Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.2012, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.2012, Blaðsíða 15
Erlent 15Miðvikudagur 28. mars 2012 n Hægt að ganga berserksgang gegn gjaldi í Dallas N íu dögum eftir að banda- ríkjamaðurinn Robert Ba- les myrti með köldu blóði 17 óbreytta borgara í Af- ganistan hefur yfirmaður í Pentagon, höfuðstöðvum Varn- armálastofnunar Bandaríkjanna, fyrirskipað umfangsmikla úttekt á notkun hermanna á malaríulyfinu meflókvíni, eða Lariam. Þekktar en þó tiltölulega sjaldgæfar auka- verkanir af notkun lyfsins eru meðal annars ofskynjanir, árásar- girni og geðrofs- eða ofsóknarvið- brögð. Lyfið tekið af hermönnum Notkun lyfsins hefur verið bendl- uð við fjölda sjálfsvíga og mann- drápa og einnig dauðsföll innan bandaríska hersins. Árum sam- an hafa hermenn á stríðshrjáðum eða vanþróuðum svæðum fengið lyfið til að fyrirbyggja malaríusmit. Árið 2009 hætti bandaríski herinn alveg að ávísa þessu tiltekna lyfi en það hefur síðan verið notað í tak- mörkuðum mæli á einstaka svæð- um, til dæmis í Afganistan. Árið 2009 fyrirskipaði herinn að þeir hermenn sem fengið hafa höfuð- áverka ættu alls ekki að fá lyfinu ávísað. Bales hlaut höfuðáverka þegar hann var í Írak árið 2010 en það var í þriðja sinn sem hann fór á stríðsvettvang. New York Times greinir frá því að algengt sé að her- menn sem séu ítrekað kvaddir á vettvang séu líklegri en aðrir til að glíma við áfallastreituröskun. Karilyn Bales, eiginkona mannsins, kom fram í viðtali á NBC á mánudag og skýrði frá því að hún hefði orðið furðu lostin þegar hún heyrði af verknaðinum. Það kom fram í stiklu áður en þátt- urinn var sýndur. „Þetta er mér óskiljanlegt. Ég hef enga hugmynd um hvað gerðist. Hann myndi aldrei... hann elskar börn. Hann myndi aldrei gera svona,“ sagði hún þar. Yfirmaður hersins hætti að svara Þann 20. mars síðastliðinn fyrir- skipaði Jonathan Woodson, yfir- maður heilbrigðismála hjá varnar- málaráðuneytinu, tafarlausa úttekt á því hvort hermenn væru að mis- nota malaríulyfið eða fá það í stórum stíl ávísað. Þessari úttekt átti að ljúka núna á mánudaginn, aðeins sex dögum eftir að fyrirmæl- in bárust. Í þeim kom fram að ekki væri hægt að útiloka að hermenn á vettvangi stríðs fái lyfinu ávísað án þess að fullnægjandi sjúkraskrár lægju fyrir. Úttektin yrði að ná til hermanna á vettvangi. Bandaríski vefmiðillinn Huff- ington Post greindi frá því á mánu- dag að í Pentagon fengist þeirri spurningu blaðamanna ekki svar- að hvort Bales hefði notað lyfið. Það væri hans trúnaðarmál. Varn- armálaráðuneytið vildi heldur ekki svara því hvort úttektin hefði verið fyrirskipuð vegna þessarar árásar heldur vísaði á herinn. Yfirmenn hersins sögðu hins vegar að þeir vissu ekki af fyrirskipuninni. Eftir að blaðamaður sendi yfirmanni hersins afrit af skjalinu hætti hann að svara skilaboðum. Sjálfsvígum fækkaði um helming Fyrrverandi yfirmaður sálfræði- deildar bandaríska hersins lét hafa eftir sér að skoða yrði hvort þetta til- tekna lyf gæti verið orsök þess sem gerðist. Sífellt fleira benti til þess að hermenn sem fremdu ódæðisverk hefðu tekið lyfið Lariam. Taugageð- rænar aukaverkanir