa bragðað svo stórkostlegar franskar kartöflur að hún brast í grát. „Mér leið eins og Monsigner Ego í Rataouille í gærkvöldi þegar ég borðaði á nýjasta staðnum í Reykjavík Snaps bistro, upplifun mín var þannig að ef það hefði ekki verið rigning og rok úti og Garpur, Þóra frænka og Sigga í Hjaltalín hefðu ekki setið við barinn þá hefði ég haldið að ég væri í 6. hverfinu í París. Stórkostlegar franskar kartöflur svo ég táraðist og Bernais og nautið rann ljúflega niður sem og hægeldaða öndin,“ sagði Sigurlaug á Facebook-síðu sinni. Hjónin Gunnar gerði stólpagrín að mistökum Fréttablaðsins þar sem sagt var að hann og Randver væru hjón. H ver einasta króna fer beint til barnanna,“ segir fjölmiðlamaður- inn Sölvi Tryggvason sem er nýlega kom- inn frá Haíti. Sölvi heimsótti landið til að kynna sér aðstæð- ur á munaðarleysingjahæli en tugþúsundir barna í landinu misstu foreldra sína í jarð- skjálftanum árið 2010. Sölvi fór til landsins á eigin vegum og segir heimsóknina hafa verið mikla lífsreynslu. „Kári Stefánsson er yfir Velferðarsjóði barna sem er starfræktur hér heima en eftir skjálftana hafði Kári samband við Pétur Guðjónsson, sem hefur starfað á Haíti í mörg ár, og í kjölfarið setti Pétur þetta heimili upp. Pétur er vinur minn og ég heyrði á honum að starfið væri orðið erfitt. Þau lifa frá mánuði til mánaðar og það vantar allan stöðugleika í starfið. Mér fannst að ef ég gæti notað mína aðstöðu til að hjálpa, væri það skylda mín. Ég vildi hins vegar ekki vinna að því að fá fólk til að gefa peninga nema það gæti tekið mín orð fyrir því að þeir færu á réttan stað. Þess vegna fór ég út til að kynna mér málið til hlítar.“ Sölvi segir aðstæðurnar á Haíti skelfilegar. „Aðstæður á munaðarleysingjahælinu voru vissulega frumstæðar en þó ekki svo slæmar. Þarna eru glöð börn sem eru alin upp í miklum frið og kærleik. Ann- ars staðar var ástandið verra og mun verra en ég bjóst við. Kerfið er í molum og á afar frumstæðu stigi. Þarna eru til dæmis engir leigubílar og raf- magn er skammtað. Það eru fá lönd í heiminum þar sem er jafn mikil misskipting á auð- ævum. Nánast allir peningar í landinu eru á örfáum höndum og þær hendur hafa engan áhuga á að hjálpa til. Þetta er fátækasta land í Vesturheimi. Ástandið var vont fyrir en eftir jarðskjálftann varð það hræði- legt.“ Sölvi segir ótrúlegt hvað einstaklingurinn geti gert mik- ið. „Viðbrögðin hafa verið mik- il. Fólk hefur haft samband við mig og spurt hvernig það geti hjálpað. Hver og einn getur hjálpað heilmikið. Það er hins vegar góð og gild spurning að vilja vita fyrir víst að pening- urinn sem þú leggur til fari til réttra aðila og sérstaklega í landi þar sem innri strúktúr er í hakki. Þá geta peningarnir auðveldlega endað á röngum stöðum. Það finnst mér best við þetta verkefni – ég er í persónulegu sambandi við þá sem reka heimilið og fæ nótu fyrir hverju því sem keypt er inn,“ segir Sölvi sem ætlar sér að vinna að þessu verkefni til framtíðar ásamt Pétri. Aðspurður segir hann vandmeðfarið að líkja ástand- inu á Haíti saman við krepp- una á Íslandi. „Ég vil ekki gera lítið úr kreppunni hér heima því með því gerir maður lítið úr raunverulegum vanda- málum. Heimurinn er ekki svarthvítur. Efnislega höfum við það fáránlega gott hér en vandmálin eru vissulega raun- veruleg.“ Á heimasíðunni haiti.is má finna allar upplýsingar um verkefnið og þeim sem vilja styrkja það beint er bent á reikningsnúmerið 0313-26- 048980, kennitala: 480980- 0349. indiana@dv.is Sölvi heimsótti Haíti „Safnar fé fyrir munaðarlaus börn. Frumstætt Sölvi segir að þótt að aðstæður í landinu séu ömurlegar sé ástandið ágætt á munaðarleysingjahælinu. Hann fullvissar fólk um að peningarnir skili sér óskertir til barnanna. Haíti Sölva fannst hann verða að reyna að nota aðstöðu sína til að hjálpa. Munaðarleysingjar Tugþúsundir barna misstu foreldra sína í jarðskálftanum sem varð árið 2010.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.