lyfsins væru vel þekktar og orsökuðu meðal annars þunglyndi, sjálfsvígshugsanir og of- skynjanir. Árið 2004 fjallaði United Press International um notkun lyfsins. Þar kom fram að sjálfsvíg væru algeng- ari í þeim hópi sem tæki lyfið og fjallað var um sex sérsveitarmenn sem hefðu framið sjálfsvíg eftir neyslu þess. Helmingur þeirra her- manna sem frömdu sjálfsvíg í Írak árið 2003 neytti lyfsins. Í blaðinu var haft eftir sérsveitar manni, sem hafði tekið lyfið, að hann hefði fundið fyr- ir því að árásargirnin hefði aukist til muna. Það hafi orðið tiltölulega léttvæg ákvörðun að meiða sjálfan sig eða aðra. „Og það gerist ótrúlega hratt,“ sagði maðurinn sem þjáist nú af heilaskaða eftir að hafa neytt lyfsins. Eftir að herinn hætti að nota lyfið dróst sjálfsvígstíðni saman um helming. Myrtu eiginkonurnar Fleiri dæmi eru um að hermenn hafi glímt við geðraskanir eftir notkun lyfsins. Árið 2003 sá Georg- Andreas Pogany fram á að fá dauða- dóm eftir að hann var ákærður fyrir hugleysi á vettvangi. Fallið var frá ákærunni eftir að rannsóknir lækna leiddu í ljós að hann hafði hlotið eituráhrif vegna of mikillar neyslu malaríulyfsins. Þau ollu því að hann hlaut varanlegan heilaskaða, sem hafði áhrif á störf hans í Írak. Árið 2002 myrtu þrír bandarísk- ir hermenn, sem sneru heim frá Afganistan, konurnar sínar, hver í sínu lagi. Þeir áttu það sameigin- legt að hafa hlotið sérstaka viður- kenningu fyrir störf sín fyrir her- inn. Vitni báru að árásirnar þrjár hafi verið einkennilegar, mennirnir hafi virst undarlegir í fasi, óskipu- lagðir og reiðir. Þessir menn áttu það líka sameiginlegt að hafa neytt áðurnefnds lyfs. Gary Kolb, einn talsmaður bandaríska hersins, sagði við blaðamann Huffington Post að hann væri að feta rangan veg með því að setja notkun lyfsins í sam- hengi við árás Bales. Það væri hans skoðun. Lögfræðingur Bales í málinu hefur látið hafa eftir sér að skjólstæðingur sinn glímdi við minnisleysi og aðra andlega kvilla. n Bandarískir hermenn sem neytt hafa lyfsins meflókvíns hafa framið hræðileg ofbeldisverk Baldur Guðmundsson blaðamaður skrifar baldur@dv.is „Þetta er mér óskiljanlegt. Ég hef enga hugmynd um hvað gerðist. Malaríulyf tengt ódæðisverkum „Algengustu aukaverkanir eru taugageð- rænar aukaverkanir. Verði vart við bráðan kvíða, þunglyndi, eirðarleysi eða rugl við fyrirbyggjandi meðferð með Lariam, á að hætta Lariam-meðferð og beita annarri fyrirbyggjandi lyfjagjöf. Vegna langs helm- ingunartíma meflókvíns geta aukaverkanir varað í margar vikur eftir inntöku síðasta skammts. Hjá fáeinum sjúklingum hefur verið tilkynnt um að sundl og jafnvægis- vandamál geti haldið áfram mánuðum saman eftir að meðferð hefur verið hætt.“ Þetta kemur fram í lyfjagagnagrunni Lyfjastofnunar. Þar segir að mjög sjaldgæfar aukaverkanir lyfsins séu: Ofskynjanir og árásargirni, geðrofs- eða ofsóknarviðbrögð, ofsahræðsluköst, æsingur eða eirðarleysi, kvíði, þunglyndi, skapsveiflur, rugl. Aukaverkanir meflókvíns/Lariam Herinn rannsakar malaríulyf Ekki fæst uppgefið hvort Robert Bales hafi neytt lyfsins, sem hefur slæmar andlegar aukaverkanir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.